Þjóðviljinn - 25.11.1979, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 25.11.1979, Blaðsíða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. nóvember 1979 Tryggvi ólafsson U tangarðsmenn myndlistarinnar i Nú er síðsumarið liðið í Danmörku, búið að vera. fagurt og langt. Komið litríkt haust. Louisiana- safnið norður við Eyrar- sund hefur byrjað vetrar- starfið með einstakri sýningu. Er hún sú f yrsta sins eðlis á Norðurlönd- um. Til sýnis eru verk ýmissa utangarðsmanna myndlistar: sérvitringa, sálsjúkra og annarra þeirra sem endað hafa í hornkrókum samfélags- ins. Skarpgul haustbirtan er sá hverfulleiki náttúrunnar sem komiö er úr inni þungan og djúpan heim, lokaö kerfi innri drauma. Liklega hefur enginn af listamönnunum hugmynd um hve merkilegt framlag þeirra er til annars fólks. Knýjandi þörf A sýningunni eru upp undir 400 verk eftir 20 listamenn frá nokkrum löndum Ameriku og Evrópu. Langflestir hafa veriö á ýmsum stofnunum fra unga aldri. Bernskuminningar þeirra eru oft bundnar hroöalegri reynslu, samfara djúpri niöur- lægingu vegna fátæktar eöa lit- ils skilnings á meöfæddum agnúum. Annars er nánari flokkun á þessu listafólki ekki aöalmáliö hér, heldur ótrauöur vilji þeirra og listræn snilli. Hér eru myndir eftir fólk sem senni- lega er ekki teljandi sálsjúkt, einnig eftir sálarhreina sér- vitringa. Erfitt er aö.dæma um þessa hliö málsins og á hinn bóginn eru ævir margra þeirra ein löng röö af tilfinningaleg- um áföllum, meö margþættum afleiöingum þeirra. Afleiöingarnar koma yfirleitt fram i þvi hve snemma ný og skýr heimstúlkun (eöa heims- mynd) mótast. Yfirleitt veröa allir listamennirnir aö innhverf- um einstaklingum, skapa sér sinn nýja kerfisbundna heim, ortan úr eigin hugrenningum. Þaö sem I fyrstu vekur athygli áhorfandans, er hve ágengar myndirnar eru, hversu fram- setning þeirra og innihald renn- ur meistaralega saman. Tján- ingin er óflókin, — skýr. Ahorfandinn meötekur snuröu- laust áhrif myndanna. Þegar nánar er aö gáö, er þetta raunar augljóst. Langflestir, ef ekki all- ir, listarnennirnir hafa haft sér- staklega knýjandi þörf fyrir aö gera þessar myndir án tillits eöa smekks annarra. Innblásiö smekkleysi og fjarverandi mórall styttir áhorfandanum leiö aö efninu. Allt þaö fargan vana og siöa sem hver og einn dregur meö sér i óæskilega miklum mæli á sýningar og i feröalög þessi farangur týnist aö miklu leyti fyrir framan svona verk. Þeir sem eru hæfi- lega snobbaöir og þurfa aö bera allt saman viö eigiö vit, þeir eru hér staddir á Isjaka I heitri laug. Þessi sýning er svo sérkenni- leg, aö manni finnst þetta jafn magnaö og ef fundist heföu myndir eftir heila hreppa af Sölvum Helgasonum noröur I landi, sem sóknarnefndum og hreppsstjórnum heföi sést yfir I áratugi. Hver veit nema eins hafi fariö fyrir miklu af verkum hans og annarra hér: velsæmis- postular af ýmsum geröum hafa tortimt þeim. Eitt af þvi sem ekki er til um- ræöu i sýningarskrá, er hvillku óskiljanlegu lifsstarfi þessir listamenn hafa skilaö, greini- lega aö miklu leyti vegna einangrunarinnar einnar. All- ir vita aö einangrun er ein sterk asta og auöveldasta aöferö rikjandi kerfis til þess aö undir- Aloise Aloise (1886—1964) fæddist i Sviss. Geöveiki i ættinni. Fékk geöveilu sem kom fram I trúarofsa um tvitugt. Varö ástfangin af Vilhjálmi II. Þýskalandskeisara, sem hún sá I skrúögöngu áriö 1913. Sett á hæli 32 ára og var þar til dauöadags. Teiknaöi mergö erótískra teikninga af frægustu ástmeyjum sögunnar og elskendum þeirra. Hefur sérstaklega ffnt litaskyn. oka frelsi þeirra sem á einn eöa annan hátt eru of frábrugönir þeim er teljast normal. Ein hliö- myndanna á sýningunni sýnir vel hversu óbióöfélagslegtmeöal einangrun er, hvort sem um er aö ræöa stofnun eöa andlega einangrun. Listamennirnir hér eru ekki aö búa til myndir fyrir aörar verur, utan viö múrana, alis engan áhorfanda utan eigin vitundar, en reyndar má ekki alltaf kenna rikjandi kerfi eöa einangruninni slikt. Hitt er samt augljóst: megniö af listamönn- Tryggvi Ólafsson, listmálari, skrifar frá Kaupmanna- höfn unum eru eins skýrir i sköpum sinni og raun ber vitni, vegna einhvers konar geöveilu, sam- fara einangrun. Auövitaö eru ekki allir