Þjóðviljinn - 08.12.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.12.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1979 Sdlveig Björling og Sigrlður Ella á æfingu. Jólaópera Þjóöleikhússins Konur í öllum aöalhlutverkum Nii er æft af miklu kappi bæði kvölds og morgna fyrir jólasýn- ingu Þjóðleikhússins, sem að þessu sinni verður óperan ORFEIFUR OG EVRtDtS eftir Christoph Gluck. Við íslendingarhöfum áundan- Sólheima- kertin komin Frá öndver&u hefur Lions- klúbburinn Ægir stutt og styrktheimili þroskaheftra á Sólheimum i Grimsnesi með ýmsum hætti. f fyrra var komið á fót vinnustofu á Sól- heimum þar sem steypt eru kerti og tók klUbburinn að sér sölu og dreifingu þeirra fyrir jólin. Kertin seldust ágætlega og likuðu mjög vel, enda eru þau úrvalsvara, unnin úr bývaxi og renna ekki. Þau eru einu handunnu kertin á markaðnum. Núhafa Ægisfélagar aftur hafist handa með sölu kert- anna og fást þau á eftirtöld- um stöðum: Gunnar Asgeirsson h.f., Suðurlands- braut, Vörumarkaðurinn, Armúla, Biering H. verslun, Laugavegi 6, Jólamarkaður- inn, Arsölum og i Alaska, Breiðholti. Einnig munu kiúbbfélagar selja þau á Lækjartorgi og víðar næstu laugardaga. Peningarnir sem inn koma fyrir kertin verða notaðir til endurbóta og viðbyggingar á húsnæöi þvi á Sólheimum, sem kertin eru unnin i en aö jafnaði vinna 16 vistmenn að þessari framleiðslu. förnum árum eignast álitlegan hóp góðra söngkvenna og er enda ætlunin með þessarióperu að sem flestar þeirra fái notið sin segir I frétt frá Þjóöleikhúsinu. I óper- unni eru hlutverk fyrir þrjár söngkonur og verður sá hátturinn hafður á svosem viða er gert við óperuhús erlendis, að tvær söng- konur skiftast á um að syngja hvert hlutverk. Þannig syngja Sólveig Björling og Sigriður Ella Magnúsdóttir hlutverk Orfeifs til skiftis, hlutverk Evridisar syngja þær Ólöf K. Harðardóttir og Elisabet Erlingsdóttirog Amor er sunginn af þeim Ingveldi Hjalte- sted og önnu Júliönu Sveinsdótt- ur. Tvær þessara söngkvenna syngja nú sln fyrstu óperuhlut- verk á sviði Þjóðleikhússins. Þær Elisabet Erlingsdóttir og Anna Júli'a Sveinsdóttir sem undanfar- in ár hefur starfað viö óperuhús I Þýskalandi. Sólveig Björling söng á sinum tima hlutverk Orlofsky prins I Leðurblökunni eftir Strauss hér I Þjóðleikhúsinu, en Sigriður Ella söng fyrst hlutverk Cherubino I Brúðkaupi Figaros eftir Mozartog fyrir nokkrum ár- um söng hún Carmen I sam- nefndri óperu Bizet. Ólöf Harðar- dóttir var um árabil i Þjóðleik- húskórnum og söng sitt fyrsta hlutverk I Kátu ekkjunni eftir Lehár, en Ingveldur Hjaltested sönghér fyrst hlutverk Micaelu i áðurnefndri uppfærslu á Carmen. Auk söngkvennanna kemur yfir 40 manna kór fram I verkinu ásamt Islenska dansflokknum. Leikstjóri og höfundur dansanna er Kenneth Tillson frá Bretlandi, en hann stjórnaði hér ballettsýn- ingu fyrir nokkrum árum. Ragn- ar Björnsson stjórnar kór og hljómsveit en Alistair Powell ger- ir leikmynd. Hann hefur áöur gert leikmyndir fyrir Þjóöleikhúsiö við ímyndunarveikina eftir Moliére og Kátu ekkjuna. Jóla- kort Barna- hjálpar S.