Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. febrdar 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Nokkur blaðaskrif hafa orðið i fjölmiðlum vegna þeirra ummæla Ragnars Arnalds fjár- málaráðherra að ekki sé svigrúm til almennra grunnkaupshækkana. Vegna þessa ræddi Þjóðviljinn við Ragnar og innti hann nánar eftir skoðunum hans á málinu. Eins og fram kemur i viðtalinu hér á eftir. þá telur Ragnar að ekki sé svigrúm til almennra grunnkaupshækkana af hálfu rikisins meðan verið er að brjótast út úr vitahring verðbólgunnar nema til komi aukin RAGNAR ARNALDS: skattheimta eða verulegur samdráttur i samneyslunni. Jafnframt bendir Ragnar á að kjaraátök siðustu mánaða hafa ekki snúist um hvort ieyfa ætti almennar grunnkaupsbækkanir, heldur hvort skerða ætti visitölutryggingu launa, en hinir stjórnmálaflokkarnir töldu þá skerðingu nauðsynlega til að berjast við verðbólguna. Aðild Alþýðubandalagsins að rikisstjórn tryggði hins vegar að ekki kom til visitöluskerðingar á laun. Áhersla á félagslegar umbætur og kjör þeirra sem lakast eru settir Ríkisstjórnar- myndunin felur í sér varnarsigur Nú hefur verið haft eftir þér í fjölmiðlum að ekki sé svigrúm til almennra grunnkaupshækk- ana. Ert þú þá þeirrar skoðunar að efnahagsástandið bjóði ekki upp á neinar grunnkaupshækk- anir? „Ég held að ákaflega fáir telji heppilegt eins og á stendur að öll laun frá neösta þrepi og upp allan launastigann verði hækkuð. í siðustu stjórnar- myndunarviðræðum lögðum við Alþýðubandalagsmenn áherslu á það að almenn laun væru verðtryggð og reynt yrði að bæta kaupmátt lægstu launa. Okkur var þó fullljóst að slagur- inn stóð ekki um það hvort al- menn launahækkun ætti að ganga yfir eða ekki. Slagurinn stóð um það hvort mynduð yrði rikisstjórn er skerða myndi launakjörin um 10-15%, en til- lögur hinna flokkanna gengu allar Ut á það. Sá sigur er vannst með myndun þessarar rikis- stjórnar var þvi fyrst og fremst varnarsigur á þeim timum þegar hart er sótt af hálfu hægri aflanna að skerða kjör almenn- ings”. „1 tillögum Alþýðubandalags- ins sem Þjóðhagsstofnun reikn- aði Ut var ekki reiknað með almennum grunnkaupshækkun- um og i stjórnarsáttmálanum er fyrst og fremst lögö áhersla á það að auka félagslega þjónustu og félagslegar framkvæmdir, jafnhliða þvi sem að launakjör- in eru varin og reynt að hemja verðbólguna.” „Rikisstjórnin hefur einsett sér að grlpa ekki inn i kjara- samninga með lögþvingunum svo að auðvitað veröa kjara- málin aö ganga sinn gang með frjálsum samningum aðila vinnumarkaðarins. ” „Verðlagsramminn sem við höfum sett þ.e. að verðlags- hækkanir fari ekki fram Ur 8% 1. jUni, 7% 1. ágUst og 5% 1. nóv., er hins vegar viö það miö- aður að ekki verði aðrar launa- fremur en grunnkaups- hœkkun upp launastigann hækkanir en greiðsla verðbóta á laun. Almennar grunnkaups- hækkanir myndu hins vegar sprengja þennan verölags- ramma.” 10% hækkun þýðir 10 miljarða útgjalda- aukningu ríkisins Hvað myndi t.d. 10% almenn grunnkaupshækkun hjá opin- berum starfsmönnum þýða mikla aukningu rikisútgjalda? „Það er taliö aö 10% almenn grunnkaupshækkun hjá opin- berum starfsmönnum myndi auka Utgjöld rikissjóðs um ca. tiu miljarða. Ef þessum pening- um yrði náö með auknum tekju- skatti, þá þýddi að 25% hækkun tekjuskatts einstaklinga. Að sjálfsögðu er málið flóknara en þetta, þvi að rikið fær auknar tekjur aftur meö beinum og óbeinum sköttum ef þessi launahækkun gengur I gegnum allt þjóðfélagið. En þó er ljóst að fjárlagadæmið er I öllu falli býsna erfitt og þar er ekkert svigrUm til að standa fyrir stór- auknum launagreiðslum nema menn geri annað hvort að auka skatta verulega eöa draga Ur samneyslunni, þvi ekki vilja menn láta Seðlabankann prenta seðla sem ekki er innistæða fyr- ir, eins og geröist á tima stjórn- ar Geirs Hallgrimssonar. Aö minu mati eigum við að einbeita okkur sérstaklega aö þeim sem iakast eru settir og hafa lægstu launin. Við höfum þegar ákveðið að hækka tekju- tryggingu aldraðra og öryrkja „Mér finnst brýnast að við setjumst nú niður og athugum rækilega hvaða umbætur er hægt að gera I málefnum opin- berra starfsmanna og I þágu launafólks almennt, án þess að það gerist með beinum peninga- launahækkunum eftir öllum iaunastiganum”. umfram verðbætur um 5% 1. júni n.k., en það er einmitt hóp- ur sem er afar illa settur. Ég held aö tiltölulega fáir launamenn séu ofhaldnir af launum sinum