Þjóðviljinn - 14.12.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.12.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. desember 1979. Jónsson Minning Magnús £. 18. nóvember 1938 d. 2. desember 1979 Litilli nýlendu islenskra náms- manna i Moskvu þótti þaö strax góður liðsauki þegar Magnús Jónsson kom austur þangað til að leggja stund á kvikmyndagerð. Hann var hress og hugmyndarik- ur, forvitinn og örlátur, hafði með öðrum orðum til að bera marga þá kosti sem best máttu prýða ungan mann á listabraut og um leið þá kosti sem mikils eru viröi i nábýli og vináttu. Magnús var nokkuð yngri, hann var að byrja göngu sina á nýjum slóðum, ég var á heimleið innan tiöar. En einhvernveginn fór það svo, að við vöndumst snemma á að bera saman bækur okkar, gleðiefniog áhyggjur. Einföldust skýring á þvi er kannski sú, að mér fór sem öörum sem fundu, hve blessunarlega laus Magnús var undan þeirri synd að vera leiðinlegur. Þar fyrir utan mátti sá maður vera næsta forpokaður sem ekki hreifst af hugarflugi Magnúsar, sem átti stundum skammt upp i skýjaborgir, af lifandi áhuga hans á listum, á fólki, á sósialisma. Nú er hægur vandi að segja sem svo, að hjá Magnúsi Jónssyni hafi ekki ævinlega farið saman kapp og forsjá. En þetta var ekki sist tengt þvi, hve mjög þeir menn sem vilja stunda kvikmyndalist eru bundnir af aðstæöum, einkum fjárhagslegum, sem þeir ekki ráða sjálfir. Þetta kom strax fram við gerð kvikmynda sem Magnús vann að i námi sinu hjá þekktum meistara heimildar- mynda, Homan Karmen. Ég man eftir einu bráöskemmtilegu hand- riti sem hann hafði leyft mér að fylgjast með meðan það var i smiðum. Kvikmyndin átti að vera ljóðræn stúdia um timann, eins og hann fær sér sýnilega staðfestu i ýmsum mannanna verkum. Handritið gerði ráö fyrir allmikl- um aðdráttum fanga, svo miklum að skólinn vildi ekki samþykkja kostnaöinn, og þaö varð að skera niður og breyta og hugmyndin góða fölnaði i þessu bókhaldi. Sem vonlegt var gerði Magnús ýmist að reiðast heiftarlega eða skopast að þessu striði, og samdi svo nýtt handrit um aðra hug- mynd. Þetta óbrúaða bil milli skemmtilegra hugmynda og fjár- hagslegra möguleika sat lika fyrir Magnúsi þegar hann kom heim, sem og öðrum af hans kynslóð — og enn eru þau mál öll i skötuliki. Engu að sfður gerði Magnús ýmsa hluti skemmtilega og hugvitsamlega i kvikmyndum sem gefa margt til kynna um þá gáfu sem hann átti. Hann skrifaöi lika leikrit sem gerðu meira en að lofa góöu, og hann vann mikið við leikstjórn. Það var mest fyrir norðan og annarsstaðar úti á landi, en feginn er ég að hafa verið svo heppinn að sjá vandaða sýningu hans á Túskildingsóperu Brechts hjá Leikfélagi Akureyrar, en Brecht átti um margt vel við listræna skapsmuni Magnúsar. Magnús kom reyndar viða við sögu á skammri ævi. Einn vetur sat hann með illa brotinn fót i litilli kompu hjá okk- ur hjónatetrum og ritstýrði skop- blaði, sem var mikil þörf fyrir þá ekki siður en nú. Hann reyndist lika drjúgur liðsmaöur og úr- ræöagóður i blaöámennsku hér á Þjóðviljanum. En hvort sem við dveljum leng- ur eða skemur við áhugamál Magnúsar Jónssonar og verk hans, þá skiptir það mestu að hann var einn þeirra sem gera til- veruna