Þjóðviljinn - 08.12.1979, Page 9
Laugardagur 8. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
herra veit ekki i hvorn fótinn
hann á aö stiga. Meöan hann
tvistigur vinna kvennasamtökin
markvisst aö þvi aö gera
Danners stofnunina aö nýju
kvennahúsi. Vegna samstööu og
baráttuvilja eru konur i
Kaupmannahöfn nú á góðri leiö
meö aö eignast tvö kvennahús
undir starfsemi sina.
Sólrún Gisladóttir.
Hver var
greifyn j an
af Danners?
Eða ævlntýrið
um lióta
andarungann
sem varð að
faliegum svani
Sagna um greifynjuna af
Dannerser eins og ævintýriöum
ljóta andarungann sem breytt-
ist skyndiiega I fallegan svan.
Hún fæddist áriö 1815 utan
hjónabands og hét þá einfald-
lega Louise Christine
Rasmussen. Hún ólst upp viö
erfiö kjör hjá móöur sinni, sem
var þjónustustúlka og ömmu
sem var þvottakona og ekkja
vinnumanns. Enþrátt fyrir basl
og búraunir tókst aö koma
Louise i' læri viö ballet Konung-
legaleikhússins.Og eins og I öll-
um góðum ævintýrum þá varö
heppnin á vegi hennar, — I bók-
staflegri merkingu. Hún varö
nefnilega eitt sinn fyrir þvi láni,
þegar hún hoppaöi dansandi út
af sviöi leikhússins aö lenda
mjúklega á tám manns nokkurs
sem átti leið framhjá. Maöurinn
var enginn annar en Friörik
krónprins og auövitað geymdi
hannminningunaum þessalitlu
stúlku i hugskoti sinu i mörg ár,
eða þar til leiöir þeirra lágu
saman áný.
En þó Louise hafi veriö svo
heppin aö troöa prinsinum um
tær, þá er ekki þar meö sagt aö
hamingjuhjól hennar hafi sam-
stundis tekiö aö snúast. öðru
nær.lmörgáráttihún ýmislegt
saman við Berling nokkurn
bókaútgefanda aö sælda, og þó
honum tækist aö eignast meö
henni barn þá gat hann ekki
bjargað mannoröi hennar meö
þviaö giftasthenni. Til þessvar
hún af of lágum stéttum.
Eftir þetta reyndi Louise aö
skapasér sjálfstæöa tilveru sem
verslunarkona, en þegar til átti
aö taka þá var henni neitað um
verslunarleyfi. 1 þessum krögg-
um var ekki um nema eitt aö
ræöa.og þaö varaö leita til vin-
ar Berlings sem var enginn ann-
ar en Friörik krónprins. Og nú
fyrst stormaöi hamingjugyöjan
inn á sviöið. Louise fékk
verslunarleyfiö og forretningin
gekk glimrandi. Fékk hún m.a.
einkaleyfi á höttum sem hægt
var aöleggja saman og geyma i
Greifynjan af Danners. Myndin
er tekin nokkrum árum eftir aö
hún giftist kónginum.
flötum öskjum. Seldust hattarn-
ir eins og heitar lummur.
Eii ástin lætur ekki aö sér
hæöa. Astir höföu tekist meö
Louiseog prinsinum og auövit-
aö gat hann ekki veriö þekktur
fyrir aö vera i tygjum viö venju-
lega verslunarkonu. Louise
seldi þvi búöina sina og flutti
leynilega til prinsins sins. En
prinsinn varö kóngur i riki sinu
og áriö 1850 geröist kóngurinn
svo djarfur aö giftast Louise
sinni, prestastétt og betri
borgurum til mikillar armæðu
og reiöi. Louise Christine
Rasmussen varð greifynjan af
Danners, ljóti andarunginn var
oröinn aö fallegum svan.
En svanurinn gleymdi ekki
andarungafortíö sinni. Greif-
ynjan af Danners gekk ótrauö
fram i þvi aö koma á fót alls
kyns stofnunum i þeim tilgangi
aölétta fátækum og illa stödd-
um stúlkum og konum lifiö.
M.a. stofnaði hún barnaheimili
sem haföi þaö markmiö aö
„veita fátækum og óhamingju-
sömum stúlkubörnum fram-
færslu, uppeldi og menntun til
að veröa duglegar þjónustu-
stúlkur.” Tók Louise það skýrt
fram aö óskilgetin stúlkubörn
heföu þar sama rétt og skilget-
in.
Siðasta verk Louise áöur en
hún dó, var aö setja á fót stofnun
þá I Gyldenlovsgade sem í dag
nefnist Stofnun greifynjunnar af
Danners. Var lagt hart aö henni
aö gera þetta aö heimili fyrir
ekkjur konunglegra embættis-
manna en hún stóö fast á sinu.
Þetta átti aö veröa heimili fyrir
fátækar komur úr verkalýös-
stétt.
(Byggt á Köbenhavn)
Sóirún Gísladóttir
Leikfélag Dalvíkur:
Gísl
eftir
Behan
í kvöld, 8. des., frumsýnir Leik-
félag Dalvikur irska leikritiö
„Gisi”, eftir Brendan Behan, i
þýöingu Jónasar Arnasonar, I
Samkomuhúsi Dalvikur
Æfingar hófust um miðjan
september og upphaflega var
áætlaö aö frumsýna um miöjan
nóvember, en vegna veikinda
varð að fresta frumsýningu.
Verkið er skrifaö 1956 og fjallar
um frelsisbaráttu íra. Inn i verkiö
er fléttað irskum þjóðlögum og
ýmsum spaugilegum uppákom-
um. Leikritið var sýnt i
Þjóðleikhúsinu 1963 og hjá
Leikfélagi Akureyrar 1968.
Einnig hafa nokkur áhuga-
leikfélög tekið þaö til sýningar.
Milli tuttugu og þrjátiu manns
hafa unniö viö sýninguna, þar af
14 i hlutverkum. 1 aðalhlutverk-
um eru Ömar Arnbjörnsson,
Svanhildur Arnadóttir, Lárus
Gunnlaugsson og Lovisa Sigur-
geirsd. Undirleik annast Ingólfur
Jónsson á harmonikku. Kristján
Hjartarson gerði leikmynd. Um
lýsingu og leikhljóö sjá Helgi Már
Halldórsson og Lárus Gunnlaugs-
son. Leikstjóri er Sólveig
Halldórsdóttir frá Akureyri.
Næstu sýningar veröa
mánudag, þriðjudag, föstudag og
laugardag og veröa ekki feiri sýn-
ingar fyrir jól. Fyrirhugaö er aö
sýna milli jóla og nýárs.
NY
LEIKFANGAVERSLUN
k)5Ó
AUSTURSTRÆTI 8
TRYGGVI EMILSSON
FYllI R
SUNNAN
Þriðja og siðasta bók þessara stórmerkilegu ævi-
minninga komin út.
* Mál og menning