Þjóðviljinn - 15.04.1980, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 15.04.1980, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. april 1980. Eva Knardahl í Norræna húsinu Hinn þekkti norski píanóleikari Eva Knardahl heldur tónleika í Norræna húsinu á miðvikudag/ 16. apríl/Og mun leika norska og sænska tónlist, m.a. Holbergssvítuna eftir Grieg og píanósónötu opus 7, mesta píanóverk hans. Eva Knardahl er fædd 1920 og kom þegar 11 ára gömul fram opinberlega, þegar hún lék ein- leik meö Filharmonisk Selskap. Hún vann sér fljótlega mikið álit sem tónlistarmaöur, og aö lokinni siöari heimsstyrjöld dvaldist hún um margra ára skeiö i Banda- rikjunum, og var meöal annars árum saman fastur einleikari meö Minneapolis-sinfóniuhijóm- sveitinni. Hún sneri aftur til heimalands slns 1967 og settist aö i Osló. Eva Knardahl er meöal bestu pianóleikara Noregs, og hún hef- ur fariö i tónleikaferöir um Evrópu, Sovétrikin og Bandarik- in. Hún hefur áöur leikiö I Reykjavik, þegar hún lék einleik meö Sinfóniuhljómsveit Islands. Listakonan hefur leikiö inn á margar hljómplötur og hún hlaut norsku tónlistargagnrýnenda- verölaunin 1968. Tónleikarnir i Norræna húsinu hefjast kl. 20.30. Félagsstojhun í kvöld Þursarnir skemmta Hinn íslenski þursa- flokkur hefur gert víðreist um landið að undanförnu, og lýkur þeirri yfirferð með tónleikum í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut í kvöld. Þetta veröa einu tónleikar þeirra félaga I Reykjavik aö sinni, og er hinum fjölmörgu aödáendum þeirra á höfuö- borgarsvæöinu bent á aö missa ekki af lestinni. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Aögöngumiöar veröa seldir viö innganginn, og aö sjálfsögöu er öllum heimill aö- gangur. -ih Hjúkrunarkennarar: Harðari afstöðu gegn reyk- ingum Kennaradeild Hjúkrunar- skólans hefur sent frá sér eftirfarandi áskorun til heil- brigöisstéttanna: ,,Af tilefni alþjóöa heil- brigöisdagsins i ár, 7. april s.l., sem Alþjóöa heil- brigöisstofnunin helgar aö þessu sinni baráttunni gegn reykingum, skorar Kennara- deild Hjúkrunarfélags Islands á heilbrigðisstéttir aö taka höndum saman um haröari afstööu gegn reyk- ingum. Reykingar eru nú stærsti einstaki þátturinn er veidur heilsutjóni og hægt er að fyrirbyggja. Kennaradeild Hjúkrunarfélags Islands vill beina þvi til hjúkrunar- fræöinga aö þtíir kynni sér álit sérfræöinga stofnunar- innar og beiti sér I þessu mikilvæga heilsuverndar- starfi.” Ljósm. —gel- Qrri (t.v.) og Friöþjófur 1 vinnunni á blaöinu Qáf „Tveggjaputta- aðferðin best” þetta viröist lika vera nokkuö fjölbreytilegt og sjálfsagt stressandi starf. Af hverju viö völdum Þjóö- viljann? Hann er eina blaöiö sem viö fáum sent á skólann, auk þess sem ég var sendill hjá Dagblaðinu i fyrrasumar og langaöi aö kynnast þessu nán- ar”, sagöi Orri. Hafiö þiö lært eitthvaö á þessu segja félagar úr Laugagerðisskóla sem voru í starfskynningu ú Þjóðviljanum Nú i vikunni hafa tveir piltar úr Laugageröisskóla á Snæfeils- nesi dvaliö meö okkur hér á * Þjóöviljanum i starfskynningu. I Starfsfólk blaösins hefur litiö I tekiö eftir strákunum, þar sem ■ þeir hafa veriö á haröahlaupum I’ I fréttaleit og viötölum um alla borgina þann tima sem þeir störfuöu hér á blaðinu. Aö endingu tókst þó einum | innanhússmanni aö ná af þeim