litrikari og hlýlegri. Hann kom i heimsókn siðasta afmælis- daginn sinn, átjánda nóvember. Það var ánægjuleg stund, Magnús virtist hafa náð sér allvel eftir hjartaáfallið i fyrra, hann var að ljúka sálfræðinámi sem hann hafði mikinn áhuga á, var að svipast um eftir starfi. Hann virtist hafa fundið sér vettvang sem ætti vel við skapferli hans og þann þroska sem hann hafði eignast og mörgu til hætt. Við rifjuðum upp gömul gamanmál okkar; eitt var það að við skyld- um skrifa hvor um annan minn- ingargrein og leiðrétta hvor hjá öðrum og koma svo i veg fyrir misskilning og vitleysur. Alvara ~ dauðans setti strik yfir þennan gamla barnaskap okkar fyrr en okkur varði. Ef ég þyrfti að selja Ukklæði þá myndi enginn deyja á meðan sagði Abraham ben Ezra, samtiðarmaður Ara fróða. Einhverra hluta vegna hafa þessi orð leitaö á hugann eftir aö ég spurði andlát Magnúsar Jónsson- ar. Viö öll kveðjum góðan vin með þakklæti og sendum innilegar samúðarkveöjur börnum hans og aðstandendum öllum. Arni Bergmann. Magniis Jónsson var nýlega orðinn 41 árs, er hann lést hinn 2. desember s.l. i Carbondale, Illi- nois, Bandarikjunum, þar sem hann var aö ljilka framhaldsnámi i sálarfræði. Banamein hans var kransæðastifla. Foreldrar hans eru bæði látin, móðir hans Ragnheiður Möller i janúar á þessu ári og faðir hans Jón Magnússon fréttastjóri fyrir nokkrum árum. MagnUs var mjög góðum gáfum gæddur og hannhlakkaði mikið til aðfara að vinna aö námi loknu. Fyrir einu ári veiktist hann mjög aivarlega af völdum þessa sjúkdóms en virtist vera á batavegi, en slikt hefur þó aðeins verið tfmabundið. MagnUs stundaði nám i kvik- myndagerö i Moskvu, eftir stúd- entspróf 1958) og lauk prófi i kvikmyndaleikstjórn 1964. Siðan kom hann heim og stundaöi leik- stjórnog leikhússtjóri var hann á Akureyri i tvö ár. Hann samdi nokkur leikrit og gerði kvikmynd- ir. Elsku frændi minn, i návist þinni var maður umvafinn eitthvað svo mikilli hlýju og glaðlyndi, og aldrei man ég eftir þvi aö þú hafir nokkru sinni lagt nokkrum manni annað en gott eitt til. Langt er nú siöan Þormóðsslysið varö.en aldrei hefi ég gleymt þvi þegar ég kom hingað suður og þú þá ný- legaorðinn 5 ára. ÞU sást að eitt- hvað mikið var að, faðmaðir mig að þér, lagðir litlu handleggina um háls mér og sagöir: „Þegar ég verð stór skal ég ná i manninn þinn niður i sjóinn fyrir þig.” Þaö einkenndi þig strax bjartsýnin og hjartagæskan. Ég samhryggist inniiega börn- unum þinum fjórum.sem þú áttir með fyrri konu þinni Kurigei Alexöndru frá Sovétrikjunum . Einnig samhryggist ég innilega seinni konu þinni Renötu Krist- jánsdóttur frá Akureyri og bræðr- um þinum tveim Friðrik Páli og Hrafni Eðvald. Að verða gamall er ekki erfitt fyrir þá sem halda heilsu; erfiö- ara er aö sjá aö baki vinum og vandamönnum. Allt i einu er öllu lokiö, ég bið þérguðs blessunar hinum megin. Hanna frænka. Magnús Jónsson, rithöfundur og leikstjóri, er kvaddur i dag. Hann var mikill vinur okkar hjóna frá æskudögum til hinstu stundar. Ég minnist þess vel, þegar nemendur i 10 ára bekk A voru samankomnir i stofu sinni i Laugarnesskóla haustið 1948, að skólastjóri kvaddi dyra og leiddi inn i stofuna dökkhærðan, tá- grannan