Þjóðviljinn - 15.12.1979, Page 6

Þjóðviljinn - 15.12.1979, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. tíesember 1979. Berglind Gunnarsdóttir Guómundur Hallvarósson Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir Sigrún Hjartardóttir Eirikur Guójónsson Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsóttir Afturhaldsöfl sœkja aö frjálsri fóstureyðingalöggjöf Varnarbarátta naudsyn Víða i Evrópu hafa fóstureyðingamál komist í brennidepli á nýjan leik, bæði í þeim löndum sem framfarasinnuð fóstur- eyðingarlöggjöf náði fram að ganga i kjölfar hinnar fjölþjóðlegu fóst- ureyðingabaráttu á árun- um 73-76 og eins á kaþólskum áhrifasvæð- um í suðurhluta Evrópu þar sem fóstureyðingar eru enn bannaðar. Afturhaldssöm viðhorf nýja páfans til kynferðis- mála, fjölskyldumála og kvennabaráttu hafa hleypt nýrri öldu af stað í fóstureyðingabaráttunni, en þessi viðhorf páfans eru hugmyndaleg þumal- skrúfa á öllum hinum kaþólska heimi. A Spáni hafa 62 manneskjur verið dregnar fyrir dómstóla á þessu ári vegna fóstureyöinga og átti kona nokkur 53 ára sem var sökuö um að hafa framkvæmt fóstureyðinguna, 28 ára fangelsi yfir höfði sér. 1 Bilbao voru 11 konur dregn- ar fyrir rétt í október s.l. og voru þær sakaöar um aö hafa látið framkvæmda fóstureyð- ingu, en samkvæmt þarlendum lögum er hægt að krefjast frá eins árs til allt að 10 ára fangelsisvistar fyrir slikan ,,glæp”. öllum þessum 11 kon- um hafði verið neitað um getnaðarvarnir af læknum og sögðu lögfræðingar þeirra að eini glæpurinn sem þær heföu framið varaöveraof fátækar til að eignast fleiri börn. Þessi réttarhöld hrintu af stað víðtækum aðgerðum um allan Spán þar sem baráttumenn af báðum kynjum lýstu yfir stuðn- ingi við konurnar og undirrituðu yfirlýsingu um að þeir hefðu lika látiö framkvæma fóstur- eyöingu, eöa aðsoðað viö slikt. Spænska rikisstjórnin hefur samþykkt að koma á fót stofn- unum sem myndu veita ráðgjöf varðandi fjölskylduáætlanir og fræðslu um kynferðismál, en einungis 19 slíkar stofnanir af þeim 72 sem áætlaðar eru, hafa verið settar á stofn og einungis þar sem þrýstingur frá utanþingsbaráttunni er sterkur. Þessar stofnanir búa við fjár- svelti vegna andstööu kaþólskra við starfsemi þeirra, en kaþólskir vilja hvorki leyfa getnaöarvarnir né upplýsingu um kynferðismál eins og kunn- ugt er. 1 Frakklandi er ástandiö viða mjög slæmt þrátt fyrir að fóstureyðingar hafi verið heimilaðar siðan 1974. Stúlka sem vill fá fóstureyðingu þarf oft aö ganga frá Heródesi til Pilatusar þvi sjúkrahúsin visa gjarnan frá sér og bera viö skorti á legurýmum. Þannig er þaö ekki óalgengt aö þegar stúlka hefur loks fengið inni á einhverrni klinikkinni er hún gengin of langt með til að að- gerðin sé heimiluö. Þá taka þeir læknar við sem starfa f húsa- sundum og taka stórfé fyrir, sem útiloka efnaminni konur. 1 nóvember s.l. gengu tugir þúsunda um götur Parisar til að mótmæla þessu ástandi. Þýsk yfirvöld haf áhyggjur af _ lækkandi fæðingartölu og af- leiðingum þess á efnahagslifið i framtiöinni, eins og titt er i fleiri löndum (m.a. hér). Þeir gera fóstureyöingar að allsherjar blóraböggli og telja þær orsök flests sem miður fer, allt frá „upplausn heimilanna” til laus- lætis og lækkandi fæðingartölu. 