Þjóðviljinn - 22.01.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.01.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. janúar 1980 íþróttir íþróttirgjíþróttir (§ I FH-lngar mim frískari og sigruðu erkióvininn 24-19 Eftir ágætan sigur 1S gegn Fram fyrr .skömmu var þaö hald margra aö þeim tækist aö velgja Islandsmeisturum KR hressilega undir uggum þegar liöin mættust á laugardaginn. Margt fer þó ööruvfsi en ætlað erog KR-ingarnir unnu öruggan stórsigur, 108-79. 1S tók forystuna i upphafi leiksins, 6-2, en KR náði að jafna og komast yfir skömmu seinna, 14-12. Jafnræði var meö liðunum næstu minúturnar og leit út fyr- ir hörkubaráttu, 20-20 og 26-26. Þá var eins og Stúdentarnir spryngju á limminu og KR skor- aöi 24 stig gegn 6 þaö sem eftir liföi fyrri hálfleiksins, 32-26, 40- 30 og 50-32. Yfirburðir Vesturbæjarliösins voru algjörir I seinni hálfleikn- um og einungisspurningum það hve stór sigur þeirra yrði, 62-44, 74-49 og 88-69. Mestur varð munurinn 32 stig, 100-68, en 1S tókst aöeins aö bjarga andlitinu. undir lokin, og þegar upp var staðið var munurinn 29 stig 108-79. Stúdentarnir voru mjög sprækir framanaf þessum leik, en þá viröist enn vanta alla yfir- vegun og öryggi til þess aö standa aö ráöi i hinum svoköll- uöu betri liðum. Þeir verða einnig að muna, að góöur varnarleikur er undirstaöa góös sóknarleiks. Smock og Jón Héð- ins áttu bestan leik i liði 1S. KR-ingarnir eru griðarlega sterkir um þessar mundir. Vörnin er sterk sem fyrr og sóknarleikurinn ákaflega fjöl- breyttur. Birgir hefur sennilega aldrei veriö betri en nú, grimm- ur i vörninni og skorar meira en áöur. Hann má þó vara sig aö veraekki of skotgráöugur. Geir átti á laugardaginn einn sinn besta leik meöKRogeinnig áttu Garöar og Agúst ágæta spretti. Um Jón og Jackson þarf vist ekki aö f jölyrða, þeir eru alltaf jafn góöir. Stigin fyrir IS skoruöu: Smock 37, Jón 16, Bjarni 10, Gisli 7 og aörir minna. Fyrir KR skoruöu: Jackson 29, Jón 23, Geir 20, Birgir 14, Agúst 13 og Garðar 9. — IngH Góð uppskera Víklngsstelpnanna Tveir leikir voru I 1. deild FH og lokatölur urðu 16-14 fyrir arnir áttu siöasta orðiö, 11-10. kvenna um helgina. Vfkingur Viking og er ekki hægt aö segja Staðan i 1. deild kvenna eftir lék I Hafnarfiröi gegn FH og annaö en aö uppskera Viking- leiki helgarinnar er nú þessi: varð þar æöi sveiflukennd viö- anna i vetur hafi veriö betri en ureign. FH leiddi lengst af i nokkurn heföi getað grunaö. Fram. 66 0 0 113:64 12 leiknum, 2-3 mörk allan fyrri KR..7 4 0 3 109:8 1 8 hálfleikinn. Staöan I leikhléi var 1 Höllinni lögðu stelpurnar úr Vikingur.7 4 0 3 120:100 8 10-8 fyrir FH. Haukum KR nokkuð óvænt að Valur......6 4 0 2 105:101 8 Hafnarfjaröarstelpurnar juku velli, en sigur Hafnfiröinganna Haukar.7 4 0 3 99:100 8 muninn i upphafi seinni hálf- var verðskuldaöur. Jafnræði Þór........ 5 2 0 3 84:85 4 leiks, 13-9, en þá skoruðu var meö liðunum allan timann, FH. 7 2 0 5 109:134 4 Vikingarnir 7 mörk gegn 1 frá 6-6 i hálfleik, 8-8,10-10,en Hauk- Grindavik .... 