Þjóðviljinn - 13.12.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.12.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1979. Fimmtudagur 13. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hvérs viröi er menning? Nokkrar spurningar til stjórnmálamanna Nýafstaðnar kosningar hafa vakið upp ýmsar spurningar með mönnum, og varla furöa. Stjórnmálamönnum er óvenju mikill vandi á höndum, og fyrir kosningar komu að sjálfsögöu margvíslegar stefnuyfirlýsingar i margvislegum málaflokkum. En eitt vakti furðu okkar margra, sem eru að bjástra viö svokölluð menningarmál, hversu fáum oröum var eytt til aö útlista hvers virði menningin ætti að vera þjóðinni og hvernig skyldi að þvi stefnt. Og ef skyggnst er um hæl til fyrri kosninga, ekki bara i fyrra og þaráður, kemur i ljós, að stjórnmála- menn og flokkar hafa tamið sér að sniöganga þennan málaflokk: svo er ekki aö sjá, að talið hafi veriö brýnt að marka menningunni stefnu og skapa henni traustan grundvöll. Nú væri ósæmilegt að ætla, aö hér sé um raunverulega meðvitaöa menn- ingarfjandsamlega afstöðu að ræða, það væri ósæmilegt að ætla nokkrum áhrifamanni þjóöarinnar lægri hlut en svo, að hann telji öfluga innlenda menningu einn af hornsteinum sjálf- stæðis hinnar islensku þjóðar. En af hverju er þá einungis fjölyrt um islenska menningu i hátiða- og skálaræöum? Og af hverju er þá litið á þaö sem 'sjálfsagt, þegar þrengist um i rikisbúskapnum, að bregöa kutanum fyrstá loft i menningarmálunum? Eru þau þegar alit kemur til alls þá ekki svona mikils virði, ekki svona nauðsynleg? Og af hverju er þeirri hugsun lætt inn hjá almenningi, aö sérhver menningarviðleitni sé i sjálfu sér hálfgildings lúxus og það, að fólk fái að hafa afkomu af sliku, sé einungis af óvenjulegu umburðarlyndi og við- sýni gert og auðvitað öörum stéttum fremur árferðisbundiö. Og rétt er þaö, öll megum við vera þakklát fyrir að hafa vinnu, en jafn- þakklát. Og hvert er þá þetta rausnar- lega framlag til menningarmálanna, sem riður baggamuninn fyrir rikis- sjóð? Þvief ekki er hægt að lesa menn- ingarstefnu úr orðum, þá verður aö lesa hana úr tölum. Ef teknar eru nýjustu tölur þaraðlútandi frá fjárhaldsmönnum okkar, kemur i ljós, aö til allrar skapandi menningarstarf- semi i landinu er talið eðlilegt að renni hvorki meira né minna en 0.46% af öll- um útgjöldum rikissjóðs. Það liggur þvi I augum uppi, að þaö hlýtur að skipta algjörum sköpum fyrir rikis- búskapinn að klipa af slikri rausnar- tölu. En hana má lesa úr frumvarpi þvi til fjárlaga, sem lagt var fyrir alþingi i haust, en trúlega er til endur- skoðunar um þessar mundir. Heildar- tala útgjalda i þeim fjárlögum nemur drjúgum 330 miljöröum og þaö er sem sagt ekki hálft prósent af þeirri tölu, sem rennur til samanlagörar skapandi menningarstarfsemi. Af þessari heildartölu eru rúmlega 46 1/2 milj- aröur afgreiddur um menntamála- ráðuneytiö. Aöeins 3.2 % af þeirri upphæð fer i áðurgreinda menningarstarf- semi, en 96.8% til annarra mennta- mála og þar náttúrlega drýgst i skóla- kerfið. En i þessum 3.2% af fé mennta- málaráöuneytisins eru framlög til Listasafns