1 Þýskalandi og viðar, einkum þar sem kaþólikkar eru áhrifa- valdar, þurfa konur sem óska fóstureyðinga oft að ganga I gegnum frumskóg af niður- lægjandi formsatriðum og mæta gjarnan lftillækkun af hálfu starfsfólks sjúkrahúsa og lækna. A Italfu geta aöeins 20% þeirra kvenna sem óska fóstureyð- ingar fengið hana með lagaleg- um hætti. Baráttukonur þar halda þvi fram að margir þeir læknar sem neiti að fram- kvæma fóstureyðingar inni á spitölum bjóðist til aö fram- kvæma aðgerðina „bak viö tjöldin” og þá fyrir svimandi fjárupphæðir. Hér á landi hefur veriö heldur hljótt um fóstureyöingar frá þvi að frumvarp Þorvalds Garðaru var kveöiö niður i fyrra. Nú biða konur spenntar eftir þvi aö Þor- valdur Garöar verði einn ötulasti talsmaður kvenna inni á þingi og berjist þar fyrir ýms- um félagslegum umbótum, s.s. fæðingarorlofi fyrir báða foreldra, rétti foreldra til veik- indadaga vegna veikinda barna sinna, auk úrbóta i dagvistar- málum. Má ekki reikna með stuðningi hans? Islensk fórstureyðingarlög- gjöf er framfarasinnuö þótt ákvörðunarvaldið liggi ekki hjá konunni sjálfri, heldur hjá lækn- um, en það gefur auga leið að þessa ákvörðun getur aðeins konan sjálf tekið. En þar sem fóstureyðing er undantekn- ingarlaust neyðarúrræði hverrar konu er brýn nauðsyn á öflugri kynferðisfræðslu og ráð- gjöf. Sú hlið mála hér á landi hefur orðið gróflega útundan og hvorki er veitt nægilegu fé i slika fræðslu né gert ráð fyrir þeim mannafla sem til þarf til aö bera uppi almenningsfræðslu og starf meðal unglinga Heimild Newsweek. HJ Mótmælaaðgerðir á Spáni. Er lfkami konunnar hennar eign eöa eign kirkju og rikis? Hvað er um að vera hjá Rauðsokkahreyfingunni? Eins og fram hefur komið á þessari sfðu áður, hélt Rauð- sokkahreyfingin 27. október s.l. sina árlegu ráðstefnu. A þeirri ráðstefnu var rætt um stöðu hreyfingarinnar í dag. Starf vetrarins skipulagt og lfnur markaðar um ýmis mál. M.a. var tekin afstaða til kröfunnar „Felri konur á þing”. Afstaða Rauösokkahreyfingarinnar hef- ur vakið allmikia umræðu i blööum að undanförnu. 1 framhaldi af þeim um- ræöum boðaöi hrjyfingin til opins fundar i Felagsstofnun stúdenta. undir kjörorðinu „Fleiri konur á þing, hvers vegna?” Konum frá framboös- listumflokkanna I Reykjavikvar sérstaklega boðiö a fund þenna, sem var vel sóttur og umræöur miklar og margbreytilegar. Rauðsokkahreyfingin hefur haldið á lofti kröfum Barnaárs- nefndar A.S.I., sem fram komu á þingi Verkamannasambands Islands s.l. haust og hreyfingin hvetur verkalýðsfélögin til aö taka þessar kröfur upp I kom- andi samningum. Kröfurnar eru: 1. Launagreiðslur til foreldra i veikindum barna. 