Þjóðviljinn - 14.12.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.12.1979, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. desember 1979. 4skák Umsjón: Helgi ólafsson Kasparov efstur á Skákþingi Sovét- ríkjanna Þegar þetta er skrifaö eru fjórar umferöir bdnar á Skák- þingi Sovétrfkjanna og staöa efstu inanna er þannig aö á toppnum trónar hinn ungi og bráöefnilegi nemandi Botviniks, Harry Kasparov, meö 3 1/2 vinning Ur fjórum skákum. i öðru sæti er síðan stórmeistarinn Balasov með 3 vinninga og stór- meistarinn Makanitcev i þriöja sæti með 2 1/2 vinning. 18 keppendur taka þátt í mótinu og kennir þar ýmissa grasa þó aö nokkra af þeim sterkustu vanti. Má þar t.a.m. nefna heims- meistarann Karpov, Spassky og Petrosian. Af þekktum nöfnum á mótinu má nefna Tal, Geller, Balasov, Vaganien, Beljavski og ýmsa aðra sterka skákmenn. Þaö setur nokkurn svip á mótiö aö margir keppenda eru ungir aö árum svo sem Kasparov, Yuspov og Dolmatov. Þátttaka hins unga Kasparovs vekur aö sjálfsögðu mesta at- hygli, þvi aö eins og kunnugt er hefur hann náö frábærum árangri það sem af er þessu ári. Þar ber hæst sigur hans á skákmótinu i Bania Luka, þar sem hann varö tveimur vinningum fyrir ofan nokkra þrautreynda stór- meistara. Og sannarlega hefur hann ekki valdið vonbrigðum I þessu móti þvi hann hóf það meö þvi að vinna þrjár fyrstu skákirn- ar. Ifjórðuumferð gerðihann svo jafntefli. SkákstiD Kasparovs er leikandi léttur og hann hefur unnið allar sinar skákir á hröðum og skemmtilegum sóknarstil, þar sem að atburðarásinni fleygir fram. Dæmi lir annarri umferð er sigur hans yfír fyrrverandi heimsmeistara unglinga i skák: Hvítur: Kasparov Svartur: Yusupov Spænskur leikur 1. e4-e5 2. RÍ3-RC6 4. Ba4-Rf6 3. Bb5-aO 5. o—o-Rxe4 (Opna afbrigðið i spænskum leik, sem hefur notið gifurlegra vinsælda eftir einvigið Karpov-Kortsnoj á siðasta ári.) 6. d4-b5 8. dxe5-Be6 7. Bb3-d5 9. Be3! ? (Akaflega sjaldséöur leikur. Eins og kunnugt erreyndi Karpov Harry Kasparov ýmsar leiðir i þessari stöðu, þ.e. 9. De2, 9. c3 og 9. Rbd2.) 9. ...-Be7 1«. Rbd2-o—o 11. c3-Bg4 (Meðhöndlun Kasparovs á þessari stöðu segir meira en mörgorðum skákstil hans. Hann ieggur þegar til atlögu og þvingar atburðarásina á ákaflega hraðan og skemmtilegan hátt.) 12. Rxe4!-dxe4 13. Dd5!-exf3<?) (Svartur er sennilega þegar kominn i ógöngur og þvi var nauösynlegt að leika hér 13. . .-Dxd5, 14. Rxd5-exf3, 15. Bxc6-fxg2, 16. Kg2-Had8,og þó að hvitur hafi greinilega iviö betri stöðu getur svartur þó gert sér vonir um jafntefii.) 14. Dxc6-fxg2 15. Dxg2-Dd7 16. Bh6!!-gxh6 18. Hadl-Df5 17. f3-h5 19. fxg4-Dxe5 (Annar möguleiki var 19. . ,.-Dxg4 en eftir t.d. 20. Dxg4-hxg4, 21. Hd7 er ákaflega hæpið að svartur fái bjargaö tafl- inu.) . 20. Hde 1-Dc5+ 21. Khl-Had8 (Tapar strax, en fátt var um fina. Það vegur þyngst á metun- um hve ógnþrungin pressa hvi'ts er á f7 peðið.) 22. Hf5 !-Dd6 23. Hd5-Dg6 (Eöa: 23. ...-Df6, 24. g5 og biskupnum verður ekki forðað.) 24. Hxe7-Hxd5 25. Bxd5-hxg4 27. Bxe4-Hd8 26. De4-Dxe4 28. Hxc7 og svartur lagöi upp laupana. Húsráðendur athugið! Höfum á skrá fjölda fólks sem vantar þak yfir höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: KI. 13-18 alla virka daga.sími: 27609 Blaðberabíó Loftskipið „Albatros”, ævintýramynd eftir sögu Jules Verne, er myndin sem boðið er upp á i þetta skipti. Aðalhlutverk- in eru leikin af þeim Charles Bronson og Vincent Price. Athugið! Myndin er i Hafnarbiói laugardaginn 15. desember ! n.k.. Varmaland er miöstöö félags lifsins. Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalsstööum skrifar: Frá mannlífí í Stafholtstungum I Staf holtstungum hófst sláttur óvenju seint sökum lélegrar gras- sprettu, sem nokkuð rætt- ist þó úr þegar á leið. Heyskapartíðin var óvenjulega hagstæð að þessu sinni, svo að menn voru almennt tiltölulega fljótir að heyja, enda unnið vel og lengi, víða lögð nótt við dag til þess aðná inn heyjunum. Hey- fengur nálgast almennt að vera i meðallagi, en heyfyrningar frá fyrra ári eru víðast hvar engar. Aftur á móti eru heyin sem náðust óhrakin og því betra fóður en oft áð- ur. A haustin er það fjárragið sem tekur mestan tíma hjá bændum. Er hreint ótrúlegt hvaö mikil vinna fer i að koma hverri „skjátu” á sinn stað fyrir veturinn. Leitum og réttum var frestað um viku, en sauðfé leit- aði niður af afréttum i kulda- kastinu, sem byrjaði fyrri part- inn i sept., en þá snjóaði talsvert á heiöinni. Sumt af fénu rann niður i byggð en allmargt hópaðist saman við fjallgirðing- una. Var þaö sótt og höfð auka- rétt i Þverárrétt 13. sept. 16. sept. var svo lagt af stað i fyrstu leit. Stafholtstungnamenn hafa náttstað i Fornahvammi meðan á leitum stendur. Fornihvamm- ur er nú i eyöi sem kunnugt er, en þar eru rúmgóð húsakynni og vistin þar ólikt þægilegri en i flestum leitamannakofum. Kristin Kristjánsdóttir i Bakka- koti hefur i mörg ár annast mat- seld fyrir leitamenn i Forna- hvammi og sér um, að þeir hafi góðan viðurgerning. Fjallköng- ur i fyrstu og þriðju leit er Þor- steinn Jónsson, Kaöalstöðum, en i annarri leit Jóhann Oddsson á Steinum. Tvær fyrstu leitirnar gengu vel að öðru leyti en þvi, að ekki var unnt að smala allt leitarsvæðið vegna ófærðar, en úr þvi rættist. Réttað var i Þverárrétt 18. og 19. sept. Með færra móti af fé kom til réttarinnar og var rétt- arhaldi lokið nokkru fyrir há- degi seinni daginn, sem er óvenjulega snemmt. Um kvöld- ið var svo réttarball i sam- komuhúsinu við Þverárrétt. Helstu byggingaframkvæmd- ir i sveitinni i ár eru bygging nýs ibúöarhúss á Steinum og fjár- húsa i Bakkakoti. Verið er að fullgera nýtt ibúðarhús i Mið- garði, en sú jörð hefur verið i eyði i nokkur ár. Hjónin, sem bjuggu þar siðast, örn Einars- I son og Sigriður Númadóttir eru að flytja þangað aftur, en þau urðu aö flytja af jörðinni á sin- um tima vegna þess að ibúöar- húsið brann. Þá er verið að stækka ibúðar- húsin i Melkoti og á Brúarreykj- um. Við húsmæöraskólann á Varmalandi er verið að byggja rotþró. Siðast en ekki sist er stöðugt unnið við nýju félagsheimilis- bygginguna á Varmalandi og er hún það vel á veg kominn að hægt er að fara að nota húsið og er reyndar byrjað að nota það, en alla innanstokksmuni og hús- búnað vantar, enn sem komið er. Skólaslit grunnskólans á Varmalándi fóru fram i félags- Umsjön: Magnús H. Gíslasor heimilinu i vor i fyrsta sinn. Undanfarin ár hefur skólinn illa rúmaö þann mannfjölda sem mætir viö skólaslitin. í tengsl- um við skólaslitin vap sýning á handavinnu nemenda, sem var mjög fjölbreytt og athyglisverð. Er undravert hverju nemendur koma i verk