Þjóðviljinn - 01.03.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.03.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. mars 1980 Laugardagur 1. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Hjálparbeiðni frá RK vegna flóttafólks frá Afganistan Nýlega barst Rauða krossi Islands hjálpar- beiðni frá Alþjóða sam- bandi Rauða kross félaga vegna flóttafólks frá Af- ghanistan, sem streymir yfir landamærin inn í Pakistan. Stjórn RKI ákvað þá þegar að senda 2 miljónir króna úr hjálparsjóði félagsins til aðstoðar þessu fólki. 1 skeyti Alþjóöasambandsins segir að miðaö við núverandi ástand sé þörf á fjárframlögum Ole Breitenstein skrifaði ásamt Evu Wikander bókina ,,Kila pá bio — köp en ilivstil” sem vakið hefur mikla athygli i Svlþjóð og raunar víðar. aö upphæö 14 miljónir svissneskra. franka. Framlög til hjálparstarfsins námu þá rúm- lega einni miljón franka. Talið er að alt að 500.000 flóttamenn geti enn bæst við þau 500.000 þúsund sem begar hafa flúið land. Fólk þetta fer matar- og klðlltið yfir fjallvegi og er taliö að þegar hafi margt barna orðið úti á leiðinni. Upplýsingafulltrúi Alþjóða RK, David Beford sem heimsótti norð- vestur héruð Afghanistan um miðjan þennan mánuð, telur að mikil neyð eigi eftir enn að koma I ljós þar um slóðir, Sagöist hann hafa séð aldrað fólk sofa úti, klæðlltiö. — I tjaldbúðum sem ég heim- Ole Breitenstein: Kvikmyndafræöingurinn OLE BREITENSTEIN (f. 1935), sem hér dvelst nú á vegum Mynd- listarkennarafélags íslands og Norræna hússins,* fyrirlestur i fyrirlestrarsal hússins n.k. þriðjudag ki. 20.30 og nefnir hann „Film, TV og modtagerne”. Mun hann ræða þátt kvik- mynda og mynda i útbreiðslu menningar og einnig hvernig þær geta orðið til að stuðla að skoðanakúgun og flatneskju. Ennfremur fjallar hann um þaö hver áhrifavaldur myndefni er i söluauglýsingum. Ole Breitenstein er danskur, en fluttist til Sviþjóðar 1955. Þar lauk hann fil. kand. prófi 1971 og vinnur nú við Stokkhólmsháskóla þar sem hann kennir fjöl- sótti, sagði hann, — hlupu börn um berfætt, og hósti þeirra yfir- gnæfði önnur hljóð, Þúsundir flóttamanna þarna eru hvergi skráðir sem slikir og hafa engrar hjálpar notið Óttast er að með vorinu þegar mjög hitnar I veðri á þessu svæði geti farsóttir brotist út. Rauði kross Islands vill benda þeim sem vilja aðstoða flóttafólk frá Afghanistan á girónúmer hjálparsjóös félagsins 90000-1, Þótt skammt sé stórra högga i milli i erlendri neyöarhjjálp þá er vonast til að enn sé möguleiki á að fólk geti lagt eitthvað af mörkum, segir i frétt frá RKl. miðlunarfræði, kvikmyndasögu og-greiningu. Hann hefur einnig kennt viö sænska kvikmynda- skólann og starfað við sjónvarpið. Ole Breitenstein hefur ásamt blaðamanninum Evu Wikander gert athuganir á þeim áhrifum, sem kvikmyndir hafa á börn og unglinga, og s.l. ár sendu þau frá sér bókina „Kila pá bio — Köp en livsstil”, þar sem þau birtu þessar athuganir, en auk þessarar bókar hefur Ole Breitenstein ritað fjölda greina um sérsvið sitt. Ole Breitenstein er hér I boði Norræna hússins fyrir frumkvæði My ndlistarkennarafélags Is- lands, og hann heldur námskeið fyrir félagsmenn meðan hann dvelst hérlendis. Þáttur kvikmynda í menningar útbreiðslu Áhrif mynda í söluauglýsingum Hluti nýútskrifaöra biöur eftir prófsklrteininu I Hátiðasal Háskólans Háskólinn M (1... '• i I 50 útskrifaðir í lok haustmisseris 50 stúdentar luku prófi við