Þjóðviljinn - 25.11.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.11.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. nóvember 1979 Árni Bergmann skrifar um lar Lir bél km ien mtir Þegar dæmdi ígaf til c va lau( ir 5a HHHk«v Guöm. Danielsson. Guömundur Danlelsson. Ddmsdagur. Setberg 1979. 296 bls. Guömundur Danielsson fer ekki i neinn feluleik um þaö hvers eölis þessi bók er, hann kallar hana „heim ildaskáldsögu um langafa sinn Sigurö Guöbrandsson frá Lækjarbotnum”. Svo er mál meö vexti, aörithöfundurinnkemst aö þvi, aö þessi langafi hans haföi veriö dæmdur til dauöa áriö 1866 — og haföi áöur komiö viö sögu réttvisinnar meö sérstæöum hætti. Meira en tveim áratugum fyrr haföi Siguröur gert vinnu- konu sinni barn sem fæddist and- vana aö sögn barnsmóöurinnar, en meö þvi aö reynt var aö ieyna þessari þungun og fóstriö var brennt i felum haföi langafinn verið dæmdur til hýöingar. Ariö 1866 var hann svo dæmdur til dauöa ásamt hálfsystur seinni konu sinnar, sem hann haföi átt barn með — slikt athæfi var þá enn sifjaspell aö lögum. Reyndar er sagan ekki tak- mörkuö viö langafann og hans undarlegu kvennamál. Þetta er aö verulegu leyti ættarsaga Guömundar og höfuöpaurinn er alls ekki alltaf I sjónmáli. Sumir þræöir gera myndina fyllri, aörir miklusföur. Óneitanlega er mikiö um aö vera hjá þessu fólki, sem bjó hér í næstu sveitum fyrir rúmri (fld eöa svo. Við sjáum svipmyndir af grimmu lifi meö miklum barnadauöa, örbirgö, refsigleöi — og um leiö undarleg- um þversvæöum I framkvæmd réttvisi. Bæöi lar.gafinn og einn frændi hans eru dæmdir tii dauöa fyrir sifjaspell (hinn átti barn meö sjúpdóttur sinni) En i bæöi skiptin eru málin látin ganga langa leiö gegnum dómakerfi rikisins til þess eins, aö þvi er sýnist, aö auka tekjur lögmanna, þvl I raun og veru dettur engum I hug, aö taka þessar vesalings manneskjur af lifi. Þegar komiö er alla leiö til kóngsa þá náðar hann fólkiö og viö fáum þessa undarlegu þverstæöu: þegar dauðadómi sleppir er valkostur- inn nokkur vandarhögg! Þeir sem stela sér til matar fá Iraun miklu verri Utreiö eins og Jón sá Jóns- son i' Hæringsstaöahjáleigu, sem er dæmdur f fimm ára betrunar- hússvist í Kaupmannahöfn og verður aö taka hana út meö ábót Landsyfirréttar. Skáldsaga og heimildir Þaö er þvl ekki aö efa, aö efni þetta er merkilegt tilefni bókar. Hitt getur svo vel verið aö lesandinn veröi ekki sáttur viö aöferö Guömundar Danlelssonar. Þa er viö þaö átt hvernig saman tvinnast heimildir og augljóst framlag skáldsagnarhöfundar. Stundum finnst manni eins og þessir tveir þættir standi hvor öörum nokkuö fyrir þrifum: heimildir séu ekki nógu miklar aö vöxtum til að standa undir bók- inni einar sér (þær eru Itarleg- astar um hiö fyrra mál gegn Siguröi Guöbrandssyni) — A hinn bóginn hafi skáldsagnahöfundur- inn þann hemil á sér (m.a. vegna heimildanna)aö hannkomi okkur ekki alveg uppaö persónunum. Samræöur þær sem hann til dæmis smíöar inn I söguna eru kannski ekki ólaglega geröar, en þær segja helst til fátt. Guömundi Danlelssyni hættir llka til aö marka sér fullþröngt sjónarhorn á ,,langa og bugöótta farvegi blóösins”. Hann ber ekki fram aðrar Utleggingar á þvl sem gerist, en sklrskotun til þess „elds” sem „býr I pungi” forfööur hans og gengur I arf I „örlyndi og óforsjálli” ætt, eöa þá almennar vangaveltur, sem eins og þurrka Ut allan greinarmun á góöum verkum og illum: „Undárlegar keöjur at- vikanna.sumar stuttar og beinar, aörar langar og hlykkjóttar, og kunna þó allar aö mætast I sama deplinum samtlmis: I hjartagróf mannsins — aö skapa honum örlög góö eöa ill, og aö jafnaöi bæöi góöogill.en stundum alill — tilviljunin viröist ráöa, ekki athöfn og eðli mannsins sjálfs”. Ekki svo aö skilja aö tilvilj- unarboöskapur Guömundar sé ekki