Þjóðviljinn - 15.12.1979, Qupperneq 7
Laugardagur 15. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Sjö stelpur á E
Reyðarfirði
Leikstjóri, leikarar og leiksviösmenn.
Leikfélag Reyöarfjaröar
sýnir Sjö stelpur
eftir Erik Thorstensson
Leikstjóri: Kristfn Anna Þór-
arinsdóttir.
Leiksýning úti á landsbyggö-
inni er ævinlega meö mestu
menningarviöburöum þar, stund-
um sá eini raunar, en þvi meiri þá
og eftirtektarveröari. Uppskeran
hlýtur ætlö aö vera misjöfn, en
hitt fer ekki milli mála, aö á bak
viö leiksýninguna liggur mikiö og
óeigingjarnt starf margra, unniö
af áhuga og leikgleöi og sem
beturferoftastaf ærinni Iþrótt, ef
viö áhugafólk er miöaö og stund-
um þarf þá viömiöun ekki.
Sveitungar minir sýndu nýlega
vandasamt og umhugsunarvert
verkefni, Sjö stelpur eftir Erik
Thorstenson, leikrit, sem ég haföi
séö hér I Þjóöleikhúsinu og sem
ég sá aö kraföist mikillar vinnu
og styrkrar og nærgætinnar leik-
stjórnar, ef takast ætti aö koma
þvi vel til skila. Vandamál stúlkn-
anna á upptökuheimilinu er miklu
nær okkur en viö viljum vera láta,
og þó mér þyki höfundurinn ekki
sýna nógu vel undirrót hvers
vandamáls, þá má lesa milli lln-
anna, og nakinn raunveruleikinn
getur endurspeglast I næsta
nágrenni okkar, ef viö gætum vel
aö. Drykkjusýki, eiturlyfja-
neysla, hippasöfnuðir, heimilis-
vandi, sem bitnar á börnunum,
svo dæmi séu tekin, nálægöin er
meiri en svo aö viö getum meö
góöu móti sagt, þetta á ekki viö
okkur, þessu erum viö svo fjarri.
Þó hafa leikendur sagt mér, að
þessi hafi verið viöbrögö
margara leikhúsgesta. Þaö kem-
ur I engu á óvart, tilhneiging okk-
ar er sterk til aö lúta þvl sem
meistarinn sagöi forðum : sjáandi
sjá þeir ekki og heyrandi heyra
Steinunn Þ. Guömundsdóttir.
Nidur
fljótsins -
safn
smásagna
Niöur fljótsins heitir safn smá-
sagna eftir Steinunni Þ. Guö-
mundsdóttur sem nýlega er kom-
iö út.
Höfundursegir svo frá, aö smá-
sagan haf i oröiö sér kær af þvl aö
„hún er llk stuttri ferð þar sem
huldir atburðir gerast fyrirvara-
laust. Hún dregur upp svipmynd-
ir minninga og reynslu.”
Bókin geymir nítján smásögur.
Tvær þeirra hafa hlotiö verölaun.
Onnur I Eimreiöinni; sú heitir
„Bláa skelin”og fjallar um göm-
ul hjón sem eru „fyrir skipu-
laginu” einsogþaö heitir; borgin
er aö stækka, kofinn þeirra verö-
ur aö vikja. Hin verölaunasagan
kom fyrst I Heima er best, hún
heitir „Myndir minninganna’ og
fjallar um jól bernskunnar og
hugblæ þeirra.
þeir ekki.
A sama hátt höfum viö vanrækt
samhjálp og raunverulegan
náungakærleik, þannig aö vanda-
málin hafa oröiö verri og meiri en
annars heföi þurft aö vera. Sjálfs-
elska okkar blindar okkur og
þegar ár fatlaöra gengur nú I
garö mættum viö viö gjarnan llta
okkur nær og framkvæma I staö
fagurra oröa, sem oft eru látin
nægja sem allsherjar friöþæging
okkur til handa, sem viö góöa
heilsu og góö kjör búum. — En
þetta var útúrdúr. — Leikdóm
ætlaði ég ekki aö skrifa, en svo
undarlegt lán var þaö, aö mitt I
sautján funda framboösbaksi gat
ég verið laus eitt kvöld og þaö
kvöld frumsýndu Reyöfiröingar
einmitt Sjö stelpur.
Þaö var mér óblandin ánægja
aö sjá þetta verk svo vel unnið,
svo heilsteyptan leik og sannfær-
andi, svo ágæta leikstjórn, sem
skilaöi aö mlnu mati þvl besta hjá
hverjum og einum. Kristln Anna
lagöi jafnmikla alúö viö heildar-
svipinn sem hvert einstakt atriöi,
hvern einstakling. Þaö fór ekki
framhjá neinum aö þaö haföi
veriö hugaö aö öllu, smáu sem
stóru,og þaö var aðal þessarar
sýningar, en mjög leiftrandi til-
þrif leikenda glöddu auga og eyra
sannarlega.
