Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 31. janúar 1980 tJOÐVILJINN — StÐA S' FRÉTTASKÝRING Kreditkortin: Blessun eda verri en eiturlyf? Á sama tíma og umræður eru að hef jast hér á landi um notkun kreditkorta eru aðrar þjóðir að fá sig fullsadda af útbreiðslu þessara litlu plastspjalda. Þau hafa verið í notkun árum saman í Evrópu og sérstaklega f Banda- ríkiunum, en nú nvverið hef ur bandaríska bankaeftirlit- ið varað við frekari umsvifum þeirra og kratar í Svíþjóð haf a lagt til að þau verði bönnuð enda eigi þau ekki lítinn þátt í verðbólguaukningunni þar í landi. Verslun Banda- rikjamanna með kreditkortum nam í október 305 miljörðum dollara en þá var aðalkauptíðin í nóvember og desember eftir. 1 Bandarlkjunum einum eru eftir 600 miljónir kreditkorta i notkun. Flestir þeir sem not- færa sér þetta greiöslufyrir- komulag eiga 3-4 slik kort og þaöer sama hvort menn eru að fá sér glas á barnum, kaupa bensin á bilinn, gera helgar- innkaup eöa borga stööumæla- sekt, —allar greiöslur má inna af hendi meö framvisun litla plastkortsins. Auövitaö hefur þetta mikið hagræöi i för meö sér fyrir neytandann. Hann þarf ekki að bera á sér peninga og hann getur fengið vörur eöa þjónustu, þó hann hafi ekki efni á þvi þann daginn. Reikninginn borgar hann ekki fyrr en i næsta mánuði. Stærstu kreditkortafyrir- tækin i Bandarikjunum, „Visa” og „MasterCard” eru I eigu bankanna þar vestra og hefur hvort um sig 60 miljónir korta I umferö. Hreinræktuö kredit- kortafyrirtæki eins og Ame- rican Express og Diners Club hafa mun færri kort i umferö (8,5 miljónir og 1,5 miljónir Bandarikjamanna bera kort frá þessum fyrirtækjum) en þau þykja finni og er u dýr ar i en þau stærri. Gjaldiö fyrir kred- Kreditdiskur I verslunarhúsiI New York: Aöeins fjóröungur sölunnar greiddur meöpeningum. itkortin er 1,5-4,5% af veltunni, ódýrara hjá stóru fyrirtækjun- um en dýrara hjá þeim minni, sem jafnframt hafa viöskipta- vini sem eru rikari og eyöa meiri peningum. Umsvif kreditkortaverslun- ar hafa margfaldast á undan- förnum árum og nú er svo komiö aö I stærstu verslunum New York borgar er aöeins fjóröungur sölunnar greiddur meö beinhörðum peningum — þrir fjóröu hlutar meö kredit- kortum. Fátitt er aö upphæö sem er hærri en 10 dollarar sé greidd I peningum og eru þaö þá sérvitringar eöa útlending- ar sem I hlut eiga. En þó hagræðiö af þessu verslunarfyrirkomulagi liggi i augum uppi eru neikvæöar af- leiöingar þess ekki eins aug- ljósar. Þaö kemur aö skulda- dögunum og staöreyndin er aö þaö er mun auöveldara aö lifa um efni fram og safna skuldum meö aöstoö þessara litlu korta en meö þeim hætti sem viö ís- lendingar erum snillingar i — meö vixlum, afborgunarkaup- um, lánum eöa þvi aö yfirdraga tékkheftin. Ef mánaöarlegir reikningar kreditkortafyrir- tækjanna eru ekki greiddir skilvislega falla 20% dráttar- vextir á upphæöina og þeir veröa i flestum tilfellum ekki greiddir nema meö nýjum lán- tökum. 1 kaupæðinu kringum jólin nær skuldasöfnun af þessu tagi hámarki. Flestar stórverslan- ir gefa þá út sérstök kreditkort „Holyday Credit Cards” sem veita gjaldfrest i tvo mánuöi I staö eins, og reikningar fyrir jólahaldiö hellast þvi ekki yfir fyrr en I febr úarmánuöi. Bandariskur félagsfræöingur og prófessor I New York, Dav- id Caploritz, telur aö 10-15 miljónum Bandarikjamanna liggi viö örvilnun I febrúar- mánuöi ár hvert, þegar reikn- ingarnir hellast yfir, og hans á- lit er aö þaö sé verra að ánetj- ast kr editkor tunum en eitur- lyfjum. En þegar neyöin er stærst þá er hjálpin o.s.frv... A undan- förnum misserum hafa sprottiö upp i Bandarikjunum sérstök ráögjafafyrirtæki, sem sérhæfa sig i aö aöstoöa fólk sem safnaö hefur skuldum viö kreditkortafyrirtækin. Fyrir 10 dollara á mánuöi gera fyrirtækin áætlun um hvernig viöskiptavinurinn geti greitt skuldir slnar niöur og jafn- framt hversu mikið hann hefur efni á aö kaupa út á kreditkort- in. Endurtaki sagan sig eru menn látnir rifa kortin, og taka aftur upp gamla verslunar- mátann og greiöa út i hönd. Ráögjafaþjónusta af þessu tagi er vel þegin og eins og fyrr