Þjóðviljinn - 13.12.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1979.
m.
útflutningsvara?
Blóð úr
fylfullum
hryssum
Horfur eru nú taldar á aö viö
getum fariö aö flytja út blóö úr
fylfullum hryssum á næstunni.
Kann þá svo aö fara, aö hver
hryssa færi eiganda sinum fast aö
40 þús. kr. (á núgildandi verö-
lagi), — I blóöpeningum”, eftir
sumariö.
A mánudaginn var héldu Hags-
munasamtök hrossabænda aöal-
fund sinn á Hótel Sögu. Umræður
á fundinum snerust ekki hvað síst
um möguleika á öflun og út-
flutningi á blóði úr fylfullum
hryssum, sem yrði þá notað við
lyfjaframleiðslu. A fundinum
flutti Einar Birnir forstjóri
erindi, um niðurstöður tilrauna,
sem gerðar voru sl. sumar, og
framtiðarmöguleika slikrar blóð-
söfnunar. Tilraunir þessar voru
gerðar á vegum fyrirtækisins G.
Ólafsson hf. en kaupandi blóðsins
er danska lyfjafyrirtækið Lövens
Kemiske Fabrik A/S.
Nú hefur hið danska fyrirtæki
spurst fyrir um möguleika á að fá
keypt héðan blóð úr fylfullum
hryssum og hefur G. Ólafsson hf.,
i samráöi við yfirdýralækni og
Tilraunastöð Háskólans á
Keldum,gert tilraun, sem nú er i
athugun, með framtiðarmögu-
leika sliks útflutnings i huga.
Blóðsöfnunartilraunin sl.
sumar var að þvi leyti athyglis-
verð, að ljóst er, að söfnun þessi
er vel framkvæmanleg,og ætti,
samkvæmt markaðshorfum nú,
að vera hægt að selja blóð úr 1000
til 1500 hryssum á sumri a.m.k.
Helstu undirstöðuatriði slikrar
blóðsöfnunar eru eftirfarandi:
1. Staðfesta þarf fang með
skoðun dýralæknis.
2. Blóðtaka og sýnataka sé
framkvæmd af dýralækni.
3. Liður 2 er nauðsynlegur
vegna hagsmuna eigenda hryss-
anna svo og vegna skilyrða
kaupanda þessarar viðkvæmu
vöru.
4. Skiljun blóðsins og frysting
blóðvökva sé framkvæmd innan
100-150 km fjarlægðar frá blóð-
tökusvæði.
5. Hryssur til blóðgjafar séu i
hópum, ca 30-40 i hóp, þar sem
aðstaða er til blóðtöku.
6. A hverju svæði séu til 160-200
hryssur alls, þ.e.a.s. 5 daga vinna
i viku.
Hið danska fyrirtæki hefur
safnað hryssublóði i Danmörku
og viðar allt siðan 1932. Úr blóð-
vökvanum vinnur það vaka
(hormón), sem nýttur er til lyfja-
framleiðslu.
Talið er aö úr islensku hryss-
unum megi taka allt að 5 ltr. i
senn, 5 sinnum á hverju timabili.
Fylfullar hryssur framleiða
ákveðinn vaka i mjög rikum mæli
frá 50. degi meðgöngu til 90. dags,
en aðeins innan þessara tima-
marka er reiknað með vakanum i
blóði hryssanna i þvi magni, að
söfnun blóðsins geti svarað
kostnaði.
Löng reynsla af slikum blóð-
söfnunum bendir á engan hátt til
þess að þær hafi á nokkurn hátt
óæskileg áhrif á heilsu eða vel-
liðan hryssanna, en nauðsynlegt
er að gefa gaum útliti og ástandi
Framhald á 13. siöu
LANDGRÆÐSL USJÓÐS
Söluskálinn viö Reykjanesbraut í Fossvogi
sími 44080 — 40300 — 44081
Aðal-útsölustaður og birgðastöð:
Söluskálinn við Reykjanesbraut.
TREYKJAVÍK:
í KÓPAVOGI:
í GARÐABÆ:
í HAFNARFIRÐI:
í KEFLAVÍK:
Aðrir útsölustaðir:
Slysavarnad. Ingólfur, Gróubúö/ Grandagaröi.
Vesturgata 6.
Ingolfsstræti.
Blómabúöin Runni/ Hrísateig 1.
Laugarnesvegur 70.
Sýningarhöllin Ártúnshöföa.
Valsgarður við Suðurlandsbraut.
Félagsheimili Fáks við Elliðaár.
(Kiwanisklúbburinn Elliði)
Grimsbær við Bústaðaveg.
Búöarqerði 9.
Blómaskálinn við Kársnesbraut.