Islands. Sinfóniuhljóm- sveitarinnar, Þjóöleikhússins, Lista- safns Einars Jónssonar, Listasafns Ásgrims Jónssonar, til Leikfélags Reykjavikur og Leikfélags Akureyrar, til annarrar leiklistarstarfsemi, til Bandalags isl. leikfélaga,-heiðurslaun listamanna, til allra listamannalauna annarra, rithöfundasjóös, starfslaun listamanna, kvikmyndasjóður, menn- ingarsjóður, fé til norræns menningar- samstarfs o.s.frv. o.s.frv. Auðvitað eru mörg mál önnur sem flokka má undir menningu, amk, siðmenningu, en mönnum ætti samt af ofangreindri upptalningu að vera ljóst, við hvers konar menningarmál er átt, nefnilega einmitt það sem verið er að telja almenningi trú um að sé að setja rikis- byttuna á hausinn. En það var þá verið að ræða um 0.46%! Við þessar upplýsingar fer það að verða skiljanlegra, hvers vegna Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar afla rikissjóði með sölu- skatti svipaða fjárhæð og styrkur til þeirra nemur, þannig að styrkurinn er ekkert annað en bókhaldslegt gabb; sama máli gegndi meira að segja þar til nú á sfðustu dögum um stuöninginn við áhugaleikfélögin. Þá fer einnig aö veröa skiljanlegra, svo ég haldi áfram að tiunda staðreyndir um þær list- greinar, sem ég er handgengnastur, hvers vegna frjálsir leikhópar eru i þvi fjársvelti, að framtið þeirra hangir á bláþræði. Þá er og skiljanlegt, hvers vegna óperustarfsemi er ekki öflugri hér á landi en raun ber vitni, þrátt fyrir ótviræð fyrirmæli I lögum, vegna þess að i umræddu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 0.00 krónum til þeirr- ar starfsemi. Sama, hvers vegna dansarar i tslenska dansflokknum eru allmörgum launaflokkum undir byrj- endum i leikarastétt og er ekki ætlaður einn einasti eyrir til aö koma fram fyrir fólk. Og þá skýrist einnig, hvers vegna Þjóðleikhúsið neyðist til að draga saman seglin, þrátt fyrir að það hefur eitt sambærilegra leikhúsa á Norðurlöndum aflað um 34—36% rekstrarfjár sins með eigin tekjum, i stað 10—15%, sem annars staöar er aigengast-; undanfarin 7 ár hefur áhorfendafjöldi leikhússins verið sem næst 120.000 á hverju ári og eru sambærilegar tölur óþekktar annars staðar i heiminum, og þetta hefur verið að gerast samtimis þvi, að islensk leikritun hefur risið upp til átaka og orðið almenningseign, en islenskt leikhús i fyrsta skipti vakið eftirtekt erlendis i hópi hins besta. Er þá sú viljayfirlýsing almennings, sem i þessum aðsóknartölum felst, einskis viröi? Ég hygg stjórnmálamenn þurfi að staldra við og hugsa dæmiö upp á nýtt áður en I óefni er komið. Ef menn fara að velta fyrir sér menningarmála- stefnu, mætti hafa eftirfarandi atriöi tii hliðsjónar: 1. Hvernig má skapa forsendur fyrir menningarlegri og listrænni nýsköpun? 2. Hvernig má standa vörð um menn- ingu fyrri tima og vinna að þvi, aö arfurinn verði þáttur i endursköpun hvers tima? 3. Hvernig má stuðla að auðgandi menningarskiptum við aðrar þjóðir? 4. Hvernig má að þvi vinna, að menn- ingarverðmæti veröi sem jafnast aðgengileg öllum þegnum þjóðfélagsins? 