Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1980.
Meira um alrœöið, rétr-
trúnað og annað þesslegt
Ýmsir hafa orðið til að
taka til máls út af
skrifum mínum og
annarra um Afganistan,
og þá ekki sist út af grein-
arkorni sem ég birti hér í
sunnudagsblaði og kallaði
„Niður með rétttrúnað-
inn".
Þaö er ekki nema sjálfsagt aö
svara ýmsum af þeim skeytum,
þótt þaö megi æra óstööugan aö
leggja út i hártoganir viö mjög
kreddufasta menn, einkum um
þaö hrikalega upplýsingastriö
sem hefur veriö háö um
Kampútseu. Liklega veröur þaö
skástur kostur i þessu sam-
bandi, aö reyna aö halda nokkuö
áfram meö þá þræöi sem spinn-
ast utan um þau mál sem stærst
eru, þegar sósialistar og aörir
vinstrisinnar móta afstööu sina
til rikja sem sjálf vilja kenna sig
viö sósialisma.
Kenningin tekur
völdin
Oft kemur þaö fyrir i þessu
samhengi, aö þeir sem til máls
taka fara mjög flatt á þvi, aö
reynsla þeirra er takmörkuö og
þeir gripa þá til þess ráös
gjarna, aö láta þá kenningu sem
þeir hafa komiö höndum yfir
hugsa fyrir sig. Otkoman getur
veriö skrýtin.
Tökum dæmi af dagskrár-
grein sem Þórir Helgason sendi
og birtist hér i blaöinu fyrsta
febrúar. Hann talar um erfiö-
leika þess.samfélags sem reis af
rússnesku byltingunni og segir
þá meöal annars, eftir hann hef-
ur rætt um þann fjandskap sem
byltingarríkiö mátti sæta utan-
frá:
„Þaö er ekki ótrúlegt aö þaö
taki fleiri kynslóöir aö útrýma
þeim arfi af kapitaliskum hugs-
unarhætti, hugmyndum og
framleiösluháttum sem eru fyr-
ir hendi þegar hin sósialiska
uppbygging hefst. Einnig heldur
áfram áróöur fyrir kapitalisma
ljóst og leynt þótt sósialisk upp-
bygging sé hafin. Þvi er hættan
fyrir endurreisn kapitalismans
alltaf fyrir hendi. Þaö hefur
gerst I Sovétrikjunum i formi
rikiskapitalisma.”
Ég ætla mér ekki þá dul, aö
fara út i deildur um þaö, hvort
þjóöfelag eins og hiö sovéska
eigi aö kallast „rikiskapital-
ismi” eöa eitthvað annaö. Það
er svo margt annaö beinlinis
rangt i þessari röksemda -
færslu, og af þvi aö miskilningur
af þessu tagi er ekki einsdæmi
þá er rétt aö vikja nokkuð aö
honum.
Hvaö sem menn vilja kalla
sovéskt þjóöfélag, þá hefur þaö
ekki breyst meö þeim hætti aö
einh verskonar kapitaliskir
framleiösluhættir hafi sótt á.
Smákapitalistum var útrýmt úr
efnahagslifi rétt fyrir 1930 og
siöan þá hafa engar teljandi
breytingar oröiö á framleiöslu-
háttum eða gerö þjóöfélagsins.
Þaö er hinsvegar rétt að segja,
aö munur á lifskjörum er meö
ýmsum hætti meiri nú en á tim-
um Lenins. Slik mismunun er
hinsvegar ekki nein uppfinning
kapitalista. Miöaldakirkjan,
lénsherrarnir, Rockefeller og
svo Stalfn — allir hafa kunnaö
aö nota friöindi og aöra umbun
viö sýslumenn sína og aöra
handlangara valdsins sem
stjórntæki og kúgunartæki. Þaö
sem skástvarviö stjórnartíma
Nikitu Khrúsjofs, sem sumir
vinstrigaurar vilja endilega
kalla endurreisnarm ann
kapitalismans, var þaö aö hann
dró úr sumum verstu öfgum
þess friöindakerfis sem Stalin
haföi komiö sér upp.
