Þjóðviljinn - 13.12.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.12.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1979. Eflum Málfrelsissjóð i dag áritar Guðmundur Steinsson bók sina, Stundaríriður i Bókabúð Máls og menningar frá klukkan 15-18. Öll framlög fyrir áritanir renna óskipt i Máifrelsissjóð Auglýsing Laugardaginn 15. desember kl. 14.00 verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýning á úrlausnum, sem bárust i norrænni samkeppni um stækkun á Hasselbyhöll i Stokkhólmi, en þar er aðsetur menningar- miðstöðvar höfuðborga Norðurlanda. Sýningin verður opin daglega frá 15.—17. desember kl. 14.00—22.00. LAUSSTAÐA Staöa ritara í skrifstofu Tækniskóla tslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 10. janúar n.k. Menntamálaráöuneytiö 10. desember 1979. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir nóvem- bermánuð er 15. desember. Ber þá að skila skattinum tii innheimtumanna rik- issjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. desember 1979. Húsráðendur athugið! Höfum á skrá f jölda fólks sem vantar þak yfir höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 alla virka daga.simi: 27609 • Blikkiðjan Asgarði 7/ Garðabæ Onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð SIMI 53468 Auour Gudjónsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir skrifa um barnahækur bókmenntir Afa- saga Páll H. Jónsson: Agnarögn Myndir: Þorbjörg Höskuldsdóttir Iðunn 1979. 123 bls. Þetta er saga um afa og 8 ára stelpu, Agnarögn: saga um sam- skipti afa og barna sögð frá sjónarhóli afans. Agnarögn vill vernda náttúruna og finnst þaö skyggja á fegurð náttúrunnar að byggja hús. Afi er gamall og lifsreyndur og skilur allt dýpri skilningi en barnið. Hann villl lika vernda náttúruna, en ...,,AUir þurfa hús. bað er nú þaö sem er. Og fólkinu þarf að liða vel i húsunum. Þá verður það glatt, hamingjusamt og gott. Fal- legt hússtæði, fallegt hús. Gott hús, gott fólk, Agnarögn” (18). Afi og Agnarögn ræða þetta flókna mál. Ekki er um að ræöa neinar yfirborðslegar lausnir heldur velta þau málinu fyrir sér. Vangavelturnar einkennast af virðingu og umhyggju fyrir öllu sem lifir. Sorg og reiði barns er einstak- lega vel lýst og tel ég að i þeim köflum sem sagt er frá hvernig Afi bregst við og reynir að skilja og hugga Agnarögn takist höfundi hvað best upp. Afi rausar fram og aftur og reynir aö komast að hvaö amar aö Agnarögn og hugga hana um leiö, en krakkinn er ekki til viöræðu. ,,— Nei, þaö lagast aldrei!” orgaði Agnarögn. — Hvaða óskapa sorg er þetta! Það er nú meiri sorgin sem aldrei lagast. Þaö er það góða við sorg- Ein af myndum Þorbjargar Höskuldsdóttur. ina að hana er hægtað lækna. Oft læknast hún af sjálfu sér. Og svo er hægt að tala um hana, þó það geti nú stundum verið erfitt”. (27) EUin Eins og minnst var á i upphafi er sagan sögð frá sjónarhóli Afa. Þvi fylgir að grunntónninn i sögunni verður kviði Afa og beiskja yfir að þurfa að fara á elliheimili. Sá tónn 'verður oft á tiðum ofsterkurogeinsog skuggi yfir sögunni. Afa finnst hann vera fyrir og til einskis nýtur ,,Ég veit hvað þaö er að langa til að lifa lifandi. Að langa til aö vinna og geta þaö ekki. Langa til að vera ungur og vita aö þa ö er vonlaust. ” (38) — „Það eru lika til geymslur fyrir fóík,/ .../ Þar getur farið vel um fólk. Gamalt fólk sern ekkert getur gert nema vera fyrir.” (93) Samt vill Afi trúa þvi að hann geti verið börnunum einhvers virði. Hann segir þeim sögur. Sögur Afa verða skemmtilegar, bæði hvernig hann breytir göml- um þekktum sögum og eins við- brögð barnanna við þvi. Það er unun aö lesa barnabók á svona fallegu og eðlilegu máli. Einkum er þaö málfar Afa sem hrífur. Bæði það og sálrænt inn- sæi gera það aö verkum að samtöl Afa og Agnaragnar eru burðarás sögunnar og hann er vel traustur. Þ.J. Leikskólinn á Hvammstanga er til húsa i nýju og glæsilegu húsnæði. Hvammstangi: Leikskóli í nýju húsnæði A Hvammstanga er blómlegt atvinnullf og allir fá vinnu sem vettlingi geta valdið og vantar raunar fólk. Þetta hefur að sjálfsögðu leitt tii þess að flestar konur vinna utan heimilis og þess vegna mikil þörf fyrir barnaheimili. Leikskóli hefur verið starfræktur ( nokkur ár og nú f haust var tekiö til leigu giæsilegt einbýlishús og keyptur i það búnaður fyrir leikskólann. Blaðamaöur leit þangað inn einn vondan veðurdag i lok október og hitti aö máli Þór- veigu Hjartardóttur forstööu- mann heimilisins, Söndru Einarsdóttur starfsmann og hóp af börnum. Raunar voru þau með fæsta móti þennan morgun vegna veikinda. Þórveig sagði aö leikskólinn hefði verið opnaður i þessu húsi 8. október s.l. og væru nú 30 börn i honum, 11 fyrir hádegi og 19 eftir hádegi. Ennþá má bæta við nokkrum svo að skólinn annar eftirspurn. Húsnæðið er leigt til 5 ára og er rekið algerlega á vegum hreppsfélagsins. Eins og á öörum leikskólum kostar vist- in 18.500 krónur á mánuöi fyrir Þórveig Hjartardóttir forstööumaður ieikskólans ásamt nokkrum börnunum. hálfan dag. leið greinilega vel meöan rokiö Og þarna undu krakkarnir sér lamdi utan rúöurnar. vel viö margs konar leiktæki og — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.