Þjóðviljinn - 08.12.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 NYR IRSKUR FOR- SÆTISRÁÐHERRA Dublin (Reuter) sambandið við Bretland Chharles' Haughey var í gær kjörinn formaður af rikisstjórnarf lokknum Fianna Fail í frlandi og verður hann því næsti for- sætisráðherra frlands. A Norður-lrlandi töldu ýmsir þeir sem aðhyllast Nóbels- verðlaun 1 lækna- vísindum afhent á mánudag Stokkhólmur( Reuter) Nóbelsverðlauna- hafarnir í læknavísind- um á þessu ári sögðu í Stokkhólmi i gær, að þeir hefðu fengið hundruð bréfa frá sjúklingum sem segð- ust eiga líf sitt að þakka tölvustýrðum röntgentækjum, sem þeir fundu upp. Dr. Allan Cormack frá Bandarikjunum og Godfrey Hounsfield frá Bretlandi munu taka vib verölaunun- um á mánudaginn kemur. TölvuvæBing röntgentækja hófst fyrir tiu árum og gerir læknum kleift aö skoða ein- stök liffæri i þvividd, hvort sem þau eru umlukin beinum eða ekki. Byggist tæknin á þvi að örþunnar röntgen- sniðmyndir eru skeyttar saman af tölvubúnaði, þann- ig að heilleg mynd fæst. Hounsfield spáöi þvi i Stokkhólmi aö innan skamms muni fást myndir úr þessum tækjum jafn skarpar og ljósmyndir. kosningu Charles Haughey ill tíðindi. Forystumenn mótmælendatrúarmanna staðhæfðu að Haughey hafi aldrei opinberlega sagt styggðarorð um írska lýðveldisherinn (IRA). Haughey var handtekinn og leiddur fyrir dómstól árið 1970, ákærður um að hafa átt þátt i samsæri um að nota 30.000 sterlingspund i eigu rikisins til að kaupa vopn fyrir IRA. Hann var þá fjármálaráðherra Irlands og hélt staðfastlega fram sakleysi sinu. Haughey var sýknaður.Jack Lynch sem nú lætur af embætti forsætisræaðherra, svipti Haug- hey samflokksmann sinn em- bætti f jármálaráðherra á þessum tima. Nýi forsætisráðherrann hefur frá þvi 1970 engar yfirlýsingar gefið um samband Norður-tr- lands og irska rikisins, en ýmsir telja að hann muni leggja hart að bresku rikisstjórninni að binda endi á hin blóðugu átök. Bretland rikti yfir öllu trlandi til ársins 1921 og hefur nú 14.000 hermenn á Norður-trlandi. Að undanförnu hefur dregið úr þeim hraða hagvexti sem Irland átti að fagna á undanförnum ár- um, verðbólga hefur færst i auk- ana og verkalýðshreyfingin hefur haldið uppi harðri baráttu. Miljónamæringurinn Haughey mun þvi þurfa að leggja áherslu á lausn efnahagsvandans þegar hann tekur við n.k. þriðjudag. Jack Lynch fráfarandi for- sætisráðherra sagði i gær, að hann byggist ekki við að stefna Fianna Fail-flokksins og stjórnarinnar breytist, þótt Haughey taki við. Lynch hefur i embættistið sinni stefnt að frið- samlegri sameiningu trlands og Norður-trlands og ekki viljað að breski herinn færi fyrr en sættir hafi tekist milli deiluaðila á írsku eyjunni. Siðar í gær lýsti Charles Haughey yfir að stefna írsku rikisstjórnarinnar muni lítt breytast hvað snertir Norður-Ir- land. Hann sagði að einungis yrði um að ræða áherslubreytingar, en hann teldi friðsamlega sam- einingu íbúa irsku eyjarinnar meginbaráttumál sitt. Haughey sagðist fordæma IRA og allar að- geröir lýðveldishersins. Frábœr frammistaða íslenskra judomanna Sigurður Hauksson komst i 3. umferð Jack Lynch fráfarandi forsætis- ráðherra trlands. Sigurður Hauksson júdó- maður náði frábærum árangri á heimsmeistara- mótinu í júdó, sem nú fer fram í París. Hann komst i 3. umferð í millivigt (undir 85 kg) en varð þá að láta i minni pokann fyrir Carmona frá Brasilíu. I 2. umferð sigraði Sigurður Bessi frá Monaco. Þessi árangur Sigurðar Hauks- sonar er án efa einn sá besti sem islenskur