Þjóðviljinn - 18.03.1980, Síða 1
ÞJÚÐVIIJINN
tfS
Þriðjudagur 18. mars 1980 —42. tbl. 61. árg.
Flugleiðamenn í Luxemburg:
Félag starfsfólks í veitingahúsum:
Starfsmaðurinn
felldi stjómina
Persónulegt frambod, ekki pólitískt,
segir nýi formaðurinn
Ameríkuflugid
er 1 óvissu
Stjórn Flugleiða hefur
enn ekki tekið afstöðu til
þeirra þriggja skilyrða,
sem ríkisstjórnin ákvað að
setja fyrir veitingu
ríkisábyrgðar á eins mil-
jarðs króna rekstrarláni til
félagsins. Sigurður Helga-
son forstjóri Flugleiða hélt
á sunnudag til Luxemburg-
ar ásamt tveimur stjórnar-
mönnum og fulltrúa sam-
gönguráðuneytisins og
mun stjórn Flugleiða
væntanlega f jalla um skil-
yrðin þegar þeir koma
heim innan fárra daga.
1 Luxemburg mun m.a. vera
unniö að stofnun nýs flugfélags,
sem gæti yfirtekið Atlantshafs-
flug Flugleiða ef illa færi en tapið
á þeirri leið ku nú vera á leið með
að sliga félagið fjárhagslega.
Luxemburgarar leggja mikla
áherslu á að loftbrúin milli Lux og
Bandarikjanna haldist og munu
þvi tilbúnir að leggja sitt lóð á þá
vogarskál með eignaraðild i nýja
félaginu.
Hins vegar líst starfsmönnum
Flugleiða slður en svo vel á það
að flytja Atlantshafsflugið úr
landi og þvi vakti það mikinn ugg
þegar einn forráðamanna Flug-
leiða lýsti þvi yfir fyrir'helgina að
ekkert væri ákveðið með Atlants-
hafsflugið eftir 1. október n.k.
Býður ýmsum i grun að frá og
með þeim tima eigi aö leggja
flugiö niður og myndi það aö
sjálfsögöu þýða atvinnumissi
fyrir þau hundruð manna sem
sinna Atlantshafsfluginu og sem
þessa dagana eru einmitt aö
semja um kaup sin og kjör,—A1
A sunnudag voru kunn
úrslit í stjórnarkjöri
Félags starfsfólks í veit-
ingahúsum og féll listi
stjórnar félagsins fyrir
lista Siguröar Guömunds-
sonar starfsmanns félags-
ins með 1038 atkvæðum á
móti 183.
Sigurður Guðmundsson sagði i
samtali við Þjóðviljann i gær, að
persónulegar ástæöur en ekki
pólitiskar hefðu valdiö þvi að
hann bauðfram á móti stjórninni.
Hann sagðist hafa verið ráðinn
starfsmaður félagsins I nóvem-
bermánuði, en siöan hefur komið
upp mikil óánægja og úlflúö, og
um siðustu mánaðamót hefði soö-
ið uppúr, þegar stjórn félagsins
ákvað að segja honum upp.
Sigurður sagði að ástæður upp-
sagnarinnar hefðu veriö sagðar
þær aö hann væri ekki nógu harð-
ur gagnvart atvinnurekendum,
Öflugt en stutt eldgos viö Kröflu
A sunnudag varð fjórða eldgosið á Kröflusvæðinu siðan Kröflueldar ar meö hverju gosi og telur Sigurður Þórarinsson jaröfræöingur þaö
hófust i desember 1975. Mynd þessa tók eiki ljósmyndari Þjóöviljans, góösvita fyrirbyggöir Mývatnssveitar. Sjá frásögn af ferö blaöamanna
úr iofti af hluta nýja hraunsins. Eidvirknin hefur færst noröar og norö- á gossvæöið i opnu blaösins I dag.
en þaö sagði hann að væri mjög
óréttmæt ásökun.
1 stjórn félagsins nú eru.auk
Sigurðar, Málfriður Olafsdóttir,
Matthildur Einarsdóttir, Guðlaug
Þórarinsdóttir, Sjöfn Þorgeirs-
dóttir, Vigdls Bjarnadóttir og
Ingibjörg Guömundsdóttir.
Sigurður sagðist ekki telja aö
um pólitísk átök hefði veriö að
ræða I kosningunum um helgina
og ekki sagði hann að sér væri
kunnugt um að veitingahúsa-
eigendur hefðu talið sig eiga ein-
hverra hagsmuna aö gæta i þeim.
