Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1980. MYNDIR úr veskinu hans afa Afi haföi sína skoðun á fallegu kvenfólki — eins og niðjar hans. Um aldamótin var þó öllu færra um fína drætti i myndavali fagurra kvenna en nú tíðkast. Afi hafði þó sín ráð. Hægt var að útvega sér hnellnar Ijósmyndir af barmafögrum og stæðilegum stúlkum, enda var afi uppi í lok rómantíska tímabilsins, þar sem síðustu leifar nýhellenismans voru enn við lýði. Pan-flautur og nýklassískt umhverfi eru ekki óvenjulegar á þess- um myndum. Kvenmannsímyndin einnig líkust Rubens-engli: Mikið lagt upp úr ávölum formum og kjötmiklum skrokkum. AAyndir þessar sem hér birtast eru um 80 ára gaml- ar, f yrirsæturnar eru þýskar og allt eru þetta myndir sem notaðar voru á póstkort. Póstkortunum stakk afi í veékið. Austurísk- íslenska félagið endurreist í Vín Endurreist var i byrjun þessa mánaöar I Vinarborg austurriskt- islenskt félag, sem áöur starfaöi meö miklum blóma, en lagöist niöur um 1967. Var félagiö endurstofnaö I samráöi viö sendi- ráö islands i Bonn og ræöismenn islands i Austurriki. í fréttatilkynningu frá félaginu segir ma. um tilgang þess: Félagiö, sem ekki er stofnaö meö gróöahyggju fyrir augum, skal beita sér fyrir auknum sam- skiptum Austurrikismanna og islendinga og rækta menningar- tengsl millum þessara þjóöa. Þetta skal gert meö fyrirlestrum, tónleikum, sýningum og kynnis- feröum eftir þvi sem viö veröur komiö. Einnig hyggst félagiö gangast fyrir útgáfu upplýsinga- blaös. Félagiö hyggst ennfremur reyna aö safna íslenskum munum og bókum um ísland, svo og islenskum bókmenntum á þýskri tungu. 1 ráöi er aö gera skrá yfir rit varöandi tsland og islenska menningu, sem er aö finna á hinum ýmsu bókasöfnum hérlendis. Á stofnfundi vor.u eftirfarandi kjörnir i sjórn;Formaöur Helmut Neumann, varaformaöur Dr. Werner Schulze, ritari Irmgard H&nreich, vararitari Magda List, gjaldkeri Prof. Ingeborg Holler, varagjaldkeri Prof. Gertrude Zeilinger og meöstjórnandi Kjartan Öskars- son. Endurskoöendur voru kjörn- ir Christoph Mondel og Prof. Dr. Martha Sammer. Samkvæmt lögum félagsins skal útnefna sérstakt heiöursráö (Kuratorium) og var formaöur þess tilnefndur Dr. Norbert Otta, en einnig eiga sæti i ráöinu Alfred Schubrig aöalræöismaöur, Erich Eibl ræöismaöur Salzburg, Dr. Erwin J. Gasser vararæöis- maöur, Prof. Dr. ,Otto Gschwantler, og Prof. Svanhvit Egilsdóttir. A fundinum var enn- fremur ákveöiö, aö hafa sem nánast samstarf viö ræöismenn Islands I Austurriki, Félag Islendinga i Austurriki svo og öll önnur félög og stofnanir, sem hafa áhuga á aö auka samskipti þessarra tveggja landa og þjóöa. Styrkjum út- hlutað úr Þjóðhátíðar- gjafasjóði Norðmanna Úthlutaö hefur veriö styrkjum úr sjóðnum Þjóöhátiöargjöf Norömanna á þessu ári. Norska stórþingiö samþykkti i tilefni ell- efu alda afmælis tslandsbyggöar 1974aöfæra tslendingum 1 miljón norskra króna aö gjöf i feröasjóö. Samkvæmt skipulagsskrá sjóös- ins, skal ráöstöfunarfénu, sem eru vaxtatekjur af höfuöstólnum, en hann er varöveittur I Noregi, variö til aö styrkja hópferöir ts- lendinga til Noregs. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóönum 1979 og fór nú fram fimmta úthlutun. Ráöstöfunarfé sjóösins var aö þessu sinni um sjö og hálf miljón króna. 34 umsóknir bárust um styrki en samþykkt var aö styrkja eftirtalda aöila: íslensk grafik, heilsuverndar- hjúkrunarfræöingar, Flugviricja- félag tslands, Flugbjörgunar- sveitin i Reykjavik, Þroska- þjáifaskóli íslands, Kristilega skólahreyfingin, 9. bekkur Grunnskóla Hverageröis, Feröa- félag Islands, tslenska kvik- myndastöðin, Iþróttasamband fatlaöra, Norskukennslan i Miöbæjarskólanum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.