5. Hvernig á að standa vörð um sérkenni íslenskrar tungu og um tjáningarfrelsi einstaklingsins? Hvers viröi er menning, var spurt hér i upphafi. Auðvitað verður menn- ing aldrei metin til fjár. En er ekki hætta samt, að menningin sé metin of litils virði? Litils virt menning, er þaö sá hornsteinn, sem er stöðugri sjálf- stæðisbaráttu þessarar þjóðar nóg? Sveinn Einarsson. Silja Adalsteinsdóttir skrifar um bókmenntrir Lífið 1 Gólanhæðum Norma E. Samúelsdóttir: Næstsiðasti dagur ársins. Mál og menning, 1979. Dagbækur annarra vekja ævin- lega forvitni fólks, okkur langar svo að vita hvað aðrir hugsa og hvernig þeir lifa. Dagbækur leik- kvenna, dagbækur eiginkvenna frægra manna, ofsalega spenn- andi llf, dans á rósum og svo eitt- hvað hBrmulegt svona eins og krydd inn á milli. Næstsiðasti dagur ársins, dag- bók Betu húsmóður i Breiðholti, vekur manniforvitni llka. Hvern- ig lifir kona einsogBeta,um hvað hugsar hún, hvernig skemmtir hún sér, er fif hennar æsilegt? Það kemur i ljós viö lesturinn að lif Betu er eins og lif manns s jálfs, allt i (heila)brotum. Hún heldur dagbókl eitt ár, frá áramótum til áramóta, gripur I að skrifa stund og stund, við fáum sjaldan langa heillega frásögn, ef til vill liða margir dagar milli þess sem hún færirreynslu sina inn, að minnsta kosti hefur hún oft skipt skapi milli færslna. Og til hvers heldur hún dagbók? Hana langartil að skrifa, húnhef- ur þörf fyrir það, og hana langar til að kynnast sjálfrisér. Fyrst og fremst langar hana þó til að eiga einkalif, eitthvað út af fyrir sig sem enginn annar á hlutdeild i: ,, — ég er orðin gegnþurr — skraufþurr. Ég get ekki lengur haft eðlilegt samband við fólk, — vandamál min eru komin á það hátt stig — ég á ekkert, EKKERT einkalif!” (100). Skáldsögu gæti hún ekki skrifað við þær aöstæður sem hún býr við: „(Þótt ég sé ekki búin aðskrifa mikið núna, þá hef ég þrisvar þurft að svara ein- hverju kalli, ein að greiða þvotta- húsgjald, Jónsi að kalla og svo siminn, skakkt númer!)” (100—101). Dagbók er þvi góö lausn. Venjuleg kona Beta er alin upp I blokk vestur I bæ, verkamannsdóttir. Hún hefur landspróf, en hefur litíð gert við það ennþá. Hún gifti sig ung og svo komu blessuð börnin. Hún les bækur þegar hún kemst i þær og hugsar sitt, veltir mörgu fyrir sér: „Maðurhugsarsvomargt,of margt, von maður verði ruglaö- ur!” (35). En heimilið er þungt, börnin eru undir skólaaldri og eiginmaöurinn vinnur á vöktum i Straumsvík þannig að það er eng- in stund dagsins sem Beta getur vitað fyrirfram að hún fái að eiga fyrir sig. Auk þess gegnir hún húsvaröarskyldu i blokkinni árið sem hún skrifar og er þar meö bundin i báða skó. Þess vegna dreifast hugsanimar viöa, hún á bágt með að ná að einbeita sér aö einstökum málum, hugsanirnar veröa tætingslegar — eins og lif hennar — og hún sér ekki fram á að aðá þessu verði nein breyting: „ — Ég hugsa en get ekki skiliö neitt, fæ bara hjartslátt. öldungadeild er engin lausn á þeim vanda. Mig vantar senni- lega járntöflur!” (55). Betu sárlangar til aö lifa öðru- visi llfi en hún lifir, komast að heiman, upplifa eitthvað sjálf og það á hún sjálfsagt sameiginlegt með margri konunni. En aöstað- an er slæm i nýju hverfi þar sem aðeins 7% barna fá dagvistun, dagurinn fer