og þaö eigi að vera hægt aö hækka launahlut- fallið I þjóöfélaginu, en þaö verður þó ekki gert samtimis þvi sem við erum aö brjótast út úr vitahring verðbólgunnar.” Stjórnin fái tæki- fœri til að glíma við verðbólguna „Alþýðubandalagið átti um þaö aö velja hvort það vildi verja hagsmuni launafólks inn- an stjórnar eða utan. Ef við hefðum staðið utan stjórnar og hér heföi komiö forhert hægri stjórn sem hefði stórlega skert vlsitiflubætur á laun, þá hefði það orðið okkar verkefni að verja launakjörin I haröri kjarabaráttu. Ég hef þó ekki minnstu trú á þvi að við hefðum náö fram raunverulegum gru nnkaupshækkunum. Nú fór það svo að viö fórum I stjórn og þar með var tryggt aö verötrygging launa verður ekki afnumin með lögum. Launamenn hljóta þvi að velta fyrir sér hvort ekki sé heppilegt að þessi nýja stjórn fái tækifæri til að glima við veröbólguna og til að koma fram ýmsum þeim endurbótum, bæði I rikisfjár- málum, skattamálum og at- vinnulifi, er leggja undirstöðu að raunverulegum grunnkaups- hækkunum þótt siðar verði.” Stjórnin situr ekki lengi ef allt fer úr böndum Telurðu að almennar grunn- kaupshækkanir myndu skapa slikt öngþveitil efnahagsmálum að rlkisstjórnin hrökklaðist frá vöidum? „Ég er ekki að segja að rikis- stjórnin detti um koll þótt laun hækki um nokkur prósentustig, en áreiöanlega væri það heitasta ósk Ihaldsaflanna að verkalýðshreyfingin þrýsti á um launahækkanir með svo miklum krafti aö þessi stjórn gæti ekki ráðið við eitt eða neitt. Við ættum að hafa i huga aö þessi stjórn situr ekki lengi ef allt fer úr böndunum, þvi að um leið og fólk vill launahækkun þá vill það lika minni verðbólgu og sæmilega stjórn á rikisfjármál- um. Mér finnst brýnast að við setj- umst nú niöur og athugum ræki- lega hvaða umbætur er hægt aö gera I málefnum opinberra starfsmanna og i þágu launa- fólks almennt, án þess að þaö gerist með beinum peninga- launahækkunum upp eftir öllum launastiganum. Við þurfum að ræða um húsnæöismálin, dag- vistunarmálin, dvalarheimili fyrir aldraöa, réttindi starfs- fólks á vinnustaö sinum, endur- menntunarrétt, atvinnuleysis- tryggingar og samningsrétt fyrir opinbera starfsmenn og fjölmargt annaö sem varðar launamenn miklu. Jafnframt verðum við að huga sérstaklega að kjörum þeirra sem lakast eru settir.” — þ.m. 0 „Slagurinn síðustu mánuði stóð ekki um það hvort almenn grunnkaups- hœkkun œtti að ganga yfir eða ekki. Slagurinn stóð um það hvort mynduð yrði ríkisstjórn er skerða myndi launa- kjörin um 10-15% , eirts og tillögur hinna fiokkanna gengu út á” 4) „Áreiðanlega væri það heitasta ósk íhaldsafianna að verkalýðshreyfiingin þrýsti á um launahœkkanir með svo miklum krafti að þessi stjórn gæti ekki ráðið við eitt eða neitt” Or sýningu Leikbrúöulands á Meistara Jakobi. Meistari Jakob kominn á kreik Flestir krakkar kannast vlst við Meistara Jakob, þann ófor- betranlega prakkara brúðuleik- hússins. Persónan Meistari Jakob á rætur að rekja til markaðstorg- anna I Evrópu á miööldum. Kringum hann hefur skapast ákveðinn leikstlll sem ekki hefur breyst mikið og nýtur enn jafn- mikiila vinsælda. Meistari Jakob hefur átt fastan aðdáendahóp meðal yngri kynslóðarinnar hér á landi um árabil. Nú eru samt liðin 3 ár siðan hann var á ferðinni sið- ast og oft hefur verið spurt um hann á hans heimaslóðum I Leik- brúðulandi. En hann er sem sé kominn á kreik á nýjan leik og verða á næstunni sýndir 3 þættir.i nýr og 2 sem áður hafa sést. Þættirnir heita: Meistari Jakob bakar, Meistari Jakob gerist barnfóstra og Meist- ari Jakob og afmælistertan. Meistari Jakob bakar var fyrsta leikritið sem Leikbrúðu- land setti upp á Frikirkjuvegi 11 fyrir7 árum. Meistari Jakob ger- ist barnfóstra var sýnt veturinn eftir. Meistari Jakob og afmælis- tertaner nú sýnt I fyrsta sinn hér i Reykjavik. Alls hafa verið sýnd 9 leikrit um Meistara Jakob I Leik- brúðulandi. Fyrsta sýningin verður I dag sunnudag 17. febrúar kl. 3.Siðan verða sýningar 3 næstu sunnu- daga á sama tima. Sýningarnar eru að Frikirkju- vegi 11. Verð aðgöngumiða er 1500 kr. Miðasalan er opnuð kl. 1 sýningardagana og þá er hægt að panta miða I sima 15937. Dannebrogs- riddari Margrét Danadrottning hefur útnefnt ræðismann Dana á Akureyri Gisla Konráðsson, ridd- ara Dannebrogsorðunnar. Heiöursmerkiö var afhent I veislu hjd danska sendiherranum i Reykjavik 7. febrúar sl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.