Þjóðviljinn - 15.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.01.1980, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 15. janúar 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 15 Stríðsflug á skjánum Saga flugsins er á skjánum i kvöld. Nánar tiltekiö fimmti þáttur þessa franska framhaldsmyndaflokks. 1 kvöld kl. 20.40 veröur lýst notkun flugvéla i borgarastyrjöldinni á Spáni og á fyrstu ár- um siðari heimsstyrjaldar. Útvarp kl. 21.00 Heinesen áttrædur Heinesen: Atltaf jafnhress. William Heinsen á áttræöis- afmæli i dag. Af þvi tilefni sér Þorleifur Hauksson um út- varpsþátt i kvöld. — Við Þorgeir Þorgeirsson ætlum að rabba saman um Heinsen og bækur hans, — sagði Þorleifur. — Inn i sam- talið er fléttað þáttum úr framhaldsleikritinu Glötuðum snillingum, sem flutt var hér i útvarp 1969. Siðan spjöllum við saman allt hvað af tekur, þangað til timi er kominn fyrir Þorgeir að lesa smásögu, sem hann er nýböinn að þýða og er úr splúnkunýju smásagnáhefti, sem gefið er út i tiléfni af af- mælinu, bæði i Færeyjum og Danmörku, og kemur út hér heima á þessu ári. Það eru engin ellimörk á bókmenntum Heinesens, þess- ar nýju smdsögur hans eru al- veg jafn heillandi og fyrri sög- ur hans, — sagði Þorleifur að lokum. Sjónvarp kl. 20.30 Múmín- álfarnir Múminálfarnir verða á sinum stað i kvöld, að auglýsingum loknum. I kvöld er þaö fimmti þáttur. Þessar skemmtilegu figúrur eru hugarfóstur sænska rithöfundarins Tove Jansson. Margir islenskir krakkar kannast viö þá af bókum um þá, sem hafa verið um, krakkar! Rússarnir koma Sjónvarp kl. 22.30= — Þessi mynd fjallar aöal- lega um starfsemi skæruliöa- sveita Palestinuaraba, — sagöi Gylfi Pálsson, þýöandi myndarinnar „Stuöningur frá Sovétrikjunum” sem er á skjánum I kvöld. — Þetta er heimildamynd, og ég geri ráð fyrir að hún sé bandarisk, a.m.k. er talað við bandariska aöila i henni. Einnig eru viötöl við liðsmenn samtakanna PLO og A1 Fatah, þ.á m. menn sem tóku þátt i „Sabbatsmoröunum” svo- nefndu, þegar skæruliöarnir gengu á lánd i Israel. Það er lika rætt við þá sem orðið hafa fyrir barðinu á að- gerðum skæruliðanna gegn tsrael. 1 myndinni er sagt ber- um orðum að Sovétmenn reki þjálfunarbúðir fyrir skæruliða frá ýmsum löndum, eins og t.d. PLO-menn, Eþiópiumenn og skæruliða frá Zimbabwe og úr Polisario-samtökunum i Vestur-Sahara. Þessar búöir eru sagðar vera á vegum sovéska hersins og KGB. í myndinni kemur einnig fram sú krafa Palestinuaraba aö þeir séu viöurkenndir sem þjóð og riki. Þeir láta þvi gjarnan I sér heyra þegar friöarviðræður eru i gangi, og krefjast þess að fá að taka þátt i þeim. Þá er i myndinni látið að þvi liggja aö Sovétmenn noti skæruliða á ýmsum stöö- um beinlinis til þess aö skapa ástand, sem þeim er hagstætt, — sagöi Gylfi. — ih Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka daga eða skriflð Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík Móöir hringdi. I tilefni af svari Bryndisar Schram við bréfi sem ég sendi og birt var i lesendadálki Þjóö- viljans i siðustu viku, langar mig til að taka það fram aö ég var ekki að væna Bryndisi Schram um kynþáttafordóma i garð Gyðinga. Ég var aðeins að segja að stjórnandi Stundarinnar okkar mætti vara