Þjóðviljinn - 05.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. janúar 1980 UODVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandl: útgáíufélag Þjódviljans Frnmkvcmdaitjóri: EiBur Bergmann RlUtJArar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. FrétUatJóri: Vilborg HarBardóttir OmsJónnrmnBur SunnudagsblnBs: Ingólfur Margeirsson Hekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón FriÖriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson lþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón ölafsson C'tlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson Handiita- og prófárkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar GuÖjónsson, Guömundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttii*'. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gúömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Sovéskur her í Afganistan • Afganistan var til skamms tíma eitt af þeim ríkjum sem eru utan viðsöguna. í þessu víðlenda f jalllandi ríktu forneskjulegir búskaparhættir og ekki síður fornfálegir stjórnarhættir, landsmenn hafa verið fátækir, ólæsi mikið. Landið var um margt eins og minjagripur f rá tíð lénsskipunar —og það þurfti því engum að koma á óvart þótt í sliku landi brytist út bylting í fyrra. Það þurfti heldur enginn að furða sig á þvf, að marxísk öfl hefðu forystu í þeirri byltingu, — svo mjög sem slík öfl hafa komið við sögu þjóðfélagsbaráttu í löndum þriðja heims- ins. Það þótti heldur ekki undrunarefni, að Sovétmenn komu við sögu þessarar byltingar — þeir hafa áratugum saman haf t mikil samskipti við þetta grannríki sitt og átt þar ítök — einnig meðan þar ríkti einvaldur konungur. Hitt hefðu færri sagt fyrir, að á örfáum mánuðum hef ur tveim oddvitum byltingarstjórna verið rutt úr vegi með tilheyrandi hreinsunum — ekki sist þar sem þeir báðir, sem og sá maður sem nú fer með forsetavöld í Afganistan, hafa allir verið álitnir vinir og gott ef ekki handbendi Sovétríkjanna. Og fylgir þar með, að siðasta stjórnarbyltingin er bersýnilega gerð að tilhlutun Sovét- ríkjanna og fylgir henni bein íhlutun mikils sovésks her- liðs, sem augljóslega er ætlað að kveða niður alla and- stöðu gegn byltingarstjórninni í Kabúl, hvort sem hún hefur verið í nafni íslams eða hagsmuna einstakra minnihlutaþjóða í Afganistan. • Sovétmenn reyna að afsaka þessa íhlutun með því meðal annars að Bandaríkin hafi aðstoðað andstæðinga byltingarstjórnarinnar eða gert sig líklega til þess. Um þessa hluti er fátt annað vitað en það, að risarnir tveir munu reyna að gera hver öðrum skráveifu hvar og hve- nær sem tekister á um f ramtíðarþróun einhvers lands — það lögmál verður sannað með mörgum skýrum dæm- um. Vafalaust mun sambúð þeirra fara versnandi á næstunni vegna þessarar augljósu og opinskáu íhlutunar Sovétmanna, að minnsta kosti hafa Sovétmenn lagt i hættu þau drög að samningi við Bandaríkin um takmark- anir á framleiðslu gjöreyðingarvopna, sem þeir hafa lagt mikla áherslu á.Hitt væri enn verra, ef að þessi í- hlutun hefði í för með sér stigmögnun á hernaðarlegum átökum á mjög eldf imu svæði og færi bein þátttaka stór- velda sívaxandi, eins og gerðist í Indókína á sínum tíma — það yrði ekki f riðvænleg byrjun á áratug sem vafalítið verður mjög erfiður. íhlutun Sovétmanna í Afganistan hljóta menn að mót- mæla eindregið og liggja til þess grundvallarástæður. Við vitum að sönnu ekki alltof margt hvorki um þær þjóðfélagsbreytingar sem hvikular