Þjóðviljinn - 15.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.01.1980, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 15. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Sævar Ciecielski fremst fyrir miOju ásamt lögreglumönnum, en blaOamenn eru fyrir aft- an (Ljósm. —eik). 1 fremstu röO fyrir miOju situr Kristján Viöar en lögreglumenn honum til sitt hvorrar handar. (Ljósm. — eik.). GUÐMUNDAR-OG GEIRFINNSMÁLIN FYRIR HÆSTARÉTTI Tók hálfa klukkustund að lesa upp ákærurnar Ríkissaksóknari vill staðfestingu þyngstu dómanna en þyngingu allra hinna Þóröur Björnsson standandi á myndinni aö flytja sóknarræöu sina fyrir hæstarétti í gær. Fyrir framan hann sitja hæstaréttardómarar, ásamt varadómara lengst t.h. i dómararööinni og ritara hæstaréttar lengst t.v. (Ljósm. — eik.) Eins og annarsstaðar er skýrt frá i Þjóðviljanum í dag> hófst málf lutningur fyrir Hæstarétti í gær í hin- um svonefndu Guðmund- ar- og Geirfinnsmálum, svo og í öðrum málum sem ákærðu i Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eru sak- felld fyrir. Alls munu kærumálin á sakborninga vera á 3ja tug. Það tók líka rikissaksóknara um hálfa klukkustund í gær að lesa upp ákærurnar. Hann kraföist i upphafi sóknar- ræðu sinnar að Hæstiréttur stað- festi þyngstu dómana frá héraðs- dómi i þessum málum, þ.e. ævi- langt fangelsi þeirra Sævars Marinós Ciecielskis og Kristjáns Viðars Viðarssonar, en þyngdi aðra dóma, en Tryggvi Rúnar Leifsson hlaut 16 ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson 12 ára fangelsi, Erla Bolladóttir 3ja ára fangelsi og Albert Skaftason 15 mánaða fangelsi og komi varð- hald til frádráttar þessum vægari dómum. Að auki krafðist rikis- saksóknari þess, að ákærðu yrðu látin greiða allan sakarkostnað bæði i héraði og fyrir hæstarétti, svo og framkomnar bótakröfur á hendur þeim. Langur afbrotalisti Afbrotalisti sá er rikissaksókn- ari las upp yfir ákærðu er langur og margvislegur. Fyrir utan fjölda þjófnaðarbrota, eru Erla Bolladóttir og Sævar Ciecielski á- kærð fyrir að svikja 950 þús. kr. útúr pósti og sima, fyrir meinsæri og að sjálfsögðu fyrir þátttöku i Geirfinnsmálinu og Sævar. fyrir þátttöku i Guðmundarmálinu. Kristján Viðar er ákæröur fyrir þátttöku bæði i Guömundar og Geirfinnsmálinu og meinsæri. Tryggvi Rúnar er ákærður fyrir þátttöku i Guðmundarmálinu, fyrir ikveikju aö Litla Hrauni, fyrir nauðgun 18 ára gamallar stúlku og þjófnaði. Albert Skafta- son fyrir flutning á liki Guðmund- ar Einarssonar, yfirhilmingu og fikniefnaneyslu. Guðjón Skarp- héðinsson fyrir aðild að Geir- finnsmálinu og misnotkun fikni- efna. Erla Bolladóttir fyrir yfir- hylmingu, auðgunarbrot og mein- særi. Framburður rakinn Sóknarræða Þórðar Björnsson- ar rikissaksóknara gékk út á það i gær, að rekja framburð við yfir- heyrslu hvers og eins ákærðu i Guömundarmálinu. Las hann þar upp úr skjölum málsins, sem munu vera um 25 þúsund blaðsið- ur i A-4 broti. Hann byrjaöi á þvi að segja frá þvi þegar faðir Guð- mundar Einarssonar kom til lög- reglunnar og sagði frá hvarfi son- ar sins. Sfðan lýsti hann leitinni að Guðmundi og kom þar næst