Þjóðviljinn - 05.01.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.01.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. janúar 1980 TJröCC+ HL |L IDAGMA. ÞURFTI M> LITA LUBBANN RAUBAN — til að likjast Þórbergi Þórðarsyni, segir Emil Guðmunds- son i viðtaii við Helgarblaðið. Emil leikur Þórberg ungan i leikriti Leikfélags Reykjavikur, Ofvitanum. VAR MOZART KLÆM- INN OG RUDDALEGUR? 1 nvju ieikriti Peter Shaffers sem nú er sýnt í London kemur fram býsna nýstárleg hlið á Mozart, honum er lýst sem ruddalegum, ofsafengnum og klæmnum. Krá þvi er sagt I Helgarblaðinu. HVER VERÐUR ÍÞRÓTTA- MAÐUR ÁRSINS”? 1 dag verður kynnt kjör ,,tþróttamanns ársins 1979”, en það eru samtök íþróttafréttamanna sem sjá um það vai. t Helgar- blaðinu á morgun verður valinu lýst I máli og myndum. ÞESSA SUMARS VERÐUR LENGI MINNST — i sögu kvikmyndanna á tslandi, segir Andrés lndriðason, dagskrárgerðarmaður, og á þar við þann mikla fjörkipp, sem kom i islenska kvikmyndagerð i sumar. KRAFTAVERKIÐ VIÐ MONS Hvað gerðist við Mons I upphafi fyrri heimstyrjaldarinnar? Var bresku hermönnunum bjargaö frá tortimingu af her- sveitum engla af himnum ofan, einsog þeir statt og stööugt héldu fram? at Trnmin I í smíöum í Svíavígi í Helsinki: ýinnti- stofur fyrir norræna lista- menn Fimm nýtiskulegar gesta- vinnustofur handa norrænum listamönnum eiga að verða til- búnar i Palmstierna-virkinu i Sniðmynd af byggingunni sýnir hvernig arkitektinn hugsar sér fyrir- komulag vinnustofa og iveruherbergja I þessari endurnýjuðu byggingu frá 18. öld. Sviavigi. Vinnustofurnar verða látnar i té án leigu, frá tveim mánuðum og allt að einu ári. Listamennirnir geta einnig sótt um ferðastyrk. Fjórum vinnustofanna fylgir ibúð með einu ibúðarherbergi ásamt eldhúskrók, en tveggja herbergja ibúð þeirri fimmtu. Auk þess verður almenn setustofa i byggingunni. Allar vinnustof- urnar hafá þaksvalir mót suðvestri. Vinnustofur þessar verða þær fyrstu á Norðurlöndum sem standa opnar listamönnum frá öllum Norðurlöndum. Margt býr í þokunni! Frá Bridgesambands- stjórninni: Undanúrslit i íslandsmóti i svcitakcppni verða á Loft- ieiðum 2.—4. apríl og úrslit á sama stað 30. april — 4. mai. Jóni Páli Sigurjónssyni var falið að athuga með húsnæði fyrir tslandsmót i tvimenning, 15.—18. mai eða 23.—26. mai, með það fyrir augum að spila úrslit og uppbótartvimenning (fyrir þá sem ekki komast i urslit) i beinu framhaidi af undanúrsiitum þess móts. Keppnisgjöld fyrir sveita- keppni Islandsmóts voru ákveðin kr. 50.000,- en ákvörðun á keppnisgjöldum fyrir tvi- menning var frestað (ca. kr. 20.000,- pr. par). Samþykkt var að leita eftir starfsmanni til starfa á skrif- stofu sambandsins og var Jakobi R. Möller og Rikarði Steinbergssyni falin fram- kvæmd málsins. Lagt var fram bréf frá Bridges.ambandi ísrael um Evrópumót unglinga i Tel Aviv. Samþykkt var að tilkynna þátt- töku i mótinu, með þeim fyrir- vara að kostnaður yrði innan hæfilegra marka. (bátturinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að ísraelar eru reiðubúnir til að greiða hluta i ferðakostnaði þáitttakenda, þeirra er lengst eru að komnir). Réttur hvers svæðis til þátt- töku á tslandsmóti i sveita- keppni 1980: Reykjavik 4 og 5: 9sv. Reykjanes 3sv. Suðurland 1 og 1: 2sv. Austurland 3 og 1 4sv. NorðurlandA lsv. NorðurlandV. 