Þjóðviljinn - 13.12.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.12.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1979, Demantur æðstur eðalsteina Góð fjárfesting sem | k, varir að eilífu J BORGFIRZK BLANDA Þjóðlegur fróðleikur, sagnir af skemmtilegu og sérkennilegu fólki, skopsögur, lausavísur, frásagnir af slysförum, draumum og dulrænum atburðum. Safnað hefur Bragi Þórðarson. Borgfirzk blanda ó erindi til allra íslendinga. Hörpuútgáfan Auglýsingasímmn er 81333 DJOÐVMINN ÓDÝRA JÓLABÓKIN Kilja frá Framlagi Ef til vill besta ritið frá Framlagi til þessa. 120 bls..Verð: 2.400 kr. Sölustaðir: Bóksala stúdenta. Sögufélag# Mál og menning o.fl. FRAMLAG ■ IIAMI.A4; 5 VINSTRI ANDSTAÐAN í ALÞÝDUFLOKKNUM 1926-1930 Ettir Inglbjörgu Sólrunu Gisladóttur Mfg.if.... Ir.iiiil.ig f llóo t Húsaleigunejhd Reykjavíkur: Veitir aðstoð og vill £á upplýsingar r Abendingar varðandi leigusamninga, réttindi og skyldur Húsaleigunefnd Reykjavikur var skipuö af borgarstjórn 28. ágúst sl. samkv. lögum um húsa leigusamninga nr. 44/1979, en hlutverk nefndarinnar er aö fylgjast meö framkvæmd húsa- leigumála og afla upplýsinga um þau, hlutast til um aö úttektar- menn séu dómkvaddir og gefa aö- ilum leigumála, sem þess óska, leiöbeiningar um ágreiningsefni og leitast viö aö sætta ágreining ef báöir aöilar óska. Húsaleigunefnd hefur haldiö nokkra fundi bæöi formlega og ó- formlega, en þar sem hlutverk nefndarinnar er brautryðjenda- starf-hefur hún fariö sér hægt af staö og leitast viö aö kynna sér efni hinna nýju laga, segir i fréttatilkynningu frá nefndinni, þarsem hún vekur athygli á eftir- farandi: Um leigusamning. ,,Alla leigusamninga skal gera skriflega. Gilda þá einungis sér- stök eyöublöö sem félagsmála- ráðuneytið gefur út eða hefur samþykkt. 1 Reykjavík fást þessi eyðublöð á skrifstofu borgar- stjóra, hjá Húseigendafélagi Reykjavikur og hjá leigjenda- samtökunum. i leigumála skal m.a. geta eftirtalinna atriða. a) Hvort úttekt á hinu leigöa skuli fara fram við afhendingu skv. 33. gr- b) Hvort leigutaki skuli leggja fram tryggingarfé og með hvaða hætti og hvar það skuli varðveitt. c) Hvernig greiða skuli leiguna. d) Forleigurétturskv.8.gr. ef um timabundinn leigumála er að ræöa. e) Hvort samið er um lágmarks leigutlma ef um ótimabundinn leigumála er aö ræða. f) Fjárhæðar húsaleigu svo ekki verði um villst.” ,,Ef aðilar hafa vanrækt að gera skriflegan leigumála eða notaö óstaðfest eyðublöð við gerð hans, gilda öll ákvæði laga þess- ara um réttarsamband þeirra. Upphæð leigunnar ákveðst þá sú fjárhæð sem leigusali getur sýnt fram á að leigutaki hafi sam- þykkt. Komi engin sönnúnargögn fram um leigufjárjiæðina er rétt að kveða til úttektarmenn, sbr. XI. kafla laga þessara, til þess að ákveða sanngjarna fjárhæð leig- unnar.” Um uppsagnir Strangar reglur gilda um upp- sagnarfrest og framkvæmd upp- sagnar, en i einstaka tilvikum er hægt að rifta samningi, sé ekki við leigumála staðið. Leiguhúsnæði skal vera i um- sömdu ástandi viö upphaf og lok leigutima. Akveðnar reglur gilda um viöhald og rekstur leiguhús- næðis. Bæði leigutaki og leigusali njóta ákveðinna réttinda og bera ákveðnar skyldur um aðgang og umgengni að hinu leigöa húsnæði. t lögunum er fjallaö um greiöslu húsaleigu t.d. hvernig fari, ef menn greiða ekki á réttum gjald- daga eða hvaða þýöingu þaö hef- ur að borga fyrirframgreiöslu með tillitj til áframhaldandi leiguréttinda. Hvaða þýðingu það hefur,> ef leigutaki eða leigusali andast eða hjónaskilnaöur á sér stað. Hver hefur þá rétt til hins leigða húsnæðis. úttektarmcnn. i lögunum er ýtarlegur kafli um úttektarmenn. Eru þeir sérstak- lega dómkvaddir af óhlutdrægum aöila, borgardómi Reykjavíkur að tilhlutan húsaleigunefndar. Hafði dómurinn frjálsar hendur um dómkvaðninguna. Segir svo i lögunum um um úttektarmenn: „Störf þau, sem úttektarmenn eru falin með lögum þessum, skulu þeir annast af kostgæfni og gæta ætið fyllsta hlutleysis gagn- vart báöum málsaöilum. Þeir skulu kosta kapps um að leiða á- greining og deilumál til lykta með friðsamlegum hætti og vera leigusölum og leigutökum til leiö- beiningar og ráögjafar eftir þvi sem tök eru á . Þeir skulu gæta þagmælsku um einkahagi fólks sem þeir kunna að fá vitneskju um i starfi sinu.” Af störfum úttektarmanna má m.a. nefna: D.