Þjóðviljinn - 08.12.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.12.1979, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Kammersveit Reykjavikur: 18. aldar verk á jólatónleikum Kammersveit Reykjavíkur heldur jólatónleika sina á sunnu- dag 9. desember, klukkan 17 i Bústabakirkju. A efnisskránni eru eingöngu verk frá átjándu öld. Tónleikarnir hefjast á konsert i a-möll eftir Vivaldi fyrir óbó, tvær fiðlur, cello og sembal. Þá verður fluttur kvintett eftir Jóhann Wilhelm Hertel fyrir trompett, tvö óbó og tvö fagott. Siöan fyltja fiauta, óbó, fagott og samball trió i g-möll eftir Vivaldi og tónleikunum lýkur með kvint- ett i D-dúr eftir Johann Christian Bach og er hljóðfæraskipanin flauta, óbó, fiðla, lágfiðla, cello og semball. Alls koma ellefu hljóðfæra- leikarar fram á tónleikunum. betta eru aðrir tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á sjötta starfsári hennar, en sú hefb hefur skapast, að sveitin leiki barok-tónlist i tilefni jólanna i Bústaðakirkju. Aðgöngumiðar verða seldir viö innganginn. Kammersveit á æfingu Lokasýning „A sama tíma að ári” Háskólakórinn syngurjyrir Suðurnesjabúa og Hajhjirðinga Háskólakórinn heldur jólatón- leika á Suðurnesjum og í Hafnar- firði nú um helgina og á söng- skránni eru gömul og ný jólalög. Laugardaginn 8. desember syngur kórinn i Ytri-Njarövikur- kirkju og sunnudaginn 9. desem- ber i Þjóðkirkjunni i Hafnarfiröi. Tónleikarnir hefjast kl. 17 báöa dagana. Stjórnandi Háskólakórsins er Rut Magnússon. Aðgangur er ó- keypis fyrir börn 13 ára og yngri og fyrir ellilifeyrisþega, en fyrir fullorðna kostar miðinn 1500 krónur. Aöventu- kvöld í Kópavogs- kirkju Nú er aðventan gengin i garð, undirbúningstiminn undir komu jólanna. A jólaföstu minnir kirkj- an á konung lifsins sem stendur við dyrnar og knýr á hug og hjarta hvers manns til þess að opna hann fyrir undri lifsins, seg- irifrétt frá Kópavogskirkju, sem boðar til aðventuhátiðar n.k. sunnudagskvöld 9. desember. Digranes- og Kársnessöfnuöur efna aö þessu sinni sameiginlega til aðventukvöldsins og hefst það kl. 20.30 i Kópavogskirkju. Að venju veröur boðiö upp á fjöl- breytt dagskrárefni. Ræðumaður kvöldsins verður dr. Gylfi Þ. Gislason prófessor og Róbert Arnfinnssonleikariflytur ljóð, ort i tilefni jóla. Tónlistin verður i höndum Þóru Guðmundsdóttur organista og kirkjukórsins. Þá koma fram nemendur Elisabetar Erlingsdóttur úr Tónlistarskóla Kópavogs og einnig syngja þrjár stúlkur án undirleiks. Samkoman endar með andagtog fjöldasöng. Kvennadei/d Skagfiröinga- félagsins meö basar um helgina Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins i Reykjavik heldur jóla- basar i félagsheimili sinu að Siðu- múla 35 sunnudaginn 9. des. kl. ló.Þar verðurá boðstólum margt eigulegra muna og vörur til jóla- gjafa, sem konurnar hafa unnið aö undanförnu. Einnig verða til sölu kökur með jólakaffinu. Jólafagnaður félagsins verður á sama stað miðvikudaginn 12. des. og hefst meö borðhaldi kl. 19.30. Flutt verður fjölbreytt skemmtidagskrá. Stjórnin. A sunnudagskvöld eruallra sið- ustu forvöð að sjá bandariska gamanleikinn A sama tima að ári i Þjóðleikhúsinu. Fáar leiksýn- ingar hafa notið viðlika vinsælda og verður lokasýningin 140,'Sýn- ing á verkinu. Bessi Bjarnason og Margrét Guömundsdóttir fara með hlut- verk skötuhjúanna sem hittast árlega á sveitahóteli og þar eð leikritið