Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.02.1980, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1980. AFRÍSK ÞORP OG SKREIÐARH J ALLU R Mannlíf í þorpinu Niomoun í Senegal. Kuluzaga, þorp pygmea/ milli miðbaugs og Viktoríu- vatns í Afriku. Pygmear eru dvergvaxnir, um 1.50 á hæð Sunnudagur 17. febrúar 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Hópurinn sem bjó til líkan af þorpinu Niomoun í Senegal. F.v.: Valka, Björk, Margrét, Ashildur, Hiédísog Halla Á myndina vantar Kötu, Pálu og Dóru. Við heyrðum á skotspón- um að í Æf ingaskóla Kenn- araháskóla (slands væru risin upp afrísk þorp, bænahús Múhameðstrúar- manna og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta vakti að sjálfsögðu forvitni og Ijós- myndari og blaðamaður .Þjóðviljans fóru á stúfana til að.vita hvað hér væri á seyði. Jú, mikið rétt. Þarna var heil Afríkusýn- ing, afrakstur nýjungar í starfi skólans sem nefnd er samþætting. Við króuð- um tvo kennara skólans af sem ásamt Ragnhildi Bjarnadóttur hafa borið hitann og þungann af þess- ari tilraunastarfsemi. Þeir heita Hannes Sveinbjörns- son og Páll ólafsson. Tilhneiging til einangrunar — Hvers konar tilraunastarf er veriB aB vinna hér í skólanum? ÞorpiB Booma i Afriku Sagt frá tilraunastarfi í Æfinga- skóla KHÍ — ViB viljum þar visa í bækling sem skólarannsóknadeild menntamálaráBuneytisins gaf út s.l. haust um þessa tilraunastarf- semi. Þar segir m.a. um þessa nýbreytni i starfi Æfingaskólans: „Veturinn 1976-77 fóru fram meBal starfsliBs skólans miklar umræBur um kennsluhætti og þá sérstaklega á unglingastigi. Þar urBu þær niBurstöBur helstar aB kennsluhættir i 7. bekk (og reynd- ar á fleiri skólastigum) svöruBu ekki þörfum nemenda nema aö litlu leyti. Einnig töldu menn þaö valda nokkurri upplausn þegar nemendur hverfa frá slnum fasta bekkjarkennara á barnastigi og fá I þess staB á unglingastigi fag- kennara sem koma hver af öörum I gættina. Fagkennslan ylli þvi aö kennarar kenndu hverjum bekk fáa tima I viku hverri og þyrftu sifellt aö hlaupa á milli bekkja. Þeim gæfist litill timi til aö kynn- ast nemendum sinum og sinna þörfum hvers og eins. Þá heföi fagkennarinn tilhneigingu til aö einangrast. Hver hugsaöi aöeins um sina grein og leysti vanda- málin á eigin spýtur. Engin orka væri aflögu til aö setja sig inn I hvaö aörir kennarar væru aö gera og reyna að leysa meö þeim sam- eiginleg vandamál. Breytingin, sem felst i þvi þró- unarstarfi sem reynt hefur verið undanfarna tvo vetur, er félgin I þvi að nokkrir kennarar, kenn- arahópur, gerast ábyrgir fyrir heilum árgangi nemenda og upp- fylla kennsluskyldu sina aö lang- mestu leyti i sama árgangi. Lögö hefur veriö áhersla á samfellda en sveigjanlega stundatöflu en það er ein af meginforsendum þess aö nem- endum liði vel i skóianum. Þá hefur samvinna og samábyrgö kennara aukist til muna og áætlanir og ákvaröanir I höndum starfshópsins sem heldur reglulega skipulags: og starfs- fundi. Þessi breyting hefur þvi skapaö bæöi kennurum og nemendum möguleika sem ekki voru fyrir hendi áður...” Samþættingin — Hvernig fer samþættingin fram? — Stundatöflur eru aö öllu leyti eins og venjulegar stofutöflur nema teknir eru 8 tlmar á viku hverri i þaö sem viö kölluö sam- þættingu. Þessir 8 timar eru settir i eina heild seinni hluta vikunnar og þá er unniö aö samfelldum verkefnum. Timana fáum viö fyrst og fremst frá samfélags- fræöigreinum