Þjóðviljinn - 15.02.1980, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.02.1980, Qupperneq 5
Fftstudagur 15. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Enn um doktors- próf Af gefnu tilefni skal tekið fram aö grein mfn I Þjóðviljanum 7 febrúar 1980 „Doktor er ekki sama og doktor” er ekki samin að undirlagi né I samráði við Björn Þorsteinsson prófessor, hún er ekki stefnumið Alþvöubandalags- ins i menntamálum og ekki námsmat ritstjóra Þjóðviljans heldur einungis tilraun minnar aumu persónu tii að varpa Ijósi á það að doktorspróf eru mismun- andi að eðli eftir skólum og lönd- um. Er ég gekk frá grein þessari rit- aðiég stafi mina undir, en eins og stundum vill verða f þeirri merku stofnun Blaðaprenti duttu þeir stafir milli stafs og hurðar og skv. þvi, eins og Anders Hansen bend- ir réttilega á i ákæruskjali sinu á hendur heimspekideild i Morgunblaöinu i gær, má greinin skoðast á ábyrgð ritstjóra Þjóö- viljans. Með þessu greinarkorni vil ég hins vegar gangast við króganum og tek alla ábyrgð á minar veikburða axlir. Hins vegar vil ég hér meö skora á Anders Hansen aö finna þeim orðum sinum stað aö látiö sé að þvi liggja i grein minni aö bresk doktorspróf séu ekki full- gild próf. Auk þess að rekja ummæli Björns Þorsteinssonar, Þórs Whitehead, Vilmundar Gylfason- ar og leiðarahöfundar Morgun- blaösins um breska doktorsgráðu bendi ég á að doktorspróf I ensku- mælandi löndum sé öðru visi upp- byggt en t.d. á Norðurlöndum. Annars vegar er um námspróf að ræða og doktorsritgerðin unnin undir handleiðslu kennara og að sjálfsögðu fullgild sem slik en hins vegar er um sjálfstæða vinnu doktorsefnis aö ræða sem siöan er lögð fram til doktorsvarnar. Þetta held ég aö öllum sæmi- lega greindum mönnum ætti að vera ljóst og Anders Hansen llka. Guðjón Friðriksson Félag ráðgjafarverk- fræðinga um nýja flugstöð á Keflavfkurflugvelli: íslenskt mannvirki 1 ályktun frá fundi Félags ráðgjafarverkfræðinga sem hald- . inn var nýlega segir m.a. að fund- urinn áliti nýja flugstöð á Kefla- vikurflugvelli islenskt mannvirki sem hanna beri af isiendingum og átelur stjórnvöld fyrir að hafa sniðgengið islenska ráðgjafa við undirbúning verksins. Ályktanirnar eru orðréttar þannig: „Fundurinn átelur islensk stjórnvöld fyrir aö hafa sniðgeng- ið islenska ráðgjafa við undirbún- ing þessa verks. Fundurinn skorar á islensk stjórnvöld að láta endurskoöa hönnunarforsendur flugstöðvar og ráða til þess Islenska ráögjafa, ■ sem telja verður að þekki betur islenskar aðstæður i þessu máli en hinir erlendu. Fundurinn litur á flugstöðina sem islenskt mannvirki, sem hanna beri af Islendingum og vinna af islenskum verktökum og skorar þvi á stjórnvöld aö sjá til aö svo verði. Fullyröa má, að með þessum hætti veröi islenskir hagsmunir betur tryggðir en ef erlendir ráðgjafar hanna verkið fyrir alþjóölegan verktakamark- aö. Fundurinn hafnar alfarið að til- kallaðir verði erlendir ráögjafar tií að stjórna hönnun flugstöðvar- innar.” — GFr Ein þeirra húsgerða sem Húseiningar hf. framleiða. Húseiningar hf. á Siglufirði: Hafa selt 200 hús I lok ársins 1979 höfðu Húsein- ingar hf. á Siglufirði selt um 200 hús viðsvegar um landið frá þvi að fyrirtækið hóf starfsemi sina. Framleiðsla verksmiöjunnar er fjölbreytt, enda hafa húsin verið reist við mismunandi aðstæður um allt land. Kostir einingarhúsa eru augljósir á þeim stöðum, sem eiga i erfiðleikum með bygg- ingarefni, þar sem skortur er á iðnaðarmönnum og byggingar- timi er