Þjóðviljinn - 18.03.1980, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. mars 1980
Þriðjudagur 18. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Kröfluvirkjun er hér fremst til vinstri en framleiösla hennar datt úr 7 mw 13 mw við gosiö. En þess f stað fóru 3 holur að gjósa sem áður hafa verið óvirkar. Sjást tvær þeirra uppi á
brekkubrúninni. Ofarlega til vinstri sér i endann á Leirhnjúk en frá honum gufustróka frá nýja hrauninu áfram norður úr.
Horft norður eldsprunguna. Syðstu eldstöðvarnar næst en ofar til vinstri sést meginhluti hinnar nýju hraunbreiðu. Myndina tók ljósmyndari Þjóðviljans úr lofti snemma i gærmorgun.
Kröfluaskjan:
Við gliönun iandsins siitnaöi sfmakapall miðja vegu milli Reykjahlfðar og Kröflu.
Hér eru þeir Grétar Ragnarsson sfmamaður og Jón Kjartansson verkstjóri að
undirbúa sig fyrir viðgerð með þvi að bæta bút inn I kapalinn.
Lögregian á Húsavfk stöðvaði alla óþarfa umferð viö Kfsiiverksmiðjuna f Bjarnar-
flagi. Verksmiöjan er inni f gufumekkinum f baksýn en talið var að hiti hefði aukist I
Bjarnarflagi við gosiö.
Eidvirknin var nú norðar en áður. Hér sést nyrsti hluti hins nýja hrauns en fremst á myndinni eru nýir
gufuhverir.
Bryndfs Brandsdóttir jarðfræöingur var á skjáiftavaktinni gosdaginn. Hér er hún meö ritíö frá þvi
þegar jaröskjálftar hófust kl. 15.13 á sunnudag.
Fjórda eldgosið á tjórum árum
Aðalgosstöövamar fœrast stöðugt norður á bóginn
Þetta gos lfkist mjög eldgosinu i
september 1977 nema þaö stóö
lengur, sprungan varö lengri og
meira hraun kom upp, sagöi
Siguröur Þórarinsson jaröfræö-
ingur i samtali viö blaöamann
Þjóöviljans norður I Reynihlfð I
Mývatnssveit snemma f gær-
morgun.
Mökkurinn
Aö sögn Axels Björnssonar
jarðeðlisfræðings varö óróa fyrst
vart á skjálftamælum kl. 15.13 á
sunnudag og um leið byrjaði land
að sfga. Um kl. 16.15 sáust svo
skýjabólstrará lofti og varð mökk-
urinn brátt um 3 km á hæð og
mjög tilkomumikill að sjá. Eldur
sást fyrst um kl. 16.30 og gaus á-
kaflega um hrið en um kl. 22 var
gosinu lokið. Blaðamaður Þjóð-
viljans flaug yfir eldstöðvarnar
kl. 22.30 og var þá mikil glóð i
hrauninu sem varpaði birtu upp I
mökkinn svo að tilsýndar virtist
eldgosið enn standa.
Þetta er fjórða eldgosið á
Kröflusvæöinu siðan I desember
1975 og sagði Sigurður Þórarins-
son að eldstöðvarnar væru alltaf
aö færast norðar og norðar og
væri þaö góð þróun. Ef stórt gos
kæmi væri nóg pláss fyrir hraun
þar nyröra sem stofnaði byggð
ekki i hættu. En þó að aöalgos-
stöðvarnar væru að færast til
norðurs væri þó ekki hægt að
þvertaka fyrir að slettur kæmi
upp t.d. I Bjarnarflagi þar sem
kisilgúrverksmiðjan er.
Sprungur til norðurs en
kvikuhlaup til suðurs
Gosið á sunnudag kom fyrst
upp skammt fyrir norðan Leir-
hnjúk en sföan opnuðust sprungur
áfram til norðurs og siðast á móts
við Sandmúla. Þar varð mesta
gosið og rann þunnt hraun meö
miklum hraðatil vesturs. Samtals
er þetta sprungusvæði 4 1/2 km
á lengd og þriskipt. Þekur hraun-
ið sennilega tæpan ferkilómetra.
