Þjóðviljinn - 08.12.1979, Síða 5

Þjóðviljinn - 08.12.1979, Síða 5
Laugardagur 8. desember 1979 4>JÓÐVILJINN — SIÐA 5 549 atvinnu- lausir í lok nóvember sl. t cndaöan nóvember voru 549 skráöir atvinnulausir á landinu, flestir i Reykjavik 184. Haföi fjöldi atvinnulausra þá nær tvöfaldast frá þvi i enduöum október. Atvinnuleysisdagar voru samtals 7.516 i nóvembermánuöi, en voru 3.428 i október. Flestir voru atvinnulausir i stærstu kaupstööunum, Reykjavik, Hafnarfiröi, en á Þórshöfn voru 31. nóvember 26 konur og 10 karl- ar skráði atvinnulausir, á Djúpa- vogi 20 konur og á Eyrarbakka 26 konurogákarlar. —AI Tekiö til hendi i Tónabæ. Mynd: —gel Eyrarbakki: Kirkjan endurvígö Á sunnudaginn veröur kirkjan á Eyrarbakka endurvfgö en f haust hefur veriö unniö aö gagngerum endurbótum á henni. f samtali við Guörúnu Thorarensen, formann Verka- lýösfélagsins Bárunnar á Eyr- arbakka i gær, kom fram að næg vinna er nú i frystihúsinu á staön um, og vonaöist hún til þess að svo yrði fram að jólúm. Togarinn siglir enn með aflann svo þetta er bátafiskur sem verið er að vinna. Guðrún sagði að sildarvertiðin hefði forðað langvarandi at- vinnuleysi á Eyrarbakka, en þar var næg vinna meðan hun stóð. Áður var hins vegar litið um vinnu og um 30 konur á atvinnu- leysisskrá og sama ástand kom upp þegar sildarvertiðinni lauk. Nú hefur hins vegar ræst úr og sagði Guðrún að vonandi væri að það entist. — AI Athafnalíf 1 Tónabæ Útideild unglinga i Reykjavík hefur starfað síðan í maí 1977 og unnið mikið starf og gott við hin erfiðustu skilyrði. Nú hef- ur ræst þannig úr, að deild- in hefur fengið til afnota húsnæði í Fellaheili og Tónabæ og mætti það vel marka tímamót í starfsemi hennar. Djúpivogur: Nýja frystihúsið í gagnið uppúr áramótum Nú er unniö aö samtengingu nýja og gamla frystihússins á Djúpavogi og i biii er þar engin aðstaða til fiskmóttöku. Verkinu veröur væntanlega lokiö uppúr áramótunum, en 20 konur hafa veriö á atvinnuleysisskrá þar eystra siöan þaö hófst I nóvembermánuði. Már Karlsson á Djúpavogi sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að þrir bátar gerðu nú út frá staðnum. Tveir þeirra sigla með aflann, en sá þriðji hefur lagt upp á Breiðdalsvik og að hluta til á Djúpavogi og hefur sá hluti þá farið i salt. Þetta ástand mun að sögn Más standa þar til nýja húsið tekur til starfa en þaö hefur verið i byggingu undanfarin 7 ár. 1 nýja húsinu verður hægt að vinna 20—25 tonn á dag en hið gamla annaði aðeins 8 tonnum. 1 haust hefur veriö mikil og næg atvinna á Djúpavogi. Þar voru söltuð 9000 tonn af sild og slátrað 15000 fjár. „Hins vegar verður dauft yfir atvinnulifinu þar til nýja húsið kemst i gagnið og verður þá þörf á að huga að frekari hráefnisöflun fyrir það,” sagði Már. — AI Þegar við litum inn í kjallarann í Tónabæ um 3- leytið í gær var þar mikið athafnalíf. Hópur unglinga var önnum kafinn við að koma fyrir húsgögnum, mála, skúra, sópa, og skein áhugi úr hverju andliti. Þarna var gaman að vera. Frá þessari heimsókn okkar og starfsemi útideildar mun nánar sagt hér i blaðinu eftir helgina. — mhg Keflavik í dag: Bikar- mót í hraö- skák 1 dag kl. 14. hefst bikarmót Skákfélags Keflavikur I hraöskák og fer þaö fram I Fjöibrauta - skóla Suöurnesja. Haustmóti Skákfélags Kefla- víkur er nýlokið og varð sigur- vegari Helgi E. Jónatansson. Fékk hann 7.5 vinninga af 8 mögulegum. Annar varð Sigurður H. Jónsson með 7 vinninga og þriðji Einar Guðmundsson með 5.5. vinninga. 1 unglingaflokki varð sigurvegari Erlingur Arnar- son með yfirburðum. — GFr Brutust inn hjá yfirvaldinu Tveir ungir menn brutust aöfararnótt fimmtudagsins inn i skrifstofur bæjarfógetaembættis- ins i Kópavogi en á neöstu hæö hússins er iögreglustöö bæjarins tii húsa. 1 frétt frá bæjarfógetanum i Kópavogi segir að þjófavarnar- kerfi hafi þegar gefið merki og brá lögreflan skjótt við, fór upp á aðra hæð og handsamaði þjófana. Þeim hafði ekki gefist neitt ráðrúm til að athafna sig og uröu skemmdir engar nema á glugga- umbúnaði sem þeir brutu upp. Móðir mín — Húsfreyjan, 3. bindi. Sextán nýir þættir um mæður, skráðir af börnum þeirra. í öllum þrem bindunum eru samtals 46 þættir um hús- freyjur, jafnt úr sveit sem bæ og frá víðum starfsvettvangi. — Óskabók allra kvenna. Tryggva saga Ófeigssonar, skráð af Ásgeiri Jakobssyni. Tvímælalaust ein merkasta ævisaga siðari tíma og efa- lítið ein mesta sjómannabók, sem gefin hefur verið út á ís- landi. Samfelld saga togara- útgeröar frá fyrstu tíð. Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands eftir Hendrik Ottósson Stórskemmtileg minningabók, létt og leikandi frásögn af viðburðarríkri ævi manns, sem jafn opnum huga skynjarhug- hrif gamalla granna sem bernskubrek æskufélaganna og stórpólitíska atburði sarn- tíðarinnar. Syrpa úr handritum Gisla Konráðssonar Þetta er án efa ein þjóðleg- asta bókin í ár. Þeir fjársjóðir, sem Gísli lét eftir sig, verða skemmtiefni margra kyn- slóða, rannsóknarefni margra alda. Umleikin ölduföldum eftir Játvarð J. Júliusson Mikilfenglegt ágrip ættar- sagna Hergilseyinga.þarsem veruleikinn er stundum meiri harmleikur en mannshugur- inn fær upphugsaö. Sú þjóð- lífsmynd, sem hér er dregin upp, má aldrei mást út né falla i gleymsku. Undir merki lífsins eftir dr. Vilhjálm G. Skúlason Fjaliað er á skemmtilegan hátt um líf og störf heims- kunnra vísindamanna, sem með afrekum sínum ruddu brautina að stórstígum fram- förum lyfja- og læknisfræði og bægðu þannig hungri, sjúkdómum og fátækt frá dyr- um fjöldans.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.