„Áróður fyrir
kapítalisma”
En mest vanþekking á aö-
stæöum kemur þó fram i setn-
ingunni „áróöur fyrir kapital-
isma heldur áfram ljóst og leynt
þótt sósialistisk uppbygging sé
hafin”. Sá sem skrifar svona
gerir sér ekki grein fyrir þvi, aö
i rfkjum af sovéskri gerö, er all-
ur slikur áróöur bannvara og
tugthússök og enginn vettvang-
ur til aö reka hann á. Engin
samtök, engin málgögn. Ef að
menn snúast frá þeim ótta viö
kapitalismann, sem reynt hefur
veriö aö haldaaöþeimfráblautu
barnsbeini, og festa trú á auð-
valdiö vegna þess aö þeir hafa
hlustaö á erlendar útvarps-
stöðvar (sem er svotil eina
smugan sem um munar) þá er
þaö lika rangt sem Þórir segir
að „sósialisminn hefur á
þessum sex áratugum sýnt yfir-
burði sina svo ekki veröur um
villst”.
Ef aö menn hinsvegar hafa
búiö sér til þann kinverska
menningarbyltingarskilning á
„kapitaliskum hugmyndum” að
þær séu þaö sama og sérgæska
eða samkeppnismórall, þá er
best aö þeir taki þaö fram sér-
staklega svo aö viðmælendur
þeirra séu ekki aö ráfa um i
þoku aö óþörfu. Sérdrægni i
félagslegum samskiptum má
vel tengja viö ákveðin áhrif
stéttskipts þjóöfélags, borgara-
legs eða annarskonar. Og þaö er
vel hægt aö treysta þvi, aö þaö
taki langan tima aö eyöa þeim
hugsunarhætti sem aldir hafa
skapað. En ef menn eru að
hugsa um eftirbyltingarþjóöfé -
lög eins og hiö sovéska þá ber
þar aö hafa ofarlega I huga, aö
sú mikla misskipting efnalegra
gæöa, sem einkenndi m.a.
stjórnartiö Stalins, viöheldur
sjálf beinlinis ýmislegum ó-
mennskum þáttum I mannleg-
um samskiptum — hvaö sem
liöur þeim opinbera áróöri sem
haföur er uppi um nauösyn
samhjálpar, samstööu og fórn-
fýsi.
Árni
Bergmann
skrifar
Hinar réttu
forsendur
Annaö ágætt dæmi um þaö, aö
fræöikenningin tekur af mönn-
um ráöin mátti sjá i grein eftir
Asgeir Danielsson nú á miö-
vikudaginn var. Hann var aö
fordæma innrábina i Afganist-
an, eins og aörir menn, en vildi
vanda sig mjög viö forsendur
fordæmingarinnar. Hann kemst
aö þeirri niöurstööu aö innrásin
séþviámælisverö aö „allt bend-
ir til þess aö valdhafarnir i
Moskvu ætliaö .... stuðla aö efl-
ingu borgaralegs samfélags i
Afganistan og halda aftur af
byltingarsinnuöum aögeröum
alþýðunnar”. Mér kemur þetta
mjög spánskt fyrir sjónir: af
þeim lýsingum langdvalargesta
i Afganistan sem viö höfum
reynt aö sanka saman, eru
Sovétmenn ekki hræddir viö
„byltingarsinnaöar aögeröir
alþýöu”, heldur þaö, aö sú klika
sem ofan á varö I hinum af-
ganska byltingarflokki (sem
var mjög fámennur og i losara-
legum tengslum viö allan þorra
sveitaalþýöu) mundi meö
þjösnaskap, meö hörkulegri
stýringu ofanfrá snúa ekki
aðeins fyrri höföingjastétt held-
ur obbanum af alþýöu gegn
þeim umbótum sem byltingar-
flokkurinn litli gat átt i poka-
horninu. Auk þess sem þaö virö-
ist I meira lagi út i hött aö tala
um „eflingu borgaralegs sam-
félags” I landi eins og Afganist-
an.
f
I einum poka?
En látum það vera. Ari
Trausti haföi i bréfi til blaðsins
áhyggjur af þvl, aö ég vildi
stinga öllum eftirbyltingarrikj-
um í einn poka og neita aö gera
upp á milli þeirra. Þaö sagöi ég
aldrei. Þessi riki eru hvert ööru
ólik: ég segi fyrir mina parta,
aö þaö væri fáránlegt aö viröa
ekki ýmisleg afrek t.d. Kúbu-
byltingarinnar, sem varð svo
sannarlega alþýöubylting en
ekki hallarævintýrifyrir luktum
dyrum. En ég taldi það rétt, aö
minna á, aö þaö er firnamargt
sameiginlegt þessum rikjum —
einnig höfuöfjendum einsog
Sovétrikjunum og Kina. Og þá
fyrst og fremst þetta: um engin
þeirra treysti ég mér til að segja
aö völdin séu „i höndum vinn-
andi fólks”. Þau eru i höndum
flokksins, sem gerir tilkall til aö
vera holdtekinn -vilji alþýöu.
