Þjóðviljinn - 13.12.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Avarp forseta íslands við setningu Alþingis:
Þjóðin bíður með óþreyju
Nauðsynlegt að
mynda
þingrœðislega
ríkisstjórn innan
skynsamlegra
tímamarka
Það þing.sem nú hefur verið
sett, kemur saman við mjög
óvenjulegar kringumstæður. Að
baki eru alþingiskosningar, sem
hvað ársti'mann varðar eru eins-
dæmi i' sögu Alþingis. Framundan
er fagnaðarhátið jólanna þegar
vér öll vörpum af oss hinum dag-
legu byrðum til þess að gleðjast
og meðal annars þakka forsjón-
inni að þjóð vor skuli tilheyra hin-
um kristna heimi. En það liggur i
augum uppi, að skammt hlýtur að
verða milli þingsetningar og
þinghlés sem ekki verður á svip-
stundu sagt hve lengi muni
standa. Blessuð jólin munu sem
sagt setja strik i reikning Al-
þingis. Ollum er kunnugt að þjóð-
in býr nú við rikisstjórn sem er
starfestjórn með þá takmörkuðu
möguleika til að taka á málum
sem slikum stjórnum er áskapað.
En þau vandamál, sem biða þess
að á þeim sé tekið, eru mikil og
mörg, eins og lýst hefur verið á
ærið mörgum ræðustólum um
land allt að undanförnu. Og enn
munu þau biða um nokkurn tima,
eða þangað til Alþingi hefur leyst
þann vanda af höndum að koma
sér saman um þingræðislega
rikisstjórn, sem með fullri getu
og fullri ábyrgð getur lagt gjörva
hönd á þau brennandi úrlausnar-
efni, sem eru i verkahring full-
gildrar rikisstjórnar og ekki er á
neins annars færi að fást við.
Þjóðin hefur kjörið yður, góðir
alþingismenn, til að taka sæti á
Alþingi, og þar með falið yður
forsjá málefna sinna á hendur.
Hún hefur kosið si'na gamal-
reyndu stjórnmálaflokka og að
þessu sinni sýnt þeim öllum til-
tölulega jafnari trúnað en stund-
um áður. Enginn þeirra getur
með sanni sagt sem flokkur, að
honum hafi verið hafnað og hann
þar með leystur undan ábyrgð.
Og hún hefur kosið jöfnum hönd-
um þrautreynda þingmenn og
nýliða sem hún treystir vegna
fyrri starfa þeirra. Þér hafið boð-
ið yður fram til þessara
ábyrgðarstarfa, og þjóðin hefur
tekið boði yðar.
Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn,lagði 1 þingsetningarræðu sinni áherslu á að samstaða þyrfti að
nást um myndun þingræðislegrar stjórnar og ekki mætti reyna um of á langlundargeð almennings.
Ljósm. eik.
Ég leyfi mér að fara með þessi
orð á þessari stundu, þótt einhver
kunni að kalla þau sjálfsagða
hluti, vegna þess að mér virðist
það brýnni nauðsyn nú en oftast
endranær, andspænis öllum al-
menningi i landinu, að Alþingi
beri gæfu til að láta ekki dragast
úr hófi fram að mynda starfhæfa
þingræðislega rikisstjórn. Hvort
tveggja er, að vandamál biða úr-
lausnar, þótt þau þoli illa biðina,
ogalmenningur sem er nýkominn
frá kjörborði vill ekki láta reyna
um ofá langlundargerð sitt. Þjóð-
in mun eiga bágt með að skilja
hvers vegna hún gengur til kosn-
inga hvað eftir annað með stuttu
millibili og þurfisvo að horfa upp
a það langtimum saman, að þeir
menn og þeir flokkar sem hún
hefur veitt umboð sitt geti ekki
náð þeirri samstöðu sem
nauðsynleg er, eftir einhverri
þeirra leiða sem þó eru mögu-
legar samkvæmt þingræðislegum
reglum. Ég held að hugsanir i
þessa átt séu mjög ofarlega i
mönnum þessa dagana og ég get
vel skilið það. Og þetta segi ég
eins fyrir þvi þótt öllum megi
ljóst vera — og er ljóst — að lýð-
ræðis-og þingræðislegar leikregl-
ur verða að hafa sinn gang og það
tekur óhjákvæmilega sinn tima.
Égvonast til þess að menn skilji
orð minrétt eins og þau eru hugs-
uð og töluð, sem hógvær
varnaðarorð, þvi að ég met störf
stjórnmálamanna mikils og mér
er annt um veg Alþingis.