geösjúklingar lista- menn. Þeir sem viö sjáum hér eru einungis þeir sem megnuöu aö byggja upp nýjan veruleika, til þess aö lenda ekki i myrkri vonleysisins. Afstætt og hispurslaust raunsæi andans er listamönnum allsherjarlausn, hugmyndaafliö er þeim einasta vonin,enda er þaö eina vonin??? Myndirnar útheimta til- finningar og einlægni áhorfandans. Þetta á aö vera auövelt aö láta i té fyrir hvern og einn, hafi mannskapurinn ekki látiö draumaiönaöinn firra sig til fulls. Beisklega áunnin auömýkt listamannanna er til- finning sem allir þekkja, þó fæstir viöurkenni slikt I daglegri umgengni, en hver man ekki barnæsku sina? Hér er þetta komiö á myndflötinn sem svart- nættisvitranir eöa stýföar draumsýnir sjúkra ein- staklinga. Vissulega er fjöldi listamannanna mikil skáld, þeir endurskoöa heiminn á alveg grundvallarlega nýjan hátt. En slikt hefur ávallt veriö nauösyn- legt, ef einhver skyldi enn hafa áhuga á aö breyta þessum eina og sama heimi. Verkin eru fádæma sterkt framlag til þess aö skynja tilveruna á ný. I vissum skilningi er sýningin martröö. Er maöur vakandi eöa sofandi? Þeir sem ekki vilja horfast i augu viö myndirnar geta hlaupiö á bak viö skerma fordómanna eöa undir klafa vanans, — og sagst verasembet- urfer normal. Hjá Holberg klip- ur Jeppi á Fjalli sig i handlegg- inn til þess aö sannfæra sjálfan sig um þaö, hvort hann vaki eöa sofi, þegar hann vaknar I rúmi barónsins. Áf kúguöum leigu- liöa aö vera, veit hann hvaö þaö getur kostaö hann, ef tekinn hef- ur veriö skakkur póll á hæöina i einu fyllerlinu. En viö erum ekki i hættu, viö stöndum undir öllum kringumstæöum utan við gleriö og teljum okkur trú um aö enginn geti hróflaö við drauminum okkar. En sann- leikurinn er sá, aö þessar mynd- ir eru ævintýri fyrir fulloröna. Þaö stendur hvergi aö amma komi aftur lifandi út úr magan- um á úlfinum. Sljóir draumar Frá öllum timum má finnna frásagnir af þvi, hvernig vald- hafar kaupa sér undirlægjur, sem siöan standa meö þeim sterku I samfélaginu. Yfirleitt er þetta gert meö þvi aö upp- fylla aö einhverju leyti þær ósk- ir sem hver og einn á I brjósti sér, sem er draumurinn um llfiö og tilveruna. Út úr þessari hringekju kemur hinn svo- kallaöi normal borgari, sem ekki telur sig þurfa að vera aö endurskoöa lifiö si og æ. Draumur hans rætist oft á dag eftir fjaröstýröu kerfi, fyrir þvi sér draumaiönaöurinn. Lista- mennirnir okkar eru ekki komn- ir I sinn lukta heim af frjálsum vilja, en þaö eru hinsvegar þeir normölu. Trúlega eru þeir normölu huglausari en hinir geösjúku og sérvitru. Þeir siöastnefndu byggja ekki Potemkin-tjöld I kring um sig, af frjálsum vilja. Þaö er náttúr- lega alveg normalt aö fá venju legt taugaafall og alþýölegan delarium tremens. N., ef eitt- hvaö klikkar alvarlega, þá biöa upphitaöir spitalar, Freeport og haglél af pillum. Listamennirn- ir hér eiga engan kost. Þess vegna veröur verkiö aö standa eöa falla. Eina leiöin liggur und- ir yfirboröiö hlutanna, þeir eiga ekki kost á þvi aö veröa yfir- boröslegir Orð skáldsins Skáldiö Rainer Maria Rilke segir I bréfi frá árinu 1921, er hann haföi lesiö bók sál- fræðingsins W. Morgenthalers: „Tilfelliö Wölfli mun einu sinni fyrir allt skjóta stoöum undir þann miöur rétttrúaöa, en aug- ljóslega vaxandi skilning, aö ástæöa sé til aö örva viss ein- kenni sálrænna sjúkdóma, úr þvi aö þeir eru þau meööl sem náttúran notar til þess aö endur- heimta þær verur sem oröiö hafa firringunni aö bráö.” Khöfn, okt. ’79 Tryggvi ólafsson Martin Ramirez Martin Ramierez (1885-1960) fæddist I Mexlko. Dvaldist á geöveikissjúkrahúsi frá fimmtugu vegna geöklofa. Baröist framan af ævinni viö misskynjanir, sam- fara heyrnar- og málleysi. Hefur teiknaö stórar, einfaidar og áhrifamiklar myndir á úrgangspappir, sem hann setti saman á ýmsan hátt. Emst Josepsson Ernst Josepsson (1851—1906) fæddist I Sviþjóö. Frægasti málari Svla á sföari jiluta 19. aldar. Læröi i Listaháskólanum I Stokkhólmi, starfaöi siöan I Róm og Parls. Fékk ólæknandi geösjúk- dóm 37 ára gamall, liföi til æviloka í Lundi. Málaöi og teiknaöi brautryöjendaverk f nýrómantfskum stil á Noröurlöndum. Einnig frægur sem ljóö- skáld. I— y

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.