Þjóðviljinn - 18.03.1980, Síða 12

Þjóðviljinn - 18.03.1980, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. mars 1980 Aóalfundur Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 2. maí 1980, kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins samkvœmt 15. grein sam- þykktanna. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, 25. til 30. apríl. Stjórnin EIMSKIP Aðalfundur Flugfreyjufélags Islands verður haldinn þriðjudaginn 25. mars að Hótel Loftleiðum kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Stjórn Flugfreyjufélags íslands. Akranes Sameignarfélagið Kirkjubraut 40 óskar eftir tilboði i leigu 1. hæðar nýbygg- ingarinnar að Kirkjubraut 40. Leigutimi allt að 10 til 15 ár. Hæðin hentar til leigu fyrir einn eða fleiri aðila. Tilboðum skal skila inn fyrir 10. april 1980. Móttaka tilboða og upplýsingar veitir Njörður Tryggvason, verkfræðingur, c/o Verkfræðiteiknistofan sf. Akranesi. Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sunnudaginn 23. mars n.k. kl. 14.00. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra fimmtudaginn 20. mars og föstu- daginn 21. mars i afgreiðslu sparisjóðsins að Borgartúni 18, og við innganginn. Stjórnin. Frá félagsmálaráði Ncskaupsstaðíir Ennþá fáum viö fréttir af starfsemi Félagsmálaráös Nes- kaupstaöar og aö þessu sinni af dagvistunarmálum. Féiagsmálaráö Neskaupstaö- ar hélt einn fund á árinu 1979, sem sérstaklega var helgaöur dagvistunarmálum. Dagvist- unarmál f Neskaupstaö hljóta aö teljast f mjög góöu lagi. Bæjarfélagiö á og rekur mjög myndarlegt dagheimili i nýlegu húsi, sem byggt var sem sllkt. Þar starfar aö mati félagsmála- ráös mjög hæft starfsfólks, sem hefur vakandi auga fyrir starf- semi þess og góöan skilning á uppeldisiegu hlutverki slikrar stofnunar. I skýrslu sem félagsmálaráö óskaöi eftir frá starfsfólki dag- heimilisins segir m.a.: „Tilgangur heimilisins er aö efla alhliöa þroska þeirra barna, sem þar dvelja, svo sem tilfinningaþroska, félagsþroska, hreyfiþroska og vitsmuna- Velja Vest- firðingar Vigdísi? Prófkjör og skoöanakannanir eru nú mikil lenska, sem kunn- ugt er. Siöastliöinn sunnudag, 9. mars var haidiö hér i Nauteyr- arhreppi skemmtikvöld, sem raunar er ekki i frásögur fær- andi. En þar var m.a. könnuö viöhorf allra samkomugesta, sem náö höföu kosningaaldri, til þeirra fimm frambjóöenda til forsetaembættisins, sem gefiö hafa kost á sér. Var frambjóö- endum raöaö I stafrófsröö á kjörseöilinn og viöhaföir aörir venjulegir kosningasiöir. Þátttakendur voru 20. Þrir frambjóöendur fengu atkvæöi. Albert fékk 2 atkv., Guölaugur 2 atkv., Vigdis 15atkv., einn seöill var auöur. Þaö viröist þvi aö fleiri en togarajaxlarnir hérna vestra séu veikir fyrir Vigdisi. — I.H. þroska. Til þess aö hægt sé aö efla tilfinningaþroska þeirra barna, sem hér dvelja veröur aö hafa i huga t.d. mismunandi aldur barnanna, aö yngri bömin þurfa meiri llkamlega um- hyggju, en þau eldri þurfa aftur á móti meiri andlega umhyggju. Varöandi félagsþroska er mikil- vægt fyrir bömin aö umgangast önnur börn, bæöi sér yngri og eldri,taka tillit til annarra barna og efla samkennd þeirra. Hreyfiþröska þeirra er hægt aö efla meö þvf, aö bjóöa þeim upp á fjölbreytt umhverfi, gott rými til hinna ýmsu leikja jafnt úti sem inni, Og til aö rækta vits- munaþroska barnanna þarf aö búa þeim verkefni viö sitt hæfi. Verkefnin þurfa aö vera áhuga- verö til þess aö þau efli fróö- leiksfýsn bamanna.” Dagheimilinu f Neskaupstaö er skipt niöur I dagheimilis- deildir og leikskóladeildir. Dagheimili Dagheimiliö er opiö 5 daga vikunnar frá kl. 7,15 til 18. Því er skipt í tvær deildir. önnur fyrir yngri börn en hin