Þjóðviljinn - 01.03.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Fjórðungssamband Norðlendinga:
Vill steinullarverksmiðju á
Sauðár-
króki
þjóöhagslega hagkvæman hátt I
landsbyggöinni, veröi valinn þar
gögnum og upplýsingum
á viökvæmu stigi málsins til
hvers þess aðila, sem sýnir þeim
áhuga.
Fjórðungssambandið leggur
þunga áherslu á aö fyrirtæki, sem
reka má á rekstrarlega og
staður.
Fjórðungssambandiö hvetur
sveitarfélög, fyrirtæki og
einstaklinga á Norðurlandi til að
styðja þetta mál meö hlutafé,
verði þess óskað. Jafnframt bein-
ir Fjórðungssambandið þvi til
þingmanna Norðurlandskjör-
dæmanna að þeir styðji þetta
mál.
Fjórðungsþingið metur stuðn-
ing sunnlenskra sveitarfélaga við
rannsóknir islenskra jarðefna og
hagnýtingu Hekluýikurs til iðn-
aðarframleiðslu.”.
Fundinn sátu 20 menn úr
báöum kjördæmum fjóröungsins.
' — mhg
A nýafstöðnum fundi
Fjórðungsráös Norðlendinga og
iðnaðar- og orkumálanefndar
f jórðungssambandsins var
einróma samþykkt eftirfarandi
ályktun:
„Fjórðungssamband Norðlend-
inga styður frumkvæði og
framtak Skagfirðinga um þróun
nýiðnaðar, sem nú hefur leitt til
þess, að álitlegt þyrir að stofn-
setja steinullarverksmiðju á
Sauðárkróki. Fjórðungssam-
bandið hefur fylgst með og stutt
þetta mál frá upphafi og jafn-
framt hvatt önnur byggðarlög til
iðnþróunar.
Fjórðungssambandið krefst
þess, að frumkvæöi Skagfiröinga
verði metið aö fullu i þessu máli
og telur ekki fýsilegt fyrir aöila
aðleggja i mikla vinnu og kostnaö
viö athugun og undirbúning ný-
iðnaðar ef þeir eiga á hættu að
verkefnin verði tekin úr þeirra
höndum þegar sýnt hefur verið
fram á hagkvæmni þeirra.
Fjórðungssambandið harmar
þau vinnubrögð iðnaðarráðu-
neytisins að dreifa mikilvægum
Stofnad nýtt
kaupmannafélag
Að frumkvæði Kaupmanna-
samtaka fslands hefur nýtt sér-
greinarfélag i smásölu verið
stofnað, Félag gjafa- og list-
munaverslana. Formaður Kaup-
mannasamtakanna, Gunnar
Snorrason( var fundarstjóri á
stofnfundinum 18. feb. sl.
Tilgangur félagsins er aö efla
samstarf meðal gjafa- og list-
munaverslana, vinna að sóma,
menningu, hag og sjálfstæði
stéttarinnar, og stuðla að þvi að
verslun i landinu sé rekin á
heilbrigðum grundvelli, að þvi er
segir i fréttatilkynningu.
Félagið er i Kaupmannasam-
tökum Islands og stjórn þess
skipa Árni Jónsson, Arndis
Björnsdóttir, Björn Agústsson,
Skúli Jóhannesson, og Benedikt
Bachmann.
Jón Arnþórsson formaður sýningarnefndar með lánsgripi úr
Þjóðminjasafninu. Skiðin eru öll norsk frá síðustu öld og þau sem eru
lengst til hægri voru notuð i Svarfaðardal fyrir aldamót. Einnig má sjá
Isleggi og skauta frá siðustu öld og snjóþrúgur sem Þjóðminjasafnið
eignaðist 1877.
Frá uppsetningu sýningarinnar
sem Teiknistofan Stiil annaðist.
Sýning á
skíðum,
skautumog
þrúgum
í tengslum við vetrariþrótta-
hátíðina hefur nú verið opnuð
sýning á skiöum, skautum og
þrúgum á Akureyri. Er um að
ræða bæði ný tæki og gömul.
