Þjóðviljinn - 15.01.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.01.1980, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Þriöjudagur 15. janúar 1980 r r t r l r r Þjóöfélagið okkar er auðvitað gallað, en það hefur samt margar jákvœð- ar hliðar. í dag stendur styrjöld- in um það að vernda þetta þjóð- félag, eða grundvallaratriði þess. Hrafn Sæmundsson Hagvaxtartrú og neysluæði skapar ekki hamingju Stöðugt teygjast fleiri angar af efnahagskreppu vesturlanda og hins iðnvædda og þróaða heims hingað tilokkár Islendinga. Þessi járngrái veruleiki blasir við okk- ur og fram hjá honum verður ekki gengið. Uppsagnir stórfyrirtækja á fólki, samdráttur i' rekstri á öll— um sviðum og erfiðleikar i áætl- anagerð i óðaverðbólgu eru nú orðnar það ljósar staðreyndir að fólk er almennt farið að skilja þá hættu sem er á ferðum. Nú þegar stendur fjöldi fólks vegalaust og atvinnulaust og þegar skriðan er farin af stað, leiðir hvað af öðru. Þau gervilffskjör sem haldið hef- ur verið uppi með aukavinnu- þrældómi munu versna fyrst og þær gervifjárfestingar einstak- linga, sem byggðar eru á þessari miklu vinnu, verða i hættu. Þó að allt fólk standi ekki uppi atvinnu- laust allt i einu, þá er ekki auövelt fyrir einstaklingana að draga saman seglin þó aö þeir vilji það. Margir þeirra eru þrælslega flæktir I neti neysluþjóöféiagsins og geta sig litið hreyft. Sannleikurinn er einfaldlega sá Það eru fáir sem vilja og þora að viðurkenna þessar staðreynd- ir.Og það er auðvitað ekki skrýtið að fólk eigi bágt með að trúa á kreppu i landi sem skilaði meiri afrakstri á siðasta ári en nokkru sinni fyrr og seldi framleiðsluna á meira verði en áður. Dálitil skakkaföll I landbúnaði og olfu- kreppan, svo risavaxin sem hún nú annars er, eru ekki nægar skýringar. Sannleikurinn er einfaldlega sá aö ekki hefur verið snefill af viti i okkar peningamál- um undanfarin ár. Fyrir utan þetta allt saman, erum við svo i efnahagslegu sam- floti með þvi svæði jarðarinnar sem undanfarna áratugi hefur myndað stórveldi. ~t>essi efna- hagslega heild er nú að syngja sitt siðasta. Sú þróun tekur auðvitað sinn tima en þaö hallar nánast allsstaðar undan fæti. Það glittir hvarvetna i þessa erfiðieika. Þeir koma fram i spám alþjóðlegra stofnana og i ýmsum öðrum texta um þessi málefni. En skýrast getur fólkiö í þessum löndum þreifað á veruleikanum i sivax- andi atvinnuleysi og óróa á vinnu- markaði. Og ástæðurnar eru tiltölulega einfaldar þegar á heildinaer litið. Mjólkurkýr stórveldisins er að geldast. Auðlindir heima fyrir eru að ganga til þurröar eða dragast saman viðast hvar og aðgangur að hráefnum nýlendna eða hálf- nýlendna fer minnkandi af ýms- um ástæðum og hagvöxturinn sem pindur hefur verið áfram er að stöðvast. Vissar atvinnu- greinar búa svo við offramleiðslu inni i allri vitleysunni. Umræða verður að fara fram En þó að við tslendingar séum vissulega hluti þeirrar efnahags- legu heildar sem ég minntist á og þvi háðir viðskiptalega á margan hátt, þá verður samt ekki annað sagt en að tsland búi við verulega sérstöðu meðal þjóða vestur- landa. Stór hluti af auðlindum okkar er litið eða alveg ónýttur og endurnýjast sjálfkrafa. Og ef við hættum rányrkju i hafinu, sem við ráðum nú einir yfir, þá er þar ómældur auður fyrir framtiðina. Þessar staðreyndir eru engin speki. Þetta vita allir. En það er ekki nóg að vita hlutina. Og það leysir engan vanda þó að settar séu á blað patentlausnir. Það