Þetta kerfi hafa menn kallaö
alræöi öreiga.
Það þykir Asgeiri Danlelssyni
vont. Hann segir aö I staöinn
fyrir að ráöast gegn kenning-
unni um alræði öreiganna ætti
ég aö gera upp viö stalinska for-
tiö. Þaö tel ég mig einmitt vera
aö gera með þvi aö skjóta á al-
ræðiö.
Freistingar
alræðis
Asgeir segir um öreigaalræð-
iö, að ég eigi aö vita mætavel aö
„þaö felurekki I sér einræöi eða
skerðingu lýörétinda.” Þaö
kann aö vera aö hægt sé að finna
fræðilega túlkun á hugtakinu,
sem gerir ráö fyrir svo hugljúfri
mynd af alræöi þessu. En ekki
man ég betur en aö þegar öreiga-
alræöiö komst á dagskrá svo
um munaöi eftir rússnesku bylt-
inguna, þá hafi þaö aldrei gert
' ráö fyrir ööru, en að lýöréttindi
vissra hópa (fólks úr fyrr-
verandi yfirstéttum) væru
skert, kosningaréttur og kjör-
gengi, málfrelsi ofl. Og þó þetta
hafi átt I kenningunni aö gefa
verkafólki þeim mun meira
frelsi til aö láta til sin taka i
þjóöfölaginu, þá er ekki erfitt aö
koma auga á þá gífurlegu
möguleika sem þessi — aö þvi er
viröist fyrst takmarkaöa —
frelsisskeröing gefur til aö tak-
marka frelsi, fyrst verkaiýös-
félaga og svo innan hins ráöandi
flokks. Alræöiskenningin, sem
sýndist bara dálagleg um 1920
er eitt af þvf sem skapar for-
sendur fyrir stalinisma. (Má eg
minna á anarkistann sem sagöi
um Trotski: Þú hefur sjálfur
tekiö þátt I aö vekja upp þennan
Frankenstein.)
Vert ég vel að Asgeir og aörir
trottarar eru andvígir
stalinskri valdaeinokun i þjóö-
félaginu, en þá verða menn aö
smiöa sér vopn sem kennd eru
viö raunverulegan plúralisma
en ekki „alræöi”. Þessi valda-
einokun er mál mála I eftirbylt-
ingarrikjum, eins og viö vorum
aö reyna aö reifa hér á dögun-
um. Flokksalræðið getur dugaö
til ákveöinna nauösynlegra
verka I snauðum löndum, þaö er
víst og satt, og þvi eignast þaö
nokkra samúö um tima — en
þar kemur svo, aö einmitt
valdaeinokunin kemur i veg fyr-
ir að þjóöfélagiö taki nýjum
þroska, opni blindgötur geö-
þóttastjórnar, geri alþýöuna
mynduga.
Hí á kratann!
Bæði Ásgeir og Ari Trausti,
trotskistinn og maóistinn,sam-
einast um aö spretta fingrum aö
kratanum AB: þaö er nú ekki
svo mikiö variö í þessa flokka
sem hafna alræöinu, segja þeir,
þessa „þingræðis- og fjölda-
flokka” (Ari Tr.). Þaö getur vel
veriö aö reynslan af öllum
flokkum sé slæm. Krataflokk-
um, sem gefast upp viö aö
breyta þjóöfðlaginu, sóslalista-
flokkum, sem hafa flækst i neti
þaráttunnar fyrir meiri einka-
neyslu, villtavinstri flokkum,
sem brenna upp i sjálfseyðandi
skrifborðskommúnisma, bylt-
ingarflokkum, sem hver um
annan þveran skapa nýja for-
réttindahópa þegar völdum er
náö. En mér finnst ráölegt aö
menn skammi þá meö nokkurri
hógværð sem setja lýðræðis-
kröfuna á oddinn I fullri alvöru,
hafna fyrirfram þeim hug-
myndum, sem réttlætt gætu
valdaeinokun þeirra siöar meir,
viö einhverjar sérstakar að-
stæður. Þá flokka kann aö
skorta margt i pólitiskri hug-
prýöi, skarpskyggni, virkni liös-
manna. En þeir drepa ekki ná-
ungann. Og það er, þegar þessi
meinhæöni heimur er grannt
skoðaður, ekki svo litiö.
Arni Bergmann.
* sunnudags
pistill