Hamraborg 8. (Slysavarnadeildin Stefnir, Kóp.).
Blómabúðin Fjóla, Goðatúni 2.
Hjálparsveit skáta/ Hjálparsveitarhúsinu.
Kiwanisklúbburinn Keilir.
í MOSF'ELLSSVEIT: Kiwanisklubburinn Geysir.
Kaupið jólatré og greinar af framangreindum aðilum
Stuðlið að uppgræðslu landsins
Aðeins fyrsta flokks vara
LANDGRÆÐSL USJÓÐUR
Jólatréð í Hafnatfirði tendrað
Sunnudaginn 16. des. kl. 16:00 verður kveikt á jólatré þvi sem
Fredriksberg, vinabær Hafnarfjarðar I Danmörku, hefur gefið
Hafnarfjarðarbæ.
Jólatréð er staðsett á Thorsplani v/Strandgötu. Athöfnin hefst
með leik Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Hans Henrik Liljenborg
sendiráðsfulltrúi afhendir tréð og dönsk stúlka tendrar ljósin á
jólatrénu. Bæjarstjóri, Einar I. Halldórsson, veitir trénu viö-
töku. Að lokum syngur Karlakórinn Þrestir.
Jólatónleikar að Kálfholti
og Stóra-Dal
Jólatónleikar Tónlistarskóla Rangæinga verða 15. og 16.
desember. Fyrri daginn i Kálfholtskirkju kl. 14 og seinni daginn i
Stðra-Dalskirkju, einnig kl. 14. Flutt veröur margvisleg jólatón-
list af einleikurum, lúðrakvartett, kammersveit og barnakór
skólans. Aðgangur er að vanda ókeypis og öllum heimill.
Ný listaverkakort
Undanfarin 17 ár hefur Listasafn tslands látið gera eftir-
prentanir af verkum islenskra myndlistarmanna. Nú eru ný-
komin út tvö litprentuð kort af eftirtöldum verkum: Drauma-
vatniðeftir Braga Asgeirsson, málað 1970, og Grjótpramminn
eftir Jón Þorleifsson málað 1940.
Litprentunin er gerð i Kassagerö Reykjavikur hf. og eru kortin
mjög vönduð að allri gerð. Þau eru til sölu i safninu á sýningar-
tima þess, þ.e. sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugar-
daga kl. 1.30-4.00.
Jólatónleikar Langholtskirkjukórs
Kór Langholtskirkju heldur árlega jólatónleika sina n.k. föstu-
dagskvöld 14. desember I Landakotskirkju. A efnisskránni verða
innlend og erlend jólalög. Vegna þess hve vel heppnaöir miö-
næturjólatónleikar kórsins voru i fyrra hefur verið ákveðið að
tónleikarnir á föstudaginn hefjist klukkan 23.Þetta verða þriöju
tónleikar kórsins á yfirstandandi starfsári, en tvennir tónleikar
voru haldnir i lok október sl. Stjórnandi Kórs Langholtskirkju er
Jón Stefánsson.
Happdrætti vegna lögreglukóramóts |
Tveir lögregluþjónanna i Reykjavik meö happdrættisvinn-
ingana.
Lögreglukóramót Norðurlanda verður haldið I Stokkhólmi um
mánaðamótin mai-júni 1980. Mót þessi hófust i Stokkhólmi 1950
og hafa verið haldin i öilum höfuðborgum Norðurlanda, og hér I
Reykjavik 1966.
Lögreglukórinn islenski æfir nú undir Stokkhólmsmótið og
hefur efnt til happdrættis til fjáröflunar vegna þátttöku i þvi.
Glæsilegir vinningar eru i boði og miðafjölda og verði stillt i hóf,
segir i frétt frá fjáröflunarnefnd. Vinningarnir, myndsegul-
bandstæki, hljómflutningstæki og litasjónvarp, eru keyptir i
Sjónvarpsbúðinni, Borgartúni 18,og eru þar til sýnis. Dregið
verður i happdrættinu 10. febrúar 1980. Miðar eru seldir i Sjón-
varpsbúðinni og hjá kórfélögum.
m.t.
Kveikt á jólatrénu á sunnudag
Mishermt var i myndatexta á forsiðu Þjóðviljans i gær, að
kveikt yröi á jólatrénu frá Oslóborg á laugardag. Það er á sunnu-
daginn kemur kl. 15.30 sem kveikt verður á trénu á Austurvelli
og sendiherra Norðmanna afhendir þaö forseta borgarstjórnar.
Eftir athöfnina veröa svo jólasveinar með sprell á þaki Köku-
hússins við horn vallarins hjá Landsimahúsinu.
J