Þjóðviljinn - 14.12.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.12.1979, Blaðsíða 9
Audur Gudjónsdóttir og Þurídur Jóhannsdóttir skrifa um barnabækur bókmenntrir Leikhús bamanna Armann Kr. Einarsson: Mamma i uppsveiflu Mál og menning 1979 161 bls. Það verður fljótt ljóst við lestur bókarinnar að höfundur er að skrifa um efni sem hann þekkir vel, þ.e. krakka i 12 ára bekk i grunnskóla. Það sem gerist I skólastofunni, hegðun krakkanna og tilsvör eru býsna eðlileg og sannfærandi. Höfundur gerir sér far um að líkja eftir málfari krakkat.d. „HUn er ofsalega dug- leg”, (13), „Ég dinglaði nokkrum sinnum en ekkert hljóð heyrðist,” (116) Sagan er sögð i 1. persónu. Hannheitir Bergur sem segir frá, „bókaormur” og „skáldið i bekknum”. Bergur er nokkuð vel gerð persóna og málfar hans eðli- legt þó stöku sinnum sé hann full hátiðlegur. Bíla- íþrótta- menn stofna lands- samband Stofnað hefur verið Lands- samband islenskra akstur- iþróttamanna og eins og nafnið ber með sér eru i sam- bandinu bifreiðaiþrótta- klúbbar sem unlanfarin ár hafa látið mjög að sér kveða. Stofnfundur var 9. des- ember s.l. og segir i frétt frá sambandinu að ástæðan sé brýn þörf á samræmingu á störfum þeirra sem haldiö hafa akstursiþróttakeppnir hérlendis undanfarin ár, einkum samræming á tlma- setningum slikra keppna. A siðasta ári voru haldnar yfir þrjátiu slikar keppnir á land- inu. Fimm manna nefnd mun undirbúa fyrsta landsfund sambandsins en stefnt er að þvi að halda hann i janúar á næsta ári. Eitt aðalverkefni Lands- sambandsins er að hafa eftirlit með öryggismálum bifreiðaiþrótta, bæði hvað varðar keppendur, starfs- menn og áhorfendur. Lands- sambandiö mun vinna að samræmingu keppnisreglna, öryggisreglna og stigagjafa. Þá mun Landssambandið einnig sjá um veitingu Is- landsmeistaratitla i hinum ýmsu greinum bifreiöa- iþrótta. Landssambandið mun koma fram fyrir hönd bifreiðaiþróttaklúbba gagn- vart þvi opinbera, trygg- ingafélögum og erlendum aöilum á sama sviði. Lands- sambandiö mun hafa á sinni könnu kynningar á hinum ýmsu greinum aksturs- iþrótta fyrir almenning ogút- gáfu og kynningu á ýmsu efni sem varðar akstur og akstursiþróttir. Að gera sjálf Þegar ein stelpan i bekknum týnir heyrnartækjunum sínum ákveða krakkarnir að efna til sýningar og safna fyrir nýjum tækjum. Þau fá lánað gamalt pakkhús i miðbænum sem þau kalla Músarholuna og úr þessu verður eins konar barnaleikhús, þvi krakkarnir semja og flytja sjálf alltefnið: leikrit, sögu dans o.fl. Þetta er stórskemmtileg hugmynd og væri fengur að ef sliku barnaleikhúsi væri komið á fót. Þetta uppátæki krakkanna á ekkert skylt við þær hetjudáðir sem persónur i barnabókum eru stundum látnar drýgja og eru svo órafjarlægar raunveruleikanum að lesendur sjá sig aldrei geta leikið þær eftir. Hér er þvert á móti sótt beint til raunveruleik- ans. Þetta eru ósköp venjulegir krakkar sem eru að gera það sama, i upphafi a.m.k., og börn á þessum aldri gera oft s.s. að halda hlutaveltur eða gangast fyrir söfnunum. Þess vegna getur lesandi auðveldlega sett sig i þeirra spor. öfugt við hetjusögur sem krefjast dvirkrar aðdáunar á hetjunum, ýta jafnvel undir minnimáttarkennd lesanda, ætti saga af venjulegum krökkum sem eiga frumkvæðið og eru sjálf þátttakendur að verka sem Dagana 18.