1 sv. Vestfirðir lsv. Vesturland 2sv. lslandsm.’79 N lsv. Til vara: 1. varasv.: Reykjavik 2. varasv.: Suðurland 3. varasv.: Reykjavik 4. varasv.: Austurland I þessu plaggi frá Bridgesam- bandsstjórn, er ekki minnst á kvóta til íslm. i tvimenningi, en reikna má með breyttu fyrir- komulagi, sem samþykkt var á landsfundinum, eykst kvóti hvers svæðis um 1/3 þannig, að hafi t.d. Reykjavik átt 15 pör, á hún nú 20 pör o.s.frv. Félögum er sérstaklega bent á, að gjalddagi árgjalds til Bridgesambandsins (þ.e. kr. 1.000,- pr. félaga) er 15. mars 1980 og vanræksla á greiðslu getur valdið þvi, að félagar úr viðkomandi félagi fái ekki að taka þátt í tslandsmótum. Aöur hafa verið raktar hug- myndir og frásagnir af aðal- %m Umsjón: Ólafur Lárusson fundi BSI i Hafnarfirði hér i þættinum, en góð visa er aldrei of oft kveðin (ekki satt?). Eitt merkasta málið, er tekið var fyrir á þessum fundi, að mati þáttarins, er gjöf Eyjólfs Magnússonar fv. form, fél. i Borgarnesi. Gjöf þessi er þann- ig hugsuð af gefanda, að hún verði visir að sjóði, er auðveldi félögum úti á landi að útvega keppnisstjóra i mót i héraði. I sambandi við þetta mál, er rétt að komi fram, að á næstunni kemur út handbók fyrir keppnisstjóra á vegum Bridgesambandsins. Þar er gott mál á ferð. Einnig hlýtur það að vera nauðsyn, að athuga vel þann möguleika, að framleiða sagn- box hér heima og létta þarmeð þeim kostnaði er á þeim hvilir, hingað komin erlendis frá. Hefur einhver eitthvað um þessi mál að segja? Reykjavíkurmótiö í sveitakeppni Um næstu helgi hefst undan- keppni Reykjavikurmóts i sveitakeppni. Skráning stendur yfir, en er þátturinn hefur fregnað, mun hún vera frekar dræm. Spilarar eru þvi beðnir um að hafa samband við Vigfús Pálsson (Abyrgð h/f) hið allra fyrsta. Reykjavik á rétt á 9 sveitum til tslandsmóts, auk þess sem keppt er um silfurstig. Frá Ásunum A mánudaginn kemur, verður spilaður eins kvölds tvimenningur. Allir velkomnir. Keppni hefst kl. 19.30. Annan mánudag verður svo einnig spilaður tvimenningur, þá tveggja kvölda. Spilað er i Félagsheimili Kópavogs, efri sal. Vegna fram- kvæmda á lóö hússins að framanverðu, eru spilarar beðnir um að koma að sunnan megin við húsiö (þar sem bankinn er). Þar eru næg bfla- stæði. Frá BR Næstkomandi miðvikudag hefst hjá félaginu 3 kvölda sveitakeppni með Board-a- match sniði. Þátttökufrestur rennur út á morgun, 6. janúar. Þeir er hug hafa á þátttöku, eru beðnir um að hafa samband við Jakob R. Möller i s: 19253 eða Þorgeir P. Eyjólfsson i s: 76356 hið fyrsta. Spilamennska hefst kl. 19.30, stundvislega. Frá TBK: A fimmtudaginn kemur hefst aðalsveitakeppni félagsins. Keppt verður i tveimur flokkum að venju, meistaraflokki og opnum flokki. Allir velkomnir. Væntanlegir keppendur, sem enn eru óskráðir, eru beðnir um að hafa samband við Sigfús örn Arnason, eða aðra úr stjórn. Keppni hefst kl. 19.30, að venju. Frá Bridgefélagi Borgarfjaröar Starfið hófst með firmakeppni þann 11. nóv., með þátttöku 26 sveitabýla. Félagið sendir þeim árnaðaróskir á nýju ári og þakkar veittan stuðning á þvi liðna Úrslit i firmakeppninni urðu þessi: stig 1. Nes — Sigurður Magnússon 176 2. Sámsstaðir — Steingrimur Þórisson 162 3. Flóðatangi — Þorsteinn Jónsson 159 1 Keppni i tvimenning er nú hálfnuð með þátttöku 14 para. Staðan er nú þessi: stig 1. Halldóra Þorvaldsdóttir — Sigriður Jónsdóttir 362 2. Þorsteinn Pétursson — Þorvaldur Pálmason 358 3. Magnús Bjarnason — Þorvaldur Hjálmarsson 342 Þorsteinn Pétursson Hömrum Reykholtsdat Frá Bridgefélagi Selfoss Úrslit i hraðsveitakeppni, sem lauk um miðjan des.: stig 1. sv. Arnar Vigfússonar 104 2. sv. Haraldar Gestssonar 95 3. sv. Gunnars Þórðarsonar 76 I sveit Arnar voru, auk hans: Sigurður Sighvatsson, Jónas Magnússon, Kristmann Guðmundsson og Þórður Sigurðsson. Kristján Jónsson gaf félaginu veglegan bikar, sem stjórn þess er falið að veita þeim félaga, sem sýnir prúðmann- lega framkomu, mestu fram- farir, reglusemi og ástundun ár hvert. Firmakeppni hefst 10. janúar nk., og er jafnframt ein- menningskeppni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.