i barnaumönnun, þvotta og þrif, og þegar næðis- stund gefst á kvöldin er eins vlst að hún sé notuð til að gleyma sér I unglingaleik. Við höfum öll þörf fyrir rómantik i hvunndeginum. Aö einu leyti er Beta ekki eins og fólk er flest, hún þjáist af mí- greni. Það er óhætt að fullyrða þaðað þótt sá sjúkdómur sélangt frá þvi sjaldgæfur þá hefur migrenisjúklingur ekki lýst reynslu sinni I skáldsögu hjá okk- ur áður. Þetta gerir bókina óvenjulega ogrika, einkum vegna þess að þeir kaflar eru magnaðastir I bókinni þar sem köstunum er lýst. Mestur hluti janúarkaflans fer i að lýsa einum degi og aðdraganda að kasti: „... Ég vissi svo sem hvernig þettamyndienda.Það var enginn timi til að láta sér batna.” (17). Og annaö vont kast fær hún á leið I sumarfrl. Húsmóðiri Breiðholtinu Dagur og Beta eru búin aðbúa I Breiðholtinu i tvö ár og þóttust lánsöm að komast þangað i eigin ibúð úr leiguhúsnæði. „Inn I eigin paradi's...” (133). Bókin málar svo upp mynd af þessari paradis, blokkarlífi meö tilheyrandi nágrannakriti þegar sumir gera skyldu sina og aðrir ekki, (fólk er ekki alið upp til að vera sambýlisverur), húsfundi, barnaafmæli — að ógleymdu um- hverfinu, kuldalegu og mann- fjandsamlegu, jörðin eins og opið sár, hraöbraut, innilokaðar kon- ur: „Ég horfi á konurnar — sé ekkert annað en konur, það er einstaka karlmaður sem sést svona um hábjartan daginn — (42). Beta hefur þó mestar áhyggjur af börnunum og unglingunum sem eru fyrirfram dæmdir vandræöaunglingar, þeir flýja á fyllerf og útrás fyrir sköpunargleðina fá þeir með þvi aöyrkjaáhúsveggi: ,,... Gvendur er hommi, hringið I sima (búiö að krota út)> Gunna feita og Siggi langi, Rúnar með saurstíflu, Bergur með saurstiflu, Fia 4G meö saurstiflu. Ef ykkur vantar drátt þáhringið Isima 74 (strokað út). Þarna á einum húsveggnum nálægt versluninni er myndarleg- ur túss-teiknaöur tilli og túss-teiknuð plka.” (87). Þegar fjöldskyldan kemur heim eftir að hafa sótt Jónsa i sveitina og ekiö hringveginn segir Beta: „Mér leiö eins og ég væri á leiðinniínnl Gólanhæðir, þar sem Norma Samúelsdóttir styrjaldarhætta er ætið yfirvof- andi...” (96). Og i rauninni getur lesandi ekki séð betur en eina lausn á vanda Betu og fjölskyldu hennar sé að flytja burt úr þess- um Islensku Gólanhæðum, sú lausn að bæta og laga umhverfið frá rótum (að maður nefni ekki þjóöfélagsgerðina) tekur of lang- an tima þegar manneskja er eins langt leidd og Beta er orðin. Ljósogskuggar Það er freistandi að leggja áherslu á dökku hliðarnar sem þessisaga lýsir, þær taka lesanda svo föstum tökum. En skuggi myndast ekki án ljóss og inn á milli getur jafnvel verið til „eitt- hvað sem heitir óskastund” (47). Það sem gleöur Betu mest er að hitta gamlar vinkonur sem búa alltof langt i burtu frá henni. Stundum er hún baráttuglöö og mælsk enda félagi I Rauösokka- hreyfingunni. Það er bara erfitt að berjast þegar maður nær aldrei að velta fyrir sér hver ó - vinur manns er og hvernig eigi að haga baráttunni gegn honum. Hún gerir grin að læknum sem ekkert vita hvað þeir eiga að segja við konu eins og hana og hlær að rökum þeirra gegn ófrjósemisaðgerð. Hún