Þjóðviljinn - 25.11.1979, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 25.11.1979, Blaðsíða 25
Sunnudagur 25. nóvember 1979 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 25 Kvikmyndir Framhald af bls 9 umsvifameiri framleiðslufyrir- tæki. Kvikmyndin Anti Clock byggir á myndsegulbandstækni á tilraunakenndan og leitandi hátt en kvikmyndin Secret Police- man’s Ball byggir á einföldum kvikmyndatökum (og vinnslu) af vinsælu leikhúsverki. The Sinking Feeling er hrollvekja úr raunveruleikanum og lýsir myndin átökum og erfiöleikum atvinnulausra unglinga I Glasgow sem hafa einungis um eina at- vinnubraut að velja, glæpa- brautina. The song of the Shirt lýsir og kannar stööu fátækrar konu.sem vinnur ifataiðnaðinum I London um miðja 19. öld. Bresk kvikmyndagerð er lifandi og i stöðugriframföraðþvier virðist. R. W. Fassbinder Hlutur einstakra leikstjóra er stærri en annarra á hátiöinni, og er þar fyrst nendur þjóöverjinn R.W. Fassbinder. Reiner Werner Fassbinder hef- ur verið nefndur undrabarn þýsku nýbylgjunnar i kvik- myndagerð og hélt hann upp á 33. afmælisdag sinn á árinu með þvi að senda frá sér þr jár nýjar kvik- myndir sem af mörgum eru taldar hans bestu verk. Siðan Fassbinder kynnti sina fyrstu löngu kvikmynd á kvikmynda- hátiðinni i Berlin 1969 (fékk frekar óhagstæða dóma — svo ekki sé meira sagt) Þá hefur hann á þessum tiu árum sem eru liðin siðan gert 35 langar kvik- myndir, 30 leikhúsverk og mikinn fjölda s jónvarps og útvarpsþátta. Hlutverk Fassbinders er þvi stórt I þýskri kvikmyndagerð og margar kvikmynda hans hafa notið mjög almennra vinsælda auk þessað hljóta lof fyrir listræn gæði og er Fassbinder i dag hvað þekktastur og virtastur þýskra kvikmyndagerðarmanna innan lands sem utan. 1 april 1978 kynnti „National Film Theatre” 29 af kvikmyndum hans og hefur þetta kynningar- prógramm verið sýnt i mörgum þjóðlöndum. Þær þrjár kvik- myndirsem verða sýndar laugar- daginn fyrsta desember I Lundúnum eru allar einkennandi fyrir stil Fassbinders, þrátt fyrir að tónn þeirra og innihald sé mjög ólikt. „Die Ehe der Maria Braun” (hjónaband Mariu Braun) fjallar um stúlkuna Mariu frá fátækri fjölskyldu i Miinchen i lok seinna striðsins. Maria giftist elskhuga sinum deginum áöur en hann er sendur i fremstu viglinu styrjaldarinnar, þar sem hann slöan hverfur. Nöturleg mynd er gefin af eyðingu Þýskalands, skortinum og eymdinni sem fylgir i kjölfarið. En Maria er bjartsýn og neitar að viöurkenna aö eigin- maðurinn sé horfinn fyrir fullt og allt enda kemur hann fram á sjónarsviðið aftur en á óheppi- legasta tima, þvi Maria er þá 1 slagtogi við negra nokkurn Maria drepur negrann i þeim átökum sem koma eiginmannsins veldur, en eiginmaðurinn tekur á sig morðið og fer i hennar staö á bak viðlás og slá. Mikil ást einkennir samband þeirra hjóna og viröist ótryggð Mariu einungis stjórnast af hagsýni. Allavega kynnist hún valdamiklum iðjöfur á meðan eiginmaðurinn er i fangelsinu og hann gerir Mariu að áhrifamanni i viðskiptum sinum, sem hún notfærir sér til hins ýtrasta. Myndin sýnir forvitnileg en sterk tengsl á milli elskanda, eiginmanns og eiginkonu og stööu Mariu sem sjálfstæðrar, „nýrrar” konu. Kvikmyndin hefur verið kynnt ákvikmyndahátiðum i New York, Toranto og Berlin, þar sem hún hlaut verðlaun. „Die dritte Generation” (Þriðja kynslóðin) er fhugun Fassbinders og vangaveltur um hryðjuverkastarfsemi (terrorisma). Myndin er saga ástriöna, innri átaka og afbrýöi- semi I hóp Berlinska byltingar- sinna, sem hafa það aö markmiöi aö kollvarpa Vestur þýsku þjóö- skipulagi meö öllum hugsanleg- um ráðum. Frásögnin er kenjótt og ruglandi og það er mjög erfitt að ráða I afstööu höfundar — er hún til vinstri, hægri eða i mið- ið? En Fassbinder snertir marga viðkvæma strengi án þess að draga fram beinar ályktanir enda þótt oft megi geta I eyöurnar. Myndin vekur upp margar