Þjóðviljinn - 15.01.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.01.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. jantíar 1980 Fjölskyldan viö kaffiboröiö — atriöi úr sýningunni. „Fjölskyldan” sýnd aö Varmalandi Fyrsta leiksýning í nýja héraösheimUinu Föstudaginn 18. jandar mun ieikdeitd Ungmennafélags Staf- holtstungna frumsýna leikritiö „Fjölskyldan” i héraösheimilinu aö Varmalandi. Þetta er I fyrsta sinn sem sýnt er á leiksviöi þess- arar glæsilegu byggingar sem nd er smátt og smátt veriö aö taka I notkun. Leikritið „Fjölskyldan” er ann- að verkefni sem leikdeildin fæst viö. Fyrir tveimur árum sýndi hUn „Nakinn maður og annar i kjólfötum” eftir Dario Fo. Leikritiö „Fjölskyldan” sem sýnt var i Iönö fyrir skömmu er eftir sænskumælandi finna, Claes Andersson. A yngri árum starfaöi hann sem hljómlistarmaður en hóf siðan nám i læknisfræði meö geölækningar sem sérgrein og hefur siðan starfaö sem geölækn- ir. Leikritiö gerist aöallega á heimili fjölskyldu nokkurrar sem á viö ýmis vandamál aö striöa. Heimilisfaðirinn er drykkfelldur og skapar þetta vandkvæöi i fjöl- skyldulffinu bæöi hjá konu hans og börnum en einnig út i frá, I vinnu og i skólanum. Lýsir leik- ritiö á sannfærandi hátt ýmsum hliöum mannlegra samskipta i gleti og sorg, bliöu og striöu. Leikstjóri er Þórir Steingrims- son en Gunnar Þóröarson geröi tónlistina. Leikmynd geröi Jón Þórisson en Heimir Pálsson þýddi leikritiö Leikendur eru Sigurjón Valde- marsson og Sjöfn Asbjörnsdóttir sem leika hjóninj Anna Lea Björnsdóttir, Guömundur Sig- urösson og Valgerður Björns- dóttir sem leika börn þeirra, hið yngsta 16 árafen 'einnig koma fram i sýningunni Guömundur Finnsson og Sigrföur Þorvalds- dóttir. 2. sýning á leikritinu veröur laugardaginn 19. janiíar og 3, sýning þriöjudaginn 22. janúar kl. 21.00 i Héraösheimilinu aö Varmalandi. Adda Bára Sigfúsdóttir stjórnarformaöur tekur viö gjöfum úr hendi Helgu Einarsdóttur formanns deildarinnar. Myndarleg bókagjöf til sjúklingabókasafnsins Milli hátiöanna afhenti Kvenna- deild Reykjavikurdeildar Rauöa Krossins Borgarspitalanum aó gjöf bækur til sjúklinga bóka- safna spitalans aö verömæti kr. 1.100.000,- A siðastliönu ári hefur deildin ennfremur fært stofnuninni segulbandstæki og fé til kaupa á hljóöbókum ásamt ýmsu fleira. Fyrir þetta vill stjórn sjúkra- stofnana flytja deildinni bestu þakkir segir i fréttatilkynningu frá henni. Þakkar stjórnin jafn- framt hiö óeigingjarna starf sem sjúkravinir hafa innt af hendi I bókasöfnum Borgarspitalans. Jólakonsertinn 1979: 6,6 mfljónir tfl Sólheima Agóöi af Jólakonsert '79 varö samtals kr. 6.628.000 og afhentu aöstandendur hljómleikanna for- ráöamönnum vistheimilisins Sól- heima f Grfmsnesi þetta framlag til heimilisins 10. janúar sl. 1 fréttatilkynningu frá sam- starfenefnd um hljómleikahaldiö segir, aö betur hafi gengiö en menn þoröu aö vona I upphafi, hugmyndin fékk góöar undir- tektir og æ fleiri bættust I hópinn eftir þvi sem nær dró hljómleika- deginum. Vann stór hópur fólks þrotlaust aö undirbúningnum I 3 vikuroglögöu nóttviödag áloka- stiginu. Alls gáfu um hundraö manns vinnu sina til málefnisins. Fær Fiskiðjan starfsleyjBð? Enn engar mengunarvarnir né lagfœringar Bæjarstjórn Njarövikur hefur samþykkt að mæla meö þvi viö heilbrigðisyfirvöld, aö Fiskiöj- unni sf. veröi veitt starfsleyfi fyrir áriö 1980, en einsog sagt var frá i Þjóöviljanum var hún svipt starfsleyfi fyrir nokkru vegna mengunar. Þegar Fiskiðjan var loks svipt starfeleyfinu haföi hún þegar starfað i lengri tima á undan- . þágum með skilyrðum um meng- unarvarnir. Ekkert hefur enn veriöafhafst i þá átt og vekur at- hygli, aö bæjarstjórn Njarðvikur setur ekki fram nein skilyrði i samþykkt sinni. Bæjarstjórn Keflavikur gerði fyrir tveim mánuöum samþykkt, sem gengur i svipaöa átt, aö þvi er Jóhann Einvarösson bæjar- stjóri og formaður atvinnumála- nefndar sagöi Þjóöviljanum, en þar vorusett þau skilyröi, aö gerö Feröamátaráö tslands og fleiri aöilar stóöu skömmu fyrir ára- mót fyrir Islenskri matar- og landkynningu i Hong Kong, m.a. meö sérstakri tslandsviku, en hugmyndina átti framkvæmda- stjórn World Trade Center þar I borg. Héöan fóru Hilmar Jónsson, veitingastjóri Hótels Loftleiða,og Sylvia Briem, fulltrúi Feröa- málaráös, meö 1500 kg af Islenskum mat, þ.