Meðal annars hafa veriö fengn-
ir til láns gamlir munir frá Þjóð
minjasafninu i Reykjavik. Þar
má t.d. sjá norsk skiði frá siðustu
öld svo sem birkiskiði frá Eystri-
dal, klædd hreindýraskinni að
neðan og 100 ára gömul Holmen-
kollenskiði.
Þarna eru ennfremur isleggir,
skautar og snjóþrúgur sem
Þjóðminjasafnið eignaðist á
siðustu öld.
Formaður sýningarnefndar er
Jón Arnþórsson sölustjóri.
— GFr
Nú geta
menn eignast:
— Tilefni þessa fréttamanna-
fundar er það, að hafin er nú
ljósprentun á eidri árgöngum
Arbókar Hins islenska forn-
leifafélags, en félagiö varð 100
ára I fyrra, stofnað 8. okt. 1879.
Og nú er búið að ljósprenta
fyrstu 5 árg. eöa frá 1880—1885
og hafið þið þá nú hér fyrir aug-
unum.
Þannig fórust Hafsteini Guð-
mundssyni bókaútgefanda orð,
er við hittum hann, ásamt dr.
Kristjáni Eldjárn forseta, niður
á Hótel Borg i gær. Hafsteinn
Guðmundsson bauð Fornleifa-
félaginu að láta ljósprenta alla
eldri árganga Arbókarinnar á
sinn kostnað og gefa út i áföng-
um. Von er á framhaldi útgáf-
unnar I næsta mánuði og nær
það yfir timabilið frá 1886—1896.
Hugmyndin er að endurprent-
unin nái til ársins 1955. Verður
reynt að hraða útgáfunni eins og
tök eru á, ,,þvi manni endist þá
frekar aldur til þess að ljúka
verkinu”, sagði Hafsteinn Guð-
mundsson.
Arbókin verður gefin út inn-
bundin fyrir þá, sem vilja
eignast hana þannig i heilu iagi
en þannig verður unnt að fá ein-
stök óinnbundin hefti og er þaö
gert með tilliti til þeirra, sem
eiga meira eða minna af ritinu
en vantar hinsvegar einstök
hefti inn I það. Torsótt hefur
reynst ai hafa upp á sumum
Árbók FomldtafélagsirK
fylgir einskonar formáli, á laus-
um blöðum, ritaður af dr.
Kristjáni Eldjárn.
Þetta fyrsta bindi Arbókar-
innar kostar kr. 11.600 frá for-
laginu en búðarverð er kr.
14.150. Oinnbundnir kosta þeir
fimm árgangar, sem'eru i fyrsta
bindinu kr. 6.295 án söluskatts
en út úr búð kr. 7.680.
,,Ég reikna nú ekki með að
hafa mikið upp úr þessu nema
ánægjuna,” sagi Hafsteinn Guð-
mundsson og þó að ekki standi á
kaupendum er trúlegast að það
reynist orð að sönnu þvi útgáfan
er ódýr en mjög vönduð.
Dr. Kristján Eldjárn hefur
séð um útgáfu Arbókarinnar frá
þvi 1947, eða i þriðjung aldar.
En helsti hvatamaöur að útgáf-
unni i öndverðu var Sigurður
Vigfússon, þáverandi umsjón-
armaður Forngripasafnsins Ar
bókin var til að byrja með gefin
út i 350 eintökum og kostaöi 2 kr
Nú er upplagið 1500 eintök en
félagar Fornleifafélagsins eru
um 700. Þeim fer nú fjölgandi
með ári hverju og er það ekki
hvað sist yngri kynslóðin, sem
farin er að láta til sin taka. Samt
hefur þaö háð fjölgun féiags-
manna hvað erfitt hefur verið —
og nánast ógerlegt — að eignast
eldri árganga Árbókarinnar. Nú
er Hafsteinn Guðmundsson að
bæta úr þeim vandkvæðum og
þökk sé honum fyrir það.
