Þjóðviljinn - 01.03.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.03.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. mars 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 er senn dauðadæmd Frétta- skýring Þegar orkusala til ál- vers í Straumsvík var á dagskrá var því haldið fram af mönnum sem gerðu tilkali til sérfræði- þekkingar, að innan skamms yrði raforka frá kjarnorkuverum svo ódýr, að vart yrði mögu- legt að koma vatnsorku í verð. Þvi skyldu íslend- ingar flýta sér að grípa hina svissnesku álgæs meðan hún gæfist. Nú er hinsvegar svo komiB, að fróðir menn lýsa þvi yfir að kjarnorkan sé dauðadæmd og ekki valkostur að byggja á. Það sem sé efst á dagskrá i orku- málum iðnrikja sé annarsvegar ■ sólarorka og hinsvegar orku- sparnaður. Svo segir m.a. Irvin C. Bupp, hagfræðingur við Harvard Busi- ness School, sem er höfundur ýtarlegrar rannsóknar á kjarn- orkuframleiðslu og höfundur bókarinnar „Orkuframtlð” (Energy Future) sem út kom i fyrra, og hefur um skeið verið metsölubók i Bandarikjunum. Bjartsýni áður fyrr Kjarnorkan, segir I bók þess- ari, hefur alls ekki staðið við þau fyrirheit sem mönnum þótti hún gefa allt fram i byrjun sið- asta áratugs. Fyrsta atómorku- stöðin tók til starfa 1957 og á næstu árum bættust allmargar við — eða alls um fimmtíu kjarnaofnar, og það var talað hátt og snjallt um sigurför kjarnorkunnar i heiminum. Þvi var spáð að um 1980 mundi kjarnorkan taka við oliu að verulegu leyti sem raforkugjafi. Arið 1974 boðaði Nixon mikla áætlun um að þrefalda tölu kjarnorkurafstöðva á skömm- um tima — frá 70 átti að taka stökk upp i um 300 og um árið 2000 var gert ráð fyrir þvi að þessar stöðvar framleiddu um helming allrar þeirrar raforku sem Bandarikin þurfa á aö halda. Afpantanir En spár þessar eru fyrir löngu orðnar með öllu óraunhæfar. Nú eru um 70 kjarnaofnar við raf- orkuframleiðslu i landinu, en 7-8 þarf að loka innan skamms vegna hættulegrar nálægðar þeirra við þéttbýliskjarna. Vafalaust munu nokkrir fleiri fylgja með vegna þeirra galla á öryggisbúnaði sem sifellt eru aö koma fram. Irvin Bupp gerir samt ráð fyrir þvi, að vegna þeirra stöðva sem enn eru i smiðum muni um hundrað kjarnaofnar i gangi i Banda- rikjunum um næstu aldamót, og þeir muni framleiða um 10% raforkunnar, eða sama hlut og nú. En allt bendir til þess, segir hann, að kjarnorkuævintýrið sé búið. Óvinsælt Stjórnmálamenn og kjarn- orkuiöjuhöldar, segir Bupp, hafa vanmetið stórlega hin efnahagslegu,tæknilegu og póli- tisku vandamál, sem fylgdu Almenningsálitið hefur breyst mjög og menn taka ekki mark á svörum sem þeim sem fylgja þessari mynd: „Enn hafa ekki verið færðar sönnur á umhverfisbreytingar af völdum geislavirkra efna..." Eitt af þeim vandamálum sem menn hafa velt á undan sér er geislavirkur úrgangur. Og við þeim vanda hafa engin góö svör fund- ist. þeirra orkustefnu sem byggði á kjarnorkunni. Þeir hafa ýtt vandanum á undan sér i þeirri von að hann leystist með timan- um. En af þvi hefur ekki orðið. Það er ekki búið að leysa þann vanda hvernig losna á viö geislavirkan úrgang. Það er ekki búið að tryggja öryggi i starfsemi orkuveranna. Sú hætta, að dreifing kjarnorku- vera hafi i för með sér aukna möguleika á að fleiri aðilar komist yfir kjarnorkuvopn er hin sama og fyrr. Hér bætist það við, að al- menningsálitið hefur meö mjög virkum hætti snúist gegn kjarn- orkuvæðingunni. Þegar and- stæðingum kjarnorku tókst fyrir nokkrum árum aö snúa deilunni við og neyða kjarnorkuiðnaðinn til að færa sönnur á að þessi orkuframleiðsla væri hættulaus, þá breyttist margt. Iðnaðurinn hefur ekki getað veitt þau svör sem andstæðingar kjarnorkunn- ar hafa krafist. Og hvorki stjórnmálamenn né heldur stór- fyrirtæki treysta sér lengur til að tefla orðstir sinum og áliti i hættu með þvi að taka upp hanskann fyrir jafn illa þokkaöa framleiðslu og þessa. Borgar sig illa. Ofan á allt saman bætist það, aö sú spá að kjarnorkan yröi svo ódýr, að „það tekur þvi varla að rukka inn fyrir hana” hefur reynst endileysa einber. Fjár- hagsleg