Hlutverkin eru mörg og marg-
visleg og erfiö I túlkun. Ég hlýt aö
segja þaö aö meö öll var vel farið
og af skilningi og nærfærni. Af
mörgu væri aö taka, ef segja ætti
frá hverjum einstökum, en aöeins
minnt á þau hlutverk, sem mest
tilefni gáfu til leiks og þess getið,
hvernig meö var fariö. Hæst ber
leik Bryndlsar Steinþórs I hlut-
verki Barböru, dópistans, sem
var svo framúrskarandi aö ég
hefi tæpast séö betur gert af
áhugaleikara. Innlifun og tilþrif,
sem og túlkun öll var sllk. Þórir
Gíslason I Svegasi er marg-
reyndur leikari, sem oft áöur hef-
ur sýnt þaö, aö hann gefur I engu
atvinnumönnum eftir, geröi slnu
hlutverki einstaklega trúveröug
og góö skil. Þá er aö geta þeirra
sérstaklega: Helgu Guömunds-
dóttur, Sigrlöar ólafsdóttur og
slöast en ekki slst Margrétar
Traustadóttur, sem allar léku
meö ágætum, hver á sinn hátt.
Margrét hefur einkar góöa rödd,
og hafi menn ekki áöur séö ósvik-
inn hippa undir áhrifum frá
einhverjum fjarlægum guöi, þá
sýndi Margrét hann vel.
Rúnar Sigurjónsson geröi
erfiöu hlutverki hin bestu skil, og
sýndi sannfærandi leik, og sama
má um aöra segja: Alfheiöi
Hjaltadóttur og Hörö Þórhalls-
son, sem túlkuöu sín hlutverk vel,
en bæöi hafa áöur sýnt hin ágæt-
ustu leiktilþrif og eru meö
traustustu leikurum okkar, hvort
sem um er aö ræöa gaman eöa
alvöru..
Þá er aö geta tveggja nýliöa
með lítil hlutverk, sem skiluöu
sér meö prýöi mikilli, þær
Guölaug Metúsalemsdóttir og
Geröur Ósk Oddsdóttir. Af þeim"
má mikils vænta.
Oft er um þaö rætt, þegar
leikdómar af þessu tagi koma á
prent, aö þar ráöi lofið eitt
feröinni. Hér er um veröskuldaö
lof aö ræöa, en hinu er I engu
gleymt þar fyrir, aö óneitanlega
má margt aö finna, margt mætti
betur fara, en svo má gjarnan
segja um margar atvinnumanna-
sýningarnar og á þessari sýningu
voru svo sára fáir hnökrar miðað
viö áhugafólk, aö ég er ekki
maður til aö finna þar aö.
Slik áhrif haföi sýningin I heild
á mig, vakti mér gleöi, umhugsun
og oft á tiöum hreina unun.
Til hamingju, kæru sveitungar
og ágæti leikstjóri, öll þiö sem á
leiksviöi sem utan lögöuö hönd aö
og geröuö þetta aö ótviræöum
leiksigri á tuttugu ára leikfélags-
afmælinu. Veröug afmælisgjöf og
vekurupp marga gamla minning,
sem i muna geymist.
Heill og hamingja fylgi ykkur.
örlitil viðbót
við leikdóm
Hugurinn hverfur til baka.
Tuttugu ár eru liðin slöan lítill,
samstilltur hópur kom saman I
gamla skólanum heima og stofn-
aöi Leikfélag Reyöarfjaröar.
Kveikjan var sýning voriö 1959
á Delerium bubonis eftir þá
bræður Jónas og Jón Múlá
Arnasyni, sýning sem tókst meö
ágætum miöaö viö aöstæöur. 1
tuttugu ár hefur svo margt veriö
gert, ágætar leiksýningar, góöar
kvöldvökur fyrir eldra fólk, en
fyrst og síöast mikil og óeigin-
gjörn vinna margra. Ég nefni
leiksýningar eins og Júpiter hlær,
Grátsöngvarann, Allra meina
bót, Drauglestina, Forrikan
fátækling, Járnhausinn og Sólar-
ferö. Innlend og erlend leikrit til
skiptis, misjöfn aö gæöum og
meöferö allri, að sjálfsögöu, en
engu aö síöur merkileg afrek,
hvert á sinn hátt. Og nú er starfiö
I blóma og menn hyggja á nýtt
verkefni.
En þegar rétt er skyggnst til
baka þá verða tvö nöfn svo yfir-
þyrmandi sterk I huga mér, aö ég
hlýt aö staldra þar viö.