að þvi er Erla Bolladóttir sagði frá þvi við yfirheyrslur hjá rann- sóknarlögreglunni i desember 1975, nærri tveimur árum eftir hvarf Guðmundar Einarssonar, að Sævar Marinó væri viðriðinn hvarf Guðmundar. bar næst sagði hann frá þvi að vitni, sem komu til yfirheyrslu og þekkt höföu Guðmund Einarsson, sögðust hafa séð hann suöur i Hafnarfirði kvöldið sem hann hvarf i fylgd með manni sem svipaöi mjög til Kristjáns Viðars. Raunar þekktu vitnin Kristján á mynd hjá rannsóknarlögreglunni og hann sjálfan svo við sakbend- ingu. Þrættu fyrst Gangur mála i Guðmundar- málinu hefur marg-oft veriö rak- inn I blööum og þvi óþarfi aö fara út i að rekja hann hér. Það kom hinsvegar fram i ræðu rikissak- sóknara að þegar farið var aö yf- irheyra þá Sævar, Kristján og Tryggva Rúnar um þetta mál, þá þrættu þeir allir i fyrstu. Siöan komu játningar um að þeir hefðu verið viöstaddir að Hamarsbraut 11 i Hafnarfirði, nóttina sem Guð- mundi var þar ráöinn bani. • Fyrst i stað sagði hver og einn að hinir heföu ráðist á Guðmund og ráðið honum bana, en sá er frá sagöi þóttist ekkert hafa nærri komið. Að ööru leyti bar þeim að mestu saman um hvernig at- burðarásin hefði verið. Sævar sagði frá átökum á þann hátt fyrst i stað að hann hefði heyrt dynk i öðru herbergi að Hamars- braut 11, farið fram og þá séð Tryggva Rúnar og Kristján með lik Guðmundar i höndunum. Kristján Viðar sagðist hafa heyrt ólæti og gætt aö, en þá hafi þeir Tryggvi Rúnar og Sævar verið að misþyrma Guðmundi og Tryggvi Rúnar segist einnig hafa heyrt ó- læti, komið fram og séö Sævar og Kristján misþyrma Guðmundi Einarssyni. Lýsing þeirra á flutn- ingi liksins út i Hafnarfjarðar- hraun verið ósamstæð i fyrstu nema hvað allir sögöust hafa far- ið með i ferö þá ásamt Albert Skaftasyni, sem ók bifreiöinni og hafði verið kallaður til flutning- anna og heitið hassmola að laun- um. Svo til samhljóða Við yfirheyrslur breyttust framburðir þeirra hægt ov hægt og nálguðust þeir nú hver annan og svo fór að lokum að framburö- ir þeirra verða mjög likir. Þó ber svolitið i milli, en það eru minni- háttar atriði. Lengi framanaf voru þeir sifellt að breyta framburði sinum um það hvernig atburðarásin var, en frásögnin stóð samt alltaf i stærstu atriðum. Sama er aö' segja um það þegar farið var aö yfirheyra Albert Skaftason. Fyrst i staö þóttist hann ekkert hafa vit- aö um hvað flutt var i bifreiöinni sem hann hafði til umráða, en svo breyttist framburður hans uns hann játaði að hafa vitaö hvað flutt var. Helga Gisladóttir vinkona Sæv- ars Marinós sagði frá þvi viö yfir- heyrslu sem vitni að dagana eftir hvarf Guðmundar Einarssonar hefði Sævar verið mjög órólegur, ætt um gólf og sagt henni að hann hefði drepið mann.,Raunar sagði hann það hafa gerst erlendis. Einnig grobbaði hann af þvi að það væri litill vandi að láta menn hverfa hér á landi. Þegar réttarhöldunum var frestað i gær hafði rikissaksókn- ari lokið við að lýsa yfirheyrslum yfir ákærsðu i Guðmundarmál- inu. Hann mun svo halda áfram ræðu sinni i dag og hefst mál- flutningur kl. 13.30. —S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.