útkoma kjarnorkuver- anna er erfiö, og sá sérfræöing- ur sem hér hefur verið visað til, Irvin C. Bupp, telur að hún eigi eftir aö verða enn erfiðari. áb tók saman. I I ■ I i ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■I I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ Hvassar vígtennur, langir útlimir — og tiltölulega stórt heilabú. „Litið og Ijótt skrýmsli” Elsti sameiginlegi for- faðir manna og apa Mannf ræðingurinn Elwyn Simons telur sig hafa fundið elsta forföður mannsins sem þekktur er til þessa. Hér er um að ræða mannapategund, sem lifði fyrir um það bil 30 miljónum ára í Egyptá- landi, en leifar apa þess- ara hafa verið graf nar upp skammt suðvestur af Kaaitó. Þar er nú auðn, en fyrir óralöngu voru þar skógar ágætir. Api þessi, sem á fræðimáli er kenndur við Egyptaland (Aegyptopithecus zeuxis) var ekki beint aðlaðandi i útliti. „Litið skrýmsli” segir fyrrgreindur mannfræðingur. Höfuðið var litið, útlimir langir, þeir gengu á fjór- um fótum og voru ekki miklir bógar — karldýrin vógu fimm og hálft kiló. Vigtennur höfðu þeir uggvænlegar. Það sem bendir til þess að ap - ar þessir hafi verið flestum öðr- um kvikindum færari og greind- ari fyrir 30 miljónum ára er m.a. það, að heilabú þeirra hefur verið tiltölulega stórt. Auk þess má ráða bæði af gerð beinagrindar og öðru, að þeir hafi lifað i hópum og haft ýmsa möguleika til tjá- skipta, bæði með raddbeitingu og látbragði. Fyrsta hauskúpan af apa þess- um hinum egypska fannst árið 1966 og vöknuðu þá þegar grun- semdir um að þar væri kominn elsti sameiginlegi forfaðir manna og apa samtimans. Nú að undan- förnu hefur mikið verið grafíð i lög sem geymt gætu leifar af dýr- um þessum og uppskeran er orðin það rikuleg, að mannfræðingar telja sér óhætt að draga af þeim allþungvægar ályktanir. Fundur MFIK með Söru Lidman t tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sem minnst hefur verið um heim allan I 70 ár munu Menningar- og friðarsam- tök islenskra kvenna efna til al- menns fundar i Félagsstofnun stiidenta mánudaginn 3. mars, kl. 20.30. Sænska skáldkonan Sara Lid- man mun segja frá ferö sinni til Kampútsiu og Vietnam, en þar vár hún nýlega, og svara fyrir- spurnum fundargesta. Reykvikingum mun Sara Lid- man að góðu kunn, þar sem hún kom hingað árið 1966 i boöi MFIK. Hún flutti þá erindi á vegum sam- takanna I Austurbæjarbiói, og komust þar að færri en vildu. Vakti erindi hennar mikla at- hygli. Sara Lidman kemur nú til Is- lands á vegum Norðulandráðs til að taka á móti bókmenntaverö- launum þess. Það skal tekið fram aö fundur- inn 3. mars er öllum opinn, jafnt körlum sem konum, meðan hús- rúm leyfir. Leiðrétting I grein um Jon Rafnsson, sem birtist I blaöinu i gær var það ranghermt að sonur hans Valdimar sé skólastjóri Iðnskólans á Noröfiröi—þar átti aö standa : IBnskólans á lsafirði. Fjölskyldumessur og kvöldvökur Æskulýðsstarf Kirkjunnar heldur sinn 20. Æskulýðsdag á morgun, fyrsta sunnudag i mars. AB þessu sinni er það fjölskyldan sem þar situr i fyrirrúmi. Þess- vegna verða fjölskylduguðsþjón ustur þennan dag i kirkjum landsins og hefur messuformum verið dreift i 15 þúsund eintökum um allt land. Er ætlunin að halda fjölskylduhátjð i kirkjunni á Æskulýösdaginn. Margbreytileg dagskrá Guösþjónustur verða i flestum söfnuðum, nema þar sem prestar þjóna mörgum kirkjum. Þar verður Æskulýðsdeginum einnig framhaldið næstu sunnnudaga. Unglingar stiga gjarnan i stólinn, sýna helgileiki og kynna nýja söngva. Viöa eru kvöldvökur á sunnudagskvöldiö, t.d. á tsafiröi, þar sem boðið verður upp á „syst- kinamáltið”. A Seyðisfiröi bjóða unglingar foreldrum sinum til samveru. 1 Ytri Njarvikurkirkju verður fjölbreytt samkoma, einn- igi Bústaöakirkju.I Grundarfirði ganga unglingar i hús og selja ný- útkomna bænabók, Bænirnar minar. I nokkrum söfnuðum eru að hefjast umræðuhópar um fjöl- skyldumálog er þar stuöningsles- efni hausthefti Kirkjuritsins 1979, sem fjallaði einmitt um fjöl- skylduvernd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.