Þjóðviljanum er þó kunnugt um
aö talsverður hiti var i slagnum
og mikið smalaö, þó kosninga-
þátttaka hafi verið mun lakari en
þegar siöast var kosið, en um 650
manns voru á kjörskrá. Þá hefur
Þjóöviljinn það fyrir satt aö á
kjörstaðnum hafi Sigurður Guö-
mundsson og stuðningsmenn
hans verið með eina kosninga-
skrifstofu sína og neyddist kjör-
stjórn til þess aö loka henni I
miöri kosningu. Ekki náðist i
Kristrúnu Guömundsdóttur, frá-
farandi formann félagsins,i gær,
en hún hefur gegnt formennsku I
tvö ár. -AI
Krafla:
Smá-
skjálftar
áfram
Um kl. 6 í gærkvöld sagöi Bald-
ur Þórisson á skjálftavaktinni i
Reynihliö i Mývatnssveit aö smá-
skjálftar héldu áfram þannig aö
ennþá væri einhver hreyfing á
kvikunni.
Eins og fram kemur annars
staðar i blaðinu hófst landris að
nýju um kl. 31 fyrrinótt en Baldur
sagöi að um hádegi I gær hefði
komið afturkippur og sig byrjaö
að nýju en siöan hóf land aö risa
aftur.
Fjölmargir visindamenn eru nú
við mælingar I Kröfluöskjunni og
sagði Baldur að svo liti út að
kvikuhlaup heföi orðið bæði til
norðurs og suðurs auk eldgossins.
-GFr
Frydenlund fullur af samningavilja og bjartsýni
„Tökum loðnuna fyrst”
,,Ég er þeirrar skoöunar aö
megináherslu eigi aö leggja á aö
leysa loönudeiluna og önnur
fiskveiöimál i samningum milli
tslendinga og Norömanna. Þau
mál á aö semja um fyrst en
geyma á meöan lagalegar hiiö-
ar varöandi lögsögu og marka-
linur”, sagöi Knut Frydenlund
utanrikisráöherra Noregs, á
fundi meö islenskum blaöa-
mönnum i Osló I gærmorgun.
Sex Islenskir blaöamenn eru nú
á viku feröalagi um Noregi i
boöi norska utanrikisráöu-
neytisins.
I máli Frydenlunds kom fram
að þaö er einkum tvennt sem
veldur þvi að hann vill hraöa
samningaumleitunum um fisk-
veiöimálin á Jan Mayen svæð-
inu. Annarsvegar væri geysileg
pressa á norskum stjórnvöldum
frá sjómönnum og atkvæöalega
skipti það Verkamannaflokkinn
mjög miklu máli að viöunandi
úrslit fengjust á þessu sviði, þvi
mönnum væri heitt i hamsi I
Noröur-Noregi. Hinsvegar væri
mikilvægt að Islendingar og
Norömenn kæmu sér saman um
loðnuveiðarnar áður en fisk-
veiðilögsaga yröi færð út við
Grænland, en 200 milna lögsaga
þar myndi skera stóra sneiö af
helstu loðnumiðunum á þessu
svæði.
Islensku blaöamennirnir voru
sammála um þaö eftir fundinn
með Frydenlund aö mjög
greinilegur vilji hefði komið
fram hjá honum til þess að leysa
Jan Mayen deiluna með samn-
ingum. Sérstaklega tók hann
fram aö honum hefði aukist
bjartsýni á samningahorfurnar
eftir samtöl sin við islenska ráð-
herra meðan á þingi Norður-
landaráös stóð I Reykjavik i
Knut Frydeniund: Vill losna viö
pressuna frá norskum sjómönn-
um fyrst.
byrjun þessa mánaðar.
Frydenlund vildi ekki segja um
hugsanlega einhliða útfærslu
Norömanna i 200 milur við Jan
Mayen. Hann lagöi áherslu á
samningahlið málsins, en mót-
mælti þvi að Jan Mayen væri á
Frá
Sigurdóri
Sigurdórssyni
í Osló
islenska landgrunninu þvi of
mikiö dýpi væri á milli eyjunnar
og islands. Hann kvaðst sömu-
leiðis ekki gefa mikið fyrir
sögulegar röksemdir tslendinga
og tilkall þeirra til Jan Mayen á
þeim grundvelli.
Hinsvegar sagði Frydenlund
aö norska rikisstjórnin hefði
fullan skilning á sérhagsmunum
Islendinga gagnvart Jan Mayen
svæðinu. Hann hafnaði þvi al-
gjörlega að Jan Mayen væri
klettur i hafréttarlegum skiln-
ingi og sagði það að sjálfsögöu
vera eyju með þeirri réttarstöðu
sem mannvistarsvæðum til-
heyrðu.
Islensku blaðamennirnir
ræddu einnig við lögfræðinga
norska utanrikisráðuneytisins
að loknu samtalinu við
Frydenlund. Virtust þeir mun
einstrengingslegri en ráöherr-
ann og haröari á lagalegri
þrætubók málsins.
1 dag ræða blaðamennirnir
við Eyvind Boile sjávarútvegs-
ráðherra og formenn þingflokka
á norska þjóðþinginu. I blaða-
mannasveitinni eru Björn
Bjarnason, Morgunbl., Jónas
Kristjánsson, Dagbl., Höröur
Einarsson, Visi, Sigurdór Sigur-
dórsson, Þjóöv., Helgi H. Jóns-
son, útv., og Guöjón Einarsson,
sjónv.. —S'.dór/ekh