verður heldur ekki gert hér. Það er hinsvegar augljóst að umræða um stöðu okkar verður að fara fram og mun fara fram. Og ef vel á að fara, þá verður þessi umræða að komast af sandkassaplaninu. Menn verða einfaldlega að slappa af og horfa á veruleikanna. Og þeir, sem hafa lykilaöstöðu um þróunina, verða að fá tækifæri til að hugsa og tjá hugsanir sinar án þessað eiga það stöðugt á hættu að öxin verði keyrð i bak þeirra af eigin samherjum og umbjóð- endum. Sú innilokun og sjálf- helda, sem ráöandi öfl þurfa að hlita, er ein höfuðorsök og vandi i rekstri þjóöfélagsins. Samkomulag milli höfuðaflanna Ekki get ég eða vil fara að spá neinu um þróunina i náinni fram- tið. Ég sé þó ekki betur en að þeir tveir kostir séu fyrir hendi að annaðhvort takist mönnum að gripa i taumana með vitrænni áætlanagerð og einhverju tima- bundnu samkomulagi milli höfuð- aflanna, eða að stjórnlausar ytri aðstæður taki völdin. Við höfum um langan tima etið yfir okkur, hvað sem hver segir, og nú er vixillinn endanlega fallinn. Það er heimska að neita þessum stað- reyndum. Þær eru öllu hugsandi fólki ljósar. Það eina sem virðist óljósterþað hverjireiga aðborga eðaréttarasagthverjireiga fyrst og fremst að borga. Þó að ég sé ekki sérstaklega hrifinn að þeirri einföldun efna- hagslifsins sem kölluð hefur verið „kökukenningin”, þá er það augljóst að eins og málin standa núna i dag er minna til skiptanna en áður.Það verður slegist um þá köku sem er á borðinu. Ég hef ekki trú á þvi að farið verði inn i búrið til að sækja þangað meiri föng i bili. Það má ekki hrófla við viðkvæmum þáttum þjóðfélags- ins! Þess vegna er það lika hættuiegt að slagurinn kemur til með að standa um peninga sem ekki eru fyrir hendi þar sem þeirra er leitað. t þeim darraðar- dansi er alltaf ein höfuðregla hvernig sem málunum er annars stillt upp i' byrjun. Litilmagninn i þjóðfélaginu treðst undir og er alltaf verr settur þegar upp er staðið. Þjóðfélagið er auðvitað gallað Þannig verður hinn hefðbundni slagur rekinn á yfirborðinu. Hin raunverulega tilfærsla og skipt- ing á kökunni mun hinsvegar eins og áður fara fram inni i stofnun- unum.Lög landsins munu halda áfram að vera eins og stört gata- sigta fyrir þá sem þurfa að smeygja sér fram h já þátttöku i samneyslunni. Ennþá mun það verða grunntónn i peningakerfinu að heiðarleiki, ráðdeild og skipu- lag i fjármálum þegnanna sé refsivert athæfi. Meðan hagfræði- kenningar stjórnmálamanna eru byggðar á þessu siðgæði, verður erfitt að ná tökum á hlutunum. En eins og ég sagöi i upphaf i, þá eru fleiri og fleiri að sjá og viðurkenna þá staðreynd að nú verðurbreytng á efnahagsmálum okkar hvort sem okkur likar það betur eða verr. Timabil neyslu- æðis og blindrar hagvaxtartrúar er liðinn og við verðum að taka málinuppá öðrum grundvelli. Og það hefðum við átt að gera fyrir löngu vegna þess að hagvaxtar- trúin og neysluæðið skapar manninum ekki aukna hamingju eftir að eðlilegum þörfum hefur verið fullnægt. I dag hefur stærsti hluti tslend- inga sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar litið er fram hjá þrengstu einkasjónarmiðum. Þjóöfélagið okkar er auðvitað gallað, en þaö hefur samt margar jákvæðar hliðar. 