Þjóðviljinn - 15.12.1979, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. desember 1979.
AF SVARI VIÐ GAGNRÝNI
Eitt dagblaðanna birti i hinni vikunni gagn-
rýni á gagnrýni um gagnrýni þá sem ég skrif-
aði um gagnrýni Jóhanns Péturssonar gagn-
rýnanda á gagnrýni Páls Snorra um gagnrýni
þá sem hann skrifaði um gagnrýni mína á
skáldverkinu „Fegrun greppitrýna", sem
bókaútgáfan Gerpir gefur út fyrir þessi jól.
Ég verð að segja, ef tir að haf a á gagnrýriinn
hátt lesið þessa gagnrýni á gagnrýni um
gagnrýni á gagnrýni um gagnrýni á gagnrýni
um gagnrýni mína, að mér rennur til rif ja það
fádæma skilningsleysi sem birtist í þessum
skrifum. Skilningsleysi á störfum okkar
gagnrýnenda sem slíkra og þeirri aðstöðu sem
okkur er búin til að sinna hinni háleitu köllun
ritdómarans í ýtarlegri gagnrýni á mikið
magn menningarlegra bókmennta sem
hrannast upp fyrir fæðingarhátið frelsarans,
jólin.
I umræddri blaðagrein er ég gagnrýndur
fyrir það m.a. að hafa gagnrýnt bókina
„Fegrun greppitrýna" án þess að hafa lesið
hana. Það er að visu rétt. Ég skrifaði gagn-
rýnina um bókina ólesna, og lái mér hver sem
vill. Ég leyfi mér bara að spyrja greinar-
höfund hvernig ég hefði átt að lesa bók, sem
ekki var einu sinni komin á markaðinn.
Annars virðist mér kominn tírpi til, að þeir
sem gagnrýna störf okkar gagnrýnenda hvað
harðast, fari að fá orð í eyra, þó ekki væri
nema til þess eins að islenska þjóðin gerði sér
Ijóst við hvaða skilyrði við gagnrýnendur
búum í starfi.
Flestir okkar eru læsir, margir jafnvel
hraðlæsir, en slíkt getur óneitanlega komið sér
vel, þegar við þurf um — eins og sumir okkar
— að skrifa fjörutíu bókmenntalega ritdóma
um f jörutiu bókmenntaverk á þrem vikum og
brjóta innihald hverrar bókar til mergjar í
menningarlegum, listrænum og bókmennta-
legum skilningi. Slíkt og þvílíkt er á suma okk-
ar lagt fyrir jólin.
Það ætti að vera augljóst hverjum manni,
hvílíkt þrekvirki það er fyrir mann í fullri
vinnu að lesa tvö til þrjú skáldverk á kvöldi,
eftir erfiðan vinnudag, og skrifa um þau
greinargóða bókmenntalega gagnrýni. En
þetta látum við ritdómendur okkur hafa. Já,
og sumir okkar þurfa meira að segja að fara í
leikhúsið á kvöldin og skrifa um það.
Þessar staðreyndir ættu þeir, sem haf a leyf t
sér að gagnrýna vinnubrögð okkar gagn-
rýnenda, að hafa hugfastar.
Mér er satt að segja til efs, að nokkurs stað-
ar á byggðu bóli séu til aðrar eins hamhleypur
í ritdómum eins og islenskir bókmennta-
gagnrýnendur. Þessi vegna vísa ég á bug allri
þeirri gagnrýni, sem við gagnrýnendur höf um
orðið fyrir að undanförnu, vísa þeim beint til
föðurhúsanna.
Hvað segir raunar ekki í Völuspá: „Enginn
gerir betur en sitt besta".
Auðvitað er það Ijóst, að enginn getur gert
betur en sitt besta. Þvi er það, að þeir sem eru
ó- eða illa læsir, eru verr í stakk búnir til að
skrifa greinargóða ritdóma um langa og
tyrfna doðranta, heldur en hinir sem betur eru
læsir. Oft er það svo, að ólæsir eru illa
skrifandi.
Mér er jafnvel sagt, að i hópi okkar ritdóm-
ara séu til þeir sem ekki komist yf ir að lesa og
skrifa um nema eitt skáldverk á dag.
Það kann að vera, að menn spyrji sem svo:
Er ekki ólæsi góðum ritdómara og krítíkker
fjötur um fót?
Því er til að svara, að það er öðru nær.
Fjölmargir okkar eru bæði illa læsir og illa
skrifandi, en aldrei veit ég til þess, að við höf-
um látið það aftra okkur í að gegna hlutverki
okkar sem ritdómarar. ( okkar hópi eru bestu
menn, og jafnvel konur, og þetta fólk á að fá
að skrifa gagnrýni eins og hver annar.
Raunar er lausnin á vanda þeirra rit-
dómara, sem ekki kunna að lesa, löngu f undin.
Þeir eru einfaldlega látnir gagnrýna Ijóða-
bækur, eins og dæmin sanna.
