Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 16
DWÐVUHNN Fimmtudagur 31. janúar 1980 ABalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til •föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritst jórn 81382, 81257 og 81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348. ^ 81333 Kvöldsfml er 81348 Ferðamenn að utan: Mega flytja ínn bjór Ég tel að sama regla eigi að giida fyrir alla og eftir að iög- fróöir menn höfðu tjáð mér aö reglugeröarákvæöi um innflutn- ______, :______—V :—1 „Ekkert samráð við áfengis- varnaráð” ing farmanna á bjór ætti stoð I lögum ákvað ég að það skyldi einnig gilda um ferðamenn, sagði Sighvatur Björgvinsson fjár- málaráðherra I samtali við Þjóðviljann i gær en þá var sett reglugerð sem heimilar ferða- mönnum að velja á milli 12 flaskna af bjór eða flösku af léttu vini auk einnar flösku af sterku vini sem þeir mega koma með til landsins. Sighvatur sagöi að mál þetta hefði komið upp þegar Davið Scheving Thorsteinsson iðn- rdkandi hefði ákveðið að láta reyna á það hvort það hefði stoð I lögum að mismuna mönnum meö innflutning bjórs. Forsetaframboð: Alma Þórarinsson volg Tekur ákvörðun í kvöld Alma Þórarinsson læknir er nú i alvariegum hugleiöingum um að gefa kost á sér til forseta- framboðs og sagði hún i samtali við Þjóðviljann I gær að hún myndi taka ákvörðun i kvöld en fyrr vildi hún ekkert um máliö segja. • Alma er fædd 1922 á Akureyri, dóttir Odds Thorarensen lyfsala og Gunnlaugar Júliusdóttur. Hún lauk læknaprófi frá Háskóla Islands árið 1951 og er sér- fræðingur i svæfingum og deyf- Framhald á bls. 13 Hjálmar Vilhjálmsson ýiskifræðingur Staðfesti niðurstöðu mælinganna í október „Fjármálaráöherra hefur ekki haft samband við áfengis- varnaráð ' um þessi mál, enda ekki kleift að setja þessa reglu- gerð eftir áfengis lögunum”, sagði ólafur Haukur Árnason áfengisvarnaráðunautur i samtali við Þjóöviljann I gær um þá ákvörðun að leyfa feröamönn- um innflutning á bjór. Ólafur sagði að málið snerist um það hvort áfengislög eða ein- hver önnur ættu að segja fyrir um meðferö áfengis I landinu en áfengisvarnaráð hefði jafnan verið þeirrar skoðunar að allur innflutningur áfengs öls væri ó- löglegur. „Ef menn álita það forréttindi af hinu góða að fá að kaupa áfengt öl þá er misréttiö enn aukið með þessari reglugerð. Þeir sem fara landa á milli fá nú bæði ó- dýrt vin, sterka drykki og öl meðan hinir sem heima sitja kaupa áfengi á „réttu”verði”, sagði Ólafur að lokum. — GFr Farmenn gengu fyrir skömmu á fund fjármálaráðherra og kvörtuðu þá undan þvl að gengið hefði verið hvað eftir annað á umsaminn rétt þeirra varðandi innflutning á tollfrjálsum varn- ingi og var þá athugaö hvaða stoð reglugerð sem Magnús Jónssoii setti á sinum tima I kjölfar samn- inga við farmenn ætti i lögum. Niðurstaðan var sem sagt sú aö hún bryti ekki i bága við lög. Sú reglugerð sem sett var í gær tekur til ýmissa fleiri atriöa heldur en bjórsins. Siðdegis i gær sigldi hinn nýi togari Norðfirðinga Barði NK inn á höfnina i Neskaupstað. Þetta er skipið sem keypt var I blóra viö núverandi sjávarútvegsráðherra og án fyrirgreiðslu hans. Barði NK er pólsksmiðaöur, keyptur frá Frakklandi en hefur — Ég tel að við höfum náð að mæla allan hrygningarstofn loðn- unnar að þessu sinni og þótt of fljótt sé að segja til um niöur- undanfariö verið I Englandi þar sem gerðar voru ýmsar breyt-, ingar á honum. 