Þeir ákveða sanngjarna fjár- hæð leigu, ef leigusali getur ekki sýnt fram á hversu háa fjárhæð leigutaki hefur samþykkt og ekki hefur verið geröur skriflegur leigusamningur. 2) .Ef ekki er sinnt útbótum eða viðgerðum á leigðu húsnæði getur leigutaki dregiö útlagðan kostnaö sinn vegna viögeröa frá umsam- inni leigu meö samþykkt úttekt- armanna. 3) . Úttektarmaður gefur skrif- lega lýsingu á húsnæði viö upphaf og lok leigutima ef aöilar óska. Cttektarmenn i Reykjavik hafa þegar verið dómkvaddir og geta þeir sem óska aðstoðar úttektar- manna, snúið sér simleiðis eða bréfleiðis til skrifstofu borgar- stjóra, simi 18800, en kostnaö af vinnu úttektarmanna greiða aðil- ar sjálfir. Að lokum er vakin athygli á þvi að hvers konar leigumiðlun er ólögmæt nema viðkomandi leigu- miðlari hafi til þess sérstaka lög- gildingu. Lögreglustjórinn i Reykjavik lætur leyfisbréf i té gegn gjaldi sem ráðherra ákveð- ur. Bent er á að allir sem á ein- hvern hátt telja sig vanhaldna af sinum húsaleigusamningi — eða túlkun á honum — geta snúið sér skriflega, til húsaleigunefndar sem mun leitast við aö veita úr- laúsn eftir bestu getu, og benda á hugsanlegar lausnir. Einnig yrði nefndin þakklát þeim aðilum, sem gætu komið á framfæri upp- lýsingum til nefndarinnar um framkvæmd húsaleigumála i Reykjavik. Heimilisfangið er: Húsaleigunefnd Reykjavikur, Borgarskrifstofur, Austurstræti 16, 101 Reykjavik. Kjartan Arnórsson og Bleiki pardusinn leika lausum hala hjá Fjölva. Fyrsta alíslenska teiknisagan komin út: Pétur og vélmennid Bókaútgáfan Fjölvi sendir frá sér á jólamarkaöinn fjölda nýrra teiknisagna. Fyrir nokkru kom út fyrsta teiknisagan sem prentuð er i fullum litum hér á landi. Er það frönsk geimferðasaga um Valeri- an. Hitt er þó forvitnilegra fyrir 1 lesendur Þjóðviljans, að nú hefur Fjölvi gefið út fyrstu alislensku teiknisöguna, og hún er gamall kunningi lesendanna, ungra og aldinna. Þetta er sagan af Pétn og vélmenninu eftir hinn kornunga höfund Kjartan Arnórsson, sem kallar sig nú höfundarheitinu Kjarnó. Þriðja bókin um Patrick Mál og menning hefur sent frá sér unglingabókina Erfingi Pat- rickseftir K. M. Peyton i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Þetta er þriöja og siðasta bókin í bóka- flokknum um vandræðagripinn og hæfileikamanninn Patrick Pennington; hinar bækurnar eru Sautjánda sumar Patricks og Patrick og Rut.Allar þessar bæk- ur hafa veriö lesnar i útvarp og notið mikilla vinsælda, og þýð- ing Silju Aðalsteinsdóttur á fyrstu bókinni hlaut verölaum Fræðsluráðs Reykjavikur fyrir bestu þýðingar barna- og ung- lingabóka 1977. Erfingi Patricks er 233 bls., prentuð i Prentsmiðjunni Hólum hf. 1 þessari fyrstu bók um Pétur og vélmennið eru fyrstu tvær sög- urnar, sem kallast Pétur og vél- mennið og Visindaráðstefnan. Ýmsu er prjónað inn i sögurnar, sem ekki var i frumútgáfunni hér i blaðinuiog auk þess hafa sög- urnar verið textasettar að nýju. Meðal annarra teiknisagna sem Fjölvi setur nú á markaðinn eru sögur af fjórum viöfrægum gaur- um sem einkum eru ætlaðar yngstu kynslóðinni. Þaö eru þeir Bleiki pardusinn, Kötturinn Felix, Denni dæmalausi og Stjáni biái.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.