Þjóðviljinn - 14.12.1979, Blaðsíða 8
8 S2ÐA — ÞJÓÐVlLJINN Föstudagur 14. dcsember 1979.
ÚRNATÓ
HERINNBURT
Samtö
Umsjón:
Arthur Morthens
Björn Br. Björnsson
Gunnar Karlsson
Haukur Sigurðsson
Vilborg Harðardóttir
ísland dregid inn
í kjarnorkustríð!
Yfirlýsing fastafulltrúa Islands hjá Atlantshafs-
bandalaginu á ráðherrafundi þess s.l. miðvikudag er
táknræn, og hún minnir á sögu aðildar Islands að
NATO frá upphafi.
Fastaf ulltrúi Islands sagði að það sé ,,grundvallar-
atriði varnarmálastefnu Islands" að hér verði ekki
staðsett kjarnavopn. En hann bætti við: ,,Ég tel
óhugsandi aðfrá þessu grundvallaratriði verði horfið
i fyrirsjáanlegri framtíð".
Þessi orð f astaf ulltrúans minna á fyrirvarana fyrir
dvöl bandarisks herliðs á fslandi. Island gerði þann
fyrirvara við,,varnarsamninginn" við Bandaríkin, að
hér skyldi ekki vera herlið á f riðartímum. Allir vita að
þessi fyrirvari er orðin tóm, og herstöðvasinnar t.d.
Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins, hafa
lýst yfir að fyrirvarinn sé úreltur.
Hér á ekki að vera her ,,á f riðartímum", og hér eiga
ekki að vera kjarnavopn í ,,fyrirsjáanlegri framfíð".
Það þarf ekki að orðlengja, að sterkur grunur leikur
á að hér séu þegar geymd kjarnavopn, ýmsar og mis-
munandi erlendar heimildir telja að svo sé, þar á
meðal sænska rannsóknastofnunin SIPRI.
(slenski fastafulltrúinn hjá NATO sagði einnig, að
kjarnavopnabúnaður i Evrópu sé okkur óviðkomandi,
við séum ,,ekki í aðstöðu til að hafa áhrif á þessa
þróun, sem fyrs* og fremst snertir önnur ríki í þessu
bandalagi".
Löngum hefur það verið trúarsetning islenskra
ráðamanna, að okkur komi ekkert við hvaða hlutverki
herstöðvar á íslandi gegna. Þetta hlutverk hefur
breyst frá herskipalægi yfir i kafbátaeftirlitsstöð og
núna er island aðsetur fyrir stjórnstöðvar i kjarn
orkustríði. Viðerum þegar komin inn í þetta stríðsnet,
og gildir þar einu þótt einhver segi i ræðu, að kjarna
vopnabúnaður snerti fyrst og fremst önnur NATO-
riki.
Fyrir rúmlega ári síðan, var græskulausum islensk
um blaðamönnum sýnd mjög fullkomin herþota sem
þeim var sagt að sé t'.júgandi radarstöð. Sannleikur-
inn er hins vegar sá, að þarna var um f Ijúgandi stjórn
stöðfyrir kjarnorkustriðað ræða. Herþoturaf þessari
gerð eiga að stjórna sprengjuþotum sem eru búnar
kjarnasprengjum. Fyrrverandi Iranskeisari bað um
að fá slíkar stjórnstöðvar áður en fór að halla undan
^fæti hjá honum. Bandaríkjastjórn þorði ekki að hætta
á að slíkar þotur hefðu aðsetur i iran, af því að þær
gætu komist i óvinahendur.
islendingar vita ekki að þeir eru þegar orðnir liður i
kjarnorkustríðsáætlunum NATO. Sama gildir um
Dani. Dönsk stjórnvöld hafa líka sagt að þar verði
ekki kjarnavopn í fyrirsjáanlegri framtið. Hins vegar
hef ur það ekki komist i hámæli, að Danmörk hef ur nú '
öðlast fastafulltrúa í svonefndri ,,kjarnavopna-
áætlunarnefnd" NATO. Þar er lagt á ráðin um ný
kjarnavopn og áætlanir gerðar um tilhögun kjarn-
orkustriðs. Þetta þýðir að Danir bera ábyrgð á
kjarnavopnabúnaði NATO, og að þeir taka þátt í þeirri
vitfirringu sem einkennir hermálastofnanir stórveld-
anna.
Eitt af hættulegustu atriðunum varðandi kjarna-
vopnakerf in, er að svokallaður viðvörunartími styttist
sifellt. Minnumst þess, að fyrir nokkrum vikum ollu
æfingar og bilanir í bandarísku herstjórnarmiðstöð-
inni þvi, að í sex mínútur hélt heraflinn að þriðja
heimsstyrjöldin væri skollin á. Allur vigbúnaður var
gerður klár.