-24. nóv. sl. lar haldið námskeið fyrir sjúk.'a- flutningamenn á vegum Borgar- spitalans og Rauða kross tslands. Námskeiðiö fór að mestu fram á Borgarspitalanum en einnig i slökkvistöðinni og lögreglustöð- inni i Reykjavik. Kennarar voru flestir af Borgarspitalanum en einnig frá lögreglunni i Reykja- vik, Almanna vörnum, slökkvilið- inu i Reykjavik, Rauða kross- inum, borgarlæknir o.fl.. Þátttakendur voru 14, viðs- vegar að af landinu. Námsefni var nokkuð fjölbreytt og má nefna skipulag heilbrigðis- og tryggingamála, fræðslustarfsemi Rauða krossins, liffæra- og lif- eðlisfræöi, endurlifgun, meðferö sára og allskonar blæöinga, atriði varðandi beinbrot, höfuðslys, hjartasjúkdóma og ýmsa lyf- læknissjúkdóma, meðferð geð- sjúkra, ýmis vandamál i sam- bandi við barnasjúkdóma, fæð- ingarhjálp, (brunam eðferð, hvernig slösuðum er lyft og þeir hreyfðir til, hvernig fólki er bjargað úr bilflökum, atriði varð- andi útbúnað og viðhald sjúkra- bila, hreinsun sjúkrabila og út- Ármann Kr. Einarsson hvatning á lesandann. Börnþurfa ekki að vera hetjur til að fá að njóta sin. „Mamma i uppsveiflu” Þessi mamma i bókartitlinum er móðir Geira sem er nýkominn i bekkinn. Þau mæöginin búa tvö ein. Hún þjáist af þvi sem kallað er mania-depression, fer með nokkru millibili i uppsveiflu og siðan i niðursveiflu. Geiri segir Bergi að hún taki ógrynni af meðulum, en þó gangi ekkert að lækna hana. Bergur hittir hana aðeins i eitt skipti, en þá fer hann með kennslukonunni heim til þeirra, þvi Geiri hafði ekki mætt i skólann. Þá er mamma hans á „toppi i upp- sveiflu” og má Geiri ekki vikja frá henni til þess að hún fari sér ekki að voða. Það er mikið lagt á 12áradrengað þurfaað búa einn með geðveikri móður og gæta hennar. Ég held að aðstæður sem þessar séusjaldséðaribarnabók- Framhald á bls. 17 búnaðar, öryggismál, á slysstað, umferðarlögog regiur, almanna- varnir og fjarskipti. Skipulagi sjúkraflutninga er i ýmsu ábótavant og þjálfun sjúkrafiutningsmanna er mis- jöfn. Virðist þvi þörf á að halda námskeið sem þessi, og er ætlun- in að framhald verði á þeim. t undirbúningsnefnd voruá vegum Borgarspitalans Kristinn Guð- mundsson og Ólafur Þ. Jónsson en á vegum Rauða kross tslands Maria Heiðdal. Þátttakendur i námskeiðinu voru: Skarphéðinn Guðmunds- son, Siglufirði, Jón Guðmunds- son, Seyöisfirði, Baldvin Guð- mundsson, Búðardal, Kristinn Sigurðsson, Tryggvi Gestsson, Sigurður Gestsson og Viðar Þor- leifsson Akureyri, Hjörleifur Ingólfsson, KeflaVik, Birgir Thomsen, Reykjavík, Jón Jóhannsson, Akranesi, Guðni Hermannsson og Guðbrandur Jóhannsson, Höfn Hornafirði, Sigurður Hjálmarsson, Vik i Mýr- dal,og Páll Björnsson, Breiðdals- vik. — mhg Þátttakendur I námskeiðinu Námskeid i sjúkra- flutningum Föstudagur 14. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Beta gefet upp í Breiðholtinu Norma E. Samúelsdóttir er einn þeirra mörgu ro>ju höfunda, sem koma fram á sjónarsviðið nú i jólabókaflóðinu. Bók Normu nefnist „Næstsiðasti dagur árs- ins” og hefur undirtitilinn Dag- bókhúsmóður i Breiöholti. Mál og menning gefur bókina út. Það lá beint við að spyrja Normu fyrst að þvi hvort hún byggi sjálf i Breiðholtinu. — Ég er húsmóðir með þrjú börn og bý i Þingholtunum, sagði Norma. — En ég bjó i Fellahverfi i Breiðholti i tvö ár. — Hvernig fannst þér að búa þar? — Mér lfkaði það ekki. Um- hverfið er svo gerilsneytt og hverfið vitlaust byggt upp að minu mati. Erlendis eru t.d. öll þjónustufyrirtæki komin upp þeg- ar fólk flyst i svona hverfi. En ég bý ekki þarna i dag og veit þvi ekki hve mikið hefur breyst til batnaðar. En i efra Breiðholti er t.d. ekki slökkvilið og sjúkraþjón- usta. IneðraBreiðholtier ástand- ið öllu betra, þar er apótek meðal annars. Ég er ekki að halda þvi fram að lausnin sé að flytja úr Breiðholtinu, enda kemur það fram i' bókinni. — Hvernig stóð á þvi að þú fórst að skrifa bók? — Ég hef haft