byltingarstjórnir í Kabúl hafa sett á oddinn, né heldur um það hvaða svör íslamskir uppreisnarmenn gegn þeim stjórnum telja sig hafa við vanþróun og miðaldaástandi í Afganistan. En hitt er víst, að þegar fjölmennur sovéskur her skerst í leikinn, þá eru Sovétmenn að taka sér dómsvald i þeim málum. Þau ætla með slíkri íhlutun að tryggja sér þá framvindu mála í hinu snauða grannríki sem sé þeim sjálf um í hag, pólitiskt og hernaðarlega. Að öðrum kosti væri ekki sú heimspólitíska áhætta tekin sem íhlutun sovéska hersins er. Og saga Sovétríkjanna sjálfra og grannríkja þeirra í Evrópu sýnir með mjög ótvíræðum hætti og þá ekki síst vinstrisinnum öllum, að það er engin ástæða til að fallast á að Sovétmenn taki sér það lög- regluvald um þróun annarra þjóða sem þeir nú reyna. Oðru nær. — áb pdippt' [ Göteborgs-Posten í þessum þætti var I vikunni ■ gerð grein fyrir skrifi í Göte- “ borgs-Posten um þá ákvörðun Flugleiða að loka söluskrifstofu sinni í Gautaborg og segja upp starfsfólki þar. Af þvi tilefni hefur blaðafulltrúi Flugleiða sent þættinum afrit af greinar- gerðum máliðsemfélagið sendi umræddu blaði í nóvember sl. og ljósrit af frétt Lars Helgen sem byggir að hlut á þessari greinargerð. Enda þótt Göte- borgs-Posten taki aðeins fáein atriði uppúr greinargerö blaöa- fulltrúans er sjálfsagt að geta hér til jafnvægis helstu atriða i henni. Tvær fullyröingar En áður en það skal gert er rétt að vekja athygli á tveimur fullyrðingum ifrétt Lars Helgen i G-P frá 27.11. ’79, sem ekki virðist hafa verið mótmælt af hálfu Flugleiða, en verða þó að teljast ærið merkileg. Þar stendur sumsé: „Það eru meira að segja að því er G-P kemst næst hug- myndir uppi um það innan Flugleiða að hætta flugi til Lundúna og Kaupmannahafn- ar.” Kannast menn við þessar Atlantshafsfluginu i ljósi breyttra samkeppnisreglna. Flugleiðir hafineyðsttilþessað skera niður kostnað sinn yfir allalinuna,ogfækka starfsfólki. Með betra bókunarkerfi og tölvuskráningu væri einnig unnt að réttlæta fækkun söluskrif- stofaog ákvöröuninum að setja aöalsöluskrifstofu Flugleiða fyrir Svíþjóð og Finnland niður i Stokkhólmihafim.a. verið tekin vegna þess að fjölgun farþega hafi verið mest frá Stokkhólms- svæðinu. Það sé þvi rangt að söluskrifstofan i Gautaborghafi skilað mestum árangri. Stokkhólmsr skrifstofan lögö niöur? Ennfremur er i greinar- gerðinni bent á aö allir starfe- menn Gautaborgarskrif- stofunnar hafi fengið uppsagnarfrest i samræmi viö samninga sfna, og að full- yröingar blaðsins um viðskipti Sigurðar Helgasonar og Björns Steenstrup á Lundúnaflugvelli séu beinlinis rangar þvi forstjóri Flugleiða hafi alls ekki verið þar til staðar heldur Martin Petersen sölustjðri. í lokin er frá þvi greint að i vor muni Flugleiöir hef ja á ny flug til Landvetter og á þeirri leiö verði i notkun ny Boeing-727-200 sem byrjar flug á vegum félags- ins i mai. ------—-------------—| myndunartilraun sin. Þegar ljóst var að engin samstaða myndi nást um skipan viðræðu- nefndar af hálfu Sjálfstæðis- flokksins var tekinn sá kostur að veita Geir Hallgrimssyni óskor- að umboð, enda yröi þá persónulegur hnekkir hans af misheppnaöri tilraun þeim mun meiri, en aðrir valdamenn i Sjálfstæöisflokknum hefðu þá friara spil. Með þvi aö halda fjölmiðlum utan viö áþreifingarnar og halda þeim á stigi einka- viðræðna hefur Geir Hallgrims- son reynt að breiða yfir þá stað- reynd að enn hefur hann engan flokk fengið til formlegra viðræðna. Það er enda