tali, þar sem þeir voru aö ljúka viö sinar siöustu fréttir fyrir Þjóöviljann I bili, seinni partinn i gær. Friöþjófur Þorsteinsson frá Hraunmúla I Kolbeinsstaöa- hreppi og Orri Hlöðversson frá Rauökollustööum I Eyjahreppi heita piltarnir. „Þetta er búiö aö vera alveg ágætt. Aö visu hefur veriö heil- mikiö um aö vera hjá okkur, en Aðalfundur Iðju á Akureyri: starfi? „Þaö væri þá ekki nema aö I vélrita nokkrum oröum fleiri á I minútu en viö áöur gátum, en * það var vlst ekkert til aö státa J sig af”, sagöi Friöþjófur og I kimdi, „annars finnst mér best I aö nota tveggjaputtaað- • feröina”. Strákarnir ætla aö öllum lik- I indum aö sinna búskapnum á I heimaslóðum I sumar, en hvaö J siöan tekur viö var ekki á j hreinu. Kannski Fjölbrauta- I skólinn á Akranesi, eöa Sam- I vinnuskólinn á Bifröst eöa. J __________________________i'.j Áfram meö kjarasamninga — upp meö láglaunin Karlakórinn Fóstbræöur á tónleikum. Samsöngvar Fóstbræðra Frumflutt tónverk eftir Atia Heimi Karlakórinn Fóstbræöur frum- flytur tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson á samsöngvum sem kórinn heldur fyrir styrktarfé- laga sina I þessari viku I Austur- bæjarbiói. Verkiö hefur Atli Heimir samiö sérstaklega fyrir kórinn viö ljóö Þorsteins frá Hamri, Fenja og Menja. Þá flytur kórinn sjö lög viö mið- aldakveöskap eftir Jón Nordal og lög eftir Pál Isðlfsson, Sigfús Ein- arsson og Helga Helgason. Af er- lendum höfundum á efnisskránni má nefna N.E. Fogusted, B.Carl- son og T.Kuula. I lok samsöngv- anna syngja Fóstbræöur Bátsför I Feneyjum eftir F.Schubert og Hiröingjana eftir R.Schuman. 1 vetur hafa Fóstbræöur brydd- aö upp á nokkrum nýjungum i kórstarfinu og hefur um helming- ur kórmanna æft sérstaklega nokkur lög sem flutt veröa á sam- söngvunum, en þeir veröa haldnir dagana 16., 17., 18. og 19. april og hefjast kl. 19 alla dagana nema á laugardaginn kl. 17. Einsöngvarar meö kórnum veröa Magnús Guðmundsson og Kristján Arnason, pianóundirleik annast Guörún Kristinsdóttir og Kristján Þ. Stephensen, Siguröur Ingvi Snorrason, Stefán Þ. Stephensen og Siguröur Markús- son leika meö á blásturshljóöfæri. Aöstoöarmaöur söngstjóra viö æfíngar var Siguröur Rúnar Jónsson, en söngstjóri Fóst- bræöra er Ragnar Björnsson. i fyrradag hélt Iöja á Akureyri aöalfund sinn. Þar var samþykkt eftirfarandi tillaga um kjaramál: „Aöalfundur Iöju, félags verk- smiöjufólks á Akureyri, haldinn i Alþýöuhúsinu sunnudaginn 13. april, átelur harölega þann seina- gang i kjarasamningum, sem veriö hefur, og gerir kröfur til þess, aö viöræöum veröi hraöaö, sem mögulegt er. Þá tekur fundurinn undir þá meginkröfu, sem komiö hefur fram, aö þung áhersla veröi lögö á þaö, aö hækka verulega lægst launuöu starfshópana innan ASI og sjá um, aö sú hækkun fari ekki út I verölagiö.” Stjórn Iöju er nú skipuð eftir- töldum mönnum: Jón Ingimars- son, formaöur, Kristln Hjálmars- dóttir, varaformaöur, Höskuldur Stefánsson, ritari, Geirlaug Sigurjónsdóttir, gjaldkeri, Ingi- berg Jóhannesson, meöstjórn- andi. Varastjórn skipa: Hallgrimur Jónsson, Brynleifur Hallsson, Barbara Armanns og Hekla Geir- dal. Trúnaöarmannaráö: Jón Lax- dal Jónsson, Kjartan Sumarliöa- son, Indriöi Hannesson, Aslaug Jónasdóttir, Margrét Jónsdóttir og Reginn Jóhannesson. Endurskoöendur reikninga eru