Þjóðviljinn - 05.01.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.01.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. janúar 1980 T Starfskraftar — óskast Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða tvo starfskrafta i hlutastöður. Starfið er fólgið i ganga-og baðvörslu ofl. við Engidalsskóla Umsóknarfrestur er til 25. jan. n.k. Upplýsingar gefur skólastjóri i sima 54432 og 54433. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Kennara vantar i eftirtöldum námsgreinum á vorönn: Líffræði, stærðfræði og tónmenntum. Upplýsingar gefur Rögnvaldur Sæmunds- son aðstoðarskólameistari. Skólameistari. REYKJAVÍKURHÖFN óskar að ráða sendil strax. Æskilegt að hann hafi vélhjól. Hafnarskrifstofan i Reykjavík. PROFADEILDIR Kennsla hefst mánudaginn 7. jan. 1980 i þeim deildum, sem starfræktar hafa verið frá i haust. AÐFARANÁM FYRIR FÓLK SEM VILL BUA SIG UNDIR AÐ FARA 1 GRUNNSKÓLANÁM NÆSTA VETUR hefst mánud. 14. jan. Þátttakendur gefi sig fram i sima 12992. VIÐSKIPTADEILD fyrsta önn á framhaldsskólastigi verður starfrækt til vors,nemendur gefi sig fram i sima 12992. ALMENNIR NÁMSFLOKKAR: kennsla hefst 14. jan.,innritun verður 10. og 11. jan.,sjá auglýsingar i dagblöðum næstkomandi miðvikud. og fimmtud. Námsflokkar Reykjavikur Til sölu Kienzle mod. 713 T bókhaldsvél með sjálf- virkum ileggjara og teljaravali. Upplýsingar i sima 94-1477 og 94-1433. Nokkrir heppnir viöskiptamenn Happdrættis Háskóla tslands i hófi sem happdrættiö hélt þeim i fyrrakvöld. Lengst til hægri á myndinni er Guömundur Magnússon háskólarektor og næst honum standa þau aiheppnustu, fjörutiuogfimm-miljónamæringarnir Emil Þór Guöbjörnsson og Hrafnhildur Jónsdóttir i Stykkishólmi. Þau hjónin fengu hæsta vinning i desember, 5 miljónir, en þau áttu alla miö- ana af vinningsnúmerinu og fengu þvt samtals 45 miljónir. Aörir á myndinni eru Haraldur Hjartarson, Sigrún Hjartard, Skúli Guölaugsson, Stella Bæringsdóttir, Jón Hjartarson, Valgeröur Jónsdóttir og Sigurjón Karlsson. Þau eiga miöa i félagi og þar á meöal alla miöana I þvf númeri, sem fékk hæsta vinn- ing I júni i fyrra, 2 miljónir. Þau fengu þvi 18 miljónir og auk þess 600 þúsund i aukavinninga. (Ljósm.— Gel) 135.000 viiiniiigar í Happdrætti Háskólans: Vinningarnir hækka og miðaverðið með A þessu ári veröa geröar þær breytingar á rekstri Happdrættis Háskóla tslands, aö verö miöa hækkar i kr. 1.400 á mánuöi og verö (rompmiöans veröur kr. 7.000 á mánuði. Vinningarnir hækka hlutfalls- lega jafntogverðiö. Enn sem fyrr er 70% veltunnar variö til vinn- inga og hærra hlutfall þekkist ekki hjá neinu happdrætti i ver- öldinni. SU hækkun vinninga, sem kem- ur flestum til góða, er aö lægsti vinningur hækkar úr kr. 25.000 i kr. 35.000. 100 þúsund króna vinn- ingar veröa meira en þrefalt fleiri en þeir voru á árinu 1979 eöa 12.852 og 500 þúsund króna vinn- ingar verða meira en tvöfalt fleiri en á árinu 1979 eöa 1.053. Hins vegar veröur hæsti vinningur óbreyttur,kr. 5.000.000, sem þýöir kr. 25.000.000 fyrir þann sem á trompmiðann og kr. 45.000.000 fyrir þann, sem á alla miðana af vinningsnúmerinu. Á vinningaskránni 1980 eru 135.000 vinningar, aö verömæti samtals 6.350.400.000 kr. Happdrætti Háskóla Islands leggur ekki megináherslu á háa vinninga, heldur miölungsvinn- inga og lága vinninga. Hæsti vinningurinn kr. 5.000.000 sem dreginn verður Ut i desember, er aðeins 0.71% af heildarvinningun- um. Til samanburöar má geta þess, aöfyrsta ár Happdrættisins, 1934, nam hæsti vinningur 9,52% af heildarvinningum. Jafnframt er svo þeim, sem vilja spila um hærri vinninga, op- in leiö til þess meö þvi aö kaupa fleiri miöa af sama númeri, 2, 3 eða 4 eöa trompmiöa, sem