2. Þriggja mánaða fæðingar- orlof á fullum launum, sem greiðist af almannatrygging- um 3. Fullnægt verði þörf fyrir dag- vistunarþjónustu með skipu- lögðu átaki, þannig að máliö náist innan sjö ára. 4. Settar verði strangar skoröur við vinnutima barna og ung- linga. Niðurlægjandi Eins og fram hefur komiö i fréttum var haldin feguröar- 1 samkeppni ein mikil á Hótel Sögu. Rauösokkahreyfunni þótti ástæöa til að sýna lit gagnvart slikri niðurlægjandi athöfn. Mætti þvi hópur félaga við hótelið með kröfuspjöld, baráttusöngvar voru sungnir og áhersla lögð á, aö konan væri Framleiðsluaukning í fataiðnaði —einhæfari störf saumafólks Lesandi Jafnréttissiðunnar benti okkur á viðtai við Ingjald Hannibalsson, hjá Félagi Islenskra Iðnrekenda I 10. tbl. Frjálsrar verslunar. Viðtalið ber yfirskriftina: „Iðnþróunar- aðgeröir i fataiönaöinum” og er þar fjallað um framleiöni i fata- iönaðinum og kynntar áætianir um framleiðniaukningu sem Ftl stendur fyrir. Ingjaldur gefur m.a. eftir- farandi skýringu á litilli fram- leiöni: „Þá gefur það auga leiö að þegar t.a.m. ein konavinnur flikina að verulegu leyti frá upphafi tilenda, þá erþað miklu óhagkvæmara en að láta hverja saumakonu vinna litið verk. Þannig gengur verkiö mun betur og framleiönin veröur meiri.” Framtiðin á saumastofum er samkvæmt þessu sú að sérhver manneskja (sem, eins og lif- fræðin gerir ráð fyrir hlýtur að vera kona) mun þurfa að sér- hæfa sig i einni eða fáum gerð- um saums þar sem saumaö veröur á færibandi. Og vinnan verður vélræn og einhæf. Undirrituö minnist viðtals á s.l. ári i barnatíma útvarpsins við lítinn polla á barnaheimili; þegar hann var spuröur aö þvi hvað mamma ynni svaraði hann eitthvað á þessa leið, „hún saumar rennilása á buxur allan daginn, alltaf.” Skyldi einhæf og vélræn vinna vera ástæða þess aö saumastofa Karnabæjar auglýsir á eftir- farandihátt: „Nei strákar, okk- ur vantar ekki stjórnendur, það sem okkur vantar eru sauma- konur.” Skyldu „strákarnir” með stjórnunardraumana fást I saumastörfin? H.J manneskja en ekki markaðs- vara. Um þessar mundir stendur yfir i Sokkholti (stöö Rauð- sokkahreyfingarinnar) félags- málanámskeiö, sem Helga- Sigurjónsdóttir stýrir. Þátt- takendur námskeiðsins eru bæöi virkir meðlimir hreyfingarinn- ar sem og nýliðar og er þátttaka góð og áhugi mikill. Laugardagskaffi Laugardagskaffihafa nú ver- ið reglulega á hverjum laugar- dagsmorgni i Sokkholti frá kl. 11.30-13.00. Þar geta allir sem áhuga hafa, komiö og keypt sér ódýrt kaffi, rætt málin, fengið upplýsingar um starf hreyf- ingarinnarog fleira þessháttar. Oðru hverju verður reynt aö bjóða gestum upp á eitthvert sérstakt efni, og má geta þess að nú fyrir skömmu mætti Auöur Haralds rithöfundur og var hin margumtalaða bók hennar Hvunndagshetja tekin til umfjöllunar. Húsfyllir var þennan morgun og umræöur hinar f jögugustu. Von er til þess aö fleiri slikir gestir komi og setji svip sinn á þessa annars ágætu morgunstund. Rauðsokkahátíð fram- undan NU fer að byr ja undirbúningur aö „Rauðsokkahátiöinni”. Standa vonir til að hún geti oröiö siðast i janúar. Er þvi tilvalið að nota hértækifærið ogbenda á aö allir sem áhuga hafa á að taka þátt i undirbúningi geta skráð sig á lista sem er i Sokkholti. Um svipað leyti er von á blaði hreyfingarinnar „Forvitin rauð” sem stefnt er að, að komi nú út ársfjóröungslega. Arsfjórðungsfundur Rauö- sokkahreyfingarinnar veröur haldinn i byrjun janúar, og verður hann auglýstur á þessari siðu siðar. S.H.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.