er fyrsta konan I íslenskum bókmenntum sem er óhrædd við að fara á túr! Stíll bókarinnar er oft hnyttinn og fyndinn þótt efnið sé svona sundurtætt I stuttar dagbókar- færslur — Beta getur tekið hressi- lega til orða um það sem veldur henni sárustum kvölum: „Mígreni er mitt fylleri, mánaðarleg útrás...” (22),enoft- ast er hún fyndin á kostnað einangrunar sinnar og skorts á einbeitingu sem þjakar mæður með ung börn: „Spurning dags- ins: (I strætó leið 12, á leið I Breiöholtiö) Veistu hver er fjár- málaráðherra Islands? Beta (31 árs húsmóðir): Ha, Guð, ji, ég sko man þaö ekki, ég bara, suss vertu kyrr krakki, reyndu að ná sæti aftast. Ég veit það, ég bara hef ekkert verið að hugsa um þaö sko!!!” (82). Eins og sjá má er það margt sem gerir þessa fyrstu skáldsögu Normu E. Samúelsdóttur for- vitnilega, þó er enn eitt ótalið. Hún er svo einlæg og sönn að hún á eflaust eftir að hvetja margar konur til þess aö fara að skrifa lika, og þaö er vel. Fílabeinsturn Birgis ísleifs Birgir Isleifur Gunnarsson b'er formlega séö einna mesta á- byrgö á þeim vonbrigðum sem Sjálfstæðismenn urðu fyrir i kosningunum. 1 grein i Morgun- blaðinu sl. laugardag reynir hann að klóra I bakkann og rétt- læta þá „leiftursókn” sem rann út I sandinn. I >greininni er m.a. að finna þessa fullyrðingu: „Aðalatriðiö er hinsvegar að með þessu markvissa starfi hefur Sjálf- stæðisf lokkurinn verulega treyst innviði sina, skýrt betur fyrir sjálfum sér og öðrum þann hugsjónagrundvöll sem flokkur- inn hvilir á og styrkt sig I mál- efnabaráttunni.” Þaö sem gleymdist Svo vel tókst aö skýra leiftur- sóknarstefnuna fyrir öðrum en flokkskjarnanum i Reykjavik að fólk snéri unnvörpum baki við Sjálfstæðisflokknum. Aö þvi Ieyti er fullyrðing Birgis Isleifs rétt. Hitt er aftur á móti undar- leg staðhæfing að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi styrkt innviöi sina. Hin nýja stefnumótun Sjálfstæöisflokksins hefur full- nægt þörfum nokkurra útópista frjálshyggjunnar I röðum Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna, sem hafa verið liprir aö beita penna á undanförnum árum, svo og kröfum Verslunarráðs Islands um algjört frelsi versl- unarauðmagnsins, en fullkom- lega hefur láðst að hyggja að hve samsettur Sjálfstæðisflokk- urinn er og taka tillit til þeirra byggöa-framkvæmda-rikisaf- skipta- og frjálslyndissjónar- miöa sem uppi eru i flokknum. Fulltrúar þeirra sjónarmiöa hika ekki við að fullyrða að nú ráði ferðinni I Sjálfstæðisflokkn- um óraunsæir „útópistar” I fé- lagi við öfgasinnaöa hægri- menn, „últra-konservativ”1 öfl. Munurinn á Geir og Birgi Ferill Birgis Isleifs Gunnars- sonar sjálfs er dæmigeröur fyrir hina nýju og óraunsæju forystu sem nú er aö taka viö Sjálfstæð- isflokknum. Uppalinn I Heim- dalli, Varðbergi og Félagi ungra Sjálfstæðismanna, læröur I lög- fræðideild, og otað fram sem verðandi forystumanni á borg- arstjórnarlista, borgarstjóri og siðan þingmaður Reykvikinga. Alveg eins og Geir, mætti segja. Þó er eitt úrslitaatriði hér sem greinir þá I sundur. Geir gékk sina hægu og hefð- bundnu braut til frama i Sjálf- stæöisflokknum meðan Sjálf- stæðisflokkurinn