1 dag stendur styrjöldin um það aö vernda þetta þjóðfélag, eða grundvallaratriði þess. Til þess að það takist þarf bæði pólitiskt hugrekki, mikla skynsemi og mikið raunsæi. HrafnSæmundsson Neytendavemd í USA: Læknar keppa meö auglýsingum Washington (Reuter) Heimila ætti bandariskum læknum að auglýsa verð og þjón- ustu til að afla sér sjúklinga, sögðu talsmenn bandariskrar rikisstofnunar nýlega. Viðskiptastofnun Banda- rikjanna, sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna neytenda, sagði að hin öflugu læknasamtök „American Medical Association” hefðu i trássi viö lög komið i veg fyrir samkeppni með þvi að banna læknum að auglýsa þjónustu sina. Bandarisku læknasamtökin hafa löngum bannað hinum 200.000 meðlimum sinum að auglýsa eftir viðskiptavinum, af siðferðilegum ástæðum. Samtökin segjast hafa rýmkað reglurnar um auglýsingar. I Bandarikjunum er ekkert sjúkrasamlag likt og á Norður- -löndum, en menn geta keypt sér sjúkratryggingu. Þeir, sem ekki hafa keypt sér sjúkratryggingu, verða sjálfir að greiða fyrir sjúkrahúsvist. Sem dæmi má nefna, að i New York gekkst fyrrum transkeisari nýlega undir uppskurð við krabbameini, og greiðir hann 1.500 dollara (575.000 isl. krónur) á dag fyrir sjúkra- húsdvölina. Svo verður maður gamall og elliær... Siðsetur. (1977) Þriðjudagur 15. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 William Heinesen áttræður Ég hefi aldrei komist lengra en til Þórshafnar Mannshövd Pápi Áttræður er i dag færeyski rit- höfundurinn William Heinesen, mestur afreksmaður i bókmennt- um meðal granna okkar og frænda, mikið lesinn og dáður höfundur viða um lönd. William Heinesen er alls ekki á þeim buxum að leggja frá sér pennann. Hann hefur að undan- förnu unnið að sagnasafni sem kemur út innan skamms og á að heita „Hér verður dansað”. 1 safninu verða fimm sögur og hef- ur Heinesen lokið við fjórar. Hálfvegis skylduvinna Þetta er gamalt efni, segir hann i nýlegu viðtali. Ég byrjaði á þessum sögum fyrir löngu siðan, og mér finnst efnið of gott til að liggja einhversstaðar hálfklárað eða fara forgörðum. Ég reyni nú að koma formi á þetta og skrifa það sem ég hafði i huga þegar ég fyrst fór að hugsa um þetta Þetta er hálfvegis skylduvinna. Ekki veit ég, sagði Heinesen ennfremur, hvað tekur við þegar þessum fimm sögum er lokið. Þá verð ég gamall og elliær... Ein af þessum sögum heitir Teodora. Hún leggur ofurást á ungan og giftan prest, og svo fer að hann fellur fyrir aðdáun hennar. Þú ert oft á mörkum hins leyfi- lega i sögum þinum, spurði blaða- maðurinn. Já, sagði skáldið, vegna þess að það er mest spenn- andi. En samt, spurði gesturinn, kýst þú samt sem áöur að halda þér innan marka hins leyfilega i meðferð þinni á efninu. Já, það geri ég, sagði Heinesen, vegna þess að það er sennilegast. Lesandinn missir áhugann ef maður skrifar alltof ósennilega. Rithöfundur skrifar fyrir áheyrandann, til að fá viðbrögð. Ef hann gerir það ekki verður hann blátt áfram leiðinlegur. Spurning: Fyrir hvern skrifar þú? Svar: Ég imynda mér einhvern afstrakt lesanda sem er einna helst ég sjálfur. Maður skrifar til þess að fá útrás fyrir þann skáld- skap og þann áhuga á fólki sem maður lumar á. Ég held að þegar höfundur tekur ekki tillit til lesandans, þá veröi hann litt for- vitnilegur fyrir lesandann i sam- timanum. Munnlegar skáldsögur Heinesen segir i viðtalinu frá vináttu þeirra Jörgens Frantz Jacobsens, en þessi skáld höfðu mikið saman að sælda frá þvi þeir voru drengir. Við bjuggum til skopleiki sam- an alveg frá þvi við vorum litlir. Fyrstu gamanleikir okkar voru mjög barnalegar sögur um kónga og keisara sem lentu 1 einhverj- um vandræðum. Þeir duttu i fljót og fossa og þar fram