spannar yfir 25 ár fáum við, auk alls grinsins, að fylgjast með breytingum sem verða á högum þessara tveggja persóna og öðlumst innsýn i ýmis tísku- fyrirbrigði i bandarisku þjóðlifi síöasta aldarfjórðunginn. LeikstjórierGisli Alfreðsson og leikmyndin er eftir Birgi Engil- berts. Stúdiosus: Hreinn Guöbjörnsson, Charlie Brown: Sigurjón Skúlason og Hálendingurinn: Unnsteinn Kristinsson í Gardinum i kvöld: Þið munið hann Jörund Sérstök kynning á leikstarfsemi var haldin fyrir unglinga 1 kvöld verður frumsýnt i Sam- komuhúsinu i Garöinum leikritiö, „Þið muniö hann Jörund” eftir Jónas Arnason. Hefur Litla Leik- félagið þar enn ráöist i stórt verk- efni, en 15 leikarar taka þátt i sýningunni, leikstjóri er Jakob S. Jónsson. Leikritið er eins og allir vita um Jörund Hundadagakonung, en höfundur kallar það ósögulegt ævintýri með söngvum frá liöinni tið. Er þá litið fjallað um staö- reyndir, en sagt frá valdaráni veikgeöja sjómanns, sem lætur stjórnast af ævintýramanni. Inn i þetta fléttast söngvar sem uröu landsfleygir hér á árunum, er Iönó sýndi þennan leik og ölllögin voru gefin út á hljómplötunni „Eitt sumar á landinu bláa” með Þrem á palli. 4. desember var opin æfing fyrir Leikfélag Gagnfræðaskól- anna i Keflavik og Garðinum og mættu 30 unglingar sem var sýnt allt sem að undirbúningi leiksýn- inga viðvikur. Voru tvær stúlkur úr hópnum farðaðar og vakti það að vonum mikla hrifningu. Einnig var þeim sýnt hvernig búningar veröa til en flestir búningar eru saumaðir af konum úr Leikféiag- inu. Hafa þær þurft að leggja nótt við dag að undanförnu við að klára þá. Krakkarnir sáu siðan part úr leikritinu. Er þetta ný- mæli sem fleiri leikfélög mættu taka upp til að auka áhuga barna og unglinga á leikstarfsemi. Litla Leikfélagið er einnig að hefja æfingar á Barnaleikriti. Það heitir „Spegilmaðurinn” eftir Brian Way og er það þýtt af félögum leikfélagsins og verður þvi frumflutt hér á landi. Leikrit- ið er hins vegar mjög auðvelt i uppsetningu og er nýstárlegt að þvi leyti að það er leikið á gólfinu á meðal áhorfenda, sem fá að taka þátt i leiknum og er þá mið- að við áhorfendur á aldrinum 4ra —10 ára. Ætla félagsmenn sjálfir að leikstýra þessu verki i hóp- vinnu og er stefnt að frumsýningu i febrúar. Ein Chagall-myndanna á sýningunni — Ljósm. GEI Myndkynning á Kjarvalsstöðum: Grafík margra meistara Chagall, Miró, Picasso, Vasarely — allt fræg nöfn, en flestir hafa þó aöeins séö myndir þeirra i bókum eöa i besta falli eitt og eitt verk á söfnum erlend- is. Þaö er þvi ekki ónýtt aö fá aö sjá orginal grafik eftir þessa meistara og fyrir þá fjársterku — geta meira aö segja fest kaup á sliku. Það er Myndkynning sem stendur nú i fjórða sinn fyrir grafiksýningu á Kjarvalsstööum og eru á henni verk eftir alls 33 listamenn, þ.á.m. einn islenskanf Erró. Verkin hafa verið gerö i frá 50uppi 220 eintök og verðlagið frá 70 þúsundum allt uppi 5 miljónir sem er dýrasta myndin eftir Chagall. Sýningin veröur opnuð kl. 2 i dag, laugardag og stendur I i.m.k. tvær vikur. — vh HAUSTROKKRIÐ YFIR MER eftir Snorra Hjartarson Stærsti viðburður á íslenskum bókamarkaði Hauströkkur sem fer að ! lifi manns og heims, temprað af unaði náttúrunnar og heiðríkju og kyrrð hins fyrsta vors i endurminningunni. Fyrsta bók þessa listfenga skálds eftir 13 ára hlé. Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.