svo sem landafræði og sögu en einnig Islensku. enda er hluti af samþættingunni rit- gerðasmiöi og heimildaöflun. — Er þá’ bekkjakennsla aö ööru leyti? — Fyrir utan þessa 8 tima er heföbundin kennsla i náms- greinum bg er árgangnum (8. bekk) skipt i 3 hópa nema á miö- vikudögum er honum skipt i fernt. Þá fáum viö 15-16 manna hópa og er þá hægt aö sinna ein- staklingsþörfum hvers nemanda betur en annars. Veggskreyting á Afrfkusýningunni Likan af Afriku. Helstu dýrategundir eru sagaöar úr krossviö og settar inn á. mœm ’**■?**I Vl»*t **, ■■■■ **t 9 ** •»*.» -• r1 * r * <> a •■>*.<, . *' í ■■■ , ,,, | — Hvernig er samþættingin skipulögö? — I fyrra geröum viö hálfs árs starfsáætlun I senn en i vetur höfum viö reynt aö skipuleggja allt skólaáriö meö tilliti til þeirra verkefna sem viö höfum ætlað aö taka fyrir. Nemendur ábyrgir — Velja kennararnir einhliöa verkefnin? — Þaö má segja aö þau séu sambland af verkefnum sem námsskráin kveöur á um og þeim verkefnum sem viö og nemend- urnir hafa áhuga á aö vinna. — Getið þiö lýst einu verkefni fyrir mér? — Verkefnunum má skipta i tvennt. Annars vegar eru þau sem viö stýrum að miklu leyti sjálfir og eru þá unnin aö mestu i’ skólanum meö lestri og heimilda- vinnu. Hins vegar eru opin verk- efni e-ins og t.d. islenskur sjávarútvegur þar sem nemend- um eru tiltölulega fljótt gefnar frjálsar hendur. I sjávarútvegs- verkefninu var sameiginlegur kjarni mjög litill.en nemendurnir sjálfir tóku fljótt frumkvæöi meö þvi aö velja verkefni og leiöir. Við settum upp eins konar hug- myndabanka og þar komu- fram margar hugmyndir um verkefni sem varða sjávarútveginn eins og t.d. skip, veiöarfæri, fiskimið, landhelgismál, nýting fiskimiöa o.s.frv..Nemendur völdu sér siöan hlutaverkefni og þegar þvi var lokið tóku þau sér góöan tima i að gera starfsáætlun. t henni varð aö gera grein fyrir starfsaöferöum, hugsanlegum gögnum, möguleik- um og hvernig ætti áö standa aö vinnunni. Um leiö og starfsáætlun var tilbúin voru nemendur orðnir ábyrgir i sinu starfi og urðu aö standa við það sem þeir ætluðu aö gera. — Og hvernig hefur þaö gengið? — Starfsáætlunin er eins konar tengiliður milli nemenda og kenn- ara og er stööugt i endurskoðun. Þaö er mjög misjafnt hvernig út- færslan veröur og hvernig gengur aö halda sig viö starfsáætlunina og markmið hennar. Kennarinn veröur aö samþykkja öll meiri háttar frávik. Fjölbreytni í úrvinnslu — Hvernig kemur lokaárangur- inn fram? — Þaö er misjafnt. 1 þessu til- felli var stefnt að þvi að ljúka verkefninu meö sýningu. Krakk- arnir verða að sjá árangur af starfi sinu. Við höfum lagt áherslu á f jölbreytni i úrvinnslu. f sjávarútvegsverkefninu var t.d. gert mikið af þvi aö gera vett- vangskannanir, tala viö sjómenn og fiskvinnslufólk, taka ljós- myndir og teikna. Úrlausnir eru bæöi skriflegar og verklegar. A sýningunni eru lagöar fram rit- gerðir, greinargeröir, linurit, plaköt og margs konar smíöis- gripir. A sjávarútvegssýningunni var t.d. settur upp heill skreiöar- hjallur. Afríkusýningin — Nú er hér mikil Afrikusýn- ing. Hvernig var hún unnin? — Þetta var 5 vikna verkefni og við fengum til liös viö okkur 7 kennaranema og var þvi mikill möguleiki á aö sinna nemendum vel. Fyrsta vikan fór i kynningu á verkefninu og voru þá athugaðar þær heimildir sem völ var á. Reynt var að glöggva sig á hvaö væri að gerast i Afríku nú. önnur vikan fór I sögulegt yfirlit og siö- an