Þjóðviljinn - 14.12.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.12.1979, Blaðsíða 3
Hljómplata frá Fílharmóníu i minningu dr. Roberts A. Ottóssonar (Jt er komin ný htjómplata þar sem dr. Róbert A. Ottósson stjórnar þáttum úr þýskri sálu- messu eftir Jóhannes Brahms og þáttum úr Messias eftir Handel. Flytjendur eru Söngsveitin Fíiharmónia og Sinfóniuhljóm- sveit tslands ásamt einsöngvur- unum Guömundi Jónssyni og Hönnur Bjarnadóttur. Hljómplatan er gefin út af Söngsveitinni Filharmóniu i minningu dr. Róberts og ritar Jón Þórarinsson grein um hann og störf hans i þágu islenskrar tón- menningar á plötuumslagið. Allir aðilar hafa gefið framlag sitt til þess að platan mætti verða til og verður ágóða af henni varið i minningu dr. Róberts. Sálumessa Brahms var hljóð- rituð á tónleikum 1966 en Messias i desember 1973 og var það i sið- asta skipti sem dr. Róbert stóð á hljómsveitarpalli, en hann lést I marsmánuði 1974. Söngsveitin Filharmónia hóf sitt tuttugasta starfsár s.l. vor og verður afmælisins minnst með hátlðartónleikum 24. mars á næsta ári, en þá verður flutt sálu- messa Brahms. Stjórnandi Söng- sveitarinnar er nú Marteinn H. Friðriksson en formaður hennar Guðmundur Orn Ragnarsson. Fyrrum kórfélagar geta fengið plötuna á félagsverði i pöntunar- simum 27787 og 74135. Róbert A. Ottósson. Myndin var tekin á æfingu meö Fflharmönlu á sinum tima. Lítfræðifélag íslands stofnað Á ráöstefnu, sem haldin var á vegum Lifíræðistofnunar Háskól- ans 9.-10. desember sl., var stofnaö Liffræöifélag íslands. Markmiö félagsins er aö efia þekkingu i llffræöi og auðvelda samskipti milli islenskra liffræö- inga innbyrðis og milli þeirra og erlendra starfsfélaga. Félagar geta allir þeir orðið sem áhuga hafa á liffraeði og vilja stuðla að framgangi hennar. Ráð- stefnudagana skráðu sig i félagið um 100 manns, en islenskir lif- fræðingar munu nú vera eitthvað á þriðja hundrað talsins. Stjórn félagsins skipa: Agnar Ingólfson, Líffræðistofnun Há- skólans, formaður. Ritari: Sigriður Guðmundsdóttir, Rann- sóknastofnun Háskólans i veiru- fræði,og gjaldkeri: Stefán Aðal- steinsson, Rannsóknastofnun Landbúnaðarins. Föstudagur 14. desember 1979. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3 Setiö aö kaffi og kræsingum hjá Sjálfsbjörg. — Mvnd: —eik Þýdingaraiikid skref í þágu fatlaöra Reykjavíkurborg afhendir Ferðaþjónustu fatlaðra tvo nýja bíla — Tilefni þess að við erum hér saman komin er það, að nii um siðustu mánaðamót var tekin i notkun hin fyrri þeirra bifreiða, sem Reykjavikurborg hefur keypt handa Feröaþjónustu fatl- aðra. Hin siðari verður tekin i notkun i byrjun næsta árs. Svo mælti Theodór A. Jónsson, formaður Landssambands fatl- aðra, á fundi með borgarráðs- mönnum, nefnd þeirri, sem með framkvæmd málsins hafði að gera af hálfu borgarinnar, og fréttamönnum i gær. Theodór sagði að Ferða- þjónusta fatlaðra á vegum Reykjavikurborgar hefði byrjað 9. jan. i fyrra með notkun bils, er Kiwanisklúbbarnir i Reykjavik og nágrenni gáfu Sjálfsbjörg. Hér væri stigið mikilsvert skref til aðstoðar fötluðum, sem m.a. auð- veldaði þeim mjög að stunda vinnu út um borgina og væri ferðum hagaðmeð hliðsjónaf þvi. Þakkaði hann Reykjavíkurborg þetta framtak, sem kæmi þeim best, sem mest þyrftu þess með. Albert Guðmundsson borgar- fulltrúi gat þess, að ein 5 ár væru liðin siðan hann braut upp á þessu máli i borgarráði,en það, sem nú reið baggamuninn,var þrýstingur frá þeim, sem þjónustunnar eiga að njóta. Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, sagði borgarfull- trúa ekki oft verða þess vara að jafn litil upphæð og þarna væri um að ræða hefði jafn skjót og gagngeráhrif tilúrbóta. ,,Og um það olli miklu sá þungi, sem þið lögðuð á þetta mál i fyrra með hinni fjölmennu göngu að Kjar- valsstöðum”,sagði Sigurjón. Hún opnaði augu margra fyrir nauðsyn þessa máls. En þó að hér væri vel af stað farið þá væri þetta þó ekki nema einn áfangi af mörgum i átt til þess að jafna að- stöðu fatlaðs fólks og hinna, sem heilir væru. Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri.kvað nefnd þá, er að þessu máli vann á vegum borg- arinnar,hafa verið ákaflega sam- henta. Færði hann Eiriki Asgeirs- syni þakkir fyrir góða skipulagn- ingu á ferðunum og Gisla Krist- jánssyni fyrir hugvitssemi hans við útbúnað bllanna, sem um sumt væri mun fullkomnari en annarsstaðar gerðist. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.