1 dag veröur öllu starfsfólki Sildarvinnslunnar i Neskaupstað ásamt fleiri gestum boðið i veislu um borð. —GFr stöður mælinganna, sýnist mér á bráðabirgðaniöurstööum, aö mælingarnar nú staðfesti niöur- stöðuna úr mælingum sem viö gerðum i október sl. og sú aukn- ing á loðnuveiðunum sem nú hef- ur verið leyfð, er byggð á, sagöi Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur er við ræddum við hann i gær, en þá kom hann úr rannsóknar- og leitarleiöangri á Bjarna Sæmundssyni. Hjálmar sagði að togarar hefðu orðið varir við loðnu útaf Austfjörðum undanfarið og nú væri rannsóknaskipið Arni Friðriksson að rannsaka það mál undir stjórn Eyjólfs Friðgeirs- sonar fiskifræöings. Sagðist Hjálmar vera vantrúaður á að þarna væri um verulegt loðnu- magn að ræða, en vitað væri aö á svæöinu fyrir austan heföi undan- farin ár verið einhver loðna. Að sögn Hjálmars minnir loðnugangan nú á gönguna 1978, þvi að aðal-gangan er um þessar mundir nærriKolbeinsey en hefur oft verið komin austar um þetta leyti. Loks benti Hjálmar á að hugsanlegt væri að loðna gengi nú beint vestur fyrir landið eins og stundum hefur komið fyrir, þegar bátar hafa lent i nýgenginni loðnu útaf Vesturlandi seint á hinni venjulegu loðnuvertiö. — S.dór Barði kominn Sennilegustu stjórnarmyndunarkostirnir í gær: „Hrevflhömlud” yiöreisn eöa utanþingsstjórn t þeirri timapressu sem forseti tslands hefur sett á stjórnmálaflokkana, eru nú i gangi margar stjórnarmynd- unartilraunir f einu. Aöeins eitt er öllum þingf Iokkunum sameiginlegt: Meirihluti I þeim öllum vill gera allt sem hægt er til þess að koma megi 1 veg fyrir myndun utanþingsst jórnar. Meginástæðan til þess er af hálfu allra flokka nema Alþýðu- bandalagsins sú að þeir óttast að almenningur myndi fordæma dáðleysi þingmanna og telja aö þeir vinni ekki fyrir kaupi sinu, en Alþýðubandalagið óttast hinsvegar að utanþingsstjórn myndi vera nokkurskonar fjar- vistarsönnun fyrirhina flokkana meðan utanþingsráðherrarnir væru að koma f gegn kjara- skerðingaráformum flokkanna þriggja. Verkaskipting hjá Framsókn Þinghúsið bókstaflega titraði af dularfullu makki i allan gær- dag og gengu margar sögur. Frá Framsdknarflokki heyröist að þar heföu menn hreinlega skipt meö sér verkum, Steingrimur kannaði þjóðstjórn, Tómas Stefaniustjórn og Ingvar Gislason stjórn Sjálfstæöis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýöubandalags. tJt og suður hjá krötum og ihaldi. Sighvatur Björgvinsson og Kjartan Jóhannsson halda áfram að berjast fyrir viðreisnarstjórn innan Alþýðu- flokksins, en óttast að lenda i minnihluta á flokksstjórnar- fundi sem hefst á laugardaginn. Innan Alþýðuflokksins hefur Benedikt Gröndal mestan hug á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks þar sem hann yröi forsætisráðherra. Vilmundur Gylfason hefur talað fyrir utan- þingsstjórn, ener talin geta fall- ist á þjóðstjórn séu lifdagar hennar taldir um leiö og einn flokkanna segi skilið við hana. Ritstjóri Alþýöublaösins talar hinsvegar fyrir nýsköpunar- stjórn þessa dagana. í Sjálfstæðisflokknum eru viöreisnar- Stefanlu- og þjóð- stjórnarmöguleikar