pilt, sem haltraöi til sæt- is með járnspengdan fót. Hann var bersýnilega mjög hlé- drægur og hafði sig litt i frammi, en varla gat það dulist, aö hann varkáturihjarta.Hannhafði lika ástæðu til þess. Þetta vorufyrstu spor hans á reglulegri skóla- göngu. Magnús lá rúmfastur mestöll bernskuár sin. Þaö voru löng ár og erfiö. En hann fékk máttinn aftur,og þótthannværi ekki snar i snúningum var hann þó loksins kominn i félagahóp. Magnús þurfti þó ekki lengi að vera eftirbátur annarra. Fáum árum siðar var hann orðinn flest- um okkur fremri að lifa lifinu með ánægjubros á vör. Hann var næmur og örgeðja, heimspeki- lega sinnaður og viðlesinn i' bók- menntum þjóðarinnar frá ungum aldri. Snemma hófust harðar deilur um stjórnmál í bekk okkar Magnúsar. Þær deilur hafastaðið nokkurn veginn óslitið fram á þennan dag, og tókust þar ýmsir á, sem enn eru á kafi i pólitfk. Við Magnús snerum bökum saman frá fyrstu tið, báðir ein- dregnir sósíalistar og andstæð- ingar erlendrar hersetu. Við studdum Þjóðvarnarflokkinn i kosningunum 1953. En þar sem við vorum aðeins 14 ára gamlir, fengum við ekki inngöngu i Félag ungra þjóðvarnarmanna. Hins vegar vantaði aldursskilyrðin i sjálf flokkslögin og gat þvi ekkert hindrað okkur að komast þar á bekk. Magnús varð siðar skeleggur baráttumaður i sósialiskri hreyf- ingu og öll hans verk voru mörkuð af lifsskoðun hans. Að stúdentsprófi ioknu fór Magnús til náms i kvikmynda- gerð i Moskvu. Þá hófst nýr kapituli i ævi hans með mörgum sögulegum ævintýrum. í Moskvu kynntist hann fyrri konu sinni, Alexöndru Kuregei, leikkonu og söngkonu,ogeignuðust þau fjögur börn: Sunnu, Jón, Ara og Ragnar. Við Magnús og Hallveig kona min höfðum verið I sameiginleg- um vinahópi frá menntaskólaár- um. Hallveig var siðan samtima þeim Magnúsi og Kuregei við nám i Moskvu. Moskvudvölin tengdi þau og okkur öll nánum vinaböndum. Að námi loknu vann Magnús að kvikmyndagerð og leikstjórn i Reykjavík og skrifaði fyrstu meiri háttar verk sin, „Leikritið um frjálst framtak Steinars Ölafssonar i veröldinni”, ,,Ég er afi minn” og „Skeggjaður eng- ill”. Magnús var ágætur blaðamað- ur og spreytti sig á ýmsum hlið- um blaðamennskunnar á þessum árum. Frá unga aldri hafði hann ritstýrt blöðum, og um skeiö var hann blaðamaður á Þjóöviljan- um. Arið 1964 gerði hann meðal annarra tilraun til að endurreisa „Spegilinn” oggaf Utog ritstýrði skopblaðinu „Gosa”sem kom Uti um það bil eitt ár. Haustið 1971 fluttu þau hjón til Akureyrar og Magnús tók að sér leikhússtjórn en Kuregei kenndi látbragðslist og sá um búninga. Þetta var timi skapandi starfs, þar sem frábærir leikstjórnar- hæfileikar Magnúsar nutu sin af- ar vel, en allt of stutt. A þessum árum gerði Magnús einnig nokkr- ar kvikmyndir, þar á meðal af- bragðsgóöa heimildarkvikmynd um landhelgismálið 1972, sem hann nefndi „240 fiskar fyrir kú” Auglýsingasimiim er 81333 DlOÐVIUINN og myndina um fjallkonuna, sem gerð var í tilefni af þjóðhátið 1974, „Ern eftir aldri”. Þessi mynd einkenndist af hvassri ádeilu og þar birtist still Magnúsar i hnot- skurn: knappur texti, oft töl- fræöilegarupplýsingar,sem hann tefldi fram á móti myndefninu. Með þess háttar andstæðum i mynd og texta tókst