var meir.i- hlutaflokkur i höfuðborginni, og gat haldið andlitinu sem ábyrg- ur og stór valdaflokkur þótt hann dytti út úr landsstjórninni. Þegar sllkur hefðbundinn stjórnar- og meirihlutaflokkur missir valdastööu sina tapar hann lika fljótt fótfestu. Þab er gamalreynd saga I stjórn- málum hér og annars staðar. Meirihlutastrákur í pólitík Birgir ísl. Gunnarsson: iTPi I rslitm i Aljiinniskosninnun- urn iiiii siAusiu hclui urftu sjálf- suchisiiumniim vnnhrinfti. I*« aft flukkurinn Iwrtli vift sin alkvæð- um «r cinuni t>injrmanni. |>á vonuðusi sjálfsia-ðismimn oftir stHTri sinri. jufnvcl stórsijíri Að kosningum loknum (Jífurlen vinna var l«nð i að móta stcfnu flokksins i cfnu haKsmalum. Su vinna h«f>; |*«*^*- ar á haustmánuðum l'.'Ts «u >i«ð fram undir k«s!imuar l'ar !«uðii hnml a |>l«tfinn hinir fa,ru>iii scrfra-ðinuar i i-fnahai;>iiialiiit:. fulltrúar laun|>cna *'i; vmmr.cit cmla i flokknui.i >v« «>; >m>ir stjnrnmálamcnn Stcfnan þarf nánari útfuTslu. Arangurinn varð su stcfna. sem kvnnt var fyrir k«snini;ar Auðvitað ma dcila utu nufnitift eins «j; „leiftursnkn" «« visi cr. að um sumt er stefnan «fullk«m in «n |iarf nán;iri vinnslu «u útfaTslu, cnda hyu^isl hun að sumu leyti á málamiðlun milli ólikra hópa Aðalatriðið >*r hin> ve^ar að nieð jn*ssu markvissa starfi hefur Sjálfstæðisflukkur inn veruleya treyst innviði sina. skýrt hctur fyrir sjálfum scr «>; oörum |>ann huRsjóna>;runilv«ll. sem flnkkurinn hvílir á i>k styrkt sír i málefnaharáttunni L lljunt'umst viA að virka á mj«u marjra eins ojf Birgir Isleifur Gunnarsson er i raun persónugervingur meiri- hlutastráksins sem allt i einu þarf að heyja stjórnmálabar- áttu og gripur mikib fát þar sem hann á þvi ekki að venjast. Birgir Isleifur er fyrsti borgar- stjóri ihaldsins sem missir Reykjavikurborg úr klóm Sjálf- stæðisflokksins. Hann var siðan settur til þess að endurskoöa málefnagrund- völl Sjálfstæöisflokksins sam- kvæmt þeirri kenningu að ekki sé hægt að lifa á „glundroða- kenningunni” og óförum vinstri flokka endalaust. Viðmiöun Birgis ísleifs reyndist hinsvegar ærið þröng þegar til kastanna kom og „Endurreisn I anda frjálshyggju”, sem Sjálfstæðis- flokkurinn lagði fram I vor bar öll helstu einkenni „útópist- anna” i Sambandi ungra Sjálf- stæöismanna og „öfgasinnaðra hægri aflá” kringum Verslunar- ráöið og Vinnuveitendasam- bandið. Gluggað í Newsweek Tengslalausir menn láta sinn nánasta viömiðunarhóp gjarnan Einar Karl Haraldsson blekkja sig með skjalli til þess aö trúa þvi aö skoðanir tiltölu- legra fárra trúheitra manna endurspegli skoöanir fjöldans. Þannig fór fyrir Birgi Isleifi Gunnarssyni þegar hann las um „hrossaskammtinn” banda- riska i Newsweek, og snaraði honum I skyndi til þess að nota sem „Leiftursókn gegn verð- bólgu” og kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Jafnvel Jónas Haralz, sem ku hafa lagt i hugmyndasjóð „Endurreisnar i anda frálshyggju”,hefur visaö á bug hugmyndunum um að kveða niður verðbólgu i einu höggi, enda muni hún verða vandi vestrænna rikja um alla fyrirsjáanlega framtíð. Það sem vakti fyrir Birgi Isleifi og félögum var aö gefa