Þjóðviljinn - 22.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.01.1980, Blaðsíða 5
FRETTASKÝRING j Sovéskir forystumenn og Afganistan: Hvað var Brésjnéf að hugsa? Ihlutun sovéska hersins i borgarastyrjöld i Af- ganistan hefur vakið upp mjög róttæk viðbrögð bandariskra ráðamanna: nú siðast um helgina leggur Carter forseti beinlinis til að landar hans taki ekki þátt i Olympiuleikum i Moskvu og mundi það Sovétrikjunum mikið fjárhagslegt áfall og álitshnekkir ef að það gengi eftir. Innrásin hefur og stórbætt stöðu Bandarikjanna til hernaðarlegra umsvifa um vestanverða Asiu. Af þessum sökum hafa menn i auknum mæli spurt aö þvi, hvort hin pólitiska forysta Sovétrikj- anna hafi staöiö einhuga á bak viB jafn áhættusama ákvörBun og innrásin var. Hvert bla&iB á fætur öBru hefur viöraö grunsemdir um aö Brésnjéf sjálfur, sem hefur lagt orBstir sinn viö slökunar- stefnuna, hafi veriö andvigur ihlutuninni en veriö borinn at- kvæöum I æöstu stjórn Kommún- istaflokks Sovétrikjanna. Þetta hljómar ekki ótrúlega, en þvi miöur veröa slikir hlutir ekki sannprófaöir, þvi aö sovéskur forystumaöur er skuldbundinn til aö sýna ekki annaö út á viö en fullkomna einingu andans. Viðtal í Pravda Nokkuö fróölegt getur samt veriö aö skoöa viötal um þetta mál viö Brésnjef, sem birtist i Pravda fyrir viku eöa svo. Brésnéf hóf mál sitt meö ásök- unum I garö Bandarikjanna um þaö aö „leiöandi öfl þar og I sum- um öörum Natólöndum hafi lagt inn á braut sem er fjandsamleg slökunarstefnunni” — og visar þá til ýmissa samþykkta um aukin framlög til hermála og til nýrra kjarnorkueldflauga I Vestur- Evrópu. Hann vikur svo a& Afganistan og er meginkenning hans sú, eins og alloft hefur komiö fram, aö sovéski herinn sé aöeins aö koma I veg fyrir aö gagnbylt- ing sé flutt inn I landiö utanfrá. Brésnjéf tvinnar reyndar saman meö sérstæöum hætti þá kenn- ingu að Afganir hafi beðið um að- stoð, og aö öryggi Sovétrlkjanna hafi krafist innrásarinnar. Hann segir: „Afganistan hefur krafist þess, aö endir yröi bundinn á þessar árásaraðgerðir, aö landiö fengi aö byggja nýtt lif I friði. Afghanskir leiötogar hafa oftlega óskaö eftir hernáöaraöstoB frá Sovétrlkjunum, þeir geröu þaö þegar meöan Taraki var á lifi, og margoft slöan, „fyrir okkar leyti, þá vöruðum viö viö þvi aö gripa inn I, en lofuöum aö standa viö hlið afghönsku þjóöarinnar á reynslutimum. Og það hefur sannarlega komið á daginn, aö viö stöndum viö orö okkar.” „Hin óslitna vopnaða ihlutun,” sagöi Leonid Brésnjef, ^iö vel undirbúna samsæri erlendra aö- ila og innlendra afturhaldsafla, hefur I för meö sér hættu á þvi aö Afghanistan missi sjálfstæöi sitt og veröi gert aö stökkpalli fyrir hernaöaraðgerðir gegn suöurhluta lands okkar. Meö öör- um oröum, sá tlmi kom, aö viö gátum meö engu móti staöiö gegn óskum yfirvalda grannrikis okk- ar. Annaö heföi þýtt að gefa heimsvaldasinnum I hendur örlög afghönsku þjóöarinnar, viö höf- um dæmiö frá Chile um hvaö þaö þýöir fyrir þjóöina, en þar var frelsi þjóöarinnar drekkt I blóöi sem kunnugt er. Aö bregöast viö á annan hátt heföi einnig þýtt a& viö heföum látiö undir höfuö leggjast aö tryggja öryggi suöurlanda- mæra okkar og þar með öryggi Sovétrikjanna.” Brésnjef leggur og áherslu á