honum að af- hjúpa margan fáránleikann. Myndin fékkst ekki sýnd i sjón- varpinu. Þau hjónin fluttu aftur til Reykjavikur 1973, en slitu sam- vistum sumarið 1974. Magnúsvar leitandi i þessorðs fyllstu merkingu. Þrátt fyrir merkan árangur i'leikritagerð og leikstjórnleitaði hugurinn til ann- arra átta, — þó var það ekki vegna þess að hann væri i ósátt við það lifestarf, sem hann haföi valiðsér. Einhver innri þörf hratt honum hálffertugum til að hefja nám að nýju, þrátt fyrir þá erfiö- leika, sem þvi hlutu að fýlgja, og hann hóf nám i sálfræði viö Há- skóla Islands haustið 1974. Þar var liklega á ferðinni gamall draumur frá æskuárum. Með þessari djörfu ákvörðun Magnúsar urðu mikil þáttaskil i lifi hans. Hann varð nú að sam- eina brauðstrit og langt og tima- frdct nám, en leiklistin vék i skuggann. Þessi óvænta stefnu- breyting á lifsferli MagnUsar virtist þó magna starfsorku hans um alian helming. Honum sóttist námið með undraverðum hraöa miðað við allar aðstæður. Hin nýju viðfangsefni áttu hug hans allan og höfðu veruleg áhrif á persónuleika hans og starfsstil. Listamaðurinn vék sæti fyrir verðandi visindamanni. Við sem þekktum veikindi hans i æsku og takmarkað þrek fyrr á árum undruðumst stórlega hvilikur kynngikraftur bjó með honum á þessum síðustu æviárum hans ásamt stefnufestu og mikl- um sjálfsaga sem ekki var alltaf hans sterka hlið áður fyrr. A þessum timamótum kvæntist Magnús siðari konu sinni, Renötu Kristjánsdóttur. Haustið 1978 heldur Magnús til Bandarikjanna til framhaldsnáms að loknu prófi i sálfræði við Háskóla tslands. Hann ætlaði að afla sér sérmennt- unar á skömmum tima i ráð- gjafarsálfræði. Hann stundaði námið af einstöku kappi, eins og oft er um menn, sem eru seinir til að finna lifi sinu farveg. En lik- lega færðist hann of mikið i fang. t desemberbyrjun fékk hann kransæöastiflu, sennilega af völdum margra mánaða þreytu og streitu. A skammri stundu höfðu aðstæður gerbreyst. Hjarta hans var illa fariö og vann aðeins með hálfum afköstum. Við svo búið hefði margur maðurinn lagt árar ibát. Magnús vissi lika vel, að undir þessum kringumstæðum heföi háttur hygginna manna verið að taka sér langa hvild og endurskipu- leggja lif sitt miöað viö breyttar forsendur. En hann hafði ekki skap til þess. Honum var ljóst, að undan- hald var sama og ósigur. Einn helsti sérfræðingur tslendinga i hjartasjiíkdómum, góður vinur okkar hjóna, kynnti sér aöstæður Magnúsar eftir þetta fyrsta áfall ogtaldi einsýnt miðaö við sjúkra- skýrslur, aö hann hefði ekki þrek til annars en að safna kröftum á sjúkraheimili fyrst um sinn. En Magnús hóf aftur nám af fullum krafti, eins og fátthefði i skorist. Að visu fór hann fyllilega að læknisráðum og hliföi sér eftir bestu getu, varaðist likamleg átök, en hélt þó fullum hraða i námi sínu. Hann sá hætturnar á báðar hendur, en hræddist þó meira þá hættu, sem uppgjöfinni fylgir. Hann tefldi skynsamlega en djarft. MagnUs var með afbrigðum lifsglaður og skemmtilegur maður, svo að seint gleymist þeim, sem hann þekktu. MagnUs vinur okkar ber nú ekki framar að dyrum á Kleppsvegi 14 og hrópar: „Hér sé guð”. En sá and- blær sem fylgdi honum inn Ur dyrunum verður eftir i okkar