Á sama tima og gosið færðist til
norðurs sýndu skjálftamælar að
kvika hljóp til suöurs. Landsigið
var mjög hratt meðan á þessu
stóð og sagði Axel Björnsson að
sjgið væri miklu meira en sem
svaraði hraunrennslinu og
meginhlutinn af hraunmassanum
hefði greinilega farið til súðurs til
Bjarnarflags.
Skjálftar og slitinn
simakapall
Stöðugir skjálftar voru I Reyni-
hlfð á sunnudag og I gær og urðu
blaðamenn Þjóðviljans greini-
lega varir við þá. Áttu sumir
þeirra upptök beint undir staðn-
um. Hins vegar sagöi Þórarinn
Björnsson bóndi i Austurhliö I
Kelduhverfi I samtali viö Þjóð-
viljann að þar hefðu engir jarð-
skjálftar fundist.
Engar sýnilegar sprungumynd-
anir voru i Bjarnarflagi i gær og
sagði Axel að það benti til að
kvikuhlaupið þar undir stæöi
mjög djúpt. Hins vegar töldu
starfsmenn i Kisiliöjunni og Létt-
steypunni sig verða vara við auk-
inn hita I Bjarnarflagi.
Simakapall sem liggur frá
Bjarnarflagi og upp I Kröflu
slitnaöi á miðri leiö og sagði Jón
Kjartansson simaverkstjóri að
það stafaði af gliönun landsins
þar.
I fyrrinótt eftir að gosinu lauk
jókst mjög gufumyndun I gjá-
stykki fyrir norðan gosstaöinn og
taldi Sigurður Þórarinsson þaö
benda til að kvikan hefði hlaupiö
bæði til suðurs og norðurs.
Mikið og snöggt sig
Jarðfræðingar sögðu að þetta
gos 'og kvikuhlaup hefði komið
fyrr heldur en búist var við og
einnig kom á óvart hversu land-
sigið var nú hratt, miðað viö þann
hægagang sem hefur verið
undanfarin tvö sig. Talið var i
gærmorgun að landsigið meðan á
gosinu stóö hafi verið nálægt 60
cm i miðju svæðinu. Hallamunur I
stöövarhúsi Kröflu varð um 2.2
cm. Um kl. 3 um nóttina byrjaöi
svo land aftur að risa svo aö eng-
Framhald á bls. 13
Sluppu naumlega
undan hrauninu
Myndir: eik
Texti: GFr.
ómar Rangarsson brást skjótt við er fréttist um gosið og náöi'góðum
sjónvarpsmyndum af þvi. Hér er hann að hreinsa hrfm af flugvél sinni
á flugveliinum við Reynihlið i gærmorgun áður en hann fór I loftið. Nýt-
ur hann aðstoðar Gunnars Andréssonar ljósmyndara.
Tveir starfsmenn Norrænu eld-
fjallamiöstöðvarinnar þeir Ey-
steinn Tryggvason jarðfræðingur
og Halldór Ólafsson rennismiður
voru staddir I Mývatnssveit þeg-
ar umbrotin hófust á sunnudag.
Fóru þeir strax upp eftir á snjó-
sleðum og sáu m.a. þegar nyrstu
eldstöðvarnar opnuðust. Sagði
Eysteinn i samtali við Þjóðvilj-
ann að fyrst hefði komið upp
svartur reykur um kilómetra frá
þeim en örfáum sekúndum seinna
fóru að koma upp siettur sem
breyttust siðan i ákaft gos.
Hraunrennslið var svo hratt að
þeir félagar urðu aö forða sér á
sleðunum á fullum hraða til að
sleppa undan þvi. Munaði þar
mjóu þvi að þeir giskuðu á að
hraði hraunsins hefði veriö um 40
km á klukkustund og hefði þvi
gangandi maður ekki haft undan.
—GFr