eftir götum. Við höfðum mjög gaman af að búa til sögur um háttsettar persónur sem fór illa fyrir, en þetta er aðalefnið i næstum öllum alþýðukveðskap frá miðöldum. Við Jörgen Frantz bjuggum einn- ig til stórar skáldsögur sem aldrei voru festar á blað — þær sögðum við hvor öðrum á löngum göngu- ferðum. Seinna bjuggum við til fjöruga gamanleiki um fólk i Þórshöfn, fólk sem okkur var nákomið og við settum inn i skemmtilegar og furðulegar' að- stæður. Heinesen sagði, sem fyrr erget- ið, að hann ynni með gamalt efni — í raun hefi ég alltaf verið að skrifa um sama efnið allt mitt lif.... Til dæmis var hann byrj- aður á hinni miklu sögu- legu’skaldsögu vinni Vonin bllð, þegar á þriöja áratug aldarinnar. Vinur Heinesens, danska skáldið Otto Gelsted, var þá bókmennta- ráðunautur hjá Munksgaard og hann hafnaði þá fyrstu gerð skáldsögunnar og sagði: Þú getur skrifað miklu betur! Útkjálkaskáld? Heinesen hefur verið allmikið þýddurá islensku, nú siðast hefur Mál og menning verið að koma upp ritröð þýðinga Þorgeirs Þor- geirssonar. Lesendur hafa að sjálfsögðu veitt þeim höfuðein- kennum skáldskapar Heinesens athygli sem blaðamaður orðar sem svo i spurningu: Er það ekki einkennandi fyrir þig, bæði i nýju sögunum og fyrri sögum og skáldsögum, að allt gerist i Færeyjum. Þú notar náttúruna, hafið, fjallið og þú notar Þórshöfn sem ramma um allt sem þú gerir, og þetta á einnig við tekningar þinar og klippimyndir. „Já, þetta er rétt. Ég talaði einu sinni um þetta við Ottó Gelsted. Ég sagöi við hann, að þetta stafaði af þvl að allt sem ég hefi upplifað hefur gerst hér i kringum Þórshöfn. Gelsted sagði: Þetta er skelfilegt. Þú verður aö reyna að verða eitthvað annað en útkjálkaskáld. Það hefi ég reyndar aldrei orðið. Ég hefi aldrei komist lengra en til Þórs- hafnar og Færeyja. En mér finnst lika að þar gerist allt það sem vert er að tala um. Ég hefi að visu ferðast talsvert. Bæði fyrir vest- an og austan og sunnan járntjald- ið, en það er eins og allt safnist saman og fái ákveðinn svip hér i Færeyjum.... Myndabók A afmælisdaginn gerast þau tiðindi að út kemur á vegum Emils Thomsens bók með teikn- ingum, málverkum og klippi- myndum Heinesens og er hún prentuð hér á tslandi, hjá Odda. Bókin heitir Filsni og Hampafólk og kemur bæði út á færeysku og dönsku. Texti fylgir með eftir Heinesen. Þessi fallega bók minnir með skemmtilegum-hætti á fjölhæfni Heinesens, sem hefur frá ungum aldri iðkað með góðum árangri margar tegundir mynd- listar. Teikningarnar á siðunni eru úr þessari bók. tslenskir lesendur óska höfðingja færeyskra bókmennta til hamingju með daginn og óska honum langra lifdaga. AB Stjórn Tónskáldafélags Islands ásamt blaðafulltrúa „Myrkra músik- daga”, frá v.: Þorkell Sigurbjörnsson, Hjálmar Ragnarsson (blaða- fulltrúi), Atii Heimir Sveinsson og Skúli Halidórsson. Plakatiö, seinþeir Þorkell og Atli halda á, er gert af Sigrúnu Eldjárn. Myndir: —gel Tónskáldafélag íslands: Efnir til , ,Myrkra músíkdaga 99 Tónskáldafélag íslands hefur gengist fyrir sam- vinnu ýmissa aðila, sem standa að tónleikahaldi og fengið þá til að vinna að einu meginþema: islenskri tónlist. Þann 17.