á dagskrá. Viðreisn á þar marga formæl- endur, en óvissa er um hug Alþýöuflokksins til hennar auk þess sem óvist er hvort hún nyti ævinlega stuðnings allra þing- manna Sjálfstæðisflokksins og Eggerts Haukdals þar á ofan sem er ekki einu sinni kominn I þingflokk Ihaldsins enn. Þvl kjósa margir Sjálfstæðismenn að knýja á umstuðning Alþýðu- flokksins við minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Annars gekk sú saga I gær I þinghúsinu, sem er nokkuð dæmigerö um ástandið, aö fyrir hádegi hefði einn þingmanna Sjálfstæðis- flokksins talað fyrir utanþings- stjórn, en eftir hádegið fyrir viðrásn. — Ráðherradeila Stefanlustjórnstrandar ekkiá málefnaágreiningi, heldur á deilu um forsætisráöherraefniö. Geir Hallgrlmsson er nú talinn hafa skipt um skoðun og geti nú fallist á Benedikt Gröndal sem forsætisráðherra, en Alþýðu- flokksmenn halda þvi fram að sé þvi skilyrði fullnægt geti verkalýðsarmur flokksins fall- ist á Stefaniu. Framsóknar- flokkurinn vill hinsvegar forsætisráðherrastólinn undir Steingrim Hermannsson og beitir m.a. sömu rökum um af- stööu verkalýösarmsins fyrir vagninn. Talið er að Stefanía muni smella saman ef Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur bjóöa Steingrlmi forsætisráö- herraembættið. „Ráðherraveiki er annars svo mögnuð meö ráðherrum Alþýðuflokksins i starfsstjórn- inni áð þeir vilja fyrir hvern mun tveggja flokka stjórn en þriggja, sem myndi fækka þeim um helming. Viðreisn neyðarkostur Vinstri stjórnar möguleikinn hefur einnig komið til umræðu ogeruviss öfl I Alþýðuflokknum þar að verki. Afstaöa Alþýöu- bandalagsins er sú að ágrein- ingurinn I kjaramálum og éfna- hagsmálum milli þess og hinna flokkanna sé svo mikill aö al- varlegar stjórnarmyndunarviö- ræður komi varla til greina af þesshálfu fyrr en beri á sátta- vilja hjá hinum flokkunum. Sömuleiðis varðandi vopnahlés- stjórn — þaö er að segja þjóöstjórn — þá sé til lltils að ræða þann möguleika meöan aðrir flokkar séu á flugstigi með að ræöa viðreisn, Stefanlu eða minn ih lutam öguleik a. Eins og málstóöulgær. var sennilegast taliö að niðurstaöan yrði viöreisnarstjórn Sjálf- stæöisflokks og Alþýðuflokks. Sllk „hreyfihömluð viBrásn” yrði talin, þótt veik væri og óburöug, skásti neyðarkostur- inn þegar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur stæöu frammi fyrir því aö velja á milli viðreisnar, Stdaniustjórnar, þjóðstjórnar eða utanþings- stjórnar. Forseti Islands mundi viöurkenna slika stjórn sem meirihlutastjórn þótt hún hafi aðeins 31 mann á þingi að Eggert Haukdal meðtöldum. Hún gæti afgreitt fjárlög I sam- einuöu þingi og variö sig vantrausti I efri deild. Miðstjórn Framsóknarflokks hefur veriö boöuð til fundar á sunnudag, flokksstjórn AlþýBu-. flokksins á laugardag og um helgina eöa á mánudag er ráð- gerður ákvaröandi fundur I Alþýðubandalaginu. Flokksráö Sjálfstæöisflokksins, sem I eru um 200 manns, tekur ákvörðun um stjórnaraðild ihaldsins, og hefur þaB ekki veriB kvatt saman enn. Utanþingsstjórn i sjónmáli En Ijóst er að forseti íslands hefur aðeins veitt flokkunum frest til mánudags að koma upp úr kafinu meö meirihlutastjórn. Skili þeir ekki neínum meirihlutakosti fer tlmaskeiö Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.