Hvað hefði skeð, ef andstæðingarnir hefðu talið við-
búnaðinn vera árásarundirbúning? Þeir höfðu um-
hugsunarfrest sem er talinn í sekúndum, til að svara
fyrir sig.
Kjarni málsins er þessi: Getur íslenska þjóðin og
kjörnir f ulltrúar hennar haft áhrif á hernaðarbröltið?
Er það gjörsamlega óhjákvæmilegt að við drögumst
sífellt lengra inn í vígbúnaðarkappið, sem hermála-
stofnanir stórveldanna stýra?
Island hef ur verið f léttað inn í kjarnorkustríðsnetið,
án þess að við höf um verið spurð. Enn höf um við verið
svikin — opinber afstaða okkar til kjarnavopna
hundsuð og líf okkar allra lögð að veði.
Fram til dáða, herstöðvaandstæðingar. Herinn burt
og Island úr NATO'. —jás
Skrifstofa Samtaka herstöðvaand-
stæðinga að Tryggvagötu 10 er opin alla
virka daga frá kl. 14 til 19. Þar er á
boðstólum margvíslegt útgáfuefni
Samtakanna s.s. bækur, bæklingar,
veggspjöld, merki o.fl. o.fl. Eru menn
hvattir til að líta inn ella slá á þráðinn (S.
17966). Þá má minna á gírónúmer
Samtakanna, 30309-7, sem ætíð er fjár
vant.
E-3A þota lendir á KeflavikurHugvelIi i september 1978. Tvær slikar herþotur h?fa aðsetur á tslandi.
Fulikominn radar-og tölvubúnaður gerir þessar flugvélar að fljúgandi stjórnstV m i kjarnorkustriði.
Stjórnstöðvar fyrir kjlrn-
orkustríð staðsettar
á Keflavíkurflugvelli
A meðan umræðurnar um
smiði og staðsetningu 572
kjarnasprengjueldfiauga i
Vestur-Evrópu hafa staðið , hef-
ur vart nokkrum sögum farip af
enn einni kjarnasprengjuogn-
inni. Sá vigbúnaöur hefur i för
meö sér stórfellda aukningu á
þeirri hættu, að Norðurlönd
dragist inn i kjarnasprengju-
strið.
Svonefndar orrustuþotur af
gerðinni F 111 hafa i raun verið
geröar að sprengjuþotum sem
geta borið sex kjarnasprengjur.
í Bretiandi eru þegar til 150
slikar flugvélar.
F 111 hefur 5000 kilómetra
fiugþol, og getur þvi flogið frá
Norður-Englandi til Norður-ls-
hafsins. Hún getur borið sex
kjarnasprengjur eöa sex fjar-
stýrðar kjarnasprengjueld-
flaugar. Fjarstýrðu eld-
fiaugarnar draga allt aö 100
kilómetra, svo aö þessar
sprengjuþotur geta ráðist á
sovésku herstööina i Murmansk
frá ishafinu.
Noregur verður með I þessu
hernaðarkerfi sem byggist á F
111 sprengjuflugvélunum,
vegna þess aö þegar er verið að
undirbua flugvelli þar fyrir
lendingar, bensina’fyllingu og
aðra „þjónustu”. bessar þotur
verða einnig fylltar á lofti, af
bensinflutningaflugvélum sem
verða á lofti yfir Noröursjónum
og íshafinu.
Til aö stjórna þessum
sprengjuflugvélaflota, hefur
verið smiöað sérstakt fljúgandi
stjórnkerfi, sem nefnist „Air-
borne Warning and Control
System”. (AWACS). Talsmenn
NATO segja aö þetta sé aðeins
radarkerfi, en i raun eru þetta
fljúgandi stjórnstöðvar fyrir t.d.
F 111 i striöaatökum.
Þessar stjórnarþotur geta
verið lengi á lofti t.d. yfir íshaf-
inu og bæöi stjórnað árásum F
111 sprengjuflugvélanna og
einng varað þær viö ýmsum
hættum, t.d. ef óvinaflugvélar
nálgast.
Norsk stjórnvöld hafa ákveðiö
aö verja nær 100 miljónúm
norskra króna til þessa vig-
búnaðarkerfis og dregur það
Noreg þvi óhjákvæmilega inn i
kjarnasprengjustriðsatök.
Þetta nýja vigbúnaöarkerfi
verður hægt að nota til árása
langt inn i Sovétrikin.