húsi. Það ér gott til þess að vita, að Renata kona hans var komin til hans og var hjá honum, þegar dauðinn kvaddi dyra 2. desember s.l. i Carbondale i Bandarikjun- um. Við hjónin sendum eiginkonu Magnúsar, börnum og öðrum ást- vinum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ragnar Arnalds Magnús Jónsson var skáldið og fagurkerinn i hópi okkar mann- kynsfrelsaranna, sem hvað mest héldum hópinn á unglings- og menntaskólaárum. Gáfnafar hans einkenndist af næmleika fyrir hugmyndum og karakter^ hann var rómantískur, hug- kvæmur og frumlegur. Hann var lika lifsnautna- og gleðimaður, en ekki að sama skapi þrekmikill eða úthaldsgóður . Jóhann Sigurjónsson hefur löngum verið minn maður meöal skálda. Skáldskapur hans er ekki mikill að vöxtum, en ljóðperlur hans eru fullkomnir dýrgripir að formi og hugsun. Og persóna skáldsins og ævi var öll i merki heillandi skáldskapar. MagnUs vinur minn Jónsson minnti mig löngum á þetta eftirlætisskáld mitt. Hann var svipaðrar gerðar. Ogeins og skáldiö er hann nú fall- innfrá á unga aldri — fráhálfkör- uðum yrkisefnum. Sú vinátta, sem menn bindast á unglingsárum, rofnar ekki, þótt fundum beri sjaldan saman og viðfangsefnin séu ólik. Þannig var það meö okkur Magnús. En þá sjaldan að við hittumst á förn- um vegi hin siðari ár, voru það ævinlega fagnaðarfundir. Við höfðum brallað svo margt saman i gáskafylli unglingsára og allt var það eins og það hefði gerzt i gær. Aldrei bar fundum okkar svo saman að við rifjuðum ekki upp frægðarsögur af lengsta saltfisk- túr útgerðarsögunnar, sem við fórum saman á flaggskipi is- lenzka flotans, Gerpi, sumarið eftir stúdentspróf. Þetta var þriggja mánaða úthald og áhöfnin reyfaraleg i bezta lagi. Þegar viö komum til hafnar i heilagri Jóns- borg á Nýfundnalandi eftir 2ja mánaða sjóvolk, fyrirfannst eng- inn ræðismaður, engir peningar og ekki neitt, sem til skemmtunar mátti vera. Þá sýndi Magnús rétt einusinni, aðhann dó aldrei ráða- laus. Þetta var i september 1958 og útfærsla landhelginnar i 12 milur var i heimsfréttunum. Þar sem við vorum hásetar á útgerð LUðviks Jósepssonar og höfðum verið að skarka innan 3ja mflna landhelgi Kanadamanna, þótti Magnúsi einsýnt, að sameiginleg þekkingokkar á sjávarútvegs- og hafréttarmálum hlyti að vera einhverra peninga virði. Við sett- um þvi' saman lærða ritsmið á ensku um hafréttarmál og hvött- um Nýfundnalendinga eindregið til dáða i' landhelgismálum, að fordæmi íslendinga. Þessa rit- smið seldum við blöðum og út- varpi eyjarskeggja, án þess hver vissi af hinum, og fengum fyrir skotsilfur, sem entist Gerpis- mönnum til dýrlegrar veizlu næturlangti jazzklúbbi Jónsborg- armanna, Bella Vista. Að visu þurfti næturkokkurinn, undirrit- aður, að selja portúgalskri útgerð eitthvert tros af skipskostinum, til að eiga fyrir reikningnum, eftir að ritlaunin þraut. Það er óhætt að skýra frá þessu nUna, þvi að Utgeröin er komin á haus- inn og málið fyrnt. Aðrir menn munu ugglaust minnast leiklistarstarfa MagnUs- ar og kvikmyndagerðar. En það er lffskúnstnerinn Magnús, sem ég geymi i minningunni, þótt sjó- ferðasögu hans sé nú lokið. 13.11.1979, Jón Baldvin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.