A þingsetningardegi beina
hugsandi menn athygli að Alþingi
öðrum dögum fremurog leiða sér
i hug störf þess og stöðu með
þjóðinni. Ég held að það sé mikill
misskilningur að stjórnmála-
áhugi sé litill hér á landi. Þvert á
móti er fylgst af lifandi áhuga
með þvi sem i þjóðmálum gerist,
og það mega kosningarnar eiga,
með öllum si'num umsvifum, að
þær glæða þennan áhuga. Og
þjóðmálin og umræða um þau
kristallast að lokum beint eða
óbeint innan veggja þessa húss, i
orðum og ákvörðunum Alþingis.
Eghef oft látiðþá skoðun i ljós, að
þvi sé ranglega haldið fram að
þorri manna beri litla virðingu
fyrir Alþingi og þeim mönnum
sem það skipa. Mér hefur stund-
um fundist einsog einhver vél
væri i gangi til að ala á þessu. En
þetta er að minni hyggju rangt,
og visast mættifæra sönnur á það
meðáþreifanlegumdæmum. Sem
betur fer er þjóð vor ekki svo
hamingjusnauð að hún viti ekki
hvað hún á þar sem Alþingi er, og
er hitt allt annað mál þótt menn
kunni að verða óþreyjufullir ef Ur
hófi fram seint gengur að koma
þvi i' framkvæmd sem þó verður
að gerast. Ef til vill eru mjög
langdregnar stjórnarmyndunar-
viðræður það sem einna mest
reynir á þolinmasði fólks og vinn-
ur áliti Alþingis mest tjón. Ég er
sannfærður um að allur þorri
manna biður þess með talsverðri
óþreyju að mynduð verði þing-
ræðisleg rikisstjórn, vitaskuld
innan þeirra timamarka, sem all-
ir vitibornir menn skilja að ekki
geta orðið mjög þröng, eins og
flokkaskipting er nú og málefni
flókin og erfið viðfangs, og þetta
vil ég taka skýrt fram.
Ég býð yður öll velkomin til
þings, yður sem hér eruð heima-
vön, og yður sem nú gangið i
þingsali i fyrsta sinn og munuð
þvief til vill lengi minnast þessa
dags. Ég óska yður öllum vel-
farnaðar i störfum yðar.
Að svo mæltu bið ég þingheim
aö minnast fósturjarðarinnar
með þvi' að risa úr sætum.
Meinuö landganga í_ Bandaríkjununy
Þátttakan í fundi
SHA ástædan?
i Þjóðviljanum i gær var það
haft eftir starfsmanni bantlariska
sendiráðsins hér, að Njáll
Ounnarsson, 2. stýrimaöur á m.s.
Bakkafossi, heföi verið sviptur
landgöngulevfi i Bandarikjunum
á þeirri forsendu, aö hann heföi
veriö i f ramboðifyrir Fylkinguna
lil alþingiskosninga árið 1974.
Eitthvað virðist nU bogið við
þessa skýringu. Njáll Gunnarsson
hefur verið skráður á skip hjá
Eimskip síðan 25. desember 1978
og hefur þvi i tæpt ár siglt á
bandariskar hafnir. Engin at-
hugasemd var gerð við þessar
ferðir hans fyrr en nú. Framboð
nans við kosningarnar fyrir f imm
árum virtist ekki vera neinn
Þrándur i götu i fyrra, þegar
hann hóf siglingarnar.
Það fer ekki hjá þvi að manni
l'innist sem raunverulega ástæð-
an hljóti að vera önnur. Varla
getur bandarisk skriffinnska ver-
ið svo þung i vöfum að upplýsing-
ar séu fimm ár á leiðinni Ur is-
lenskum dagblöðum inná spjald-
skrár sendiráðsins við Laufás-
veg? Ætli það sé ekki sennilegra
að einhver „óbreyttur borgari
sem af tilviljun átti leið hjá” hafi
verið á ferli með myndavél inni
við Sundahöfn haustdaginn sem
útifundur herstöðvaandstæðinga
var haldinn þar og frægt er orð-
ið? Einsog fram hefur komið i
Þjóðviljanum var Njáll á þeim
i'undi.
Einhver kann að spyrja, hvað
starfsmanni bandariska sendi-
ráðsins gangi til með að gefa upp
ranga ástæðu fyrir sviptingu
landgönguleyfisins. Þvi er tiltölu-
lega auðsvarað: samkvæmt
bandariskum lögum má tak-
marka ferðafrelsi manna sem eru
meðlimir kommUnistaflokka. En
það stendurhvergi að leyfilegt sé
að njósna um þátttöku manna i
útifundum. — ih
r
Krakkar — Krakkar!
Nú eru komnar tvær bækur um Emil í Kattholti
Seinni bókin heitirNý skammarstrík Emils I Kattholti.
Hún segir fyrst frá þvi þegar Emil hellti blóðgumsinu
yfir pabba sinn. Siðan tekur eitt skammarstrikið við af
öðru og i lokin er sagt frá þvi þegar hann veiddi vondu
ráðskuna á fátækrahæiinu í úlfagryfjuna sína.
Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi báðar badcurnar.
Mál og menning tjSjl