var öllum 70 krökkunum skipt i 7 hópa sem hver vann að sinu verkefni. Þeim verkefnum var siöan skipt i undirverkefni. Sið- asta vikan fór i aö setja upp sýn- inguna. Einangrun rofin — Aö lokum. Hver er tilgangur- inn meö öllu þessu? — Við viljum á ný visa I fyrr- nefndan bækling en þar stendur: „Tilgangur samþættingar er margþættur. Hvað nemandann snertir viröast kostirnir augljós- ir. Honum gefst meiri timi en áö- ur til aö vinna aö viöfangsefninu og um leiö aukin tækifæri til aö kafa dýpra i verkefniö. Einnig skapast aukiö svigrúm til val- frelsis, nemandinn velur sér viö- fangsefni I’samræmi viö áhuga- sviö sitt og getu. Nemandanum gefst kostur á aö starfa einn sér eöa i starfshópi. t samþættum verkefnum getur nemandinn nálgast verkefnið frá fleiru en einu sjónarmiöi, og verkefnin leiöa yfirleitt til fjöl- breyttari vinnubragöa. Þar má nefna sjálfstæöa skipulagningu verkefna, leitarnám, heimilda- söfnun og fjölbreytilegar aðferöir viö úrvinnslu. Fyrir kennarann/ana hefur samþætting námsgreina einnig marga augljósa kosti: Einangrun kennarans i þröngri greina- kennslu rofnar og aukiö svigrúm skapast til samvinnu viö kennara og snerting við áður ókunn efnis- sviö. Kennurunum gefst einnig betra tækifæri til aö skipuleggja starf sitt I viöara samhengi og setja náminu ákveöin heildar- markmiö. I stórum dráttum má segja aö kostir samþættingar séu svipaðir fyrir kennara og nem- endur. Báðir fá aukiö svigrúm til fjölbreytilegs verkefnavals. Forsendur samþættingar má rekja til gagnrýni á einangraöa formgerö greina og vanhæfni greinanna til að mæta þeim vandamálum, sem nemandinn tekst á við I daglegu lifi.” —GFr „Þessi nýja kennsluaöferö hefur bæöi slna kosti og galla. Kostirnir eru þeir að krakkarnir hafa meira samráö sin á milli og kynnast betur en gallarnir eru aö stundum veröur of mikill hávaði. Einnig vinna frekar þeir krakkar sem eru duglegri en hinir slá slöku viö.” Þetta segja fjórir nemendur I 8. bekk sem viö hitt- um á göngunum I Æfingaskóla KHI. Þau heita Asta Vilborg Njálsdóttir, Þórey Eyþórsdóttir, Haraldur Guömundsson og Guöjón Bragason. Viö spyrjum um Afrikusýninguna. — Hvaöa hlut áttir þú aö máli, Asta? — Ég var I hóp sem fjallaði um landslag, dýralif og gróöur i Afriku. Viö skiptum okkur i 3 hópa og var ég i landslagshópn- um. Viö bjuggum m.a. til likan af Afriku og merktum inn á helstu fjöll og þess háttar. — Þórey? — Ég var I þessum sama hóp en fjallaði um gróður aöallega. — Hvaö um þig Haraldur? — Ég var I hóp sem tók að sér aö gera úttekt á Tanzaníu. Viö geröum m.a. likan af þorpi i land- inu og fórum eftir myndum sem kennaranemarnir, sem voru okkur til aöstoöar, útveguöu. — Og Guðjón? — Minn hópur tók fyrir atvinnu- vegi I Norður-Afriku og hvaö er framleitt þar. — Nú hafiö þiö tekiö þátt i ýms- um svona samþættingarverkefn- um. Hvað hefur ykkur þótt skemmtilegast? — Það var mjög skemmtilegt Asta Vilborg, Þórey, Haraldur og Guöjón: Samþætting hefur bæöi kosti og gaila aö taka fyrir sjávarútveginn. Viö fórum t.d. i frystihús og einnig I tveggja daga ferö upp á Akranes til aö kynnast Hfinu i sjáyar- plássi. Viö gistum | skólanum á Akranesi og boröuöum heima hjá krökkunum. — Er Æfingaskólinn góður skóli? — Okkur finnst hann vera góöur — a.m.k. skemmtilegur. Annars höfum viö engan samanburð viö aöra skóla og vitum þvi ekki hvort hann er betri en þeir. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.