á.m. hangikjöt, lambahryggi, lax bæöi nýjan og grafinn, sild, loönu, skötusel, fjallagrös, saltkjöt og skyr svo nokkuö sé nefnt. Feröamálaráö sá um að koma Islands- bæklingum og öörum kynningar- gögnum til Hong Kong, og Sylvia klæddist islenskum upphlut viö öll tækifæri I sambandi viö kynning- una. Haldinn var blaöamannafundur i World Trade Center Club og mættu þar um 30 blaöamenn og ljósmyndarar frá helstu blööum Hong Kong. Fengu þeir aö bragöa á öllum réttum, sem voru á matseðli klúbbsins, og einnig voru sýndar litskyggnur frá tslandi. Um kvöldiö komu lslend- ingarnir fram i vinsælum yrði framkvæmdaáætlun um lag- færingar. Fjallað var um þetta mál á siöasta fundi atvinnumálanefnd- ar Keflavikur, i tilefni af sam- þykkt Njarðvikinga. Kom þar fram, aö4. jan. sl. voru 48 skráðir atvinnulausir i bænum, 10 karlar og 38 konur. Blaðið „Suðurnesja- tiðindi” bendir þó á, aö hluti þessa fólks sé á skránni vegna stöövunar róöra um hátiðarnar og kunni nú aö hafa fengið at- vinnu. Máliö kemur enn til kasta bæjarstjórnar Keflavikur á næsta fundi hennar þar sem fundargerö atvinnumálanefndar veröur lögö fram, en ákvöröun um starfsleyfi er i höndum heilbrigöisráðu- neytisins.Talsveröur þrýstingur er á þetta mál vegna þeirra hags- muna sem i veði eru nú i uDDhafi vertiöar. ‘vh skemmtiþætti sjónvarpsins, en aöal-stjiýnur þáttarins fóru á veitingahús og fengu sér islenskan mat,sem Hilmar eldaöi og Sylvia bar fram. 1 framhaldi af þessari kynningu hófst Islenska vikan á World Framhald á bls. 13 Alþjóðleg bænavika 18.-25. janúar Alþjóðleg bænavika fyrir ein- ingu hins dreiföa kristindóms verður 18.-25. janúar og taka þátt i henni kaþólska kirkjan um allan heim og Heimsráö kirknanna, sem sameinar nær allar 293 kristnu kirkjudeildirnar utan kaþólsku kirkjunnar. Kominn er út islenskur bækl- ingur vegna vikunnar, unninn af samstarfsnefnd kristinna trú- félaga á Islandi, en aðild aö nefndinni eiga ásamt þjóðkirkj- unni aöventistar, hvltasunnu- menn og kaþólskir. Heimsráð kirknanna I Genf hefur óskað þess, aö sérstaklega veröi aö þessu sinni beöið fyrir kirkjunni i Eþiópíu og Namibiu. Hilmar Jónsson. Kynntu íslenskan mat IHong Kong: Sylvia Briem og íslandsvika íHongKong Dansk-Islandsk Samfund: r Odýrar íslands- ferdir Dansk-Islandsk Samfund eöa Dansk-islenska félagiö i Dan- mörku efnir aö venju á þessu sumri til hópferöa til Islands á hagstæöara veröi en titt er og geta ailir sem eru félagar I amk. sex mánuöi fyrir feröina notfært sér þessi kjör fyrir sig, maka sinn og börn undir 18 ára, aö þvi er fram kemur í fréttabréfi félags- ins. Samiö hefur veriö um flug meö Flugleiöum og eru áætlaöar 11 feröir, sú fyrsta 20. júni og sú síðasta 27. júli. Einsog ifyrra veröurdregiö um 6 ókeypis feröir meöal þeirra fé- laga sem hafa pantaö far hjá Flugleiöum fyrir 31. mars. Dansk-Islandsk Samfund hefur skrifstofuaö Lundtoftevej 5, 2800 Lyngby I Danmörku og geta gengiö i þaö Islendingar og Danir, búsettir I Danmörku. Englarnir aftur á sviðið Leikrit Ninu Bjarkar Arnadótt- ur HVAÐ SÖGÐU ENGLARNIR? er nú sýnt á litla sviöinu I Þjóö- leikhúskjallaranum. Leikritiö var frumsýnt i október siöast liönum og er athugun á tvöföldu siögæöi okkar þjóöfélags. 1 leiknum segir frá Steini og Brynju, ungum elsk- endum sem fortiöin og kringum- stæöurnar I samfélaginu meina aöeigast. Viö sjáum atvik Ur for- tiö Steins i draumkenndum myndum og fáum hugboð um hrikalegt og ómanneskjulegt mis- rétti. •Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir fara meö hlut- verk Steins og Brynju. önnur hlutverk leika Briet Héöinsdóttir, Helga Bachmann, Bessi Bjarna- son, Helgi Skúlason, Sigrlður Tinna og Briet leika mæögur. Þorvaldsdóttir, Helga Jónsdóttir, Þórhallur Sigurösson og Arnar Jónsson. Fyrirlestrar Líffræðifélagsins Fyrsti fyrirlestur á vegum hins nýstofnaöa Liffræöifélags Islands veröur haldinn þriöjudaginn 15. janúar kl. 20.30 i stofu 158 I hUsi Verkfræöi- og raunvisindadeildar Háskólans, Hjaröarhaga 2-4. Þórunn Þórðardóttir þörunga- fræöingur flytur fyrirlesturinn, sem hún nefnir: Frumframleiöni- breytingarmilliára á hafsvæöum noröan Islands áratuginn 1970-1979. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Framvegis veröa fyrir- lestrar haldnir mánaöarlega á vegum félagsins, nema yfir sumariö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.