Þjóðviljinn - 22.01.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.01.1980, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 22. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Mat Þjóðhagsstofnunar á tillögum Alþýðubandalagsins — framhald afforsiðu: Greiðsluafgangur ríkissjóðs 10.4 miljarðar króna 1980 Frv.1980 101.þing Frv.1980 102.þing CtHTlÍ um breytingar skv. tillögum Dœmi 1 Frv. 101.þings +breyt. 9 8 0 Frv. 102.þings + breyt. Tekjur Gjöld 330.3 321.4 323,1 314,6 +5,0 +13,5 335,3 334,9 328,1 328,1 Rekstrarjöfnuóur 8,9 8,5 -8,5 0,4 0,0 Jöfnuóur lána utan Seólabanka og jöfnuóur vióskiptareikninga 5,4 4,9 +5,0 10,4 9,9 Greiósluafkana 14,3 13,4 “3,5 10,8 9,9 íætluö endurgreiósla lána vió Seólabanka 14,1 13,1 "8,5 5,6 4,6 Sta&a ríkissjóös samkvæmt tillögum Alþýöubandalagsins I samanburöi viö fjárlagafrumvörp Tómasar og Sighvats (fyrstu tveir dálkarnir), þriöji dálkur breytingar samkv. tillögunum, 4. dálkur frumv. Tómasar meö breytingum samkv. tillögum Alþýöubal. og 5. dálkur frumv. Sighvats meö breyt- ingum AB. 1 umsögn Þjóöhagsstofnunar um tiiiögur Alþýöu- bandalagsins er reynt aö meta áhrif þeirra á þróun verölags, kaupgjalds, rikisfjármál og fleiri hag- stæröir á árinu 1980, á likan hátt og gert hefur veriö meö tillögur annarra flokka. Þjóöhagsstofnun fjallar um fyrrihluta tillagna Alþýöubandalags ins, þaö er aö segja fyrstu aögeröir. Tekiö er fram aö um lauslega könnun sé aö ræöa og þar sem til viöbótar komi aö meta þarf ýmis túikunaratriöi til talna geti niöur- stööur orkaö tvimælis. F ramleiöniaukningin Þjóöhagsstofnun telur ákaflega óliklegt aö svo stórum áfanga sem 7% framleiöniaukningu í fisk- iönaöi verði viö komiö á þessu ári, einkum vegna ráö- legginga fiskifræöinga um leyfilegan hámarksafla. Möguleikar til þess aö lækka kostnað og bæta nýtingu séu hins vegar vafalaust fyrir hendi en þar sé fremur um að ræöa sigandi breytingar en stór stökk, þegar heildarframleiöslunni séu settar skoröur. Aöhaldssamar gengisforsendur Varöandi 1 1/2% lækkun launaskatts segir Þjóö- hagsstofnun aö hún komi eingöngu fram hjá fisk- vinnslunni en ekki hjá útgeröinni sem ekki greiöir launaskattog næmi lækkunin e.t.v. um 1/2% af tekjum fiskvinnslu. Ahrifin af 5% vaxtalækkun fyrir fisk- vinnsluna mætti sömuleiöis meta sem 1/2% af heildartekjum. Þá telur Þjóöhagsstofnún aö gengis- forsendur þær sem gefnar eru í tillögum Alþýöu- bandalagsins séuán efa aöhaldssamar, 2% gengissig næstu tvo mánúöi og síöan um eöa innan viö 1%, en erfitt aö segja fyrir um hvernig gengisskráningin dygöi til þess aö tryggja samkeppnisaöstööu út- flutnings atvinnuvega. V erðlagsmálastefnan Þjóöhags s tofnun bendir á ýmis vandkvæöi I þvi sambandi aö tryggja aö verölagsákvaröanir fari ekki fram úr þeim mörkum sem Alþýöubandalagiö setur upp, 6% frá 1. febrúar og 5% frá 1. mai. Erfitt geti veriö aö gera átak I strangari framkvæmd verölags- mála á stuttum tima vegna þess aö margar verö- hækkunarbeiönir séu nú i farveginum og hætta sé á aö fyrirtæki liti á auglýst mörk sem lágmark og reyni aö smeygja sér framhjá þeim meö skirskotun til sér- stakra aöstæöna hvert á sinu s viði. Ýtarlegar reglur og sanngirni i framkvæmd séu forsendur þess aö vel takist til aö framfylgja slikum mörkum, en hætt viö aö aðhaldiö I verölagsmálum mæöi þungt á einstökum greinum meöan aörar eiga mun hægara meö aö ráöa verölagi á sinni framleiöslu. 