Þjóðviljinn - 13.12.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 13. desember 1979.
Margar skemmtilegustu og beittustu
greinar og ræður Magnúsar Kjartans-
sonar frá siðustu þremur áratugum.
ómetanleg heimild um stjórnmálasögu
eftir strið og pólitiska hugsun og ritsnilld
eins helsta forustumanns islenskra sósíal-
ista.
Mál og menning 1^1
ja, hvur þremilliim.
C.I.A.
('KNTRAI. INTKI.I.KiKNCK AliKSO
HKAlXII ARTKKS
ll:l WATKRIiATK MANSIOVS RK HAIil) M. M\()N AVKV
fAedal efnis:
Sprengjan sem ekftiSfáaR
linymn tcrn>nsmi u lsl<ir^f*ft-^m Jrnriar ui>i>s/)rcii(iiutilr,r<)n) i ll\uítin
(>(./ rnt stillunruir r I,nx<
Ég er skynsajfihr anarkisti
Viötcil \ iö lUiiinítt, PHmJ nrrson. þrciiul mtinui'ximis
Peir berjcnf&*ié{á Hótel Borg
IUilli/cs:nftil^irmjit^itskii>tiiiii siiniin vn) ciitk>iiitislmiiiiuiuiiim
Aí HWi og mikilmennum
xcyir tru kyniuim sinurit ui (inn'riskiim hcritin
fyhirsWd^JmircyluioriiHiiu
>kkópefa kvikmyndud
urtsvnt unyt iolk
ATTENTION: DESTROV ('OMPLETKLV AKTKR l SE
...tímaritið Þremill
er komið á blaðsölustaði,
fullt af fróðlegum
skemmtilegheitum......
r
1
Verslunarhús Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli.
60 ára
Kaupfélag
Rangæinga
Gatna-
gerð og
bygg-
ingar
í Grindavík
Hinn 20. nóv. minntist Kf.
Rangæinga á Hvoisveili 60 ára
afmælis sins. Þann dag, áriö
1919, var stofnaö Kaupfélag
Hallgeirseyjar, en nafninu var
breytt 1948 viö sameiningu viö
Kf. Rangæinga eldra.
Stjórn félagsins minntist af-
mælisins meö sérstökum há-
tiöafundi, þar sem m.a. var á-
kveðið að gefa húsgögn til dval-
arheimilis aldraðra á Hellu og
til elliheimilisins á Hvolsvelli,
sem er i byggingu, að verðmæti
kr. 500 þús. til hvorrar stofnun-
ar. Einnig samþykkti stjórnin
stefnumarkandi ályktun, þar
sem kveðið er á um, að unniö
verði markvisst að þvi að auka
framleiðslu á ullar- og skinna-
vörum á vegum félagsins.
Stefnt verði að þvi að stækka
saumastofur og prjónastofu fé-
lagsins eins fljótt og við verði
komið, og ráðinn verði forstöðu-
maður til að hafa á hendi fram-
kvæmdastjórn fyrir ullar- og
skinnaiðnaðinn, undir yfirstjórn
kaupfélagsstjóra
Þá verði lögð áhersla á að
auka framleiðslu landbúnaðar-
véla á vegum félagsins, og bætt
verði aðstaða og húsakostur
fyrir vélsmiðju félagsins. Skor-
ar stjórnin á stjórn Byggðasjóðs
og aðrar lánastofnanir, sem til
greina koma, að lána fé til þess-
arar uppbyggingar, og til iðnað-
ar- og atvinnumála i Rangár-
vallasýslu. — mhg.
Mikið hefur veriö um fram-
kvæmdir á vegum Grindavikur-
bæjar i sumar, aö þvi er Suöur-
nesjatiöindi herma.
Má þar öðru fremur nefna
varanlega gatnagerð en nú hef-
ur oliumöl verið lögð á sjö götur,
alls um 2 km: Arnarhraun,
Borgarhraun, Staðarhraun,
Hvassahraun, Efstahraun,
Hafnargötu og Ægisgötu. Ætl-
unin er að leggja til viöbótar
malbik á um 500 m. Jafnhliða
þessum gatnaframkvæmdum
hefur verið unnið að frágangi
niðurfalla og lagfæringu á hol-
ræsum. Alls mun þetta koma til
með að kosta um 70 milj. kr.
Svo vill löngum fara hjá þeim
bæjarfélögum, sem stækka
mjög ört, að félagslegar fram-
kvæmdir ýmsar sitji á hakan-
um. tir þvi er nú nokkuð bætt á
þessu ári. Grindavikurbær hef-
ur nú t.d. látiö byggja átta
leiguibúðir, fest hafa verið kaup I
á húsnæði vegna handavinnu- |
kennslu og veitt fé til að undir- |
búa framkvæmdir við iþrótta- ■
húsbyggingu. Enn má nefna, að I
bærinn hefur veitt 2 milj. kr. til I
Sjómannastofunnar, 3 milj. kr. |
til félagsheimilisins Festi og 10 ■
milj. kr. til Grindavikurkirkju. I
— mhg. I
Sigurður Helgason skrifar:
Ættarhlaup í Kolbeins
staöahreppi
Þegar skrifa á fréttir frá liönu
sumri kemur litiö upp i hugann
annaö en haröindin, grasleysiö
og vonleysiö framundan. Þó er
þaö nú svo aö ljósir punktar
finnast ef grannt er skoöaö.