Þ. Jótakort þessa árs frá Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eru komin á markað' hérlendis en Kvenstúdentafélag islands sér um dreifingu og fást kortin f helstu bókabdðum, hjá félaginu og hjá UNICEF á is- landi, Stóragerði 30 i Reykjavik, simar 34260 og 26740. Sérstaklega er vandað til kort- annanú I tilefni barnaárs', en þau eru sem áöur skreytt myndum eftir listamenn frá ýmsum lönd- um. Að þvi er fram kemur i frétt frá Barnahjálpinni erstefnt aðþvi að gera hlut kortasölunnar meiri i tekjuöfluninni, en hún hefur undafarin ár verið 8—9% af heildarveltunni. Fjárþörfin er geysileg og eykst stööugt og ber þvi nauðsyn til að sem flestir leggi sitt af mörkum. bókmenntrir Ekki eins og allar hirnr Ragnheiður Jónsdóttir: Dóra Myndir: Ragnheiður Gestsdóttir Iðunn 1979. 2. dtgáfa (1. útg. 1945). Þegar athugaðar eru söguhetj- ur i dæmigerðum þýddum stelpu- bókum, þ.e.bókum sem koma út I serium og heita eftir aðalsögu- hetjunni sem er stelpa, þá kemur eftirfarandi f ljós: Stelpurnar eru sannarköiluö fyrirmyndarbörn, duglegar I skóla, oft listfengar, léttlyndar en umfram allt góð- hjartaðarog fórnfúsar. Foreldrar þeirra eru hamingjusamlega gift- ir og f jölskyldurnar búa við efna- hagslegt öryggi. Mæðurnar eru heima og hafa nægan tima fyrir börnin. Einhvers konar góðgerðar- sterfsemi kemur fyrir i næstum hverri bók og er hún lausn á vandamálum fátæks fólks sem sagt er frá. Fátæklingarnir sem er hjálpað eru ekki i neinni upp- reisn vegna aðstööu sinnar eða róttækt i skoðunum, heldur undir- gefið auðmjúkt og þakklátt. Dóra. Og þá erum við komin að Dóru. Hún er einkadóttir vel efnaðra foreldra, sæt og léttlynd, er flink að dansa og ætlar að leggja list- dans íyrir sig. Hún á vinkonu sem er af fátækum komin og er góð og hjálpsöm við hana og fólkið henn- ar. En þrátt fyrir þetta er bókin um Dóru allt öðru visi og betri en hin dæmigerða stelpubók og verð- ur nú reynt að gera grein fyrir I hverju munurinn liggur. Striðsgróðamenn verkamenn Almennt mætti oröa það svo.að á meðan dæmigerða stelpubókin. fjallar um fyrirbæri eins og t.d. fátækt og rikidæmi eins og sjálf- sagt mál, er I Dóru þvert á móti fjallað um hlutina á gagnrýninn hátt. í stað þess að lesandi geti i hugsunarleysi dáðst að riku stelp- unni sem gefur þeirri fátæku gamla kjólinn sinn, þá er Dóru- bókinni vakið til umhugsunar um misréttið. Það er gert með þvi að láta Dóru kynnast Völu og heimili hennar. Þegar Dóra sér þann regin- mun sem er á kjörum þeirra kemst hún ekki hjá þvi að sjá aö þetta er óréttlátt. „Hugsaðu þér bara. Mamma hennar var að þvo hjá öðrum og á sjálf fimm börn og hefur enga vinnukonu. En mamma mínhefur ofttvær stúlk- ur með migeina, sem ekki þarf þó að passa. Þetta finnst mér rang- læti.” (12). Svona samanburði betir höf- undur snilldarlega alla bókina út i gegnog mættinefnaumþað mörg lýsandi dæmi. Dóra kemur heim til Völu I fyrsta skipti: „Það er bara eitt svefnherbergi og eldhús heima hjá henni, engin dagstofa, engin borðstofa, ekkert bað eða neitt. Ég skil ekki hvernig hægt er að lifa þar. Það eru tvær kojur, eins og á skipi...” (13). Seinna fara Vala og Kári bróðir hennar uppi sumarbústað með Dóru: „Káridáðist að sumarbústaðnum og hvað hann er stór og fallegur. Það eru þó ekki nema þrjú her- bergi og eldhús eins og þú manst, og pinulitil kompa fyrir stúlku.” (120). „Það er von, að Völu blöskraði að sjá þetta stóra