10% nidurfærslan Þjóöhagsstofnun telur að til þess aö ná fram 3% lækkun framfærsluvisitölu meö beinni niðurfærslu verölags þurfi slik lækkun aö nema um 10%. Þaö á viö um lækkun flutningsgjalda, heildsölu- og smásölu- álagningar flestra vöruliöa visitölunnar, opinberra þjónustugjalda o.s.frv. Þjóöhagsstofnun bendir á að árangur tillagnanna um niðurfærslu verðlags hlýtur að ráöast mjög af framkvæmd verölagsmálanna bæöi aö þvi er varöar aö koma veröhjöönuninni I kring og aö tryggja varan- legan árangur hennar. Vaxtalækkunin 1 tillögum Alþýöubandalagsins er gert ráð fyrir að hlutur rikissjóðs i launaskatti falli niöur og vextir veröi lækkaðir i áföngum um 5% 1. mars og 5% 1. ágúst, til þess aö auðvelda fyrirtækjum og stofnunum aö standa undir hækkun útsöluverös og þjónustu- gjalda. Þjóöhagsstofnun telur að lækkun launaskatts og vaxta kynni aö hafa áhrif til veröhjöðnunar en telur aö áhrifin séu meiri i rekstrarreikningum einstakra fyrirtækja, en á peninga- og lánsfjármarkaðinn. Aö öðru leyti metur hún ekki þessa aðgerö. Þróun kaups og verölags I sambandi við áætlanir um þróun verölags og kaupmáttar 1980segir aö i lágmarksáætlun Hagstofu frá þvi i desember eigi veröbótavisitala aö hækka um 8% 1. mars. Frá þvi dregst 3% aukning niður- greiöslna samkv. tillögum Alþýöubandalagsins þann- ig aö kauptaxtar hækka um 5%. Launakostnaöur at- vinnuveganna hækkar þó minna eöa um 3 1/2% vegna lækkunar launaskatts úr 3 1/2% i 2%. Ekki þó I land- búnaöi og útgerö sem ekki greiöa launaskatt. Þá gerir Þjóöhagsstofnun ráö fyrir aö vtsitöluhækkun febrúar til mai verði vart undir 5 1/2%. Þjóðhagsstofnun setur upp dæmi um þróun verð- lags, kauplags og kaupmáttar á árinu 1980 út frá spám um þróun helstu þjóðhagsstærða og forsendum I tillögum Alþýöubandalagsins. Þar kemur fram með fyrirvörum i bak og fyrir aö hækkun framfærsluvisi- tölufrá upphafitillokaárs yröi 27-30% eins og sjá má I meöfylgjandi töflu: Verölag og kauplag Breyting hverju sinni: Framf.- Kaup- Rygg- visit. taxtar vis it. Febrúar/mars 7 5 8 Maf/júni • • • . 6.5 6,1 8-9 Agúst/september . . . . 7 6,5 6 Nóvember/desember . . . . . . . 6.5 6,0 6 Hækkun frá upphafi til loka árs . . . . 27-30 26-29 31-33 Kaupmáttur Niöurstööur dæmisins fyrir kaupmátt kauptaxta eru eftirfarandi: Visitölur, ársmeöaltal 1979-100 4. ársfj. 1979 ............................. 96,5 Desember 1979 ............................. 103,6 1. ársfj. 1980 ............................. 97,8 2. ársfj. 1980 ............................. 98,3 3. ársfj. 1980 ............................. 98,0 4. ársfj. 1980 ............................. 98,0 Desember 1980 .............................. 101,0 Arsmeöaltal 1980 ............................ 98,0 Skeröingin minnst Samkvæmt dæminu yröi meöaltalskaupmáttur kauptaxta á árinu 1980 1,5% hærri en á síðasta árs- fjóröungi 1978, en kaupmátturinn myndi minnka um 2% milli ára ’79 og ’80. Vegna þess aö i tillögum Alþýöubandalagsins er gert ráö fyrir sérstakri hækkun lifeyristrygginga almannatrygginga umfram almennar launabreytingar og 6 miljaröa króna fram- lagi til félagslegra framkvæmda gæti niðurstaöan oröiö sú ,,aö kaupmáttur ráðstöfunartekna einstak- linga minnkaöi aö meöaltali um 1/2 til 1 1/2%. í þessu dæmi er skeröing kaupmáttar ráöstöfunartekna ein- staklinga árin 1979 og 1980 minni en skeröing þjóöar- tekna af völdum versnandi viöskiptakjara þessi tvö ár. Rikisfjármálin Um áhrif tillagna Alþýöubandalagsins á rikisfjár- mál setur Þjóðhagsstofnun einnig upp dæmi með samanburði viö fjárlagafrumvörp Tómasar Arna- sonar og Sighvats Björgvinssonar, hið fyrra lagt fram á 101. þingi en hiö seinna á 