stuttur. Bygging einingahúsa sparar ekkert I efniskostnaði. Húsein- ingar hf. á Siglufirði leggja áherslu á vandað efni, samsetn- ingarhluta og frágang. Forráða- menn fyrirtækisins segja aö framleiðslutæknin lækki hinsveg- ar byggingarkostnaðinn á öllum stigum byggingarinnar. Með for- framleiðslu á stöðluðum húsein- ingum má einnig stytta bygg- ingatimann verulega og er það óneitanlega kostur á verðbólgu- timum. Einingar Húseininga hf. eru klæddar að utan með fúavörðum panel og má bera á þær hvers konar viðarlit eða málningu. Allar einingar eru afgreiddar fullfrágengnar innanhúss sem utan og allir gluggar eru meö verksmiðjugleri. Húseiningar hf. hafa gefið út kynningarbók með sýnishornum af stöðluöum teikningum, sem fyrirtækið býður upp á. Þar segir ma., að fyrirtækið hafi einnig til búnar sérstakar upplýsingar um hönnun og frágang eininga- byggðra sérbygginga, svo sem sumarbústaöa, heilsugæslu- stöðva, barnaheimila og bústaða fyrir aldraða. Þá eru og fyrir hendi upplýsingar um skóla, kennarabústaöi og skrifstofuhús fyrir opinbera aðila. — eös Akureyri; Heyrn- arþjón- usta Frá og með 1. febrúar sl. hefur Heilsuverndarstöð Akureyrar tekið að sér eftirtalda þjónustu fyrir Heyrnar- og talmeinastöð Islands: 1) Heyrnarmælingar. 2) Heyrnartækjameöferð t.d. prófun tækja og leiðbeiningar um meö- ferö. 3) Mótatöku af eyrum vegna heyrnartækja. 4) Sölu rafhlaöna, snúra o.fl. Þjónustan er veitt hjá Heyrnar- deild Heilsuverndarstöðvar Akureyrar alla þriðjudaga milli kl. 14—16. Fjölskyldu- bingó fóstrunema A sunnudaginn kemur 17. febrúar, ætla þriðjubekkingar i Fósturskóla Islands að efna til Fjölskyldubingós i Laugalækja- skóla viö Sundlaugaveg. Skemmtunin hefst kl. 2 eh. og lof- að er mörgum góðum munum i vinninga. Sérstök kjör til marsloka: SKÍÐAFERÐIR NORÐUR Eins og undanfarin ár gangast nú Flugleiðir fyrir skiðaferðum til Akureyrar og Húsavikur á sér- stökum kjörum varðandi flug og gistingu, sem gilda á timabilinu 1. febrúar til 28. mars. Er lágmarksdvö! 4 dagar og 3 nætur, en hægt að kaupa til viðbótar fleiri daga með samkomulagi við viðkomandi gististað. Mikil þátttaka hefur verið undanfarna vetur i þessum skiða- ferðum norður og gert ráð fyrir að svo verði enn. A Akureyri er gist á Hótel KEA og Hótel Varð- borg, ennfremur sér ferðaskrif- stofan Úrval um skiðaferðir þeirra sem dvelja i skiðahótelinu i Hliðarfjalli. Gert er ráð fyrir þriggja nátta dvöl i hverri ferð. Dvelji gestir á Hótel KEA kostar flug og dvöl i eins manns herbergi 47.000.- kr. en 38.000.- sé dvalið i tveggja manna herbergi. Gisting hverja nótt umfram þær þrjár sem seldar eru i ferðina kostar kr. 8.000.- Dvelji skiöafólkiö á Hótel Varðborg kostar flug og þriggja nátta dvöl i eins manns herbergi 41.000,- kr. en 35.000.- séu tveir i herbergi. Hver nótt umfram kostar þar kr. 6.000,- I skiöaferðum til Húsavikur er gist á Hótel Húsavik. Flug til og frá Húsavik ásamt þriggja nátta dvöl á hótelinu kostar kr. 47.000,- sé dvaliö i eins manns herbergi en kr. 38.000, sé dvalið i tveggja manna herbergi. Hver umfram nótt kostar þar kr. 8.000.- Frá skiðalandi Akureyringa I Hliðarfjalli. NÝ AFGREIÐSIA AUKIN ÞJONUSTA Landsbanki íslands, Bíldudal, opnar í dag afgreiðslu á Tálknafirði. Afgreiðslan verður opin fyrst um sinn á mánudögum og föstudögum kl. 12.00 til 15.00. Sími 94-2579. Afgreiðslan á Tálknafirði annast öll innlend og erlend bankaviðskipti. LANDSBANKINN Banki atíra laiulsmanna

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.