Þessi þróun skapar mikla
hættu fyrir stöðu allra Norður-
landa. Norsk utanrikisstefna
hefur löngum miðaö við að þar i
landi séu engin kjarnorkuvopn,
og einnig að ekkert sé gert til aö
ögra Sovétrikjunum. Það má
þvi búast viö gagnráöstöfunum
frá Sovétmönnum.
Kjarnasprengjur sem skotið
væri frá kafbátum á Norður-
Atlantshafi eöa úr F 111
sprengjuþotum draga öll
Norðurlönd, þar með talda
Sviþjóö og Island inn i kjarna-
stiðsátök.
tslenskum blaðamönnum var
i september 1978 boöiö að skoða
fljúgandi stjórnstöö af þeirri
sem hér hefur verið
minnst á.. Þeim var sagt að
tvær slikar herþotur verði stað-
settar á Keflavikurflugvelli.
Þær geta hvor um sig fylgst með
allt að 400 fljúgandi hlutum i
einu á 750 þúsund ferkílómetra
svæði, og tölvubúna^ðurinn
innanborðs leggur jafnóðum á
ráöin um hernaö gegn þeim.
Blaðamönnunum var sagt að
herbúnaður á Keflavikurflug-
velli væri orðinn gamaldags, og
væri þaö eins konar „andlits-
lyfting” að láta þessar nýju
stjórnstöðvar hafa aösetur hér á
landi.
Hvers vegna hafa Norömenn
ekki fengið svona þotur, spuröu
islensku blaðamennirnir. „Það
hefur ekki komiö til tals, og auk
þess er málið ef til vill of við-
kvæmtaf pólitiskum ástæðum”,
svöruðu talsmenn bandariska
hersins.
Island er fyrsta landið utan
Bandarikjanna sem veröur að-
setur fyrir þessar fljúgandi
striðsstjórnstöðvar. Það fer þvi
ekki milli mála, að gert er ráð
fyrir að Island sé meö i striðs-
áætlunum, sem m.a. byggja á F
111 kjarnasprengjuarásum.
Keflavikurflugvöllur hefur
þvi ekki, eins og græskulausum
islenskum blaðamönnum var
áagt I september fyrir ári, aö-
eins verið gerður að aðsetri
fyrir fullkomnar fljúgandi
radarstöðvar Sú staðreynd, að
þessar þotur eru liöur I kjarn-
orkustriðskerfi NATO, dregur
tsland umsvifalaust inn I hvers
konar átök.
-jás
(Byggt á Dagens Nyheter)
Lýsing Boeing á E-3A
Upplýsingabæklingur
frá Boeing flugvélaverk-
smiðjunum sem smiða E-
3a herþotuna, lýsir helstu
„kostu m " þe s s a
,,f Ijúgandi aðvörunar- og
stjórnkerf is" (Airborne
Warning and Control
System):
„1 striösátökum býöur E-3A
upp á hin skjótu eftirlits-,
stjórnar- og fjarskiptaviðbrögð,
sem eru nauðsynleg til aö
stjórna á sem árangursrikastan
hátt árása-og varnarflugvélum,
og ýmsum öörum aðgerðum i
lofti. E-3A gerir kleift aö fylgj-
ast meö eða finna óvinaherflug-
vélar i lágflugi hvarvetna á
svæðinu, og að þekkja og
stjórna vinaflugvélum á sama
svæði.
Þótt helsta ógnin i dag stafi
frá flugskeytum, þá eru
sprengjuflugvélar enn veruleg
ógnun og fer sú ógnun vaxandi.
Sprengjuflugvélar óvinanna
geta gert árásir i lágflugi og þær
geta skotið flugskeytum handan
radargreislans frá tækjum á
jörðu niðri. Kosturinn við E-3A
er að þetta kerfi fyllir það skarö
sem skapast vegna þess að jarö-
bundnar radarstöðvar geta ill-
mögulega brugðist við slikum
aðferðum, þ.e.a.s. lágflugsarás-
um.
Á friðartimum hefur E-3A
mikilvægu hlutverki aö gegna
við það aö fylgjast með óvina-
flugvélum og skipaferöum.
Jafnframt slikum verkefnum,
mun kerfiö taka þátt i þjálfun
árása- og varnarsveita. Þessi
algjörlega fjölhæfa flugvél
skapar nýjar viddir i stjórnun
og fjarskiptum.”
„Flugherinn hefur komist að
þeirri niðurstööu aö E-3A geti
brugðist við á hættutimum og
haldið uppi starfsemi i átökum
um allan heim.”