En mergurinn málsins er auðvitað sá að það
er vinna okkar gagnrýnenda og lifibrauð að
skrifa gagnrýni um bækur. Eða hvað sagði
ekki Ijóðagagnrýnandinn á dögunum:
Eitt má vita íslensk þjóð:
allir þurfa að lifa.
Þó kunni ég ekki að lesa Ijóð,
er létt um þau að skrifa.
Flosi.
Sigurjón Rist ritar um sundlaugarmál:
Hvenær kemur Elliða
árlaugin?
Arbœingar og
Breiöholtsbúar bíða svars
Notalega sundlaug lausa viö allt prjál ætti aö gera fyrir neðan
fyrirhugaða brií milli Arbæjar og Breiðholts.
Sigurjón Rist: Útivistarsvæðið
við Elliöaárkjöriö fyrir sundiaug.
Hárgreidslu-
og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugavegi 18 simi
24616
Opið virka daga kl.
9—6
laugardaga kl. 9—12
Fréttir herma aö Landsbankinn
muni á næsta áribyggja störhýsi i
Mjóddinni i Breiðhoiti. Aö venju
fylgir þvi nokkur kitlandi ánægju-
tilfinning að frétta að upp muni
risa myndarleg bygging og
ánægjuiegt er aö vita um aöila
sem hefur auraráð tii fram-
kvæmdanna.
Gera má þó ráð fyrir aö fögnuð-
ur Arbæjar- og Breiðholtsbúa
hefði orðiö dýpri og innilegri, ef,
eða réttara sagt verði, þegar sá
dagur rennur upp. að út berst sú
frétt að byggja skuli sundlaug i
Elliðaárdalnum.
Liðin eruein niu ár siðan Breið-
holtsbúar reifuðu máliö. Fátt hef-
ur skeð. Sundlaugarborur við
skólana i Breiöholti skipta vart
máli fyrir hverfin i heild. Friða
máske samvisku menntafrömuða
og gera mögulegt aö eyða upp til
agna lögskráöum fjárveitingum.
A sama tima hefur sund-
kunnáttu borgarbúa vafalitið
hrakað og þaö sennilega allveru-
lega.Aö vlsu er keppnisfronturinn
meiri og glæsilegri en það kemur
niöur á hinum almenna borgara
að hafa sundstaði sf og æ tokaöa
vegna „séræfinga”.
A útivistarsvæðinu við Elliðaár
er landrými mikið, svo að vand-
kvæðalftið ætti aö vera að koma
þar fyrir sundlaug. I mynni dals-
ins neðan við fyrirhugaöa brú
milli Arbæjar og Breiöholts er
skýlt og að þvi leyti ákjósanlegur
staður fyrir útisundlaug og sól-
baðsstað. Og þar yröi sundlaug
staösett i nægilegri hæð til þess að
I unnt veröi aö koma klórmenguðu
frárennsli hennar til Fossvogs, en
ætlamá aö áhugisé fyrir að firra
Elliðavog sliku vatni sökum laxa-
ræktar þar.
Eðlilegt virðist að byggja nota-
lega sundlaug þar og lausa við
allt prjál. bað ætti ekki að vera
borgarfélaginu ofvaxiö.
Látið gísl-
ana lausa
A utanrlkisráöherra fundi
NATO i Brussel nd I vikunni
var fjallaö um ástandiö i
iran.töku bandarfska sendi-
ráösins og gfslingu starfs-
manna þess. Skoruöu rikis-
stjórnir NATOríkjanna.á
Irönsk stjórnvöld aö láta
þegarlausa.heilaá hUfi, alla
sendiráösstarfsmennina og
leyfa þeim aö snúa aftur til
heimalands sins.
1 fréttatilkynningu, sem
Þjóöviljanum barstfrá utan-
rikisráöuneytinu i gær segir
m.a. að utanrlkisráðherr-
arnir hafi áréttað að riki sfn
virði til fulls sjálfstæði ann-
arra rikja og viðurkenni rétt
allra þjóða til að varða
stjórnmálalega, efnahags-
lega og félagslega braut
sina. Þau hafi ekki löngun til
að blanda sér f írönsk innan-
rikismál.
beir lögðu áherslu á að
taka gisla væri meö öllu
óverjandi og yrðu riki heims
þvi aö sameinast um öfluga
andstöðu gegn slikum aö-
gerðum.
Tónlistar-
skólinn í
Bústaða-
kirkju
A morgun kl. 17 heldur
Tónlistarskólinn í Reykjavik
tónleika i Bústaðakirkju. A
efnisskrá eru m.a. verk eftir
Purcell, Grieg og J.S. Bach,
sem Hljómsveit Tónlistar-
skólans flytur undir stjórn
Mark Reedman. Þá mun kór
skdlans flytja nokkur jólalög
og eru stjórnendur hans
Marteinn Hunger Friðriks-
son og nemendur tón-
menntakennaradeiidar.
Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.