segir er ástandiö verst i febrú- armánuöi og þá er aöalvertið þessara fyrirtækja. Nú brá hins vegar svo viö hjá þeim ráögjafafyrirtækjum sem starfa i New York aö kominn var langur biölistifyrir jólin og þykir þaö ills viti. (— AI.Endursagt úrSpiegel). Abdol Hassan Bani- sadr, fyrrum efnahags- málaráðherra, var um síðustu helgi kosinn fyrsti forseti Irans. Það sem hann lagði mesta áherslu á meðan á kosningabar- áttunni stóð var nauðsyn efnahagslegrar endur- reisnarog sjálfstæði and- spænis risaveldunum. Eins og vænta mátti var þaö styrjöldin i Afganistan og svo Fyrsti forseti r Irans kosinn gislarnir i bandariska sendi- ráöinu ITeheran sem Banisadr var spuröur aö fyrst af öllu þegar nokkurnveginn var ljóst aö hann heföi unniö yfirburöa- sigur. Sovétríkm Banisadr lýsti þvi yfir aö íran væri reiöubúiö aö styöja meö öllum hugsanlegum ráðum uppreisnarmenn I Afganistan. Hann bætti þvi viö aö ef Sovét- menn heföu haldiö aö lranir ætluöu aö þegja sem mest þeir mættu um Afganistan vegna þess aö þeir ættu i höröum deil- um viö Bandarikin, þá væri þaö misskilningur. Hér er komiö aö veigamiklu atriöi. Þegar sovéskur her var sendur inn i Afganistan til aö bæla niöur uppreisn sem mest hefur á lofti fána Islams, þá var sú áhætta sem þvi fylgdi ekki aöeins bundin þvi að-sam- búöin viö Bandarikin mundi versna, heldur og þvi aö Sovét- rlkin mundu fá mestallan hinn múhameöska heim upp á móti sér. Þetta sýnist einmitt aö vera aö koma fram þessa dag- ana, bæöi I samþykktum utan- rikisráöherra 43 múhameöskra þjóöa i lslama- bad og svo I yfirlýsingum hins nýja forseta Irans. Þaö er ekki út I hött hjá Bani- sadr aö telja, aö Sovétmenn hafi vonaö aö fjandskapur Ir- ana 1 garö Bandarikjanna mundi deyfa viöbrögö þeirra viö innrásinni gegn trúbræör- um ajatollanna i Afganistan. Meöal annars þess vegna beittu Sovétmenn neitunarvaldi 1 öryggisráöi Sameinuöu þjóö- anna á dögunum gegn refsiað- geröum gegn Iran, sem Banda- rikjamenn vildu fá fram vegna gislatökunnar i Teheran. En sá greiöiSovétmanna viö tran hef- ur ekki boriö tilætlaöan árang- ur. Banisadr hefur meira aö segja tekiö svo djúpt I árinni aö saka Sovétmenn um aö þeir hafi gert sér áætlanir um aö Banisadr: Viö munum hjálpa nppreisnar mönnum. Verdur erfidur risa- veldunum báðum skipta upp irönsku landi og komast á þann veg til áhrifa viö Persaflóa. Gislamálið A hinn bóginn þýöir þessi af- staöa til Sovétrikjanna ekki að Banisadr hyggi á vinfengi viö Bandarikin. Hann hefur að visu ympraö á lausn gislamálsins og fellst ekki á framgöngu þeirra stúdenta sem hafa bandariska sendiráöiö i Teher- an á sinu valdi. En hann hefur Itrekað þaö viðhorf, aö lausn á þvi máli veröi ekki fundin nema frumkvæöi komi til frá Banda- rikjunum sjálfum. Sjálfur kvaöst hann reyna hvaö hann gæti án þess aö skilgreina nán- ar hvernig hann vildi fara aö. Banisadr heldur fram utan- rikisstefnu sem byggir á gagn- rýnni afstöðu til risanna beggja. A blaöamannafundi i Teheran kvaöst hann standa viö fyrri hugmyndir sinar um náiö samstarf viö Evrópu, Jap- an og „kúgaöar þjóöir um allan heim”. Nóg að starfa Eiginleg stjórn hefur ekki setið i Iran siöan Bazargan gafst upp á duttlungum Khom- einis erkiklerks, sem hefur áfram mikil völd i þeim málum sem mestu skipta, völd sem nú hafa veriö staöfest i stjórnar- skrá. Þaö er þvl ekki gott um þaö aö spá, hve mikil völd Bani- sadrs I raun reynast. Hann ætlar sem fyrr segir, aö snúa sér aö efnahagsmálum. Af þvi sem hann hefur áöur starfaö aö þeim málum má nefna, aö I fyrra þjóönýtti hann banka, tryggingafyrirtæki og nokkur iönfyrirtæki. Hann var þá for- maöur efnahagsmálanefndar Byltingarráösins, sem veriö hefur staögengill rikisstjórnar i lran. Hann afnam einnig vexti af ibúðalánum og tók i staöinn upp fjögurra prósentu gjald vegna stjórnunarkostnaöar — og má nærri geta aö hann hlaut miklar vinsældir fyrir hjá skuldugum mönnum. Hitt er svo annað mál, aö ókyrrö og átök eftirbyltingartimans hafa leitt til þess aö framleiðslugeta landsins nýtist ekki nema tæp- lega hálf nú um stundir. — AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.