júdómaöur hefur náð I alþjóðlegri keppni og verður vafalitið júdð-iþróttinni til mikils framdráttar hér á landi. Þess má geta, að I 3. umferð voru einungis 16 keppendur eftir af 64 sem hófu keppni. Halldór Guðbjörnsson keppti i létt-millivigt (undir 78 kg) og I 1. umferðinni sigraði hann Hadidjanja frá Indónesiu. t 2. umferð beið Halldór ósigur fyrir Sovétmanninum Kharbarelli. Þessi árangur hans er einnig mjög góður og undirstrikar mikl- ar framfarir islenskra júdó- manna. -IngH Sænskur njósnari í lífstíðar- fangelsi Stokkhómur 8reuter) Fyrrverandi sænskur öryggis- vörður var i gær dæmdur i lifstlð- ar fangelsi fyrir að selja Sovét- rikjunum leyndarmál um varnir Sviþjóöar. Stig Bergling var sakfelld- ur fyrir að selja skjöl um sænsku leynilögregluna, sem hann starf- aði við og um varnarmál Sviþjóð- ar á árunum 1973 til 1977. Saksóknari sagði að athæfi Berglings væri alvarleg ógnun viö sænsku þjóöina og krafðist lifs- tiðarfangelsis. Bergling lýsti sig sekan um flesta ákæruliði. Hann var handtekinn i tsrael i mars s.l., þegar hann starfaði fyrir Oryggissveitir Sameinuðu þjóð- anna og framseldur til Sviþjóðar. Dómarinn i málinu, Torsten Cars, sagði að ævintýraþrá og peningagræðgi Berglings hefðu gert hann að njósnara. Starfsmenn S.Þ. mótmæla fangelsunum starfsfélaga sinna Sameinuðu þjóðirnar (Reuter) Fjölmennur fundur starfs- manna Sameinuðu þjóðanna I New York skoraöi i gær á Kurt Waldheim aöalframkvæmda- stjóra, að veita aðstoð sex starfsfélögum sinum sem haföir eru I haldi i heimalöndum. Fundur 500 starfsmanna sam- þykkti ályktun sem fyrirmunar öllum 6.000 starfsmönnum Sam- einuðu þjóðanna i ýmsum rikj- um að láta flytja sig milli starfa. Gildir þessi ákvörðun, þar til samband hefur náðst við innlenda starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna sem fangelsað- ir hafa verið í Póllandi, Chile, Eþiópiu, Argentinu og Afghanistan. Ercam Murat, formaður starfsmannafélags Þróunarað- stoðar Sameinuðu þjóðanna, sagöi fundinum, að Sameinuðu þjóöirnar geti i samræmi við úr- skurð Alþjóðadómstólsins frá 1949 krafist skaðabóta af rlki sem hefur handtekið starfs- mann Sameinuöu þjóðanna. Iransklerkur lætur myrda fjölskyldumann keisarans í París Paris, Teheran (Reuter) Byssumaður skaut stjúpson tviburasystur fyrrum trans- keisara til bana á götu I Paris 1 gær. transki klerkurinn Sadeq Khalkhali lýsti sig ábyrgan fyrir drápinu. Mustapha Chafik sjúpsonur Ashraf Pahlevi fyrrum prins essu i tran, var myrtur með tveim skotum I höfuðið nálægt búðstað prinsessunnar fyrr- verandi. Morðinginn slapp á braut. Ashraf Pahlevi var náinn samstarfsmaður fyrrum Iranskeisara á valdatima hans. Hún var um tlu ára skeið sendiherra tran hjá Sam- einuðu þjóðunum. Núverandi valdhafar I íran hafa þegar reynt að fá hana framselda frá Svisslandi. Ayatollah Khalkhali sagði i gærkvöldi að byssumaðurinn i Paris væri meðlimur i islömsku skæruliðasamtökun- um Fedayeen, sem hann stjórnar. Um aldabil var Rússland vesturlanda- búum mikil ráðgáta. Þetta breyttist ekki með stofnun Sovét- rikjanna 1917. Fjölmargar bækur hafa verið ritaðar um sögu Sovétrikjanna, en við fullyrðum að engin þeirra likist þessari bók. Hún opnar okkur nýjan heim og er dýrmætur fengur þeim, sem vill öðlast skilning á þessari leyndardómsfullu þjóð. Bók Arna er i senn uppgjör hans við staðnað þjóðskipulag og ástaróður til þeirrar þjóðar sem við það býr. Mál og menning l|!jl Árni Bergmann Miðvikudagar í Moskvu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.