Há- skóla tslands I lok haustmisseris. Embættisprófi i lögfræði lauk Dögg Pálsdóttir, Richard Halldór Hördal lauk kandidatsprófi i ensku, Kjartan H. Bjarnason prófi f rafmagnsverkfræði, Sig- rfður Lilly Baldursdóttir B.S. prófi i eðlisfræði og Páll Bene- diktsson í landafræöi, og Friörik H. Ólafsson lauk kandidatsprófi I tannlækningum. Kandidatspróf i viðskiptafræði tóku fjórir: Aslaug S. Alfreðs- dóttir, Guðlaug Nielsen, Karl Guömundsson og Kristln Guðmundsdóttir, og B.A. próf I heimspekideild þrettán: Baldur Ingvi Jóhannsson, Bragi Guðmundsson, Guðrún Sigriöur Helgadóttir, Hallgerður Gisla- dóttir, Helga Jónsdóttir, Helgi Helgason, Hreinn Pálsson, Iðunn Reykdal, Jóhann Stefánsson, Jóna Björg Sætran, Sigurjón Sig- hvatsson, Kristjana Kristins- dóttir og Viöar Hreinsson. BS. prófi I jarðeölisfræði luku þrir, þau Bergþóra S. Þor- bjarnardóttir, Ingi ólafsson og Vilbergur Kristinsson, i liffræöi tólf: Finnur H. Garöarsson, Frið- semd Rósa Magnúsdóttir, Gunnar Oddur Rósarsson, Helgi Kjartansson, Ingibjörg S. Jóns- dóttir, Ingileif St. Kristjánsdóttir, Jón Olafur Skarphéðinsson, Kristján Kristjánsson, Kristján Þórarinsson, Sigriður Baldurs- dóttir, Sigurlaug Kristmanns- dóttir og Steinunn Harðardóttir. 1 jarðfræði luku þrfr BS prófi: Gunnar Birgisson, Jón Reynir Sigurvinsson og Ólafur G. Arnalds. B.A. próf I félagsvisindum tóku nlu: Birgir Þ. Guðmundsson, Gertie Jörgensen Jóhannsson, Gunnar Egill Finnbogason, Kjartan Þóröarson, Halldóra Jónsdóttir, Óskar Guöjónsson, Sigriöur Arnadóttir, Sigriður Löve og Þóra Sigurbjörnsdóttir. Vinnuverndarvika byggingarmanna Hætta af eftia samböndum Úr reglugerö um öryggis- og heilbrigöisráðstafanir viö sprautumál-- un nr. 202/1952: „Sérhvert húsrými sem notað er til sprautumálun- ar, sprautuklefi eða sprautuskápur, skal hafa tæki, sem sogar loft út, sem myndast viö vinnuna..” „Afköst loftræsiblásara skulu miðið viö stærö sprautuherbergis eða sprautuklefa og loftið eigi endurnýjast sjaldnar en eftirfarandi tafla sýnir: STÆRÐ HÚSRÝMIS EÐA KLEFA I RÚMM. 100 — 200 — 300 — 400 — 500 LOFTIÐ ENDURNÝIST MINNST SINNUM A KLUKKUSTUND 60 — 53 — 45 — 38 — 30 A siöari árum hefur veriö rætt nokkuö ýtarlega hvernig best megi útbúa vinnustaöinn meö til- liti til slysavarna. Langar og nyt- samlegar umræöur hafa fariö fram um málefni eins og hvernig gera skuli verkpaila sem besta til öryggis og vinnuhagræöis, á hvern hátt forma skuli verkfærin til þæginda og afkastaaukningar eöa hvernig hægt sé að gera öryggishjálma enn öruggari. Nú hafa menn hinsvegar meiri áhyggjur af heilsu verkafólksins en áöur var. Þar kemur meðal annars til þróun efnafræðinnar. Með hennar hjálp eru framleidd ýmiskonar torkennileg efnasam- bönd, sem daglega eru notuð af iðnaðarmönnum t.d. I málningu, lökkum, llmi, kltti, fúavarnarefn- um o.s.frv. Nú er það ljóst að I þessum varningi leynast efni og efnasambönd, sem vafalaust eru mannsllkamanum hættuleg. Með hjálp efnafræöinnar er gerður ýmiskonar iönvarningur, sem búinn er eiginleikum er vöruframleiðendur krefjast af þvi, sem þeir nefna „góð efni”. Nákvæmlega hvað þessi varning- ur inniheldur stendur sjaldnast á umbtiöum þeirra, svo enginn veit með fullri vissu hvort þau geti verið váleg mannslíkamanum. I nokkrum löndum (Danmörku, Sviþjóö, Bandarikjunum t.d.) hafa verið settar reglur um I nokkrum löndum hafa verið settar reglur um merk- ingar á lakk- og málningarvörum merkingu svona