102. þingi. Þar kemur fram aö rikissjóöur yröi væntanlega rekinn þvi sem næst á sléttu, lánajöfnuöur og jöfnuöur viöskipta- reikninga yröi hagstæður ca. um 10 miljaröa, og greiösluafkoma einnig um ca. 10 miljaröa. Eins og sést á töflunni er meö greiösluafkomu átt viö rekstrarjöfnuö að viöbættum jöfnuði viöskipta- reikninga og jöfnuði lánahreyfinga gagnvart öðrum en Seölabanka. Vegna þess aö Alþýöubandalagiö gerir ráð fyrir hægari endurgreiöslu lána til Seöla- bankans en þau tvö fjárlagafrumvörp sem fyrir liggja, og greiös luhreyfingar rikissjóös viö Seöla- bankann eru óhagstæöari 1980 en reiknað er meö I fjárlagafrumvarpi og vegna þess aö rikisfjármála- niöurstööur 1979 benda til lakari útkomu 1980 en gert er ráð fyrir I fjárlagafrumvörpunum þá gæti aö mati Þjóöhagsstofnunar fylgt um 3% verðlagshækkun til viðbótar viö þá kostnaöarspá sem áöur er getiö og reiknaöi hækkun framfærsluvisitölu samkvæmt til- lögum Alþýöubandalagsins 27-30% á árinu. Meö áöur- greindri óvissu um þessa útreikninga er þvi niöur- staöan aö hækkun framfærsluvisitölunnar á árinu ætti aö vera á bilinu 27 til 33% samkv. till. Alþýðu- bandalagsins og h'ækkun kauptaxta héldist nokkuö i hendur viö þaö. —ekh Hrakfallabálkur fiskiskipa um helgina: Engin slys og litlar skemmdir Fiskiskip lentu i margvisleg- um erfiöleikum um helgina. Má þar nefna tvö strönd, árekstur tveggja skipa og brotsjói, sem nokkur skip fengu á sig. Til allrar hamingju urðu þó engin slys á mönnum og furöu litlar skemmdir á skipum. A föstudagskvöld um kl. 18 strandaöi Jón Sturlaugsson AR 7 rétt utan viö höfnina I Þorláks- höfn. Þá var háflóö og mikil hrimþoka. Fjaran þar sem strandið varö er grýtt, en ekki kom leki aö skipinu þótt þaö dældaöistnokkuö.Skipiönáöist á flot kl. 5.36 á laugardagsmorgun og kom varöskipiö Ægir til aö- stoöar ásamt björgunarsveit- inni I Þorlákshöfn. Skipiö var tekiö i slipp. A föstudagskvöld geröi af- takaveöur út af Vestfjöröum. Slæmt var I sjóinn og um 10 vindstig af noröaustri. Skuttog- arinn Bjartur NK 121 fékk á sig brotsjó aðfaranótt laugar- dags 5,5 milur noröur af Hæla- vikurbjargi. Bakborðsstokkur bognaöi, björgunarbátur flaut upp og ýmislegt lauslegt sópaö- ist fyrir borö. Aöalvél togarans stöövaöist og rak hann í átt aö landi I u.þ.b. tvær klukkustund- ir. Þá tókst aö koma vélinni I gang aftur og var skipiö þá 3 mllur út af Hælavikurbjargi. Bjartur kom til tsafjarðar um kl. 10 á laugardagsmorgun. Togararnir Páll Pálsson frá ísafirði og Erlingur frá Garöi rákust saman á Halamiöum um þrjúleytiö á föstudag. Mikiö dimmviöri var þegar árekstur- inn átti sér staö. Skemmdir uröu ekki umtalsveröar, en skipin héldu til Isafjarðar. Aöfaranótt föstudagsins um kl. 3 strandaði togarinn Snæfell undan Miöbæ i Hrisey, er hann var aö koma úr veiöiferð. Gott veöur var þegar óhappiö varð. Togarinn komst á flot meö aö- stoö Hríseyjarferjunnar og kom enginn leki aö honum. Hann er nú I slipp á Akureyri. Eitt þeirra skipa sem fékk á sig brotsjó út af Vestfjöröum á föstudagskvöld var togarinn Sindri VE 60. Tvær rúöur brotn- uöu I brúnni og sjór komst I siglingatæki. Sjaldan er ein bár- an stök, og þegar Sindri var að koma til Reykjavikur á laugar- dagskvöldiö stöövaöist vélin. Rak skipiö inn aö Gróttu og tók þar litilsháttar niöri, en komst loks til hafnar I Reykjavik. Fleiri togarar og rækjubátar lentu I erfiöleikum I þvi ofsa- veöri sem geisaöi á Vestfjarða- miöum á föstudagskvöld og að- faranótt laugardags. —eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.