skárri en sú refsigleöi sem einkenndi fyrri tlma. En lesanda finnst einatt sem almennar athugasemdir hans um örlög og náttúru manna eins og bsi lang- afann undan því, að skoöaöur sé sá harmleikur sem viröist blasa viö í kvennamálum hans. Harm- leikur vinnukonunnar, sem brenndi barnslikiö af þvl hUn átti engan vilja annan „en gera húsbónda mlnum til hæfis”. Harmsaga eiginkvennanna, eöa þásonarinssem látinn er gangast viö börnum systur sjúpu sinnar meöan hann enn er heima. öllu er þessu sem ýtt.til hliöar I þeirri sakaruppgjöf af hálfu höfundar, sem á sér varla aörar forsendur en þær aö kvensamir menn séu skemmtilegri og sögulegri en aörir. En viöþetta hefur frásagan misst af þeim viddum sem hún átti annars kost á — m.a. ef aö skáldsöguhöfundurinn heföi haft sig meira I frammi, veriö gagn- rýnni og hugkvæmari — og þar meö tekiö fram fyrir hendur niöj- anum og ættartöluskrásetjaran- um. AB Nútíma munaðarleysi Egill Egilsson. Sveindómur. Iöunn 1979. 136 bls. Bernskuár og unglingsár njóta meiri athygli rithöfunda en oft áöur. Ekki höfum viö fyrr lagt frá okkur endurminningarskáldsögu Siguröar A. Magnússonar, Undir kalstjörnu, sem bætir drjúgum viö islenska bernskutúlkun og samfélagslýsingu I leiöinni, en aö inn snjóar nýrri skáldsögu ungs höfundar, sem gerir ár I lífi 12—13 ára drengs aö viöfangsefni sinu. Þetta er önnur bók Egils Egils- sonar og honum drjúgur ávinn- ingur. Vel má benda á nokkra ókosti þessa texta. Til aö mynda er hér og þar fariö mjög hratt yfir, lesandinn getur saknaö þess aö ekki fáist svigrúm til aö sýna ákveönum atvikum og fyrir- bærum áleitnari forvitni, gefa þeim Itarlegri útfærslu. En meginþema sögunnar kemst engu aö slöur vel til skila: viö fylgjumst meö þvl hvernig ungur drengur veröur vandræöabarn svonefnt,,keis” Styrkleiki sögunnar er þá ekki hvaö slst I þvi fólginn, aö höfund- ur beitir ekki fyrir sig sérstökum hrellingum. Þjóöfélagsmyndin er I dekkra lagi aö sönnu, en varla er I henni aö finna eitthvaö þaö sem flokka mætti undir sjaldgæfar undantekningar. Þaö er aö vlsu ekki ýkja margir drengir sem lenda I þvl aö á þá fellur grunur um meiriháttar ikveikju. En höf- undurinn hagar þvl svo til, aö sú röö óheppilegra tilviljana sem festir þann grun viö söguhetjuna, Svein litla, sker sig ekki verulega úr þeirri endalausu röö hvers- dagslegra fyrirbæra, sem öll reynast drengnum andsnúin. Og ber þar tvennt hæst: brengluö samskipti innan fjölskyldu drengsins, sem eru beint og óbeint tengd því, aö foreldrar hans liafa ekki komist þangað I samfélaginu sem þau ætluöu sér. Hitt er svo skólinn, sem hefur meö öllu mistekist aö sannfæra Svein (og helst félaga hans) um aö þaö sem fram fer innan veggja hans skipti máli. Sterkasti þáttur sögunnar er vafalaust lýsing fjölskyldunnar. Þvi er mæta vel til skila haldiö hvernig hiö óstöðuga andrúmsloft á heimavlgstöövum gerir dreng- inn ráövilltan, sviptir hann trausti og öryggiskennd. Hér fylgjumst viö meö þvi, hvernig erfiöleikar I hjónabandi eöa þá neyslukeppni bitna á börnunum — og ekki slður þvi, hve lltiö þaö bætir úr skák þegar slæm sam- viska foreldra býöur þeim aö snúa viö blaöinu ööru hvoru og leita hylli barna sinna. Enn fjölgar þaö litum I þessu sam- skiptamunstri, aö foreldrarnir eru sífellt aö skipta um hlutverk: „Ef þau gætu þá skammaö hann greint og beint. í staöinn fóru þau aö afsaka hann I næstu andrá, eöa aö annaö réöist á hann og hitt varöi hann — hitt réöist á hann og annaö varöi hann. Hvernig á aö vera aö reiöur ef maöur veit ekki hvern maöur á aö vera reiöur viö og fyrir hvaö?” Heimafólkiö er llka best geröu persdnur sögunnar og þá ekki slst móðirin, sú sem telur þaö höfuö- nauösyn aö lifa Iífinu þannig aö „enginn skipti sér af manni”. Þaö fólk sem kemur fram á vettvangi skólans