hér allt frjálst i einni svipan og láta verðlag þjóta upp úr öllu valdi þar til kaupmáttur hefði rýrnað svo mjög, eftirspurn eftir vinnuafli orðið neikvæð og kreppan svo mögnuö, að verö- lag og verðbólga þrýstust niður á ný með afleiöingum sem eng- inn sér fyrir. Borginni tapað í annað sinn Þessi hráþýðing Reykjavlk- urklíkunnar á bandariska hrossaskammtinum I efnahags- málum hreif engan nema hana sjálfa og hefur örugglega ekki treyst innviðu Sjálfstæðis- flokksins. ótviræöasta afhroðiö beið leiftursókn Birgis Isleifs Gunnarssonar i höfuðborginni þar sem D-listinn koltapaði. Þeir stilltu upp 8. manni I bar- áttusætið en þaö var 5. maöur sem haföist inn. 1 annað sinn á tæpum tveimur árum er Birgir Isleifur Gunnarsson aðalmaður D-listans i að tapa Reykjavlk. Sjálfur bjargaði hann slnu skinni með þvi að ryðja i próf- kjöri burtu Ragnhildi Helga- dóttur úr öruggu sæti og rugla svo spilum að Ellert Schram varð aö fórna þingsæti sinu til þess að friða launamannaarm ihaldsins i Reykjavik. Eina nýja nafnið á D-listanum stuðlaði þvi að sundrunginni og átti stærstan þátt I tapinu meö at- höfnum sinum. Útópistar og öfgamenn Flótti Birgis Isleifs yfir I þing- liðiö sýnir að uppi eru efasemdir um aö Sjálfstæöisflokknum tak- ist ab endurheimta meirihluta i Reykjavik. Það hefði hann ekki gert með frammistöðunni 2. og 3. desember, hefði verið um borgarstjórnarkosningar að ræða. Þeir sem imugust hafa á áhrifavaldi ihaldsins i islensk- um stjórnmálum geta fagnað þvi að helsti hugmyndasmiður Sjálfstæðisflokksins, og hugsan- legur eftirmaður Geirs Hall- grimssonar, skuli vera þeirrar geröar að kunna best viö sig I filabeinsturni, og smiða Sjálf- stæðisflokknum stefnu i félagi við „útópista” og öfgasinnaba hægrimenn innan flokksins — stefnu sem er svo tengslalaus hjá alþýöu manna, að hún mun visa Sjálfstæöisflokknum á ó- æöri skör i islenskri pólitik. —ekh Hvers leitar ungur maður? Aðalsteinn Asberg Sigurðsson er ungur rithöfundur, 24 ára gamall, öi hefur þegar sent frá sér tvær Ijóðabækur og eina skáldsögu. — Ég er fæddur og uppalinn I Reykjadal 1 Þingeyjarsýslu, sagöi Aðalsteinn Asberg i samtali við blaðamann Þjóðvilj- ans. — Ég gekk i Verslunar- skólann I Reykjavik og lauk stúdentsprdfi þaðan, starfaði við blaðamennsku á Vikunni I tvö ár, en hef siðan stundað ritstörf nær eingöngu. Meðfram þeim hef ég dútlað nokkuð við brauöstrit eins og kallað er, en ég hef komist furðu vel af. — Núerhelst aö skiljaaðungir rithöfundar lepji flestir dauðann úr skel. Hvernig stendur á þvl aö þú ert svona brattur? — Ætli ég sé bara ekki svona sparsamur? Annars ég ég mjög bjartsýnn. Ég held að það sé hægt að lifa af ritstörfum á tslandi ef maður ætlar sér það. Hinsvegar er égekki gottdæmi, þar sem ég er einhleypur. Þriðja bók höfundarins, skáld- sagan „Ferð undir f jögur augu”, er nýlega komin út. Aður hafði hann sett saman ljóöabækurnar Osánarlendur (1977) og Förunótt (1978). Við beinum talinu að nýju bókinni. — Nafnið er mjög táknrænt fyrir efni bókarinnar. Hún er það sem ég vil kalla hugsanagangs- sögu, en samt er hún sett fram i þvi formi,að það má túlka hana á fleiri en