Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 21
Sunnudagur 17. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 Norræna húsið: Finnskir tónlistarmenn Fiöluleikarinn Seppo Tukiainen og pianóleikarinn Tapani Valsta halda tónleika i Norræna húsinu þriðjudaginn 19. febrúar nk. Seppo Tukiainen er fæddur 1939, nam við Sibeliusarakademi- una i Helsinfors og siöar erlendis t.d. i Paris hjá Chr. Ferras. Hann hélt sina fyrstu tónleika 1965, og hefur siðan leikið einleik á tón- leikum i Finnlandi, Sviþjóð, Dan- mörku, Frakklandi og i Banda- rikjunum og unnið til margra verðlauna I tónlistarkeppnum. Tapani Valsta er fæddur 1921, hlaut menntun I pianó- og orgel- leik i Finnlandi og Frakklandi, varð dómorganisti i Helsingfors 1956 og frá 1967 hefur hann veriö prófessor við Sibeliusarakademi- una. Hann hefur farið i tónleika- ferðir bæði sem pianó- og orgel- leikari i Vestur-Evrópu og Sovét- rikjunum, og hann er þekktur sem framúrskarandi kammer- tónlistarmaöur. Á efnisskrá listamannanna verða verk eftir Brahms (Sónata I d-moll), Debussy (Sónata), Wie- niawski, Jonas Kokkónen og Aulis Sallinen, sem hlaut tónlistarverö- laun Norðurlandaráðs 1978. Athugasemdir Framhald af þls. 3 prófessorsstarfs við breskar Ph.D.-kröfur, verður Háskóli Islands aö taka undirbúning að sliku prófi inn á námsskrá slna. Sumir þeir stúdentar, sem ég hef útskrifað sem kandidata, hefðu staöist Ph.D.-próf með prýði að óbreyttum námstima, en þeir áttu þess ekki kost. Þá mun sú fullyrðing þeirra Inga og Þórs málum blandin, aö það sé algengt, að menn með þessa „æðstu prófgráðu” sem þeir nefna svo,.. séu ráðnir til háskólakennslu „strax að námi loknu”. Hér skiptir samt aðal- máli til hvaöa starfa menn eru ráönir. Ég beitti mér fyrir þvi að Þór yrði ráðinn sem rannsóknar- lektor viö Háskóla Islands nókkru áður en hann lauk doktorsprófi sinu. Þá var tregða hjá mennta- málaráðuneytinu að koma mál- inu I höfn. Ég tel þá Inga báða vel hæfa sem lektora, en ekki til prófessorsembættis eins og sakir standa, en þeir virðast hvorugir gera greinarmun á þessum störf- um. Dómnefndir munu settar til þess að nefndarmenn segi, hvern- ig að málum er staðið hjá hátt- virtum umsækjendum. I þeim efnum hafa náungar eins og ég ekki við annað en takmarkaða þekkingu og eigin dómgreind að styðjast. Um getsakir og skáldskap blaðamanns Morgunblaösins og heimildarmanna hans get ég ver- ið fáorður. Sagt er að „Sveinbjörn Rafns- son hafi jafnan verið talinn sér- stakur skjólstæöingur Björns Þorsteinssonar”. Mér hefur Alþýðubandalagið: Efnahags- og atvinnumál Ragnar Hjörleifur Alþýðubandalagiö i Reykjavik boðar til umræðufundar um efnahags- og atvinnumál mánudaginn 18. febrúar kl. 20.30 I fundarsal Sóknar, Freyjugotu 27.Pundurinn er haldinn til undirbúnings flokksráösfund- ar. Stuttar framsöguræður flytja Ragnar Arnalds, fjármálaróðherra og Hjörleifur Guttormsson, ráö- herra. Félagar fjölmennið. Stjórn ABR. Alþýðubandalagið Húsavík Arshátið —Alþýðubandalagsins á Húsavik verður haldin laugardaginn 1. mars nk. — Félagar og stuðningsmenn annarsstaðar úr kjördæminu sérstaklega velkomnir. Reynt veröur aö útvega öllum gistingu. — Nánar auglýst siðar. Til félaga ABR Þeir sem geta hýst félaga utan af landi, sem koma á flokksráðsfund 22.-24. febrúar eru góðfúslega beðnir að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst I sima 17500. Stjórn ABR. Alþýðubandaiagið i Borgarnesi og nærsveitum. Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 19. febrúar n.k. að Kveldúlfsgötu 25. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á flokks- ráðsfund. 2. Stjórnarmyndunarviðræður og stjórnarsáttmáli. 3. önnur mál. Þingmennirnir Skúli Alexanders- son og Stefán Jónsson koma á Skúli fundinn. — Stjórnin. Alþýðubandalagið á ísafirði Félagsfundur veröur sunnudaginn 17. feb. kl. 5 I Safnaðarheimilinu Gúttó. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksráösfund. 2. Stjórnmálaviðhorfiö. 3. Vetrarstarfiö. 4. Rætt um árshátiö. Félagar fjölmenniö. Nýir félagar vclkomnir. — Stjórnin. Alþýðubandalag Héraðsmanna Hreppsmálaráð Albvðubandalags Héraðsmanna boðar til almenns fundar um atvinnumál Egilsstaöa og nágrennis i Valaskjálf mánudag inn 18. febrúar kl. 20.30. Frummælendur: Sigurjón Jónasson, Sveinn Jónsson, Guörún Aöalsteinsdóttir. Fundarstjóri; Sigurjón Bjarnason. aldrei dottið i hug að ég væri neinn skýlisrimi, en einum manni reyndi ég að duga litilsháttar;.— hann heitir Þór Whitehead. Ég sagði honum reyndar i sumar að ég gæti ekki stutt umsókn hans um prófessorsembættiö. Siðan hefur mér reynst tregt talsam- band við Þór. Ég á enga aðild að neinu sem sagt hefur verið um þetta mál I blöðum annað en eina máls- grein. Blaðamaður frá Þjóö- viljanum hringdi i mig dag nokkurn og spurði hvað ég vildi segja um viðbrögð þáverandi menntamálaráðherra, Vilmund- ar Gylfasonar. i prófessorsmál- inu. Ég svaraði að bragði að um innrás Vilmundar I Afganistan yröi hann að tala við forseta heimspekideildar, Alan Boucher. Ég veit ekki betur en Háskóli Islands eigi aö vera fullvalda I eigin málum og á allan hátt hafi verið staðiö lögformlega að verki 30. nóv. sl. — Ég vona aö þessu máli veröi ráðið farsællega til lykta sem allra fyrst. Kópavogi, 15. febrúar 1980. Björn Þorsteinsson VERÐLAUNA- SAMKEPPNI Sjómannablaöiö Víkingur hefur ákveðið að efna til samkeppni um sögur er f jalli um sjó- mannalíf, sjávarútveg eða tengsl manns og sjávar. Greidd verða tvenn verðlaun: fyrir bestu frumsömdu söguna kr. 200 þúsund, og fyrir bestu lýsingu á sannsögulegum atburði kr. 200 þúsund. Handrit, eigi lengri en sem nemur 20 vélrituðum síðum A4, berist Sjómannablaðinu Víkingi, Borgartúni 18, 105 Reykjavík fyrir 1. mars 1980, merkt: Samkeppni, svo og dulnefni. Rétt nafn höfundar fylgi i lokuðu umslagi. Dómnefnd skipa: Guðlaugur Arason, Ási i Bæ og Guðbrandur Gíslason. Sjómannablaðið Vfkingur áskilur sér birtingarrétt gegn höf- undarlaunum, á öllu efni sem berst til keppni. Niðurstöður dómnefndar verða kynntar í aprílblaði Sjómannablaðsins Víkings 1980. 0 Útboð Tilboð óskast i að mála 1. og 2. hæð Heilsu- gæslustöðvar Kópavogs. Verkinu þarf að vera lokið fyrir 15. mai n.k. Æskilegt er að 4-5 málarar séu stöðugt við verkið þar til þvi er lokið. útboðslýsing og teikningar eru til afhend- ingar mánudaginn 18. feb. gegn 15.000, — kr. skilatryggingu. Bæ j ar verkf ræðingur. Stöður rannsókna- manna í efnafræði Við Raunvisindastofnun Háskólans eru lausar til umsókn- ar stööur tveggja rannsóknarmanna. Er önnur staöan á sviöi ólifrænnar efnafræöi, en hin I Ilfefnafræöi. Sér- menntunar i efnafræöi er ekki krafist, en aö ööru jöfnu ganga þeir fyrir, sem hafa BS próf i efnafræöi eöa hiiö- stæöa menntun og/eöa starfsreynslu viö rannsóknastörf. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra Raunvfsindastofnunnar Há- skóians, Dunhaga 3 fyrir 4. mars n.k. GONGUSKIÐI ® ÚTBOЮ Tiiboö óskast I smföi á 6 stk. sturtum og vörubílspöllum úr áli eöa stáli ásamt ásetningu og tengingum á vinnuflokka- bíla af geröinni HINO KM 410 fyrir vélamiöstöö Reykja- vfkurborgar. (Jtboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Rvk. Tilboöin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 28. febr. kl. 11 .f.h. INNKAUPaSTOFNUN REYKlAVÍKURBORGaR Frikirkjuvegi 3 — Símj 25800 KARHU skíöi, mest seldu göngu- skíðin á Noröurlöndum. Verð frá 32.600-33.900.- BARNASTÆRDIR 150-170 kr. 28.000-31.000.- BLIZZARD, austurrísk, kr. 44.600.- TRAK, vestur-þýzk verðlaunaskiði. Verð frá 37.300-47.300.- og 52.700.- m/köntum Gönguskíðastafir, fíber, kr. 5.500.- Gönguskiðabindingar kr. 4.800.- Gönguskiðafatnaður. Giæsibæ Simi 30350

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.