varnings sem menn meöhöndla daglega. Af þessum merkingum má sjá hvernig framleiðandinn telur réttast aö meöhöndla vöruna svo sem allar minnstur skaðinn verði á Ilkama þess sem vinnur með hana. I Svíþjóð eru merkingarnar eft- ir kerfi, sem margir kánnast við og er nefnt YSAM-merking. Þessi merking gildir fyrir málningu og gefur til kynna hvernig heppileg- ast sé að verja sigfyrir skaðsemi efnasambanda i málningunni. YSAM-merkingin gildir einvörð- ungu við vinnuaöferðir aðrar en sprautun og á aðeins við um efni, sem hættuleg eru við innöndun. Merkikerfið segir ekkert til um varúðarráðstafanir, sem gera þarf gagnvart efnum, sem geta borist i likamann með næringunni eða I gegnum húö. 1 Danmörku hefur veriö valiö merkingakerfi sem er all-flókið, en gefur til kynna aö ekki sé að- eins þörf fyrir varúð I meðferö efna, sem gufa upp, heldur einnig efna, sem ná llffærum gegnum húð eða meltingarfæri. Danskar lakk- og málningavörur eru merktar meö kerfi, sem I aðalatr- iðum er þannig uppbyggt að talan yfir skástrikinu varöar efni, sem gufa upp og maöur andar að sér en talan undir skástrikinu varðar efni, sem e.t.v. komast i llkam- ann gegnum húðina eöa munninn. Þvl hærri, sem taurnar eru, þeim mun hættulegri eru efnin. 0/ oliu og vatnsmáining. 1/ lltiö magn af terpentinu 2/ mikið magn af terpentinu 3/ mikið þvnningarefni /0 hættulaust /1 hættulaust bindiefni /2 hættulegt iitarefni /3 hættulegt iitarefni /4 ólifrænt eiturefni /5 sveppaeitur /6 llfrænt eiturefni Unnið með Epoxy-biki i Landssmiðjunni. (Mynd: -gei). 55 (Vantar ekki þumalputta á nokkra hér?” Viö brugðum okkur á einn þeirra f unda, sem Fræðslu- miðstöð Sambands byggingamanna gengst fyrir nú í vinnuverndarvikunni. Fundur þessi var haldinn í fyrra- dag í Fylkisheimilinu með byggingamönnum í Selási, sem nú er eitt helsta byggingahverfi í borginni. Um 50 manns mættu á f undinn. Grétar Þorsteinsson, formaöur Trésmiðafélags Reykjavlkur, setti fundinn og stjórnaði honum. Hann sagði m.a. að margar óskir hefðu komið fram um fundi á vinnustöðum umfram þá sem skipulagöir hefðu veriö, svo fyrir- sjáanlegt væri aö vinnuverndar- vikan yröi meö lengri vikum og stæði I 2-3 vikur. Hann drap á þær miklu breytingar sem orðið hefðu við vélvæöingu byggingavinnu, mikl- vinnuaðferöir og ný byggingar- efni. Allt hefði þetta aukna hætti i för með sér ef ekki væri jafnframt hugað að meira öryggi starfs- manna. Vinnuvernd Vinnuvernd væri I stuttu máli allt þaö sem gert er I þvl augna- miði að vernda öryggi og heilsu starfsfólks, sagði Grétar. Hann fjallaði um vinnuslys og sagði m.a., aö samkvæmt banda- riskum könnunum, væri kostnaö- ur vegna vinnuslysa fjórum til fimm sinnum meiri en kæmi fram I skýrslum. Aðalorsök vinnuslysa er lélegt starfsumhverfi, slæmar aðstæður á vinnustað. Fyrstu lög um vinnuvernd voru sett í Englandi 1847. Þá var vinna kvenna og barna bönnuð lengur en 12 stundir á dag. Danska konungsríkið setti fyrstu lög um vinnuvernd árið 1873 og Þýska- land var fyrsta landið, sem lög- leiddi 8 stunda vinnudag, en það var árið 1918. 