Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.01.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Þórhallur Sigurösson leikur blökkumanninn Steve Biko. Dauði Útvarp kl. 20.10 Fimmtudagsleikrit út- varpsins aö þessu sinni heitir ,,Biko” og er eftir Carlo M. Pedersen, byggt á sam- nefndri bók eftir Donaid Wood. Þýöinguna geröi Ævar R. Kvaran, en Gfsli Alfreös- son er leikstjóri. Meö stærstu hlutverkin fara Þórhallur Sigurðsson, Róbert Arn- finnsson, Rúrik Haraldsson, Valur Gislason og Ævar R. Kvaran. Tæknimenn voru: Friörik Stefánsson, jón örn Asbjörnsson, Siguröur Ingólfs son og Þórir Stein- grimsson. Flutningur leiks- ins tekur um 2 klukkus tundir. I september 1977 dó blökku- maðurinn Stevo Biko f fang- elsi Suöur-Afrlkustjórnar af Róbert Arnfinnsson leikur verjanda Bikos. Bikos völdum misþyrminga. Hann haföi um margra ára skeiö barist fyrir réttindum svert- ingja i landinu og veriö lýstur i bann, þ.e. skipað aö búa á til- teknum staö viö takmarkaö málfrelsi. Engu aö siður var hann leiddur sem vitni i réttarhöldum árið 1976, er vöktu mikla athygli. Fyrri hluti leikritsins, „Svört vit- und”,fjallar um þau. í siöari hlutanum, „Dauöa Bikos”,er lýst yfirheyrslunum eftir lát hans, þar sem yfirvöld reyna auðvitaö aö hvitþvo sig af allri sekt. Danski rithöfundurinn og leikarinn Carlo M. Pedersen hefur starfaö mikið meö út- varpsmanninum Viggo Clau- sen, sem er islenskum út- varpshlustendum kunnur af þáttunum um „Stjórnmál og glæpi”. Þá hefur Pedersen einnig leikiö i nokkrum kvik- myndum. Utvarp kl. 16.20 Undra- barnið og prakkarinn Mozart Mozart var ekki bara undra- Egill Friöleifsson sér um tónlistartima barnanna I dag og sagöist ætla aö kynna Wolfgang Amadeus Mozart. — Tilefnið er, — sagði Egill, — að siöasti sunnu- dagur, 27. janúar, var afmælisdagur Mozarts. Þá voru 224 ár liðin frá þvi hann fæddist i Salzburg. Tónlist Mozarts er sivinsæl, enda er hún mjög fjölbreytileg og aö- gengileg. Mozart var eitt mesta undrabarn sem um getur 1 barn, hann var lika prakkari. sögunni og margar sögur eru til af undraverðri hæfni hans og dugnaði i æsku. Svo eru lika til margar sögur af prakkarastrikum hans. Tónlistin sem flutt veröur I þættinum i dag er : þáttur úr pianósónötu, sem flestir nemendur i pianóleik fá aö kljást viö; þáttur úr Diverti- mento, sem er skemmti- músik, og loks Andante úr C- dúr pianókonsertinum fræga. —ih Ekki dettur heimurinn Útvarp kl. 16.40 t dag hefst lestur nýrrar útvarpssögu barnanna: „Ekki dettur heimurinn” eftir Judy Bloome. Guöbjörg Þórisdóttir þýöir og les. Guöbjörg er stödd I út- löndum, svo ekki tókst aö ná I hana, en Gunnvör Braga veittí okkur góðfúslega upplýsingar um söguna. Hún sagöi aö Judy Bloome væri bandariskur rithöfundur, sem heföi gefiö út fyrstu bók sina fyrir 8 árum og siöan öölast mikinn og skjótan frama. — Ekki dettur heimurinn er kannski skrýtiö nafn á bók, en inntak hennar er: ekki dettur heimurinn, jafnvel þótt pabbi og mamma skilji. Sagan fjallar um systkin, 14 ára strák og 9 ára stelpu. Foreldrar þeirra skilja, og sagan gengur út á þaö, hvern- ig krökkunum tekst að komast yfir þetta og finna út úr þvi, aö það er hægt aö eiga bæöi pabba og mömmu, þrátt fyrir þennan skilnað. Þaö er óhætt að segja um þessa bók, aö þótt eitt og annaö gerist I henni er hún ekki „vandamálasaga” i venjulegri merkingu þess orös. Boöskapur hennar er sá, aö þaö skipti mestu máli hvaö viö gerum sjálf, og aö þegar viö leggjum okkur fram þá geti Hfiö veriö gott, þrátt fyrir allt. Svo er þetta skemmtileg bók, liflega skrifuö og fyndin, og skemmtilega fariö 1 þetta efni, enda engin vanþörf á að gera þvi skil, — sagöi Gunn- vör Braga. —ih t nýjasta Noröurlandi birtist þessi athyglisveröi „Pistill vikunnar” eftir Böövar Guö- mundsson: Island er fallegasta land i heiminum og tslendingar eru dugmesta þjóð i heiminum. Þaö er staöreynd. Eitt af þvi sem hefur lengi einkennt Islendinga, — eða allt frá þvi að lýðveldið var stofnaö, — er festa þeirra og einurö þegar þeir standa frammi fyrir erlendri ihlutun. Og þvi stærri sem aðilinn er sem yfirganginn sýnir þeim mun fastari er landinn fyrir. Fræg er sagan um þaö þegar Islendingar neitúöu aö gefa Ólafi kóngi Grimsey, eöa þá þegar Jón Sigurðsson mót- mælti allur og