Þjóðviljinn - 18.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.01.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. janúar 1980. 4>JÓÐVILJINN — SÍÐA S Danskir verkamenn Kjá Ford; hefndaruppsagnir vegna alþjóðlegra aðgeröa Fordverkamanna. Breskir stálverkamenn biöa — á knattspyrnuvellinum. Tugir þús- unda starfa eru f húfi. Vinnudeilurnar í Bretlandi og Danmörku: Barist gegn uppsögnum og fyrir samstööu yfir landamæri Þær vinnudeilur sem nú eru háðar i Evrópu bera öðru fremur vitni um áhyggjur verkafólks af vaxandi atvinnuleysi. Vaxandi samkeppni og allhár launakostnaður miðað við lönd þar sem verkalýðshreyfing er ekki leyfð, hafa leitt til þess, að i vesturevrópskum iðnaði hefur verið reynt að leysa fjárhagsvanda iðnfyrirtækja annaðhvort með aukinni sjálfvirkni og tæknivæð- ingu eða með þvi að flytja vinnuaflsfrekar grein- ar framleiðslunnar til landa þriðja heimsins. 1 báðum tilvikum er verkafólki i Evrópu sagt upp störfum i allrikum mæli. Stálverkfallið Stálverkfallið i Bretlandi er ekki aðeins um 17-20% launa- kröfur til að mæta verðbólgu — það snýst ekki sist um störf, um 50-65 þúsunda manna i stálver- um og kolanámum, sem munu missa atvinnuna ef að fylgt verður eftir áformum bresku þjóðnýttu stálsamsteypunnar BSC um að loka þeim verk- smiðjum sem óhagstæðastar þykja. En frjálshyggja frú Thatchers forsætisráðherra mælir m.a. svo fyrir, að hætt skuli rikisstuðningi við þann hluta framleiðslukerfisins sem reynist ekki samkeppnisfær. Verkamenn telja það rangt, að þeir eigi nú að greiða fyrir það með atvinnuleysi, að stál- iðnaðurinn breski (sem hefur á vixl verið i einkaeign eða rikis- rekinn allt frá dögum stjórnar Atlees fyrst eftir strið) hafi með röngum fjárfestingum dregist aftur úr t.d. japönskum og vesturþýskum stáliðnaði. Stálverkfallið i Bretlandi er stórmál, sem kann að leiða til mikilla átaka milli Ihalds- stjórnarinnar og verklýðsfélag- anna i heild, þvi æ fleiri aðilar koma þar við sögu eftir þvi sem það dregst á langinn. I Dan- mörku ei lika háðar vinnudeilur sem eru smærri i sniðum, en engu að siður dæmigerður um þá þróun sem verkafólk i Evrópu nú mætir. Brugghús og tækni 120 bilstjórar og 180 verka- menn hjá ölgerðinni Tuborg hafa nú verið i verkfalli 1 næst- um tvær vikur. Þar er i uppsigl- ingu meiriháttar ágreiningur, sem æ fleiri eru að dragast inn i: ágreiningur um það hverjum ný tækni eigi að koma til góða. Verkamenn halda þvi fram að Framhald á bls. 13 Afganistan: Berst hildar- leikurinn nœst til Balútsjistan? Síðan sovéskur her réðist inn í Afganistan hafa margir f réttaskýrendur spurt sig að því, hvort hér væri aðeins reynt að bjarga valtri byltingarstjórn í Kabúl, eða hvort sókn sovésks hers suður á bóginn tæki mið af stærri ráðagerð um að Sovétríkin gætu náð fótfestu við Indlandshaf. Þær vangaveltur taka mið af þvi að grunnt hefur verið á þvi góða milli ráðandi afla i Pakist- an og ibúa Balútsjistans, sem er ein af fjórum stórsýslum Pakistans en þeir eiga frændur af sama þjóðerni bæði i Iran og Afganistan. Mundu Sovétmenn jeta veitt aðskilnaðarsinnum I Balútsjistan stuðning gegn stjórn Pakistans og fengið i staðinn siðar meir flotaaðstöðu við Indlandshaf? (Sjá kortið). Salamat Ali, pakistanskur blaðamaður, fjallaði um þetta efni nýlega i grein i Far Eastern Economic Review. Þótti greinin svo skaðleg hagsmunum Pakist- ans, að hann var umsvifalaust dæmdur i eins árs fangelsi fyrir að skrifa hana. Gerðist það skömmu fyrir siðustu tiðindi i Afganistan. Vaxandi gremja 1 grein Salamat Alis koma fram eftirfarandi upplýsingar: Það hefur verið kyrrt á yfir- borðinu i Balútsjistan, en það er grunnt á þvi góða. Pakistanskt hervald hefur þrisvar sinnum á 30 árum barið niður uppreisnir I Balútsjistan og Ibúarnir telja sig ekki njóta fullra réttinda i land- inu. Hinu fátæklega atvinnulifi landshlutans hefur hnignað bæði vegna áhrifa frá irönsku bylt- ingunni og svo vegna þess að stjórn Zia ul-Haq i Islamabad hefur skorið niður fé til opin- berra framkvæmda til Balútsja. Þessar væringar og vaxandi gremja i garð stjórnarinnar i Islamabad hefur leitt til þess, að margir Balútsjar hafa flúið til Afganistaneftirbyltinguna 1978. Þar hafa ýmsir þeirra að sögn fengið tilsögn I byltingarfræðum og meðferð vopna— og sumir þeirra hafa fengið slika þjálfun i Sovétrikjunum. Salamat Ali segir, að jarðaskipting stjórnar- innar i Kabúl i hinum afganska hluta Balútsjistans hafi orðið til þess að skapa verulega samúö með afgönsku byltingunni, eink- um meðal menntaðra Balútsja. óvissa Blaðamaðurinn pakistanski segir að þaö riki að sönnu ekki eining meðal stjórnmálamanna i Balútsjistan um markmið og leiðir i þeirri baráttu fyrir aukn- um réttindum sem þeir allir telja nauðsynlega. Þar er rætt CHINA JAIVtMU tk KASHMIR AFGHANISTAN ISLAMABADQ' Pe$hawar«£' • . / // Rawalpiridl, !// LahoreJ é Chaman PUNJAB. Kalat • Khuzdar• IRAN INDIA Gwadar \\SIND Karachi ARAB/AN SEA f"™J Marri-Bugti area Balútsjistan er eins og kortið sýnir, tæpur helmingur af Pakistan og iandsmenn telja sig misrétti beitta. um marga möguleika — allt frá ráðstefnu sem tryggi Baiútsjist- an jafnan rétt á við aðra hluta Pakistans til hugmynda um stofnun sérstaks rikis Blútsja sem væri vinsamlegt byltingar stjórn i Afganistan og Sovétrikj- unum. En það er allavega ljóst, að margir verða um að reyna á næstunniað vinna sér hylli þjóöar þessa hrjóstruga fylkis vestast I Pakistan — og eins er vist, að barátta hennar fyrir auknum rétti verður algjört aukaatriði fyrir þá sem spila stórveldistafl á þessum slóðum. Reyndur stjórnmálamaður balútsjiskur lét uppi við fyrrnefndan grein- arhöfund svofellda bölsýni: ,,Sá timi er ekki langt undan þegar allir munu drepa alla og engin.i veit hvern hann drepur næst eða hvers vegna”. ábtók saman. ■ ■ ans ■ wm ■ mm ■ is ■ ooi a Raa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.