ekki nema von, þvi eins og einn áhrifamaður i stjórnmálunum sagði viöklippara ifyrradag, þá eru „þreifarar” Sjálfstæðis- flokksins fyrst og fremst „leitandi” og „þreifandi”, og flokksformaöurinn slær i' og úr i einkaviðræöum við fulltrúa annarra flokka. Sjálfstæöis- flokkurinn hafi ekki og sé ekki i stakk búinn til þess að koma meö afgerandi útspil og hug- myndir sem bryddaö hafi á i þessu „leynimakki” rísi ekki yfir þúfu. Óeining um flest Athygli vekur hinsvegar að fram mun hafa komið að mjög mismunandi sjónarmið séu til flestra mála innan Sjálfstæðis- flokksins þará meðal utanrikis- mála og margt óuppgert á heimavelli áður en hægt sé aö Þingflokkur Sjálfstæöisflokksins er innbyröis I tætlum ■ hugmyndir úr umræðu hér að I heiman? ■ Siðar I fréttinni segir: „Samkvæmt heimildum ■ blaösins eru á feröinni róttækar I tiilögur um aö Flugleiöir eigi aö J kaupa sig inn i SAS og mynda ■ samnorrænt flugféiag.” Þetta hlyti að teljast alveg I nýr flötur á Flugleiöakreppunni | ef rétt reyndist. ■ 1 greinargerð blaðafulltrúa I Flugleiða til G-P er þvi annars ■ mótmælt aö til standi að leggja ■ niður starfsemi Flugleiða i | Gautaborg. Henni veröi haldið _ áfram á litilli skrifstofu á sjálf-. I um flugvellinum, Landvetter. J Hiö góöa samband sem verið | hafi milli Gautaborgar og ■ Reykjavikur muni halda áfram I þar sem Flugleiðir veröi áfram , meö flug á Landvetter næsta ■ sumar. Þvi er mótmælt að valda- ! barátta innan félagsins hafi I ráöið ákvörðun um aö leggja ■ söluskrifstofuna niður og sagt | að skrifstofúrnar i Nizzaog Vfn ■ veröi áfram starfræktar. Siðan er gerð nokkur grein ■ fyrir erfiðleikum félagsins I L..—......... Eins og bent er á i fréttinni sem skrifuð er i G-P 1 tilefni greinargeröarinnar þá eru Flugleiöir, sem blaðið nefnir að visu ætið Loftleiðir, að endur- skoða allan flugrekstur sinn og skera niður óarðbæra þætti. En blaðiö bendir á að eigi miðasala og farmiðapantanir á vegum Flugleiöa i framtiðinni aöeins að eiga sér stað i tengslum við tölvubanka á flugvöllum geti rekið aðþvf að söluskrifstofan i Stokkhólmi veröi einnig lögð niður. Þessiskrif i Göteborgs-Posten virðast renna stoöum undir þá skoðun aö tapið á áhættufluginu yfir Atlantshafið bitnar nú harkalega áallriþjónustu Flug- leiðaogerdregiðúr henni nokk- uð jafnt yfir allt fyrirtækið. Yfirbreiösla Ástandið innan Sjálfstæðis- flokksins er samt viö sig. Þar er hver höndin upp á móti annarri og hlakkar i mörgum þing- mönnum hversu bössulega Geir Hallgrimssyni ferst stjórnar- ganga til samninga. Sumir þingmenn Sjálfstæöisflokksins vilja leggja alla áherslu á stórhuga uppbyggingu atvinnu- lifs, bætta stjórnun án tillits til sérhagsmuna atvinnurekenda og eru jafnvel reiðubúnir til stefnubreytinga og endur- skoðunar á utanrikismálastefnu Sjálfstæðisflokksins. Aðrir vilja hinsvegar halda fast f allar kreddur íhaldsins i utanrikis- málum og hugsa fyrst og fremst um hagsmuni heildsala og þrengstu sjónarmið Vinnu- veitendasambandsins. Sjálfur mun Geir Hallgríms- son vera meö ýmsa útreikninga og ráðslag i gangi meöal sér- fræðinga Sjálfstæðisflokksins hjá Landsbanka, Háskóla og Þjóöhagsstofnun, en langt er frá að uppgert sé innan flokksins hversu langt skuli bakka með leiftursóknina. Þaö er því vand- séð hvernig flokkur á borö við Sjálfstæðisflokkinn, eins og þar er nú ástatt innanborös, getur leitt stjórnarmyndunar- viöræður til nokkurra lykta. — ekh og skoríð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.