fyrir eldri börn. Ayngri deild eru börnin á aldrinum 2-4 ára, alls 13. A eldri deilderubörnfrá 4-6 ára, alls 15 börn. A dagheimilinu starfa 2 fóstrur og tvær aöstoöarstúlkur. Leikskóli Leikskólinn er opinn 5 daga vikunnarfrá kl. 7,45-12,15 ogsvo frá kl. 12,45-17,15. Leikskólanum er skipt niöur i tvær deildir. A morgundeildinni eru 27 böm,en á eftirmiödagsdeildinni eru 35 börn. A leikskólanum starfa tvær fóstrur, (þar af önnur hálf- andaginn)og 3 aöstoöarstúlkur, (þar af 1 hálfan daginn). Auk þess starfa á dagheimilinu ráös- kona i eldhúsi og forstööukona sem er fóstra. Ennfremur eru tvær ræstingarkonur og 1 karl- maöur í hlutastarfi, og annast hann viögeröir og annaö, sem til fellur. Heimiliö er opiö allan ársins hring en einn mánuö á ári er börnunum gert aö taka sumarfri. Aö jafnaöi em starfsmanna- XÉ) Umsjón: Magnús H. Gíslasori fundir haldnir einu sinni i mán- uöi. Einn foreldrafundur var 1979 og var hann illa sóttur. Tvö vinnukvöld voru haldin á ár- inu meö foreldrum. Sauraa- og viögeröahópur mættu þar og voru m.a. leiktæki, sandkassar og grindverk málaö. Tókust þessar vinnustundir mjög vel og er fyrirhugaö aö efla þessa starfsemi I framtiöinni. Fariö var meö börnin i nokkr- ar fræöslu- og skemmtiferöir. M.a. var frystihúsiö skoöaö, heimsóttur sveitabær, fariö i berjaferö og bakaríiö skoöaö og smakkaö á framleiöslu þess. Siöastliöiö haustvar svo „opiö hús” á dagheimilinu þar sem bæjarbúum gafst kostur á aö skoöa heimiliö og kynna sér þaö. Foreldrar stóöu fyrir kaffi- sölu til ágóöa fyrir dagheimiliö. Mjög margir komu og tókst þessi nýbreytni meö ágætum. Félagsmálaráö vill sérstak- lega geta góörar samvinnu viö starfsfólk heimilisins, sem sýnt hefur skjóta fyrirgreiöslu i þau skipti, sem ráöiö hefur þurft aö leita til heimilisins vegna skjól- stæöinga. 1 Neskaupstaö eru nú 8 leik- svæöi fyrir börn, dreifö um bæ- inn. A árinu 1979 var auk þess starfræktur starfsvöllur. Félagsmálaráö hyggst á árinu 1980 leggja fram tillögur i sam- ráöi við garðyrkjumann bæjarins um starfsvelli og umhiröu o.fl. viövikjandi þess- um opnu leiksvæöum. Barnagæsla I heimahúsum i Neskaupstaö mun tiökast i óverulegum mæli. Félagsmála- ráö hefur ekki haft afskipti af 1 þvi, enn sem komiö er. —-mhg Búnaðarþing: Súgþurrkun meö innleiidu ddsneytí Fyrir Búnaöarþingi lá erindi frá Þórarni Kristjánssyni um hitun lofts til súgþurrkunar meö innlendu eldsneyti. Þingiö af- greiddi erindi Þórarins meö eft- irfarandi ályktun: „Búnaöarþing 1980 leggur rika áherslu á aö nýta beri alla möguleika innlendra orkugjafa til hitunar á lofti til súgþurrkun- ar á heyi. Reynsla þeirra bænda, sem hafa aöstööu til lofthitunar, sýn- ir verulega aukið öryggi i verk- un góöra heyja I misjafnri tib. Þingib bendir á eftirtalin atriöi til stuðnings þessu máli: 1. Bændur fái leiöbeiningar af hálfu ráöunauta um heppilegan búnaö meö tilliti til þeirra orku- gjafa, sem um er aö ræða á hverjum staö. 2. Heimilaö veröi aö veita styrk samkv. jarðræktarlögum til lofthitunarbúnaöar til súg- þurrkunar. 3. Þar sem hitaveitur liggja um sveitir, veröi tekiö tillit til þarfa bújaröa i þessum efnum i lögum um gjaldskrá, enda hey- þurrkun á þeim tima árs, sem umframorka er hjá hitaveitum. 4. Bændur fái aö kaupa um- fram-rafmagn á sumrin til loft- hitunar á sama veröi og verk- smiðjur i stóriönaöi. 5. Reynt veröi aö nýta aöra orkugjafa til hitunar, t.d. úr- gangs-rekaviö, úrgangsoliur frá vélum o.fl. J afnframt beinir þingið þvi til bútæknideildar Rala og starfs- hóps ráöunauta um heyverkun ab athuga hitunarbúnað meö tilliti til hagkvæmni og aöstæöna á hverjum staö”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.