Fyrsti formaöurinn, eldhuginn
og félagsmálafrömuöurinn minn
kæri vinur og félagi Sigfús heitinn
Jóelsson, skólastjóri, llfiö og sálin
I öllu skipulagi og starfi fyrstu
fjögur árin, þegar alls kyns
erfiðleikar dundu á, þá var bjart-
sýnin og áhuginn öllu æöra og allt
var yfirstigiö.
Og Þórey heitin Björnsdóttir,
blessuð Tóta min, sem geröi frú
Pálinu Ægis slika, aö annar eins
leikur hefur tæpast sést austur
þar.
Þaö er bjart yfir minningu
þeirra beggja og þeirra er öörum
fremur skylt aö minnast nú á
þessu afmæli okkar.
Hamingjuóskir flyt ég mlnum
kæru félögum og vonast til aö sjá
nýtt verkefni á nýju ári, um leiö
og ég þakka fyrir samstarf og
samvinnu oiöinna ára, sem veittu
mér meiri llfsánægju en flest
annaö. HelgiSeljan.
»v •».
Oddný Guömundsdóttir:
SÍÐASTA BAÐSTOFAN
I þessari raunsönnu sveitalífsfrá-
sögn fylgist lesandinn af brennandi
áhuga með þeim Dísu og Eyvindi,
söguhetjunum, með ástum þeirra og
tilhugalífi, með fátaekt þeirra og bú-
hokri á afdalakoti, frá kreppuárum til
allsnægta velferðarþjóðfélags eftir-
stríðsáranna. Hér kynnumst við heilu
héraði og íbúum þess um hálfrar
aldar skeið - og okkur fer að þykja
vænt um þetta fólk, sem við þekkjum
svo vel að sögulokum. Við gleymum
þvi ekki.
Verö kr. 9.760.
Frank G. Slaughter:
DYRDAUÐANS
Nýjasta læknaskáldsagan eftir hinn
vinsæla skáldsagnahöfund Frank G.
Slaughter. Þessi nýja bók er þrungin
dulrænni spennu og blossar af heit-
um ástriðum. Skáldsögur Slaughters
hafa komiö út í meira en 50 milljónum
eintaka.
Verð kr. 9.760.
Jónas Jónasson frá Hofdölum:
HOFDALA-JÓNAS
Þessi glæsilega bók skiptist i þrjá
meginþætti: Sjálfsævisögu Jónasar,
frásöguþætti og bundiö mál. Sjálfs-
ævisagan og frásöguþættirnir eru
með því bezta sem ritað hefur verið í
þeirri grein. Sýnishornið af Ijóðagerö
Jónasar er staðfesting á þeim vitnis-
burði, að hann væri einn snjallasti
Ijóðasmiður í Skagafiröi um sína
daga.
Hannes Pétursson skáld og Krist-
mundur Bjarnason fræðimaður á
Sjávarborg hafa búið bókina undir
prentun.
Verðkr. 16.960.
Friðrik Hallgrímsson:
MARGSLUNGIÐ MANNLÍF
Sjálfsævisaga skagfirzka bóndans
Friðriks Hallgrímssonar á Sunnu-
hvoli sýnir glögglega að enn er f
Skagafirði margslungið mannlíf.
Verð kr. 9.760.
Ken Follett:
NÁLARAUGA
Æsispennandi njósnasaga úr síð-
ustu heimsstyrjöld. Margföld met-
sölubók bæði austan hafs og vestan.
Sagan hefur þegar vérið kvikmynd-
uð.
Verð kr. 9.760.
Sidney Sheldon:
BLÓÐBÖND
Þetta er nýjasta skáldsagan eftir
höfund metsölubókanna „Frarn yfir
miðnætti" og „Andlit í speglinum".
Hér er allt í senn: Ástarsaga, saka-
málasaga og leynilögreglusaga. Ein
skemmtilegasta og mest spennandi
skáldsaga Sheldons. Sagan hefur
verið kvikmynduð.
Verð kr. 9.760.
Ingibjörg Sigurðardóttir:
SUMARVIÐ SÆINN
Ný hugljúf ástarsaga eftir Ingibjörgu
Siguröardóttur. Sögur Ingibjargar
njóta hylli almennings á íslandi.
Verð kr. 8.540.
Björn Haraldsson:
LÍFSFLETIR
Ævisaga Áma BJömssonar tónskálds
Hér er saga glæsileika og gáfna,
mótlætis og'hryggðar, baráttu og
sigra. Þessi bók færir oss enn einu
sinni heim sanninn um það, að
hvergi verður manneskjan stærri og
sannari en einmitt í veikleika og
mótlæti.
Verð kr. 9.760.
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■ AKUREYRI