hús standa svona auttog hugsa um i- búðina, sem þau hafa. En ég get ekki gert að þessu.” (120-21). Það er lóðið, Dóra hefur gert sér grein fyrir að misréttið verö- ur ekki afnumiö með góðgerðar- starfsemi. Hún lætur sér reyndar detta I hug að fá pabba sinn til aö kosta skóla fyrir Völu en sér að þaðmuniekkiganga. „Fólkgetur veriö stolt þó að það sé fátækt og hreintekkisiður.” (21). Það er að vísu mikiö til Dóru að þakka að Vala kemsti menntaskóla þvi að hún fer með verkefnin Ur einka- skólanum til Völu og þær læra saman og þannig getur Vala fylgst með þótthUn hafi ekki efni á að vera I skólanum. En Vala er ekki bara þiggjandi, hún hefur margt að gefa. Hún er betri námsmaður en Dóra og Dóra sér sjálfri sér hag i að læra með henni. Þannig verður Vala alls ekki bara aukapersóna til þess gerð að gefa Dóru kost á að gera góðverk. Og Vala hefur ákveðnar skoðanir og i henni er baráttu- hugur. ,,Ég hitti Völu Gisla um daginn og spurði hana hvort hún yrði með i einkaskólann. En hún var meðreiging og sagði að pabbi sinn væri bara verkamaður og hefði ekki ráð á að borga sjötiu krónur um mánuðinn fyrir sig. Það væri munur að vera dóttir striðsgróðamanns.” (12) Það er ljóst að Vala er stoltur fulltrúi sinnar stéttar. Erfiðir foreldrar Þvi er y firleitt haldið að okkur I barnabókum og viöar að ekkert sé jafngott og mamma sem er heima oghefur nógan tima til að sinna börnunum. 1 þessari bók er okkur sýnt að það orkar stundum tvimælis. Dóra segir um mömmu slna: „Henni finnst aö hUn hafi svo mikið að gera við aö lita eftir mér. Það er dálitiö þreytandi þetta rex og bara truflar mig við námið.” (18). Dóra er þvi oft fegnust þegar mamma hennar hefur mikið að gera i skemmt- analifinu þvi að það er erfitt þeg- ar foreldrarnir eru alltaf með nefið niðri þvi sem börnin eru að gera. Þó að Dóra sé á yfirborðinu hlyðin foreldrum sinum þá getur hUn oft ekki annað en fariö á bak við þau og gert ýmislegt sem hún kærir sig ekkert um að þau viti. Hún veit að mamma hennar er fordómafull og vill ekki að Dóra umgangist verkafólk sem býr i skúr. „Éggæti ekki gegnt þvi, en mér þætti leiðinlegt að óhlýðn- ast.” (52).Þessvegna erhUnekk- ert að segja frá þvi. Um mömmu slna segirhUn: „Sarnt er hún góð i sér. En hún skilur þetta ekki.” (30). Dóra treystir best sinni eigin dómgreind og hagar sér sam- kvæmt þvi. Lesandinn skilur að foreldrar eru stundum þannig að börn geta ekki hlýtt þeim. Þetta er mjög eftirtektarvert I barna-. bók. Góð bók Það mætti taka til fjölmargt i vrðhót sem þessi bók hefur sér til ágætis. Vala er t.d. hörð á þvi ,,... að strákar eigi ekki að hafa nein sérréttindi fram yfir stelpur, og að það eigi ekki að liða karlmönn- um að vera með nein merkileg- heit.” (120) Dóra er heldur ekki náttúrulaus eins og stelpur I fyrr- nefndum serium. Húneraöbyrja aöfá áhuga fyrir strákum og það er ósköp eðlilega um það rætt. I sögunni speglastsá timi sem hún er skrifuö á trúverðugan hátt og fallegar myndir Ragnheiðár Gestsdóttur undirstrika það. — Þ.J. Landsk j örs t j órn kemur saman I alþingishúsinu laugar- daginn 8. þ.m., kl. 13.30 miðdegis, til að út- hluta 11 uppbótarþingsætum. Reykjavik, 6. des. 1979. Landskjörstjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.