Þjóðviljinn - 08.12.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1979 Lifeyrissjóður rafiðnaðarmanna auglýsir hér með eftir umsóknum um fasteignaveðlán. Umsóknir skulu sendast stjórn sjóðsins Háaleitisbraut 68 Reykjavik á eyðu- blöðum, sem sjóðurinn lætur i té, eigi siðar en 7. jan. n.k. Stjórn Lifeyrissjóðs rafiðnaðarmanna BLAÐBERAR — A THUGIÐ! Rukkunarheftin eru tilbúin á afgreiðslu blaðsins. SIÐUMÚLA 6 s:81333. Tökum aó okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, sími 41070 DLAÐSÖLUDÖRN VÍSIR er tvö blöð q mánudog KOMIÐ a afgreiðsluna SEUIÐ VÍSI VINNIÐ ykkur inn vasopeninga Smáauglýsingadeild verður opin um helgino: f dog - lougardag - kl. 10-14 Á morgun - sunnudog - kl. 14-22 Auglýsingarnar birtast mánudag Auglýsingadeild VÍSIS Simi 66611 - 66611 Þjóðleikhúsið sýnir KIRSIBLÓM Á NORÐURFJ ALLI Tvo japanska einþáttunga Leikstjóri: Haukur Gunnarsson Þýðing: Helgi Hálfdánarson Tónlist: Egill Ólafsson Þaö er skemmtilega ferskur blær yfir þessari sýningu enda seilst langt til fanga i tima og rúmi. Hér er á ferðinni angi hins hefðbundna japanska kabúki leikhúss, en sú hefð er ein hin merkasta sem uppi hefur verið. Japanskt leikhús hefur reyndar haft töluverð áhrif á evrópska leikhúsmenn, einkum á árunum milli strlða, þegar afgerandi stll- færsla og ákveðinn and- natúralismi japanska leikhússins gaf expressjónistum og Brecht byr undir vængi. Það liggur i augum uppi að svo framandi hefð sem þessi hlýtur að skapa ákveðin vandkvæöi bæði fyrir leikara og áhorfendur. Hún byggir á sérstæðri tækni og sér- stöku kerfi venja og tákna sem Hér sýna þau Anna Kristln Arngrfmsdóttir og Sigurður Sigurjónsson óvenjulega ögun og fágun f leik. Andblær úr austri okkur er að mestu lokuð bók. En mér þótti sem sýning þessi hæfi sig auðveldlega yfir þessi vand- kvæði. Haukur Gunnarsson er þaulkunnugur hinni japönsku hefö og honum hefur tekist að skapa sýningunni mjög fast- mótaðan og fallegan stil og tækni- lega séð virðast leikararnir komast mjög vel frá sfnum óvenjulegu hlutverkum. Og áhorfendur virtust meðtaka þessa sýningu af skilningi og vel- þóknun, þó svo aö sitthvaö I tákn- máli hennar væri vandráöið. Hér er reyndar verið að segja sögur sem I grundvallaratriðum höfða til einfaldrar sammann- legrar reynslu og byggjast á sigildum þemum. Hver kannast ekki viö eiginmanninn kúgaða sem ætlar með kænsku að komast aö heiman frá skassinu og hitta slna heittelskuöu, en konan reynist honum kænni. 1 slðari ein- þáttungnum er þetta þema sett fram I einföldum, skýrum dráttum og með hæfilegri blöndu af skopi og meðaumkun. Hér fór Jón Gunnarsson á kostum I hlut- verki eiginkonunnar, náði mjög góðu valdi á skoplegum ýkjum hlutverksins. Þórhallur Sigurðs- son veitti honum verðugan mót- leik og koma þar mjög til góða réttur stærðarmunur og dapur- legur svipur. Fyrri einþáttungurinn þótti mér reyndar rismeira verk á alla lund, sérkennileg blanda af alvöru og skopi. Hér sjáum við baráttu holdsins og andans i margvislegum myndum. Hinn mikli meistari, heilagur Naka- múra, hefur með krossfestingu holdsins náð valdi yfir vatni og vindum og stöövaö allt regn I landinu til að hefna sin á keis- aranum. Fegursta kona rlkisins er send á hans fund og hún vekur með honum holdlegar fýsnir sem verður til þess að galdrar hans bresta, holdið hefur sigrað andann. Þessi ósigur er reyndar undirbúinn I eins konar forspili þar sem við sjáum skoplegar myndir af lærisveinum meist- arans sem eru heldur en ekki breyskir, en hámark verksins er sjálft fall meistarans, dásamlegt atriði sem er bráðfyndið og háerótiskt i senn. Hér sýna þau Anna Kristin Arngrimsdóttir og Sigurður Sigurjónsson óvenjulega ögun og fágun I leik. Það er langt siöan Aanna Kristin hefur' gert eins vel, og Siguröur sýnir á sér nýja hlið og sannar að hann er langt frá þvi einhæfur leikari. Þetta var óvenju gleðileg kvöldstund I leikhúsi. Við stöndum i þakkarskuld viö Hauk Gunnarsson fyrir að hafa flutt okkur þennan andblæ úr austri og auðgað með þvl leikhúslif okkar. Ég er þess fullviss að sú þjálfun og ögun sem leikararnir undir- gengust fyrir þessa sýningu er þeim mikils virði, er bæði lær- dómsrik og þroskandi. En umfram allt er þetta verulega góð skemmtun I þess orðs bestu merkingu. Þar hafa allir lagst á eitt, leikstjóri og leikarar sem áður var getið, en auk þess þýöandinn, Helgi Hálfdánarson, sem hefur snúið textanum á kjarnmikla og beinskeytta islensku, hæfilega upphafna, og tónlistarmanninum Agli ólafs- syni sem hefur gert mjög áheyri- lega tónlist við sýninguna sem jók mjög á áhrif hennar og hljómaöi sannfærandi japönsk, amk. i mlnum leikmannseyrum. Sverrir Hólmarsson Blikklðjan Ásgarði 7> Garðabæ önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI53468 Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fólks sem vantar þak yfir höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 alla virka daga,simi: 27609 Auglýslngaslmmn er 81333 DWÐVIIIINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.