undir stjórn handa- vinnukennara og Vigþórs H. Jörundssonar, skólastjóra, sem er mikill hæfileika- og áhuga- maður um handmennt. Nemendur skólans, sem er heimavistarskóli fyrir alla sjö sveitahreppa Mýrarsýslu, byrj- uðu skólaveruna 25. sept. Starfslið skólans er að mestu leyti þaðsama og siöasta starfs- ár. Einn kennari, Jón Hermannsson, er i ársleyfi og hefur nýr kennari, Tómas Rasmus, verið fenginn i hans stað. Kona hans mun væntan- lega einnig kenna við skólann eftir áramót. Sæmundur Sigmundsson sér- leyfishafi sér um akstur nemenda I og úr skóla. Tvö fjölmenn landsþing félagssamtaka hafa verið hald- in hér I sveit i sumar. Kven- félagasamband tslands þingaði i Húsmæðraskólanum á Varma- landi 22. —- 24. júni. Sambánd borgfirskra kvenna annaðist skipulagningu þinghalds og móttökur þingfulltrúa.en Stein- unn Ingimundardóttir skóla- stjóri sá um allan viöurgerning á Varmalandi og var hvort- tveggja með ágætum. Þá héldu Kiwanis-klúbbarnir mjög fjölmennt landsþing i nýja félagsheimilinu á Varmalandi seinnipartinn i ágúst. Stafholtstungnamenn héidu sameiginleg töðugjöld I félags- heimilinu 31. ágúst. Er það I fyrsta sinn sem fólk úr sveitinni hefur komiö saman til að gleðj- ast að heyskaparlokum. Ungmennafélagið hélt reglu- legar iþróttaæfingar á Varma- landi tvisvar I viku i sumar. Voru þær yfirleitt vel sóttar, enda stjórnað af áhugasömum þjálfurum. Félagið skipuleggur sjálfboðaliðsstarf bilstjóra, sem skiptast á um að aka unglingun- um á æfingarnar. Hefur sú til- högun gefist vel. Arlegur útreiðartúr ung- mennafélagsins var og farinn. Riðið var upp hjá Stóru-Skógum og farið um Múlakot og Jafna- skarð að Hreðavatni. Veður var gott þennan dag og létu þátttak- endur hið besta yfir ferðinni. Metveiði var i Þverá i sumar. Talsvert á fjóröa þús. laxar voru dregnir á land. I vor var tekið I notkun nýtt veiðihús fyrir neðri hluta Þverár, sem Veiði- félag Þverár hefur byggt á fallegum stað I Helgavatns- landi. Er þetta hið myndarleg- asta hús. Veiðihús fyrir efri hluta árinnar var byggt fyrir fá- um árum. Klaki fór seint og illa úr jörð. I ágúst uröu jarðvinnslumenn enn varir viö klaka. Ekki var hægt að setja niður kartöflur fyrr en seint og siöar meir og er ; uppskera garðávaxta léleg. Ber náðu ekki að þroskast i ár og krækiberjalyng var stórskemmt af kali. Hjá garðyrkjumönnum varð sæmilega gott ár. Aðalsteinn Simonarson á Laufskálum hóf I fyrra tilraunir með ræktun tóm- ata I vatni i staö jarövegs. Um rætur plantnanna rennur stöð- ugt vatn blandað áburöarefnum I ákveönum hlutföllum. Aðal- steinn er fyrsti garðyrkjubónd- inn hérlendis, sem reynir þessa nýju ræktunaraðferö og er óli Valur Hansson garöyrkjuráöu- nautur meö I ráðum. 1 haust hefur veriö boriö ofan I nokkra innansveitarvegi. en á þvl var vægast sagt ekki van- þörf. A döfinni er að leggja nýj- an veg frá Stafholti niður að Flóöatanga sem veröur væntan- lega mikil samgöngubót. Mælt var fyrir nýjum vegi yfir Þver- brekkur i sumar, en sú fram- kvæmd mun dragast eitthvað. Þá var ráðgert að endurnýja brúna á Þverá ýfir Lundahyl næsta sumar. Gamla brúin er orðinn einna likust margstöguð- um sokk, en notendur hennar eru að vona að hún hangi uppi þar til sú nýja kemur. (Heim.: Rööull) Þórunn Eiriksdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.