Sauðburðurinn gekk nokkuð
vel viðast hvar, vanhöld með
minnsta móti eins og vill verða.
þegar þurrkar eru um burðar-
timann. En vinnuálagið óvenju
mikið þar sem ekki var farið að
sleppa fé fyrr en um mánaða-
mót mai — júni, eða þegar hey
voru til þurrðar gengin.
Heyskapur hófst um 3—4 vik-
um seinna en i meðalári og mun
heyforði hafa verið 20—30%
minni að vöxtum en undanfarin
ár og þvi óhjákvæmileg einhver
bústofnsskerðing. Þó mun eng-
inn hætta búskap hér i sveit af
þessum sökum.
Siðastliðið sumar var suniar
mikilla hlaupa. Umf. Eldborg
tók þátt i landshlaupinu.
(Morgunblaðshlaupinu) og svo-
kölluðu Jökulhlaupi. Var hlaup-
ið úr Grundarfirði út fyrir Jök-
ul, inn Kerlingarskarð og i
Grundarfjörð.
Ættarmót Hliðarættarinnar
var haldið á sumrinu og i tilefni
hlaupaárs hljóp ættin frá
Lindartungu að Hlið. Þá hefur
það verið góð tilbreytni að
knattspyrnukappleikir hafa
verið háðir á vellinum við
Lindartungu. Þó mættu áhorf-
endur vera fleiri til að hvetja
sina menn.
Framkvæmdir hafa heldur
dregist saman. Þó hefur verið
byrjað á einum fjárhúsum, 500
kinda, og á ibúðarhúsi. Vega-
gerðin byggði upp 200 m spotta
af Heydalsvegi, sem hefur lent i
undandrætti undanfarin ár og er
vonast til að hann teppist siður
þar sem þetta var einn versti
Umsjón: Magnús H. Gíslasor
snjóakaflinn.
1 undirbúningi er stofnun
veiðifélags um vatnasvæði Haf-
'fjarðarár. Nefnd starfaði að þvl
máli i sumar. Lax-, silungs- og
selveiði var með minna móti.
Dilkar voru mun rýrari i
haust en i meðalári og afurða-
og tekjurýrnun þvi tilfinnanleg
hjá mörgum bændum.
(Heim.: Röðull)
Sig. Helgason.
Forfallaþjónusta í sveitum
Þann 11. okt. sl. var gefin út
reglugerð við lög um forfalla-
þjónustu i sveitum, sem sam-
þykkt voru á Alþingi á sl. vori.
Samkvæmt lögunum er bún-
aðarsamböndunum heimilt að
setja á stofn foríallaþjónustu
hverju á sinu svæði. Yfirstjórn-
in er i höndum Búnaðarfélags
Islands I umboði landbúnaðar-
ráðuneytisins. Búnaðarsam-
böndin hafa heimild til að ráða
tvo afleysingamenn fyrir hvei
150 sveitaheimili. Allir bændur
og þeir, sem veita búum for-
stöðu og makar þeirra eiga rétt
á aðstoð, ef þeir hafa meiri
hluta tekna sinna af landbúnaði.
Ef tekjur af landbúnaði eru
minni en 20% af heildartekjum
þá hefur viðkomandi ekki rétt á
aðstoð án endurgjalds.
Kostnaður Búnaðarsamband-
anna við stjórnun og skipulagn-
ingu á forfallaþjónustunni
greiðist úr rikissjóði, svo og
kaup afleysingamanna. Ef
vinnutimi afleysingamanna fer
yfir 40 klst. á viku, greiöast þeir
timar af viðkomandi bónda.
Gert er ráð fyrir að afleysinga-
fólkið fái fritt fæði og húsnæði
þar sem það er að störfum á
hverjum tima. Hámarkstimi,
sem bóndi getur haft afleys-
ingamann án greiðslu miðað við
40 stunda vinnuviku eru 24 dag-
ar á ári.
Forfalla- og afleysingaþjón-
ustu i sveitum er einungis ætlað
að veita timabundna vinnuað-
stoð við nauðsynleg bús- og
heimilisstörf þegar veikindi,
slys eða önnur forföll ber að
höndum, þannig að þeir, sem
veita búi eða heimili forstöðu,
geti ekki sinnt sinum daglegu
störfum.
I fjárlögum, sem lögð voru
fram á Alþingi i haust, var gert
ráð fyrir að starfsemin hæfist á
næsta ári.