7 0 0 7 94:156 0 Þorb jörn í þrumustuði þegar Valur sigraði KR i 1. deild handboltans, 22-20 Ellert B. Schram var endur kjörinn formaður KSt. Átakalítið þing KSÍ Ársþingi Knattspyrnusam- bands tslands lauk um helgina. Litlar breytingar uröu á stjórn sambandsins og var Ellert B. Schram einróma endurkjörinn formaður. Samþykkt var á þinginu að lið fengi ailar tekjur af leik á heimavelli sinum. Einnig var ákveöiö aö fella niður meistara- keppnina I núverandi formi. Þá var samþykkt tillaga um bikar- keppnina, en frá henni var sagt hér i' Þjv. I siðustu viku. — IngH „Þetta var kærkominn sigur”, sagði Guðmundur Magnússon fyrirliði FH liðsins eftir að hann á- samt félögum sínum höfðu lagt Hauka aðvelli í nokkuð ójöfnum leik í í- þróttahúsinu í Hafnar- firði sl. laugardag. „Vörnin hjá okkur kom vel út, og markvarslan fylgdi vel með, auk þess sem við vorum mun á- kveðnari á boltann og frískari í spilinu. Mótið er alls ekki búið ennþá, og við ætlum okkur sannar- lega að hefna ófaranna á móti Víkingi, þegar við mætum þeim hér í Firðin- um í vor", sagði Guð- mundur að lokum. Þrátt fyrir nokkurn yfir- buröasigur FH I þessum leik gegn erkifjendunum, þá voru Þaö eru engin vettlingatök leyfö þegar Hafnar fjaröarliöin FH og Haukar eigast viö. Hér hefur Sæ- mundur FH-ingur sloppiö I gegnum Haukavörnina, og Július og Sigurgeir gripa til örþrifaráöa. þaö Haukarnir sem tóku for- ustuna I upphafi leiksins 1-0. Það var lika i eina skiptiö sem Haukaliðið komst yfir, þvi FH snéru strax vörn i sókn, og meö stórskotahrið á Hauka- markiö breyttu þeir stööunni i 4-1. og siöan 5-2. Haukarnir tóku þá loks viö sér og tókst aö minnka muninn i 5-6. FH voru fljótir aö svara fyrir sig og skoruöu þrjú mörk i röö, þar af skoraöi Geir eitt gullfallegt beint úr aukakasti. Staöan var þá orðin 8-5 og þeim mun héldu FH-ingar til hálf- leiks en þá var staöan oröin 12- 9. Haukar virtust mæta á- kveönari til leiks i slöari hálf- leik og löguðu stööuna i 12-10, en siöan virtist allur vindur úr liöinu. og FH-ingar skoruöu næstu 4 mörk og komu stööunni i 16-10. Þeir juku siöan smátt og smátt á forskotiö og þegar u.þ.b. 10 minútur voru til leiks- loka voru þeir búnir aö ná upp 8 marka forskoti 20-12, og orðið útséö meö úrslit leiksins. Haukarnir gáfu þó ekki al- veg upp öndina og löguöu stöö- una fyrir sig i 22-16, auk þess sem þeir létu Sverri Kristins- son i marki FH-inga verja tvö vitaskot meö stuttu millibili. Þar meö var draumur Haukamanna úti og FH-liöið jók enn viö forskotiö og sigraöi meö 24 mörkum gegn 19. FH-liöiö var vel samrýmt i leiknum og lék mjög góöan varnarleik, þaö var þá helst að Geir vildi gleymasér I horninu. Sóknarleikurinn var hraður og oft á tiöum yfirspiluöu þeir Haukavörnina gersamlega. Haukaliöiö var nú meö léleg- asta móti, og hefur þó ekki sýnst neina sérstaka leiki i vetur. Vörnin var oft illa opin ogeins var söknarleikurinn fá- brotinn og greinileg vöntun á stórskyttum. Þaö voru helst Arnarnir sem eitthvab bar á. Hjá FHing- um stóð Sverrir eins og klettur i markinu, og virkaöi hvetjandi fyrir góöa vörn FH-inga. Kristján, Sæmundur og Val- garö sýndu allir ágætisleik i sókninni. Markhæstur FH-lnga voru: Kristján 9 (4v), Valgarð 5, Sæmundur 4, Sveinn 3. Markhæstir Haukamanna: Arni Sv:. 