53 árum slðar, eöa 1971, eru lög um 40 stunda vinnu- viku samþykkt á Alþingi Islendinga, en áriö 1928 var sett fyrsta allslenska reglugerðin um vinnuvernd. Framkvæmd laga bág- borin Grétar drap á nokkur atriði úr lögum og kjarasamningum og minnti m.a. annars á, að ef öryggisbúnaöur sem áskilinn er, er ekki fyrir hendi á vinnustað, geta menn neitað að vinna þar og haldið fullum launum þar til úr hefur verið bætt. „En fram- kvæmd laga og reglugeröa sem að þessu lúta er þvl miður heldur bágborin,” sagði Grétar Þor- steinsson. Aðstaða á vinnustað Er Grétar hafði lokið máli slnu voru sýndar litskyggnur með ýtarlegum skýringum Jóns Snorra Þorleifssonar húsasmiðs og Kára Kristjánssonar hús- gagnasmiðs, en auk þeirra tóku fundarmenn drjúgan þátt I um- ræðum um myndirnar. Jón Snorri minnti m.a. á þá aö- stööu sem á aö vera fyrir hendi á vinnustað samkvæmt samning- um og reglur um hana. Gólfflötur matstofu á t.d. að vera 1,2 fer- metrar á mann hið minnsta og ó- heimilt er að geyma þar vinnuföt eöa verkfæri nema skilveggur sé á milli. Matstofu á aö þrlfa reglu- lega og auðveltá aö vera að þrlfa loft, veggi og gólf hennar. „Hvernig eigum viö að fá þetta fram?” spuröi einn fundar- manna. Jón Snorri svaraöi þvi til, aö það ætti aö gera meö aðstoð trúnaöarmanns á vinnustað og tilstyrk verkalýðsfélagsins. „Með þessari vinnuverndarviku erum við einmitt að reyna að vekja ykkur til aö koma þvi I fram- kvæmd sem við eigum I lögum, reglugeröum og samningum,” sagöi hann. A fundinum kom fram, að að- staðan I matstofu-, salernis- og hreinlætismálum væri að jafnaði viðunandi á stærri vinnustöðum, en á fáum mjög góð. A smærri stööunum væri aöstaðan ýmist mjög léleg eöa engin. Sýnikennsia í vinnusteliingum. Þaö skiptir miklu fyrir mjóhrygginn hvaða aöferð er notuö til aö iyfta þungum hlutum. (Mynd: -gel). Færanlegir vinnuskúrar Grétar Þorsteinsson sagöi að hvað byggingariðnaðinn varðar, hefði sú hugmynd komið upp, að leysa þetta vandamál I sambandi við einbýlishúsa- og raðhúsa- byggingar meö færanlegum vinnuskúrum, sem húsbyggjend- ur greiddu þá leigu fyrir. Gengiö hefur veriö eftir þvl að byggingarfulltrúar tækju ekki út Grétar Þorsteinsson formaöur Trésmiöafélagsins flytur inngangserindi: Ef öryggisbúnaöar er ekki fuilnægjandi á vinnustaö, eiga menn rétt á aö leggja niöur vinnu og halda fuilu kaupi (Mynd: -gel). lagnir I grunnum fyrr en þessi að- staöa væri fyrir hendi. Einnig hefði borgarstjórn lýst yfir þeim vilja sínum aö þessu yrði fram- fylgt á þennan hátt. Vantar putta? Litskyggnurnar sýndu fjölmörg dæmi um réttar aöferöir og rang- ar viö vinnu I trésmiðaiðnaði og fleiri iðngreinum. Einkum mun það algengt aö hlaðhlifar séu ekki notaðar, svo og aðrar hllfar, og þá er ekki að sökum aö spyrja, að maðurinn er I stórhættu. „Vantar ekki þumalputta á nokkra hér innni?” spuröi Jón Snorri. Og mikið rétt, a.m.k. einn var þar þumalfingurslaus og kannski hefur vantað eitthvað á fingur hjá fleirum. Eyrnahlífar komu til tals. Þær eru til fyrir mismunandi hljóðstyrk. Sumum finnst óþægi- legt að vera með eyrnahllfar og þá má benda á eyrnatappa, sem fást 1 öllum apótekum. Þeir eru að vlsu aðeins gagnlegir i minni- háttar hávaöa. Einnigmá útiloka hávaða meö þvl aö byggja utan um vélina sem hávaöanum veld- ur. Gámar sem matstofur A einni myndinni mátti sjá ó- nothæfa gáma frá Eimskip, sem virtust fullgðöir sem „matstofur” fyrir byggingamenn I einbýlis- húsahverfi, auk þess að hýsa Sagt frá fróðlegum fundi um vinnuvernd með bygg- ingamönnum í Selási verkfæri og fatnað. „Þaö er for- smán að bjóöa upp á slika hluti,” sagði Jón Snorri, „en þvi miöur allt of algengt að þetta viögang- ist.” Sýnd voru nokkur dæmi um illa frágengna vinnupalla. Handriö, fótlistar og hnélistar vilja oft gleymast á