Jónatan ólafsson og Siguröur Karlsson. Varamaöur þeirra er Kristinn Jónsson. Jón Ingimarsson hefur nú setiö I stjórn Iöju I 42 ár og þar af for- maöur i 34 ár. Geri aörir betur. Reksturságóöi allra sjóöa fé- lagsins reyndist vera kr. 49.953.548. —mhg „Meginreglur Leníns um sósíalíska hagfræði” Sovéski hagfræöiprófessorinn dr. Felix Volkov, einn af vara- rektorum háskólans i Moskvu, er væntanlegur hingaö til lands 17. april n.k..Flytur hann fyrirlestra I boöi MÍR, og veröur viöstaddur aöalfund félagsins. Laugardaginn 19. april.kl. 15, flytur F. Volkov erindi sem hann nefnir „Meginreglur Lenins um sósialiska hag- fræöi”. Erindiö veröur flutt aó Lindargötu 48, á horni Frakka - stigs og Lindargötu, en þar hefur MIR nýlega tekið á leigu húsnæöi á 2. hæö. I hluta þessa húsnæðis hefur veriö komiö fyrir sýningu á ljósmyndum, myndverkum og bókum I tilefni þess að hinn 22. april n.k. eru 110 ár liöin frá fæöingu Vladimlrs I. Lenins. Veröur sýningin formlega opnuö meö fyrirlestri Volkovs prófessors, en aö honum loknum verður kvikmyndasýning. Daginn eftir, sunnudag, kl. 16, heldur dr. Felix Volkov annaö erindi I MÍR-salnum o& ræöir þá um Moskvuháskóla, sem átti 225 ára afmæli snemma á þessu ári. Prófessorinn flytur fyrirlestur sinn aö loknum aöalfundi MÍR, sem hefst kl. 15. Einnig veröur kvikmyndasýning og loks boöið upp á veitingar. Mynda- og bókasýningin um Lenin i MIR-salnum aö Lindar götu 48 veröur opin sumardaginn fyrsta, 24. april, laugardaginn 26. april og sunnudaginn 27. april, alla dagana frá kl. 14 til 18. Kvik- myndasýningar verða þessa daga kl. 15 og þá sýndar leiknar kvik- myndir, þrjár úr hópi fjölmargra sovéskra kvikmynda frá ýmsum timum, sem geröar hafa veriö um ævi og störf Lenins. Höfundar þessara þriggja mynda hafa allir verið I hópi frægustu kvikmynda- gerðarmanna Sovétrikjanna, en kvikmyndirnar eru: Lenin I Póllandi, mynd S. Jútkevitsj frá 1964 (sýnd 24. april), Október, mynd S. Eisensteins frá 1927 (sýnd 26. april) og Lenin I október, mynd M. Romms frá 1939 (sýnd 27. april). Aögangur aö fyrirlestrum Vol- kovs prófessors og sýningunum I MlR-salnum, Lindargötu 48, er öllum heimill. Guðlaugur efstur Nýlega fór fram skoöanakönn- un um forsetakjör meöal starfs- fólks Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Atkvæði greiddu 74. Þar af munu um 2/3 hafa verið konur. Orslit uröu þessi: Albert 5 atkv., Guölaugur 41 atkv., Pétur 1 atkv., Rögnvaldur 2 atkv., Vigdis 24 atkv., og einn seöill var auöur. -mhg Skynjunog viðbrögð Þeir Logi Jónsson og Guö- mundur Einarsson flytja I dag erindi á vegum Liffræöifélags Islands um skynjun fiska en rannsóknir á skynjun fiska hafa viöa veriö stundaðar af kappi hin siöustu ár. Hafa þær rannsóknir m.a. beinst aö þvi aö kanna viöbrögö fiska viö veiöarfærum og aö at- huga hlutverk skynfæra i fiski- göngum. Viö þessar rannsóknir hafa fengist mikilsveröar upplýs- ingar um starfsemi skynfæra al- mennt. I erindi sinu mun Logi aöallega fjalla um næmni lyktar- og bragöskyns hjá fiskum, en Guömundur mun ræöa um aölög- un sjónar aö ýmsum umhverfis- þáttum. Erindin verða fluttí stofu 158 I húsi verkfræöi- og raunvfs- indadeildar Háskóla Islands Hjaröarhaga 2-4, og hefjast kl.’ 20.30. öllum er heimill aögangur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.