fimm- faldar vinningana. Sá sem á alla miöa af sama númeri fær nlfald- an vinning á viö þann, sem á aö- eins einn miöa. Veðurfar ársins 1979: Eitt kaldasta árið frá því að mælingar hófust Varla veröa þaö neinum fréttir, aö sl. ár var eitt þaö kaldasta i manna minnum og frá þvi aö reglulegar veöurathuganir hófust hér á landi, en þaö var i Stykkishóimi 1845, þe. fyrir 134 árum. í yfirliti yfir veöurfar ársins 1979 frá veöurstofu Islands segir, aö meöalhitinn i Stykkishólmi sl. ár hafi verið 2,3 gráöur og er þaö 1.9 gráöum kaldara en meöaltal áranna 1931—60 segir til um. Kaldasta ár frá aldamótum var 1918, en þá var hitinn 2.2 gráöur eöa 0.1 gráöu kaldara en nú. önnur köld ár i Stykkishólmi á þessari öld voru 1907, 1914, 1917, 1919, og 1969 og var 0.2—0.3 gráöu hlýrra I þessum árum en nýliönu ári. Köldustu árin frá upphafi mælinga voru 1859 og 1866, en þá var meöalhitinn i Stykkishólmi aöeins 0.9 gráöur eöa 1.4 gráöu lægrien áriö 1979 og samtals voru lOárkaldari en slöasta ár á seinni hluta slöustu aldar. Meöalhitinn I Reykjavlk áriö 1979 var 2.9 gráöur, sem er 2.1 gráöu: kaldara en I meðalárferöi, og á Akureyri var hitinn 1.5 gráöur, en það er 2.4 gráöum lægra en meðaltal segir til um og var þetta kaldaasta ár frá 1892 á báöum þessum stööum. Arin 1917 og 1918 voru 0.1 gráöu hlýrri á Akureyri en siðastliöiö ár, en i Reykjavlk var 1919 næstkaldasta ár frá aldamótum. Þá var meöal- hitinn 3.5 gráöur eöa 0.6 gráöu hærri en 1979. tJrkoma i Reykjavik mældist 668 mm, sem er 83% meðalúrkomu og er þetta sama úrkomumagn og mældist 1978 og 3.áriö iröö.sem úrkoma erminni en i meöalári. Á Akureyri var úrkoman 367 mm og er þaö rúmlega 3/4 hlutar þess, sem venjulegt er. Veröur aö leita allt til ársins 1965 til aö finna minni ársúrkomu á Akureyri en þá mældist þar 320 mm. Sólskins- stundirmældust 1496 I Reykjavfk, sem er 247 stundum meira en venjulega, en á Akureyri mældist sólskin aöeins I 872 stundir og er þaö 90 stundum minna en imeöal- ári. Ef einstakir mánuöir ársins eru athugaöir, þá voru janúar og mars mjög kaldir, en febrúar aftur á móti I réttu meöallagi. Þessir 3 mánuöir voru frekar stormasamir og snjóþungir viöast hvar. Voriö, þ.e. april og mal, var meö afbrigöum kalt og óhagstætt, einkum þó maimánuöur. Meöalhiti I mai á landinu öllu var 5.4 gráöu lægri en venjulega og er þetta kaldasti malmánuöur I Stykkishólmi frá þvi aö regluleg- ar veöurathuganir hófust þar 1845. Er munurinn á meöalhita maimánaöar 1979 og næstkald- asta malmánuði á hinum ýmsu veöurstöövum yfirleitt 1/2—i gráöa. S.umariö, þ.e. júnl-september, var kalt, einkum þó september og júll. Hlýjastvar á Suðausturlandi og t.d. var meöalhiti þessara 4 mánaöa 8.9 stig á Kirkjubæjar- klaustri, en þaö er 1.3gráöu kald- ara en venju var 1930—60. A Raufarhöfn var aftur á móti 5.1 stig, sem er 2.8 gráöu lægri hiti en meðalárferöi. I Reykjavik var meöalhiti sumarsins 8.3 stig og var þetta þriöja kaldasta sumar frá aldamótum. Sumariö 1920 var sumarhitinn 8 stig og áriö eftir 8.2 stig. A Akureyri var sumariö 1907 0.8 gráöu kaldara en núna, en meöalhitinn var núna 7.4 grába. Sunnan- og vestanlands var þó hagstæö tiö fyrir landbúnaö seinnihlutajúli ogframl ágúst og heyþurrkur þá góður. Slöustu 3 mánuðir ársins voru tiltölulega hlýir miöaö viö þaö, sem á undan var gengib. Októberhitinn var nálægt meöal- lagi, en nóvember um þaö bil 1.6 gráöu kaldari en I meöalári. Desember viröist hafa veriö aöeins kaldari en venjulega á Raufarhöfn og Akureyri, en i Reykjavlk var 1.3 gráöu kaldara en I meöaldesember. Orkoma var i tæpu meðallagi þessa 3 mánuöi að þvi er best verður séö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.