spurn- ingar en gefur færri svör. „Ineinem Jahrmit 13 Monden” (A ári með 13 tunglum) f jallar um giftan mann sem gengst undir kynjaskiptaaðgerð til að vera hafnað af þeim karlmanni sem hann er i ástarsambandi við. Aö lokum eftir mikil átök fremur hann sjálfsmorð þar sem hann hvorki finnur friö innra meö sér né I sambandi sinu við karlmann- inn eða fyrrverandi eiginkonu. Það má segja að myndin sé dæmisaga um hinn sterka og hinn veika og hvernig hinn sterki niöist á og brýtur þann veika niður. Þeir sem eru tilfinninga- næmir eru auðsærðir og það mun ætlð vera nóg af fólki sem er tilbúið og virðist hafa ánægju af aöbr jóta slika einstaklinga niður. Þetta virðist I stuttu máli vera boðskapur myndarinnar. Starf og kjör Framhald af 27 siðu timans en það er þó spor I rétta átt að færa hana inn i háskóla. Þessa menntun þarf þvi að færa alla undir einn hatt og skipu- lagning námsins á að taka mið af þeim rannsóknum 1 hjúkrun sem fram hafa farið erlendis á undan- förnum árum. Það voru hjúkrunarfræöingar sem hófu þessar rannsóknir og i kjöifar þeirra kom kenningin um hjúkrunarferli. Hjúkrunarferli — Hvernig er sú kenning? — Hún er sú að I öllu hjúkrunar- starfi, hvar sem það er af hendi leyst megi finna sameiginlega þætti sem stööugt endurtaka sig, ákveðið ferli hvort heldur sem er á sjúkrahúsum i heilsuvernd eða i heimahjúkrun. Þessi kenning hefur staðist margar prófanir og 1967 settu bandariskir hjúkrunar- fræðingar fram niðurstööur af rannsóknum sinum á hjúkrunar. ferlinu. Samkvæmt þeim skiptist það i fjóra meginþætti sem alltaf birtast I sömu röð. Fyrst safnar hjúkrunarfræðingurinn upp- lýsingum um sjúklinginn og dreg- ur af þeim ályktanir um hjúkrunarþörfina. Þá gerir hann hjúkrunaráætlun sem hann svo framkvæmir og að lokum er árangur athugaður og hjúkrunar- þörfin endurmetin og meöferð breytt með hliðsjón af þvi. Þetta er hliðstætt læknaferlinu sem unnið hefur verið eftir langalengi. Læknirinn tekur sjúkrasögu gerir sjúkdómsgreiningu gerir sina meðferðaráætlun m.t.t. greiningarinnar metur árangur- inn og breytir um meöferð með hliðsjón af árangrinum. — Ég tel ákaflega brýnt aö koma á svona vinnubrögöum i öllu hjúkrunarstarfi. Þá ættu hjúkrunarfræðingar aö geta farið meira að hjúkra sjúklingum eins og þeireiga aö gera, og losnaö við alls kyns pappirsvinnu, sem með núverandi skipulagi á sjúkrahús- unum, tekur alltof mikið af starfstima þeirra. Þessa vinnu eiga ritarar aö sjá um. — En mér er það ljóst aö þessi vinnubrögð verða ekki almennt tekin upp nema til komi aukin og bætt menntun hjúkrunar- fræðinga. — Er henni ábótavant? — t Hjúkrunarskólanum fá nemar bóklega kennslu aðeins i u.þ.b. 57 vikur samtals á náms- timanum. A þeim tima er ekki hægt að kenna hjúkrunarfræöinemum allt þaö sem þeim er nauðsynlegt að læra miöað við þær kröfur sem gerðar eru til starfsins i dag. Stýrimaður Óskum að ráða stýrimann á M.S. Odd, til linuveiða frá Grindavik. Uppl. hjá skip- stjóra i sima 92—8218 Þar viö bætist að undirbúnings- menntun er oft ekki sem best. Það hefur oft verið gagnrýnt aö fariö sé að krefjast stúdentsprófs til inngöngu I Hjúkrunarskólann. Ég tel þessa gagnrýni mjög ósann- gjarna. Stúdentsmenntun er góð almenn menntun bæði I málum, stærðfræði, efnafræði o.fl. og all- góð kunnátta i þessum greinum er nauösynleg til að geta stundað hjúkrunarnám nú á timum. Sé þessari almennu menntun nema hins vegar verulega ábótavant, fer mikill timi i að bæta þar um, timi sem fremur ætti að verja til hinnar eiginlegu faglegu mennt- unar i hjúkrun. Við hjá Hjúkrunarfélaginu erum ósam- mála stefnu fræðsluyfirvalda I hjúkrunarmenntun. Þar er stefn- an sú að hjúkrunarnám geti hafist með litilli undirbúningsmenntun i framhaldsskólum og siðan bæti menn viö sig i sérskólum. Við teljum aftur á móti aö allt hjúkrunarnám eigi að fara fram i háskóla. Þá hafa nemendur góða grunnmenntun sem hægt er að