—27. jan. n.k. verða haldnir 5 tónleikar, þar sem aðal- lega verða flutt islensk verk. Hugmynd þessi var til i fyrravetur og hlaut vinnutitilinn Dark Music Days, því tónleikarnir fóru fram í skammdeginu. Síðar var nafnið þýtt á islensku: Myrkir músíkdagar. Undirtektir þeirra aðila, sem leitað var til, voru mjög góðar. Sinfóníu- hljómsveitin stendur að tónleikum í Hamrahlíðar- skólanum 17. jan. Stjórn- andi verður bandariski f iðlusnillingurinn Paul Zukofsky, sem er okkur að góðu kunnur, en hann hef- ur leikið hér, stjórnað og haldið námskeið fyrir ungt tónlistarfólk í samvinnu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Á efnisskránni verða eingöngu íslensk hl jómsveitarverk, eftir Jón Leifs, Snorra Sigfús Birgisson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson; og Ruth L. Magnússon syngur söngvana um ástina og dauðann, eftir Jón Þór- arinsson. Sunnudaginn 20. jan. heldur Kammersveit Reykjavikur tónleika I Bústaðakirkju. Flutt verða verk eftir Pál S. Pálsson og Karólinu Eriksdóttur ungt ton- skáld og Jón Nordal. Þá flytur Kammersveitin verk eftir danska tónskáldið Vagn Holmboe og sænska tónskáldið Miklos Maros. Miðvikudaginn 23. jan. verða tónleikar i Félagsstofnun stúdenta. Koma þar fram nemendur frá Söngskólanum i Reykjavik ásamt undirleikurum og Þuríði Pálsdóttur. Sungin verða lög eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, Markús Kristjánsson, Inga T Lárusson, Sigvalda Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Kari O. Runólfsson, Pál tsólfsson og Jórunni Viðar. Föstudaginn 25. jan. verða tón- leikar að Kjarvalsstöðum. Þar Ieikur strokkvartett undir stjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur og Mark Riedmans. Kvartettinn flytur verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, Hjálmars Ragnars- son, Snorra Sigfús Birgisson og rússneska tónskáldið Dimitri Sjostakóvits. Siðustu tónleikar á vegum „Myrkra múslkdaga” að þessu sinni verða svo i Bústaðakirkju sunnudaginn 27. jan., á vegum Kammermússlkklúbbsins. Þar flytja þær Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir verk eftir Leif Þórarinsson, Pál S. Pálsson, Matheson og J.S. Bach. A undanförnum áratug hefur verið mikil gróska i tónsköpun á tslandi. Eldri höfundum hefur vaxið ásmegin og ný kynslóð hef- ur haslaö sér völl. Við eigum nú fjölda ágætra tónverka: hin eldri söng- og kórlög, gott safn hljóm- sveitarverka, sem til hafa orðið vegna starfsemi Sinfóniuhljóm- sveitarinnar, kammerverk og elektróniska tónlist. Þá hafa is- lensk tónskáld og fengist við óperu- og ballettgerð. Þennan menningararf verður að leggja rækt við og hlúa um leið og nýsköpun. Islenskir flytjendur eiga mik- inn þátt i þessari grósku. Samvinna þeirra og tónskálda hefur ávallt verið mjög góð og hafa flytjendur laganna sýnt starfi tónskáldanna mikinn áhuga. Þegar hugmynd Myrkra músikdaga var kynnt fyrir ýms- um aðilum á liðnu ári voru undir- tektir mjög góðar. Urðu margir til að leggja hönd á plóginn: Sinfóniuhljómsveitin, Kammer- sveit Reykjavikur, Kammer- múslkklúbburinn, Kjarvalsstað- ir, Félagsstofnun stúdenta, Söng- skólinn, menntamálaráðuneytið, Rikisútvarpið og fjöldi lista- manna. Tónskáldafélagið pantaði fjögur ný verk af þessu tilefni eftir Pál S. Pálsson, Karólinu Eiriksdóttur, Leif Þórarinsson og Miklos Maros. A Myrka músikdaga koma fréttamenn frá Sjónvarpinu i Bremen, sænska útvarpinu og Svenska Dagbladet. Ef þessi litla tónlistarhátið fær góðar úndirtektir er full ástæða til að halda áfram á þessari braut i einhverri mynd. Menntamálaráðuneytið hefur veitt nokkurn styrk til hljóm- leikahaldsins, og ber að þakka það. Dagskrá „Myrkra múslkdaga” mun nánar verða kynnt hér i blaðinu. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.