einn veg. Sagan fjallar um það skeið þegar ungur maöur fer að hugsa i álvöru um lifiö og leita að sjálfum sér I tilverunni. Sagan gerist hér i Reykjavík og ytri timi hennar er einn vetur. Hinsvegar er sá timi afstæður eins og allur timi og það vikkar út söguna sjálfa. Sagan er öörum þræði hugsjónasaga, þ.e. byggist á spurningunni um það, að hverju ungt fólk leitar nú á timum, Jeit- inniað þvi hvaö er rétt og hvað er rangt. — Heimspekilegar vangavelt- ur? — Það má ef til vill segja það, en kannski er það svolitiö stórt upp i sig tekið. löllu falli er þetta þá aö megninu til byggt á minni eigin heimspeki. — Liggureinhver lausnfyrirl bókarlok? — Ég held aö lesendur verði aö finna það út sjálfir. Annars er slik lausn aldrei svo einföld að hún geti komið Ut úr bök, en kannski má finna vfsbendingu um einhverja lausn. — Er þetta raunsæissaga? — Þetta er saga sem vel má hugsa sér að geti gerst. Hún er mjög raunsæ en þó lika rómantisk, það fer bara eftir þvi hvorhliöin áhennierskoðuð. Hún er fjölþætt frá minum bæjardyr- um séð, en auðvitað ersaganallt- of skyld mér til að ég geti verið dómbær um hana. — Er sagan algjör hugarsmíð eða byggð á reynslu aö einhverju leyti? — Hún er hugarsmíö, byggð á reynslu. öll hugarsmlð sem ekki er byggð á reynslu er fölsk. — Hvenær var bókin skrifuð? — Ég byrjaöi á henni I fyrra- haust. Ég var þá i rúma tvo mánuöi á Orkneyjum, fór þangað gagngert til að skrifa þessa sögu, sem ég var búinn aö ganga með i nokkurn ti'ma, en ekki haft tíma til aðsetja á blað. Sagan er skrif- uö á 10 mánuðum, enda stutt. — Hvernig bjóstu á Orkneyj- um? — Ég ætlaöi fyrst að búa I Aðalsteinn / Asberg Sigurðsson rithöfundur hjólhýsi, en mér var svo kalt að ég flúði hjólhýsiö eftir nokkra daga. Ég fékk þá inni I húsi sem heitir Hvíta húsið. Þetta er nokk- uð frægt hús. Það er með elstu húsum þarna og sá sem byggði það var einn uppreisnarmann- anna á Bounty. Þarna varö grind- in af bókinni til, en öll eftirvinnan fór fram hér heima. — Er ekki mikill munur á að skrifa skáldsögu og ljóöabók? — Jú, þetta er allt önnur vinna. Ljóðin byggjast að meira eða minna leyti á innblæstri, en viö skáldsögu temja menn sér ákveöin vinnubrögð. Það er hægt aövinna að henni jafnt og þétt og þá er mjög mikilvægt að hafa nægan tima, þannig aö maður geti skrifaðþegarmaöurer I góðu stuði til þess, en sé ekki fastur i einhverju öðru. A Orkneyjum hafði ég mjög gott næði, var reyndar einn meö sjálfum mér allan timann. — Og þú ætlar að halda áfram að skrifa? — Já, ég er ákveöinn I þvi. Nú er I bigerö hjá mér önnur skáld- saga, en hún er rétt á byrjunar- stigi. Hún gæti hugsanlega verið fúllgerö eftir tvö ár, þaö fer allt eftir þeim tíma sem ég fæ. — Ertu staöráðinn I að gerast rithöfundur? — Já, þaö er nokkuð langt sið- an ég ákvað það. Allt mitt lif hef- ur stefnt aö þvi, án þess ég fengi ráðið þvi sjálfur. Þetta er ástriöa min, en ytri atvik þarf lika til. Það er eins og örlögin hagi þvi þannig, að ef ég ætla að opna aör- ar dyr, þá lokast þær aftur á mig. — eos „Eg held að það sé hægt að lifa af ritstörfum” i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.