byggja ofan á. — Er þá nám á hjúkrunar- brautum framhaldsskólanna ekki nægur undirbúningur undir hjúkrunarnám? — A tveggja ára brautunum er hann það ekki. Sú hjúkrunar- kennsla sem þar fer fram er ákaf- lega litil sem von er til á svo skömmum tima og þessum tima væri satt aö segja betur varið til kennslu I málum og raungrein- um. öðru máli gegnir með fjögurra ára brautirnar þar er menntunin að sjálfsögöu meiri. Kvennastarf — Hafa hjúkrunarfræðingar góð laun? — Nei, laun hjúkrunarfræðinga eru svo sannarlega ekki góð. Byrjunarlaunin eru núna 304.494 þús. kr. á mánuði. Þaö er Bll 2. þrep. Þeir byrja i 2. þrepi vegna þess að vinnan á námstimanum reiknast 2 ár og 8 mán. Upp á þriðja þrep komast menn svo ekki fyrr en eftir 6 ára starf. (þar af tæp þrjú ár á námstima). Eftir fjögurra ára starf að námi loknu hækka launin um einn flokk og aftur eftir tvö ár. Hámarkslaun hjúkrunarfræðinga i dag eru þvi 340.200 þús. kr. Það er B13 3. þrep. — Af hverju eru launin svona lág? — Ég tel ekkert vafamál að það er fyrst og fremst af þvi að við er- um kvennastétt. Hjúkrunar- fræðingar með fjögurra ára há- skólanám að baki er eina stéttin I landinu sem ekki fær menntun sina metna til launa. Þeir eru I BHM og kærðu þessi lágu laun sin en kjaradómur féll þeim i óhag. — Nú er talaö mikið um að spara i rekstri sjúkrahúsanna, telur þú að það sé hægt? — Ég tel ekki fært að fækka starfsfólki við rikjandi skipulag og aðstæður á sjúkrahúsunum. En ég tel hins vegar er afar brýnt að taka allan rekstur sjúkrahús- anna til endurskoðunar og einnig þarf að endurskipuleggja alla heilsugæslu- og hjúkrunarþjón- ustu. Heimahjúkrun á að auka verulega sérstaklega fyrir aldrað fólk og þá sem eru nýútskrifaðir af spitala. Bæði er þetta ódýrara en aö vera á stofnun og eins er allajafna eðlilegra að litið veikt fólk geti verið heima. Vitaskuld er það skilyrði að menntað fólk sjái um þessa hjúkrun og skipu- leggi hana. Núna eru margir á spitölunum sem vel væri hægt að hjúkra heima. Opnir heimsóknartímar — Ég vil lika nefna heim- sóknartimana i þessu sambandi. Það er alltof litið að leyfa heim- sóknir til sjúklinga aðeins 1-2 tima á dag. Viöa erlendis eru opn- ir heimsóknartimar allan daginn og þaö truflar starfiö ekkert. Hér eru að visu i orði kveðnu opnir heimsóknartimar á flestum spitölum, en fólk veit þaö bara ekki. Það eru auglýstir ákveönir heimsóknartimar i blööunum og i simaskrá svo að menn halda aö einungis þá séu heimsóknir leyfðar. Allt starfsfólk sjúkrahús- anna verður aö muna það fyrst og siðast að sjúkrahúsin eru fyrir sjúklingana og þeirra hagur og vellíðan verður ævinlega aö vera efst á blaði. —hs Landssmiðjan SÖLVHÓLSGÖTU• 101 REYKJAVIK SÍMI 20680 TELEX 2207 z. Ávallt fyrirliggjandi loftpressur af öllum stæréum Jltla&Copco LANDSSMIDJAN annast viðgerSaþjónustu á öllum tegundum loftverkfæra og tækja. Ef óskað er sjáum við einnig um fyrirbyggjandi viShald. oxel PRISMA _ ÍSLENSK LÖGREGLUSAGA Gunnar Gunnarsson GÁTANLEYSr Maxgeír Þetta er fyrsta sagan ( flokki lögreglu- sagna um Margeir. Nýjung.á Islenskum bókamarkaöi. Gátan leyst er spennandi saga sem gerist I Reykjavlk og á Akur- eyri, og leikurinn berst til Spánar. Um- hverfiö er allt kunnuglegt og greint frá atvikum sem standa okkur nærri. „Gátan leyst er ágæt afþreyingarsaga... Þarna bregöur fyrir glæpum sem enginn getur horft framhjá I þjóðfélagi okkar — og mér finnst ágæt hugmynd að flækja akureyska góðborgara ( málin... Takk fyrir skemmtunina.“ H.P./Helgarpósturinn „Spilling f fslensku samfélagi, skattsvik, gjaldeyrisbrask, sala eiturlyfja og fleira er viðfangsefni Gunnars Gunnarssonar... Gunnar Gunnarsson hefur metnað til að bera, vill Fkrifa vel og um leiö vekja les- endur til umhugsunar um þjóðfélags- vanda.“ J.H./Morgunblaðið Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923-19156

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.