áhuga á skrift- um, en égheldað það hafi gert út- slagið þegar ég heyrði auglýst i útvarpi að komin væri út bók sem hét „Leiö 12 — Hlemmur-Fell” éftir Hafliða Vilhelmsson. Þá hugsaði ég með mér að það væri kominn timi til að fólk sem byggi i Breiðholti færi að skrifa. Mér finnst húsmóðirin alveg vera úr tengslum við þjóðfélagið. Þetta er ekki bara ádeila á Breið- holtið, bókin gæti verið um hús- móður annars staðar. Það vantar peninga, engin aðstaða er fyrir börnin o.s.frv. — Hvaða menntun hefur þú og hvað hefur þú starfað annað en sem húsmóðir? — Ég gekk I verslunarskóla er- lendis eftir landspróf. Þetta var 8 eða 9 mánaða skóli i Bretlandi og þar lærði ég vélritun og hraðrit- un. Éghef starfaö á skrifstofu og i fiski. — Hvernig er bókin, skáldsaga eða raunveruleg dagbók? — Sumt byggist á raunveru- leikanum, annað er þankabrot min og hugleiðingar. Bókin átti reyndar að heita Þankabrot hús- móður i Breiðholti. Húsmóðir hef- ur ekki miklar stundir til að skrifa langa kafla. Dagur og Beta eru hjón um þrltugt með þrjú börn, yngsta barnið er 6 mánaöa. Miðbarnið komst i leikskóla eftir tveggja ára bið. Dagur starfar sem vakta- vinnumaður i Straumsvik. Beta er migrenisjúklingur og stressið og allt hið neikvæða i lifi hennar eykur á þennan krankleika. Það er pina að vera með smábörn þegar migreniköst ganga yfir. Beta virðir fyrir sér umhverf- ið, unglingana i hverfinu og áhrif umhverfisins á þá. Hún hugleiðir lika hvort þaö sé ekki slæmt fyrir hjúskaparlifið ogsamskipti fólks. Umhverfið hefur mikið að segja ef fólki á að liða vefog það hefur áreiðanlega slæm áhrif á hjóna- bönd að hola fólki svona niður. Dagur og Beta eru láglaunafólk, þa u rifast út af peningamálum og það koma upp leiðindi og vanda- mál sem ég held að margir kann- ist við. Þetta endar meö þvi, að Beta gefst upp, fær taugaáfall og fer á heilsuhælið i Hveragerði. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að hún getur ekki snúið þróuninni við og Norma E. Samúelsdóttir hún snýr auðvitað heim aftur. Ef einhverju á að breyta verður fólk lika að breytast mikið, en þaö gerir það ekki meðan baslið er svona óskaplegt. Mjög margir feður vinna vaktavinnu og það er afar slæmt þegar fólk er með smábörn, Alag- ið á húsmóðurina er mikið og það er kannski ekki svo auðvelt fyrir þann sem vinnur fyrir peningun- um að fá svefnfrið, sérstaklega þar sem allt er fullt af börnum eins og i Breiðholtinu. — Hvenær skifaðirðu bókina? — Hún er skrifuð fyir 2—3 ár- um, en hefur verið að mótast og breytast fram á þennan dag má segja. — Hvernig gekk að finna tima til skrifta? — Ja, þetta er ekki venjuleg bók. Þetta var svolitið geggjað. I staðinn fyrir að vaska upp, skrif- aði ég t.d.um hvað ég sá i' eldhús- inu, sem undirstrikar hvaö það getur verið innantómt að þvo alltaf sömu diskana. — Hvernig gekk að fá bokina gefna ut? — Ég sendi hafa i afmælissam- keppni Máls og menningar fyrir einu og hálfu ári. Bókin var ekki fullunnin, en þeir samþykktu að gefa hana út að undangengnum breytingum. Annars finnst mér ekkert að skrifa bók miðað við það sem gengur á þegar hún er gefin út. Það er geysilegt álag fyrir nýja höfunda að lenda I þessu bókaflóði; ábyggilega verða margir þeirra þunglyndir og magaveikir af þeim ósköpum. — Ætlarðu að halda áfram að skrifa? — Ég er ákveðin að skrifa ekki nema ég hafi eitthvað að segja. Ég vil ekki tvitaka mig. Mig lang- ar til að skrifaef égget gert gagn með þvi, en ekki til að fylla ei- hvern jólamarkað. — eös „í staðinn fyrir að vaska upp skrifaði ég um eldhúsið”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.