vinnupöllum og getur það valdiö stórslysum. „Fall er ekki fararheill” segir á einu á- minningarspjaldi Sambands byggingamanna, „— hugaðu að handriðunum.” „Hjáimur er höfuðlausn,” segir á öðru. Eiturefni Rætt var um ýmis eiturefni, svo sem epoxy, formalin, arsenik o.n., sem valdið geta innvortis og útvortis eitrunum, m.a. útbrot- um. Var mönnum ráðlagt aö nota ekki gúmmlhanska viö vinnu, en fremur plasthanska. Minnt var á að sjúkragögn og slökkvitæki eigi að vera á öllum vinnustöðum. Þarft framtak Síöan var kvikmyndasýning og umræöur langt fram I hádegis- matartima, en viö Þjóðviljamenn urðum aö hverfa af fróðlegum fundi. Vinnuverndarvikan er þarft framtak, viö íslendingar er- um aftarlega á merinni I þessum efnum miöað við nágranna- þjóðirnar og veitir ekki af að hvetja menn til dáða. Sá furðulegi trassaskapur og ómenningar- bragur sem hér hefur lengi viðgengist og valdið mörgum slysum og vinnusjúkdómum veröur að teljast af, ef viö viljum teljast til siðaðra manna. Hér þarf áreiðanlega menningarbylt- ingu og þá jafnframt hugarfars- breytingu bæöi atvinnurekenda og verkalýðs og væri óskandi að vinnuverndarvikan nú yrði nokk- ur áfangi á þeirri leið. ÍSÍ: Dagblað yfir íþrótta- hátíðina Vetrariþróttablað t.S.Í. kemur út alla daga, sem iþróttahátiðin stendur yfir á Akureyri. Stærö biaösins veröur 8-16 siöur. 1 blaöinu verður sagt frá úrslitum i einstökum keppnis- greinum, birt verða viðtöl og frá- sagnir af iðkun iþrótta „áður fyrr á árunum”, svo sem skiöa- og skautahlaupi. Þá veröur I blaöinu mergð mynda, bæði eldri og yngri. 1 Reykjavik verður Vetrar- iþróttablaöiö til sölu I Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. Ennþá eru örfá eintök fáanleg af Vetrariþróttablaðinu frá 1970 og eru þau I fórum Haraldar M. Sigurðssonar, fimleikakennara á Akureyri. —mhg Fjónar- tríó í Norræna húsinu Tónieikar á vegum Tónlistar- skólans i Reykjavik og Sinfóniu- hijómsveitar islands veröa haidnir í Háskólabiói i dag, laugardag, ki. 14.30. Einleikari i pianókonsert nr. 1 eftir Liszt veröur Jónas Sen, nemandi í Tón- iistarskólanum i Reykjavik, og er þaö iiöur i einleikaraprófi hans frá skólanum. önnur verk á tón- leikunum eru forleikur aö óper- unni Rúsian og Lúdmiia eftir Giinka og Rapsódia nr. 1 eftir Georges Enesco. Hljómsveitarstjóri er Páll Pampichler Pálsson. Þetta er i annað sinn sem Tónlistarskólinn I Reykjavik og Sinfóniuhljómsveit tslands hafa samvinnu á þennan hátt en á fyrri tónleikunum var húsfyllir og mjög mikil hrifning áheyrenda. Tónlistarunnendur eru velkomnir á tónleikana og er aðgangur ókeypis. Mesta kirkjufrétt áratugarins Barátta kvenna fyrir nvrri stööu innan kirkjunnar var kjörin markveröasta kirkjufréttaefni siðustu lOára á fundi bandariskra fréttamanna sem sérhæfa sig aö fréttum trúarlegs eölis. Næst á lista þeirra var páfa- dómur Jóhannesar Páls II, sem virðist hafa sterk itök á kirkju sinni sem telur 700 miljón manns. Þriðja í röðinni var metið, hversu múhameöstrú hefur tekið sér stöðu miösvæöis i fréttum, er oliurikin hafa náö fjárhagslegum og pólitiskum styrk og Khomeini tekið völd i Iran. Slöar koma á listann: Deilur um siðfræði kynlífs, Samband rikis og kirkju, Dvinandi háhugi á austrænum trúarbrögöum Ikjölfar Jonestown hópmorðanna og „Fjölmiðla- kirkjan” þ.e. helgihald og prédikanir gegnum sjónvarp og útvarp. (Úr Fréttabréfi biskups- stofu).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.