að þetta hafi ekki verið auöveld ákvöröun aö taka og bendir ýmis- legt I oröfæri hans til þess aö hann sjálfur hafi veriö nokkuö hikandi I þessu máli. Reyfari Þaö vekur nokkra athygli, aö Brésnjéf segir að oddvitar stjórn- arinnar I Kabúl hafi „oft” óskað eftir hernaöaraöstoö. I viötali sem norskur blaðamaöur átti viö Falln, formann upplýsingadeild- ar Kommúnistaflokks Sovétrlkj- anna, segir reyndar beinllnis, aö ekki aöeins Taraki, fyrsti leiötogi byltingarstjórnárinnar, heldur og Amin, sá sem rutt var úr vegi um leið og innrásin var gerö, hafi be&iö um slika aöstoö. Um leiö segja bæöi Falim og aörir sovésk- ir talsmenn hiklaust, að Amin hafi ekki aöeins veriö harðstjóri og moröingi heldur og tvöfaldur I roðinu — nánar tiltekiö hafi hann veriö erindreki bandarisku leyni- þjónustunnar CIA. Veröa þær skýringar allar mjög reyfaraleg- ar og rekur sig hvaö á annars horn. Miklu vænlegra til skýringa á ákvöröun sovéskra ráöamanna er sá kafli i ummælum Brésnjéfs sem lýtur aö hernaöarlegum vangaveltum um suöurlanda- mæri rikis hans. Beiskir bitar En hvaö sem þvl líöur: enn eru ekki öll kurl komin til grafar I þessum málum: kalt strlö milli stórveldanna er komiö á þungan skriö og erfitt aö spá um næstu áfanga I stigmögnun þess. Sovét- menn eiga eftir aö kyngja mörg- um beiskum bita I framhaldi af Afghanistaævintýri — einn þeirra er blátt áfram hlutskipti her- námsveldis, sem fréttaritari sænska blaösins Dagens Nyheter I Kabul lýsir á svofelldan hátt: „Hermenn sem eru á ferli ganga tveir og tveir saman, eng- inn talar viö þá, enginn virðist horfa á þá, þeir eru aöeins um- luktir þögn. Landamerki þagnar- innar eru dregin á milli hernáms- liöa og hins hernumda”. áb Þr iöjudagur 22. janúar 1980 »>JÓÐVILJINN — StÐA S Forsætisráð Júgóslavíu Tito forseti Júgóslavlu hefur veriö alvarlega sjúkur og um helgina varö aö taka af honum fótinn. Tito hefur verið afar þýö- ingarmikið sameiningartákn I landi margra þjóöa og þjóöar- brota og margt hefur undan- farna daga verið rætt um hvað viö taki i landi hans ef hann fellur frá. Þá mun það kerfi samvirkr- ar forystu svonefndrar, sem Tito hefur komiö upp, prófað fyrst svo nokkru nemi. Þaö byggist á forsætisráði sem er skipaö honum sjálfum og átta mönnum öörum, einum frá hverju hinna sex lýövelda og tveim frá sjálfstjórnarhéruöum. Forysta i þessu ráöi á aö ganga á milli fulltrúa einstakra lýövelda. Myndin er af forsætisráðinu, tekin þegar það var siöast kosiö i fyrra. Tito forseti er fyrir miöju. SKJOL fyrir misjöfnum veðrum Við bjóðum yður húsaklæðningar úr áli, stóli, bárujárni eða tré, jafnt á gömul hús sem ný Sparið fé og fyrirhöfn: • Hitakostnaður lækkar geysilega ef útveggir eru klæddir, þvi úndir klæðninguna er sett þykkt einangrunarplast. • Málningarvinna verður óþörf ef notað erál-eða stálveggklæðning. Plöturnar eru til í ýmsum litum og þarfnast ekki málningar, nema breyta eigi um lit. • Skemmdirá múr (t.d. vegna alkalívirkni í steypu) verða úr sögunni í eitt skipti fyrir öll. • Viðhaldskostnaður utanhúss verður að sjálfsögðu hverfandi lítill, fyrir utan alla fyrirhöfnina sem sparast. T, X ; ■ ... TRÉSMIÐAVERKSTÆDIÐ Slmi 41070, kl. 17-20 alla virka daga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.