er yfirleitt papplrslegra. Yfirhöfuö er skólaþátturinn fá- tæklegri aö blæbrigöum en fjöl- skylduþáttursögunnar. Þaö dreg- ur og þann þátt nokkuö niöur, aö þar reynir höfundur viö háöhvörf, sem honum láta ekki vel. Hann mætti lika taka sig á um málfar. En semsagt: Þessi bók er sann- ur ávinningur ungum höfundi. Hún er helguö minningu ungs drengs sem var „alinn upp I ástúö og ró”, „Astúö” er kannski lykil- orö aö þessari bók — einmitt vegna þess hve átakanlega fjarri hún er þvl llfi sem þar er lifaö. — AB Kínaferð Kinaævintýri heitir bók eftir Björn Þorsteinsson sem Menn- ingarsjóður hefur geflö út. Rit þetta er samiö upp I úr dagbókar- blööum höfundar frá 1956, en þá fór hann I islenskri sendinefnd austur til Kina. Lýsir Björn Þor- steinsson sagnfræöingur á skemmtiiega persónulegan hátt hvernig hiö fjariæga og framandi ' riki kom honum fyrir sjónir þegar þaö var aö rlsa úr rjúkandi rústum styrjaldar og byltingar á dögum kaida striösins, en gæöir frásögnina einnig margvislegum fróöleik, gömlum og nýjum, svo aö baksviö bókarinnar er eins- Björns konar heimsmynd og veraldar- saga. Kinaævintýri skiptist I þrjá meginhluta sem nefnast: Ferðin I austur, 1 Klna ’og A heimleiö. Loks rekur höfundur I eftirmála þróun atburöa og viöhorfa I Kfna slöustu áratugi og allt til liöandi stundar. Kinaævintýri er 132 blaösiöur aö stærö, prentaö I Eddu. Bókin er prýdd ljósmyndum úr Klna- förinni og litmyndum eftir Magnús heitinn Jónsson, pró- fessor, alþingismann og ráö- herra, en hann var meöal þátt- takenda I sendinefndinni. Björn Þorsteinsson Virkis- vetur í endur- útgáfu Menningarsjóöur hefur gefiö út Virkisvetur. — Þetta er önnur út- gáfa verðlaunaskáldsögu Björns Th. Björnssonar frá 1959, mynd- skreytt af Kjartani Guöjónssyni. Er bókin 278 blaösiöur aö stærö, prentuö I Odda. A þrjátlu ára afmæli Mennta- málaráðs íslands, I april 1958, efndi ráöiö til verölaunasam- keppni um nýja islenska skáld- sögu. Dómnefnd skipuöu þrlr rit- dómarar dagblaöanna. 10 skáld- söguhandrit bárust. Eftir lestur þeirra var þaö einróma álit dóm- nefndar aö eitt handritanna bæri af, skáldsagan Virkisvetur. Höfundur hennar reyndist vera Björn Th. Björnsson. Björn Th. Björnsson Menningarsjóöur gaf söguna út þegar haustið 1959, eða fyrir réttum 20 árum. Fyrsta prentun hennar seldist strax upp, svo og hin næsta, og hefur bókin nú verið ófáanleg um nær tuttugu ára skeiö. Slöastliöiö vor ákvaö Menntamálaráö aögefa bókina út á ný en aö þessu sinni mynd- skreytta, meö teikningum eftir Kjartan Guöjónsson listmálara. Eftir Björn Th. Björnsson liggja nú 17 frumsamdar bækur og þýddar, einkum um menningar- og listsöguleg efni, en af skáld- sögum, auk Virkisvetrar, heimildaskáldsagan Haustskip sem kom út 1975 og I annarri út- gáfu 1976. Sagnadansar frá Menn- ingarsjoði Sagnadansar er hin fimmta I flokknum lslensk rit. Hefur Vé- steinn ólason búiö Sagnadansa tii prentunar en Hreinn Steingrims- son bókarauka: Lög viö Islenska sagnadansa. Eru Sagnadansar gefnir út af Rannsóknarstofnun I bókmenntafræöi viö Háskóla lslands og Menningarsjóöi. Rit- stjórn bókaflokksins hafa meö höndum Njöröur P. Njarövik, óskar ó. Halldórsson og Vésteinn Ólason. Sagnadansar hefjast á Itar- legum inngangi Vésteins Olasonar. Þá koma dansarnir er skiptast I fjóra meginflokka: Kvæöi af riddurum og frúm, Kvæöi af köppum og helgum mönnum. Gamankvæöi og Brot. Ennfremur flytur bókin skýringar og athugasemdir, svo og greinargerö um útgáfur og heimildir. Loks er bókaraukinn: Lög viö sagnadansa, en hann er algerlega sjálfstætt verk og hefur Hreinn Steingrlmsson haft af honum allan veg og vanda. Sagnadansareru 435 blaðslöur aö stærö og bókin sett, prentuö og bundin I Prentsmiöju Hafnar- fjaröar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.