Trampe greifi fór i rusl. En þó eru þessi mótmæli sem barnavipur eitt hjá einurð landans eftir lýð- veldisstofnun. Lengst af hafa kratar farið með yfirumsjón utanrikismála eftir þann at- burö og allir kannast viö skörungsskap manna eins og Guömundar 1. og Emils. Þaö er sem dæmi um þeirra einurð, aö þegar bandariski herinn fór að blanda sér i hernað I Suö- Austur Asiu kallaöi utanrikis- ráöherra hvaö eftir annaö, bæöi Gvendur t. og Emil, bandariska sendiherrann á Islandi á sinn fund og tjáði hon- „tslenska sauökindin hótar nú aö ganga úr reifi til fjalla ef ekki veröur tafarlaust sýnd samstaöa meö afgönskum sauðkindum og hætt aö fóöra rússnesku fangahjálpina á islenskri ull og ullar- vörum.” Af alþjóðavettvangi um með ströngum svip að þessi hernaöarihlutun væri hinni frjálsbornu þjóð af kon-„ ungakyni, sem Island byggöi, hreint ekki að skapi. Þegar bandariskir herir börðust i Kóreu, — nú sjáum við i sjón- varpinu hvað þaö er gaman,— þá er sagt aö Bjarni Benedikts- son hafi i eigin persónu atyrt bandarikjaforseta, — og má á frægri mynd frá þeim tima sjá hversu ákaflega rakkar forset- ans uröu gneypnir viö þá ákúru. Einnig muna allir skörulegan framgang islenska utanrikisráöherrans i þorska- strlöunum þremur, — en það hafa menn fyrir satt, að þá hafi um langt skeið ekki verið opnaö fyrir Keflavikursjónvarpiö á heimili Emils og Guömundar 1 sökum hneykslunar þeirra og gremju viö allt sem enskt var, og þá jafnt enska tungu sem annað. Vannst lika frægur sig- ur i þvi máli eins og alþjóö veit. Nú er viös járvert i heimi hér og Rússinn kominn inn i Af- ganistan. Rýr hann þar hverja einustu rollu, migur i hvern einasta brunn, drepur hvern einasta karlmann, elur hvert einasta barn upp i trú á Marx og Kólumkilla, nauðgar hverri einustu konu og sprengir i glannafengnum kappreiöum hvern einasta úlfalda. Enda var Benedikt Gröndal nóg boð- iö. Rétt eins og fyrirrennarar hans kölluöu á sinn fund sendi- herra Bandarikjanna foröum þegar þeir ruddust um Kóreu og Vfetnam, þá kallaöi nú Benedikt sendiherra Rússa á sinn fund og horföi strangt i augu honúm uns Rússi glúpnaöi viö og fór af hans fundi niöurbrotinn og smáöur. Laföi þá hali hans slakur milli fóta ekki siöur en á rökkum bandarikjaforseta við heimsókn Bjarna Benedikts- sonar. En smán og niðurlæging Rússa var ekki þar meö öll. Siöuðustu þjóöir heimsins, — sem aldrei hafa blandað sér i innanrikismál annarra þjóða, — drógu gjafakorn sitt til hungraörar rússneskrar alþýöu til baka svo nú verður Rússinn sjálfur að sjá um sultarkrangann I heima- sveitinni. Einungis lýðilegustu einræðisriki eins og Argentina riftuðu ekki geröum verslunar- samningum við Rússa. Samband Islenskra sam- vinnufélaga heitir riki I islenska rikinu. Það hefur um nokkurt skeið selt Rússa hvita málningu svo hann geti lakkaö Löduna áöur en hann selur hana til tslands. Einnig hefur rússneska fangahjálpin keypt ógrynni af peysum úr islenskri ull á fórnardýr kerfisins i Siberiu. llafa islenskar sauð- kindur þó löngum möglaö vegna þessarar misnotkunar á reifi sinu en látiö kyrrt liggja. Einn- ighafa islenskir fiskverkendur selt gaffalbita á veisluborð rússnesku einræöisstjórnar- innar, — þó viö litinn fögnuö sildarinnar sem hefui; þess vegna styggst viö og lagst frá landinu. En nú er þessu lokiö. Sam- bandi íslenskra samvinnu- félaga mislikaöi auövitaö svo ákaflega innrásin i Afganistan, aö það riftaöi tafarlaust sölu- samningum á málningu. Veröa nú Lödurnar fluttar inn ómálaðar og má búast viö aö fyrstu bifreiðarnar þannig útlitandi birtist á hringvegin- um á miðju næsta sumri. Islenska sauökindin hótar nú aö ganga úr reifi til fjalla ef ekki verður tafarlaust sýnd samstaða meö afgönskum sauðkindum og hætt að fóöra rússnesku fangahjálpina á islenskri ull og ullarvörum. Hinir lostætu gaffalbitar munu nú ekki lengur leika viö bragðlauka hinna rússnesku einræöisherra, þvi sildin neit- ar með öllu aö veiðast nema öll- um gaffalbitasendingum veröi tafarlaust hætt. öll skepna skaparans ris upp og mótmælir ihlutun Sovét- rikjanna 1 Afganistan. Lika Benedikt Gröndal. Gott er aö vera af norrænu konungakyni og eiga sér bræö- ur djarfmælta við höfðingja. Maðurinn og skugginn hans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.