5, Július 4 (2v), Arni H. 3, og Sigurgeir 3v. —LG. Auðvelt hjá KR-ingum Valsmaöurinn Þorbjörn Guömundsson var heldur betur I stuöi þegar Valur lagöi KR aö velli og skoraöi 12 mörk. „Þetta var gott á meöan viö spiluðum eins og menn i fyrri hálfleiknum, en I seinni hálf- leiknum fór ieikur okkar allt of mikiö út i hnoö. Samt sem áöur voru góöir kaflar I þessum leik með tilliti til Evrópuleiksins gegn Drottúti eftir viku,” sagöi þjálfari Valsmanna, Hilmar Björnsson, eftir aö hans menn höföu sigraö Vesturbæingana úr KR, 22-20. Konráö skoraöi fyrsta mark leiksins fyrir KR og næstu min- dturnar voru Vesturbæingarnir fyrri til aö skora, 2-1 og 3-2. Þá tóku Valsararnir heljarmikinn rykk og skoruöu 5 mörk i röö 7-3. Af þessum 5 mörkum Vals skor- aöi Þorbjörn Guðmundsson 3 og átti hann heldur betur eftir að koma viö sögu þessa leiks. Val- ur hélt áfram aö auka muninn, 10-5, og i hálfleik höföu þeir 5 mörk yfir, 13-8. Valur virtíst stefna i stórsigur i upphafi seinni hálfleiksins, þeir juku muninn i 6 mörk, 14-8 og 16-10. Þá var eins og Vals- vélin færi að hiksta, KR-ingarn- ir gengu á lagið og minnkuðu forskotið, 16-3. KR fékk siðan 2 gullin tækifæri til þess að minnka muninn enn, en þau fóru i vaskinn. Valsmenn komust i 21-16. KR skoraöi 3 næstu mörk, 29-19, en þessi sprettur þeirra kom helst til seint. Lokatöiur urðu siðan 22-20 fyrir Val. Þorbjörn Guðmundsson átti stórleik I libi Vals. Hann skoraöi rúman helming marka liös sins eöa 12 og til þess hefur hann vart þurft meir en en 14 skot. Það telst Þorbirni einnig til tekna, aöflestmarka hans voru skoruð á svokölluöum „kritiskum” augnablikum. Ánnars var leikur Valsliðsins mjöggóöur i fyrri hálfleiknum sér i lagi var vörnin sterk og hirtí ótal skot KR-inganna. KR-ingarnir virtust aldrei finna sig almennilega i þessum leik og má vera að fjarvera þjálfarans, Bjarna Jónssonar, hafi haft þar nokkuö aö segja, en hann er erlendis. Það var hreinlega gamla góöa seiglan sem hélt liðinu gangandi. Hauk- ur, Jóhannes og Konráö áttu allir sæmilega spretti, en sá leikmaður sem mest kom á óvart var Einar spjótkastari m.m. Vilhjálmsson. Hann gerbreytti varnarleik KR-ing- anna i' seinni hálfleiknum, til hins betra, enda leikmaður i sterkara lagi. Mörk KR skoruðu: Jóhannes 4, Konráö 4, Haukur 4/1, Simon 3, Ólafur 2, Björn2/2 og Friörik 1. Fyrir Val skoruðu: Þorbjörn G. 12/4, Bjarni 3, Gunnar 2, Stefán H. 2, Þorbjörn J. 2 og Brynjar 1. — IngH I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.