sig á gáleysislegri fyndni á kostnaö ákveðinna þjóða eða þjóðfélagshópa. Mér finnst slik fyndni ekki fyndin, ónauðsynleg og varhugaverð, og ég veit að ég er ekki ein um þá skoðun, enda sá ég að fleiri höfðu tekiö viö sér og skrifaö lesendabréf i tilefni af Gyöinga- bröndurum Binna en ég. Bryndisi finnst ég taka þetta of hátiðlega, en ég verð aö segja að mér finnst Bryndis taka þetta alltof persónulega. Hver Bryndísi svarad Þétting byggðar í Aþenu Svona fara Grikkir að þvi aö leysa vandamálið sem viö köllum „þétting byggöar": — byggja bara stóru nýju húsin utanum þau litlu gömlu! Þarna sést litil kirkja, byggö fyrir herumbil 1200 árum. Utanum hana hefur veriö reist stórt vöruhús, en kirkjan fær aö standa. Ljósin. Sævar. Að greyja alþýðuna vill pólskan permavm? Okkur hefur borist bréf frá pólskri stúlku, sem segirt vilja eignast pennaviniá Islandi. Hún er 16 ára og vill skrifast á við stráka og stelpur á sfnum aldri. Ahugamál hennar eru tónlist, iþróttir, dans og liffræöi. Hún safnar frimerkjum, hljómplöt- um og póstkortum, leikur á gitar og pianó, og kann ensku, þýsku, rússnesku og svolftið i latinu. Heimilisfangiö er: Anita Bluszeg 47-400 Racibórz ul. Bukowa 10 Poland. Þjóðsagan Einu sinni vaknaði kerling i rúmi sinu fyrir ofan karl sinn meö gráti miklum. Karl leit- aöist viö að hugga hana og spurði hana hvaö að henni gengi. Kerling sagði sig hefði dreymt ógnarljótan draum. „Hvað dreymdi þig, skepnan min?” segir karl. „Minnstu ekki á þaö,” sagöi kerling og fór að snökta, „mig dreymdi aö guð ætlaði að taka mig til sin”. Þá mælti karl: „Settu það ekki fyrir þig; oft er ljótur draumur fyrir litlu efni.” Það er i munnmæli að þegar séra Hallgrimur Pétursson kom frá vígslu kom hann seint um kveld á bæ, guðaöi á glugga, en inni fyrir var kerling sem spuröi tiöinda. Þá svarar gesturinn: ,,Og ekki nema það aö þeir eru nýbúnir að vigja hann Hallgrim.” „Og allan skrattann vigja þeir,” svaraði kerling. En Hallgrimur haföi gaman af svarinu og er það slöan haft fyrir máltæki. Undarleg er sú árátta svo- kallaðra menntamanna er þykj- ast ganga til liös við almúga i sóknarbaráttu hans til aukinnar menningar að tala niður til þess fólks er þeir ávarpa i áhrifa- skyni. Annarsvegar er rætt um alþýöu sem kjarna og undir- stöðu alls samfélags, en öðru hverju gægist fram hyldjúp fyrirlitning á fáfræöi og heimsku hennar. Vér einir vit- um er sá bakþanki er stýrir för. Nýjasta dæmi er sjónvarps- auglýsing Máls og menningar. Rætt viö alþýðumann. Sá er býsna ófróöur um starfsemi Máls og menningar. Og ungi maðurinn^ulltrúi félagsins.seg- ir: Hann veit það ekki greyið, að þetta er auglýsing frá Máli og menningu. Hvaö heföu Kristinn E. Andrésson, Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness og aðrir forvigismenn þess félags sagt um þá ályktun Máls og menningar og álit á menningar- stigi viðskiptamanna. „Grey þykir mér Freyja” segir I forn- um ritum þá er kristnir menn fóru háðsyrðum um goöin. Hefir Mál og menning tapaö trúnni á Þvottakvennafélagið Freyju og Starfsstúlknafélagið Sókn og ánetjast hugmynda- heimi Happdrættis Háskólans, i gerö sjónvarpsauglýsinga? Pétur Pétursson, þulur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.