— mhg
eldri árgöngunum- en þó hefur
það tekist utan hvað enn vantar
árganginn frá 1896. öll verður
bókin, innan klæða, meö upp-
haflegu sniði, kápan sú sama,
myndir og uppdrættir á sinum
stað en á hlifðarblöðum eru
myndir frá Þingvöllum. Bókinni
Dr. Kristján Eidjárn, forseti islands og formaöur stjórnar Forn-
leifafélagsins,skyggnist hér I Árbókina, sem Hafsteinn Guðmunds-
son, formaður Þjóðsögu, cr nú að gefa út með mikium myndarbrag.
Mynd: — gel.
Safnahús
Borgfirðinga:
20 tillögur
bárust í
samkeppni
um húsiö
20 tillögur bárust i samkeppni
meðal arkitekta um væntanlegt
nýtt safnahús i Borgarnesi, sem á
að rúma Héraðsbókasafn Borgar-
fjarðar, Byggðasafniö, Héraðs-
skja1asafnið , Listasafn
Borgarness og Náttúrugripasafn
Borgarfjarðar. Varð dómnefnd
sammála um að veita tillögu
Ingimundar Sveinssonar og Gyifa
Guðjónssonar 1. verðlaun, kr.
1.800.000.
önnur verðlaun hlaut tillaga
Dagnýjar Helgadóttur kr.
1.100.000 og þriðju verðlaun til-
laga Benjamins Magnússonar kr.
600.000.
Innkaup, kr. 250 þús. hver hlutu
tillögur Hróbjarts Hróbjarts-
sonar, Reynis Adamssonar,
Finns Björgvinssonar og Hilmars
Þ. Bjömssonar og tillaga Jes
Einars Þorsteinssonar. Varatil-
laga er tillaga Barkar
Bergmanns og viöurkenninguna
„Athy glisverð” hlaut tillaea
Sturlu Sighvatssonar.
Tillögurnar sem bárust i
keppnina verða til sýnis i
Grunnskóla Borgarness.
Svæðið þar sem fyrirhuguðu
safnahúsi hefur verið valinn
staður er hluti af stærra svæði við
landtöku vegna væntanlegs vegar
yfir Borgarfjörð, við Borgar-
braut, og þvi mjög eftirsóknar-
verður staöur i byggðarlaginu.
Dómnefndina skipuðu Bjarni
Bachmann safnvörður, form.,
Óli Jón Gunnarsson bygginga-
^fltr., ritari, Þórður Kristjánsson
oddviti, Halldór Guðmundsson
arkitekt og Sigurður Thoroddsen
arkitekt. Trúnaðarmaður
nefndarinnar var Ólafur Jensson
framkvstj.
íþróttir
um
helgina
Handknattleikur
Laugardagur:
FH-Vikingur, 1. d. ka., Hafnar-
firði kl. 14.00
Haukar-Valur, l.d. kv., Hafnar-
firði kl. 15.15
HK-KR, 1. d. ka„ Varmá kl. 18.00
Sunnudagur:
Fram-IR, l.d. ka., Höllin kl. 19.00
KR-Fram, l.d.kv., Höllin kl. 20.15
Körfuknattleikur
Laugardagur:
UMFN-IS, úd. Njarðvik kl. 13.00
Sunnudagur:
IR-Valur, úd., Hagaskóli kl. 13.30
KR-UMFG, bikark. Hagaskóli kl.
19.00
Judo
Islandsmótið i judo verður i
iþróttahúsi Kennaraháskólans I
dag, laugardag.
Blak
Einungis einn leikur verður I 1.
deild karla i blaki um helgina. I
dag kl. 14 leika Islandsmeistarar
UMFL gegn Vikingi i Hagaskól-
anum.
Skíði
Vetrariþróttahátiðin á Akur-
eyri verður um þessa helgi og
verður mikið um dýrðir þar.
LYFTINGAR
Unglingameistaramót Islands i
lyftingum verður haidið i anddyri
Laugardalshallarinnar i dag og
hefst keppnin kl. 14.